Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Nú liggur fyrir Alþingi ÍslendingaFrumvarp til laga um breytinguá nokkrum lögum á sviði sifja-réttar.I. kafli Breyting á barnalögum, nr. 76 27. mars 2003, með síðari breytingu. 1. gr. „Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. lag- anna: a. 1. mgr. orðast svo: Foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns síns eftir skilnað og slit sambúðar sem skráð hefur verið í þjóðskrá nema annað sé ákveðið. Foreldrar skulu ákveða hjá hvoru þeirra barn skuli eiga lögheimili og þar með að jafnaði fasta búsetu. Sýslumaður skal til- kynna þjóðskrá, hjá hvoru foreldri barnið eigi lögheimili. b. Orðin „sameiginleg eða“ í 2. mgr. falla brott.“ Með þessu er stefnt að því að lögfesta sem meginreglu að foreldrar hafi sameiginlega forsjá barns eða barna eftir skilnað eða sam- búðarslit nema annað sé ákveðið, þ.e. með samningi foreldra eða dómi. Í athugasemdum við lagafrumvarp þetta segir að reynsla síðustu ára sýni að æ fleiri foreldrar kjósi að fara sameiginlega með forsjá barna sinna „sem væri vísbending um að viðhorf foreldra til sameiginlegrar forsjár væru sífellt jákvæðari og reynslan af þessu úr- ræði væri góð“. Einnig segir að breyting- arnar, sem lagt er til að gerðar verði varðandi sameiginlega forsjá taki mið af ábendingum forsjárnefndar. „Ekki þykir á hinn bóginn rétt að ganga eins langt og nefndin lagði til í loka- skýrslunni, þ.e. að leggja til að dómurum verði veitt heimild til þess að dæma sameig- inlega forsjá gegn vilja annars foreldris.“ Í grein sem Ingibjörg Rafnar, umboðs- maður barna, skrifaði í Morgunblaðið 22. des- ember sl. segir hún: „Engum vafa er undirorpið að niðurstaða sem fæst með samkomulagi aðila er vænlegust til árangurs og í mestu samræmi við hagsmuni og þarfir þeirra barna sem í hlut eiga.“ Blaðamaður Morgunblaðsins leitaði til full- trúa hinna ýmsu fagstétta sem koma að for- sjármálum frá upphafi skilnaðarferlis og þar til það er um garð gengið til að ræða spurn- inguna: Ber að gera sameiginlega forsjá að meginreglu? Í ljós kom að skoðanir eru skiptar um þetta mál og einn viðmælandi lét jafnvel svo um mælt við blaðamann að hugsanlega yrði með þessum breytingum víglínan aðeins færð til, ef sameiginleg forsjá yrði lögfest sem meg- inregla myndu deilur magnast um hjá hvoru foreldrinu lögheimili barns ætti að vera. Rætt var við formann nefndar þeirra sem leggur til að sameiginleg forsjá verði meg- inregla og annan nefndarmann, við barna- lækni, tvo félagsráðgjafa, fulltrúa sýslu- manns, starfandi hæstaréttarlögmann, dómara við héraðs- og hæstarétt og við tvo sálfræðinga. Allir þessir fagaðilar koma að forsjármálum á hinum ýmsu stigum ferlisins. Forsjármálin í brennidepli Fyrir Alþingi er nú til meðferðar frumvarp dómsmálaráðherra um breyt- ingu á barnalögunum. Þar í er tillaga forsjárnefndar um að sameiginleg forsjá verði meginregla við skilnað eða sambúðarslit. Guðrún Guðlaugs- dóttir kannaði viðhorf nokkurra fagaðila, sem koma að skilnaði og sam- búðarslitum og forsjármálum á hinum ýmsu stigum, til þessa máls. Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlög-maður var formaður forsjár-nefndar sem lagði til að sameig-inleg forsjá verði lögfest semmeginregla nema að um annað sé samið eða dæmt og nefndin lagði einnig til að dómarar fái heimild til að dæma foreldrum sameig- inlega forsjá, en þá tillögu er ekki að finna í breytingafrum- varpinu. Nefndin var skipuð þremur aðilum og var Dögg Páls- dóttir fulltrúi dómsmálaráðu- neytis. Hinir nefndarmenn voru Ólafur Stephensen frá karla- nefnd Jafnréttisráðs og Oddný Vilhjálmsdóttir frá Kvenrétt- indafélagi Íslands. „Nefndin skilaði áfanga- skýrslu árið 1999 og lokaskýrslu árið 2005. Í báðum skýrslunum undirstrikuðum við það sem skoðun nefndarinnar að það ætti að lögfesta heimild til dómstóla til þess að dæma um sam- eiginlega forsjá og það ætti að ganga út frá sameiginlegri forsjá sem meginreglu nema að fólk semdi sig sérstaklega undan henni,“ segir Dögg Pálsdóttir. „Núna er það svo að fólk getur samið um sameiginlega forsjá en ekki er gengið út frá slíkri skipan sem meginreglu. Við lögðum einn- ig til að heimilt yrði að dæma að forsjá skyldi vera sameiginleg – en nú er það ekki hægt.“ – Hverjar eru röksemdirnar fyrir þessum tillögum? „Það voru nokkrar ástæður fyrir því að við settum þetta fram. Í fyrsta lagi tókum við mið af niðurstöðum rannsóknar Sigrúnar Júl- íusdóttur og Nönnu K. Sigurðardóttur á fimm ára reynslu af sameiginlegri forsjá. Rannsókn þeirra benti til að reynsla foreldra af sameig- inlegri forsjá væri jákvæð. Ekki síst var ánægja feðra meiri með sameiginlegu forsjána, en þeir eru enn sjaldnast með lög- heimili barna eftir skilnað eða sambúðarslit. Feður töldu að sameiginleg forsjá tryggði þeim áframhaldandi hlutverk í lífi barns síns þótt leiðir foreldranna hefðu skilið. Af skýrslunni má ráða að þar sem vel tekst til með sameiginlega forsjá séu börnin einnig ánægðari með það fyrirkomulag og það gerði það að verkum að þau fyndu minna fyrir skilnaðinum.“ - Leitaði nefndin álits sérfræð- inga? „Áður en nefndin skilaði áfangaskýrslunni 1999 ræddi hún við fjölmarga aðila um þau at- riði sem henni var falið að skoða. Hún aflaði hins vegar ekki sérstaklega álits sérfræðinga, s.s. sálfræðinga, á þessari tillögu, enda vissi nefndin að þá, sem nú, eru mjög skiptar skoð- anir um þetta. Við horfðum til rannsóknar Sig- rúnar og Nönnu og þeirrar staðreyndar að mörg okkar nágrannalönd og víða í Bandaríkj- unum tíðka þetta fyrirkomulag. Æ fleiri semja um sameiginlega forsjá Eins og fyrr kom fram leggjum við til í til- lögum okkar að heimild til dómstóla til að dæma sameiginlega forsjá verði sett í lög og Sameiginlega forsjá – meginregla! Dögg Pálsdóttir Morgunblaðið/Eyþór Það er trú okkar sem vorum í forsjárnefndinni að megin- regla um sameiginlega forsjá og heimild til dómstóla til að dæma sameiginlega forsjá geti dregið úr forsjárdeilum og allt sem gerir það er örugglega börnum fyrir bestu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.