Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 31

Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 31
hönnun hentaði til fjöldaframleiðslu, þar sem ég hef alltaf reynt að gefa hlutunum mínum persónulegt yfir- bragð með því að gera litlar breyt- ingar eða hafa þá viljandi örlítið ófullkomna.“ Hella er ánægð með út- komuna þar sem vasarnir eru ekki bara fallegir heldur einnig hver með sínu lagi. Allir vasarnir eru hand- gerðir og hugmyndin að baki er sú að þegar þeir eru skoðaðir nánar kemur í ljós ennþá meiri munur á milli þeirra. Það sem Hellu þótti heillandi við að vinna með Ikea var stærðin og umfangið í framleiðslunni. Henni fannst mjög áhugavert að vinna með allar þær reglur sem fylgja slíkri framleiðslu þar sem hún er vön að vinna meira með handverk og gera einstaka hluti. Henni finnst hún hafa náð því besta frá báðum heimum. Hella gerði alls fjórar ólíkar tegundir vasa en þeir eru allir eins í forminu, erkitýpuvasar. Og fyrir henni er það form eins og hvítur strigi til að hanna á. Hver tegund er skreytt á sinn hátt og táknar vissan stað í heiminum og einnig eru þær unnar með ólíkum aðferðum. Vas- arnir bera keim af hennar fyrri verk- um og hafa skýr höfundareinkenni. Þeir eru handgerðir og úr ólíkum efnum eins og postulíni og keramik. Þrátt fyrir að vas- arnir séu eins í lag- inu hafa þeir hver sinn karakter sem gerir þá ólíka. Hlutir Hellu eru að jafn- aði frekar dýrir og því oft frekar keyptir af söfnum eða þeim sem hafa sérstakan áhuga á hönnun. Hella fagnar því að nú hafa fleiri efni á hönnun hennar. Hún von- ar að fólk eigi Jonesberg-vasana um langa ævi og að hver vasi eigi ham- ingjusamt líf. Hún er bjartsýn á að svo verði þar sem vasarnir eru fallegir, nytsamlegir og gerðir af einlægni. Hressilegir hlutir og áhugaverðir Það sama má segja um flesta hlutina úr ps-línu Ikea, þeir eru hressilegir og áhuga- verðir og í takt við lífsstíl fólks í dag. Auk hlutanna hér að ofan eru í ps-línunni teppasjöl sem hægt er að klæða sig í, púðar með holum fyrir kalda fætur, áhugaverðir kollar sem eru unnir með nýstárlegum að- ferðum, felliborð með áföstum útsýn- isramma og fleira og fleira. Allir þessir hlutir munu vonandi líka eiga hamingjusamt líf með nýj- um eigendum sínum og vonandi verður framhald á hugmyndagleð- inni hjá Ikea. nuðar Höfundur er vöruhönnuður.Glimsta-gólfmottan er rauður dregill fyrir heimilið. Genevad-púðar eru fyrir kalda fætur. Jarbo-sófinn er hann- aður til að passa í horn. Vasar fyrir Ikea eftir Hellu Jongerius. Nú eru Hellu-vasar á færi flestra. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 31

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.