Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 18

Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ GRANDAVEGURSigga Dóra er komin í bæinn. Hún stendur á tröppunum fyr-ir utan heimili Guðrúnar Ás-mundsdóttur og Birgis Matthías- sonar með ferðatösku og matarkistu – 13 kílóa yfirvigt af hákarli og fiski. Og húslykla. Það er notalegt að vera með fast herbergi fyrir sunnan. Hún tekur flíkurnar úr töskunni og dreifir úr sér; þetta er búningsherbergi leik- húsgestsins. – Það var mikil gæfa að kynnast konu eins og Guðrúnu, segir hún. Síminn þagnar ekki allan daginn – hún er stanslaust að aðstoða fólk. Og ég er ekki sú eina sem leggst upp á þetta heim- ili, bætir Sigga Dóra við og hlær. Áttar sig ekki á því að hún er um leið að lýsa sjálfri sér, Sigríði Dóru Sverrisdóttur, konu sem víkur úr húsi á Vopnafirði fyrir ferðalöng- um, sem oftast ganga erinda menningarinnar. Þá geta þeir gengið að rækjubrauðtertu vísri í eldhúsinu við sólarupprás. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Og rækjubrauðterta kemur mjög við sögu í leikritinu Eldhús eftir máli. Það er uppselt. Á fremsta bekk fyrir miðju sitja prímadonnur leikhússins, Guðrún Ásmundsdóttir af sviðinu og Sigga Dóra úr salnum. Á sviðinu eru konur á blæðingum þegar körl- unum hentar og heilalausar þegar börnunum hentar. En alltaf gefa þær sér tíma til að gera rækjubrauðtertu. Eftir sýningu er heilinn lagður á hillu fyrir utan búningsaðstöðuna með blómvendi, rauð- um gleraugum, appelsínu og sérríflösku. Prímadonnurnar kyssa leikarana og síðan hleypur Sigga Dóra yfir í Iðnó til að ná síðustu mínútum annars leikrits, Ég er mín eigin kona. Hún hefur séð sýninguna áður. – En hún er aldrei eins! AUSTURSTRÆTI Á leiðinni spyr blaðamaður: – Hvaða leikrit er þér eftirminnilegast? – Ég held það sé Veislan, svarar hún eftir nokkra umhugsun. En þau eru nokkur, flýtir hún sér að bæta við. Maður getur eiginlega ekki gert upp á milli barnanna sinna. – Veislan af því að þá varstu hluti af sýning- unni? – Nei, ég vildi ekki sitja við veisluborðið. Maður gat valið og ég vildi heldur sitja úti í sal. Sigga Dóra er óróleg og eitthvað að brjótast um í kollinum á henni. Allt í einu byrjar hún að þylja upp: – Ausa, Dagur vonar, Gísl. Svo var ég ánægð með Fátækt fólk. Og Edith Piaf! Þetta eru ólík- ar sýningar, en þær hafa eitthvað – þetta eitt- hvað, segir hún óðamála. Og Ég er mín eigin kona. Mér líka ekki söngleikir eins og Gæjar og píur. Skækjan! Það var sýning sem mér fannst æðisleg. Svo getur einn leikari heillað mig, þó að hann sé með pínulitla rullu. Mér finnst það líka dásamlegt. En ég hef misst af sterkum sýn- ingum. Ég er til dæmis miður mín yfir að hafa ekki séð sýningu Hugleiks Dagssonar. Stund- um vildi ég að ég ætti hjámann sem væri at- vinnuflugmaður og ætti litla rellu, segir hún og hlær. IÐNÓ Sigga Dóra er í kjól og flauelsjakka; hún fer alltaf spariklædd í leikhús. Og hún er enginn venjulegur leikhúsgestur. Hún var valin áhorf- andi ársins við afhendingu Grímuverðlaunanna í fyrra og sá þann vetur 27 leiksýningar. Nú er komið fram í febrúar og sýningarnar orðnar 12. – Það er heldur ámátlegt, segir hún dauflega. En ég fékk flugmiða frá manninum mínum [Svavari Halldórssyni] í jólagjöf þannig að ferð- irnar verða fleiri, bætir hún við og ljómar þá af ánægju og tilhlökkun. Sumum finnst þetta flottræfilsháttur, en með aðhaldi getur maður leyft sér þetta. Ef valið stendur um nýja flík eða leikhús, þá kýs ég leik- húsið. Hún hugsar sig um og bætir við hlæjandi: – Ég færi ekki ber í leikhús, en svona … já … hmmm … ég myndi kannski fá lánaðan nátt- slopp! GRANDAVEGUR Sigga Dóra vaknar um miðja nótt. – Birtíngur! Og skrifar nafnið á lista á náttborðinu. Henni gengur illa að festa svefn aftur. – Stjörnur á morgunhimni! Djöflaeyjan! SÓLON Rautt í glasi. Hvít peysa. – Hvað heillar þig við leikhúsið? – Ég hef áhuga á allri menningu. En í leik- húsi sameinast öll þessi ólíku listform, ritlist, leikmynd, búningar, list leikarans, tónlist. Þetta eru heimar sem ég get gjörsamlega gleymt mér í. Oft fer ég ein á leiksýningar, enda tek ég ekkert eftir því hver situr við hliðina á mér. Ég er í öðrum heimi – þessum besta heimi allra heima. Kertið á borðinu er að hverfa ofan í stjakann eins og jökulfljót renni inn í fjall. – Hallgrímur Helgason kallar þig orkuverið! – Mér finnst það miklu betra en menn- ingarviti, svarar Sigga Dóra. Ef leitað er skýr- inga á því í orðabók, þá hugnast mér ekki lýs- ingin. Manneskja sem þykist vita allt um menningu og það rignir upp í nefið á henni. – Það vantar ekki orkuverin austur frá? – Ég er ekki á móti virkjanaframkvæmdum á Austurlandi, en mannleg orkuver fara vel með hinum. Það er nóg af skapandi fólki fyrir aust- an. VOPNAFJÖRÐUR Einn dísætan sumardag á einum veðursæl- asta stað landsins austur á Vopnafirði. Þó að enn sé bjart eru komnar veðurfréttir. Og bæj- arbúar fylgjast í eftirvæntingu með Unni Ólafs- dóttur veðurfræðingi rýna í kortin; þeir búa þar sem nálægðin er enn til staðar við náttúruna og veðrið skiptir máli. – Það er bara alltaf gott veður á Vopnafirði, segir Unnur brosandi. Ég er farin að trúa því sem Sigga Dóra segir! Hrafnhildur hringir í dóttur sína og segir: – Svei mér þá, ertu búin að troða þér inn í veðurfréttirnar líka! ÁSVALLAGATA Dyrabjallan hjá Þórarni Eldjárn og Unni er í ólagi. Sigga Dóra bankar á glerið. Hún veiðir böggul úr poka þegar Unnur kemur til dyra – hákarl vafinn í dagblaðapappír. Framundan er árlegt þorrablót hjá Eldjárnum og hákarlinn frá Guðjóni á Vopnafirði í hávegum hafður. Á bögglinum er fyrirsögn: „Lofa nægu gasi“. ÞVERHOLT Það hefðu verið orð að sönnu fyrir „eld- partíið“ síðasta vor. Einu sinni á ári leigir Sigga Dóra íbúð í Reykjavík. Hún ákvað „að þakka þessum þolinmóðu leikurum fyrir leikárið“. Og hélt því matarboð fyrir vini sína úr leikhúsinu Ingvar Sigurðsson, Hilmi Snæ og Ilmi Krist- jánsdóttur. – Ég var í eldhúsinu ásamt Hilmi Snæ þegar við urðum vör við að það logaði undan borðplöt- unni, segir hún alvarleg. Eldavélin var með gashellum sem við notuðum ekki, en samt hefur orðið gasleki. Þegar við ætluðum að athuga þetta nánar varð sprenging. Í því varð Ilmi litið inn í eldhús- ið og sá okkur mitt í eldhafinu. En við sluppum ótrúlega vel – með sviðið hár og brenndar flík- ur. Pilsið sem ég var í hreinlega hvarf! Þegar Ingvar mætti á svæðið var allt morandi í lög- reglu- og slökkviliðsbílum fyrir utan. – Hann hefur haldið að þetta væri heljarinn- ar partí! – Já, svarar Sigga Dóra og hlær. Við vorum að elda humar og nautalundir með marenstertu í eftirrétt. Og reyndum að fá slökkviliðsmenn- ina til að setjast og borða með okkur. Því miður kom annað útkall. En þeir náðu rétt aðeins að smakka. Við ætlum að endurtaka veisluna í apr- íl og þá er aldrei að vita nema þeim verði boðið! VOPNAFJÖRÐUR – Listaverkið! Sigga Dóra er enn að rifja upp leiksýningar. – Óliver! Með fulla vasa af grjóti! Hún er stuðningsfulltrúi í leikskólanum á Vopnafirði og hefur tvisvar sett upp leikþætti á þorrablótum með krökkunum, Karnival dýr- anna fyrir tveimur árum og Mjallhvíti og dvergana sjö árið á undan. – Ert þú þá leikstjórinn? – Ég skrifa handrit, leikstýri og bý til sviðs- myndina. Svo tók hún þátt í að setja upp leiklestur á hluta af Fjallkirkjunni með ungmennum og at- vinnuleikurum í samstarfi Skriðuklausturs og menningarmálanefndar Vopnafjarðar. – Þú hefur náð að nýta leikhúsáhugann heima í héraði! – Jájá, ég hef troðið þessu miskunnarlaust upp á Vopnfirðinga. Þeir eru áreiðanlega orðnir hundleiðir á þessu leikhúsþvargi mínu. Besti heimur allra heima Viðmanninnmælt Pétur Blöndal ræðir við Sigríði Dóru Sverrisdóttur Morgunblaðið/Kristinn SIGRÍÐUR DÓRA SVERRISDÓTTIR LEIKHÚSGESTUR „Við sluppum ótrúlega vel – með sviðið hár og brenndar flíkur.“ ’Jón Baldvin, það eru ekki áratuga van-rækslusyndir Sjálfstæðisflokksins sem leiða til þess hvernig almenningssam- göngukerfið er í dag. Við erum búin að stjórna í 12 ár. Við höfðum öll tækifæri.‘Stefán Jón Hafstein í svari við spurningu Jóns Bald- vins Hannibalssonar um „bætur fyrir áratuga van- rækslusyndir Sjálfstæðisflokksins varðandi umferð í Reykjavík og almenningssamgöngur“ á kappræðu- fundi Samfylkingarinnar á Nasa síðastliðið mið- vikudagskvöld. ’Það er nóg af verkefnum hérna og mérmun ekki leiðast. En ég get ekki séð að það skaði SkjáEinn á nokkurn hátt að ég stjórni morgunsjónvarpi, þeir eru til að mynda ekki með morgunsjónvarp.‘Sigríður Arnardóttir sem ráðin var í vikunni til að stjórna sjónvarpsþættinum Ísland í bítið á Stöð 2. Sigríður hefur að undanförnu unnið að undirbúningi nýs þáttar á SkjáEinum og voru húsbændur þar því ósáttir við brotthvarf hennar. ’Ég er búinn að fá nóg, þetta er orðiðágætt og nú sný ég mér annað.‘Viggó Sigurðsson fráfarandi landsliðþjálfari í hand- knattleik, í samtali við Morgunblaðið miðvikudaginn 8. febrúar eftir að hafa beðið gjaldkera HSÍ að koma þeim skilaboðum til formanns HSÍ að Viggó væri ákveðinn í að hætta. ’Á síðustu tveimur kjörtímabilum hefurmér stundum fundist hann vera meira til hægri en á miðjunni.‘Anna Kristinsdóttir um Framsóknarflokkinn eftir að hún ákvað að taka ekki annað sætið á lista flokksins í Reykjavík. ’Það gengur ekki upp að liggja í bókumalla daga, reksturinn hefði örugglega ekki gengið upp ef ég hefði setið uppi á kaffistofu alla daga að lesa.‘Stefán Jónasson sem lokaði bókabúð sinni, Bókabúð Jónasar, á Akureyri sl. föstudag. ’Við eigum ekki að þurfa að bíða eftir þvíað sjá hvort að pápískur bleikur reyk- hnoðri stígi hugsanlega upp frá húsinu við Laugaveg 31 á næsta ári eða ekki. Málið er allt of mikilvægt til þess.‘Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur í grein um réttindamál samkynhneigðra í Morgunblaðinu föstudaginn 10. febrúar. ’Ég get ekki útskýrt þetta betur en viðbrögðin eru ekki dæmigerð fyrir viðbrögð þorra múslíma í heiminum, ef vissir hópar eru undanskildir. Múslímar grípa ekki til ofbeldis. Ef fólk er reitt getur það sýnt reiðina með öðrum hætti.‘Ahmad Akkari , aðaltalsmaður múslíma í Danmörku, í samtali við Morgunblaðið. Teikningarnar sem Jyl- lands-Posten birti af Múhameð spámanni hafa leitt til mikilla mótmæla víða um heim. Ummæli vikunnar Reuters
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.