Morgunblaðið - 12.02.2006, Page 13

Morgunblaðið - 12.02.2006, Page 13
Heimili Forysta og þróun Árangur í þágu viðskiptavina Gervihnéð og Þristurinn Tímaritið Time valdi Rheo Knee gervihnéð frá Össuri eina af merkustu uppfinningum síðasta árs. Rafeindastýrt vökvakerfi skynjar álagið á hnénu og auðveldar hreyfingar. Í hnéð er notuð þrautreynd álblanda sem Alcoa þróaði upphaflega fyrir Douglas DC-3 árið 1933. Bandalag Ferrari og Alcoa Alcoa framleiðir burðargrindur fyrir Ferrari á Ítalíu. Í verksmiðjum Ferrari í Modena vinna um 40 starfsmenn Alcoa við samsetningu. Nýverið kynntu Ferrari og Alcoa að fyrirtækin hefðu tekið upp formlegt samstarf sem miðar að því að þróa á næstu árum enn fullkomnari burðargrindur í Ferraribíla. Alcoa Fjarðaál mun einmitt framleiða sérstakar álblöndur fyrir bílaiðnað. Frá Fjarðaáli til Ferrari www.alcoa.is Alcoa býr yfir þekkingu á öllum þáttum áliðnaðar og nýtur þess að þjóna stórum hópi leiðandi viðskiptavina sem gera strangar kröfur um árangur. Í þessum hópi eru helstu framleiðendur bíla, vélhjóla, flugvéla, hreyfla og matvæla í heiminum. Samvinna við forystufyrirtæki í þessum greinum gefur okkur tækifæri til að læra af þeim sem skara fram úr á hverju sviði. Góður árangur tryggir traust samstarf til lengri tíma. Álverið í Fjarðabyggð verður mikilvægur hlekkur í virðiskeðju Alcoa. Fjarðaál mun framleiða verðmætar afurðir í samræmi við óskir viðskipta- vina, þar á meðal sérstakar álblöndur og allt að 90.000 tonn af álvírum. Álverið í Fjarðabyggð markar nýja tíma og á að verða fyrirmynd annarra álvera sem Alcoa hyggst reisa á komandi árum. Starfsmönnum Fjarðaáls opnast um leið stór, alþjóðlegur vinnumarkaður innan vébanda Alcoa. Viltu vinna með okkur? Umbúðir og neytendavörur Vörur frá Alcoa er að finna á flestum heimilum. Alcoa framleiðir umbúðir fyrir viðskiptavini eins og Coca-Cola, Pepsi, Nestlé og Marks & Spencer. Alcoa selur einnig neytendavörur undir eigin vöru- merkjum og má þar nefna Baco, Diamond og Reynolds Wrap álpappír. Ál er gjarnan notað í neytendavörur þar sem þyngd, stærð, styrkur og hönnun skipta máli, til dæmis í reiðhjól, fartölvur, farsíma, töskur, myndavélar og veiðihjól. Harley Davidson VRSA VROD vélhjól úr áli frá Alcoa Ferrrari 612 Scaglietti Dura-Bright flutningabílafelga frá Alcoa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.