Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Er hugsanlegt að skrípa-myndir af Múhameð spá-manni í Jótlandspóstinumfeli í sér hvatningu ummismunun í garð múslíma sem er þá brot á ákvæði í alþjóða- samningi um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi, sem kveður á um að allur málflutningur til stuðnings hatri af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúar- bragðalegum toga spunnið sem feli í sér hvatningu um mismunun, fjand- skap eða ofbeldi skuli bannaður með lögum. Ákvæði þetta er til komið vegna reynslunnar af áróðri nasista, sem leiddi til þess að lífið var murkað úr milljónum manna vegna kynþátta- legra, trúarlegra og þjóðernislegra fordóma. Til að koma í veg fyrir að hörm- ungar seinni heimsstyrjaldarinnar endurtækju sig skuldbinda aðildar- ríki sig á grundvelli ofangreinds ákvæðis til að koma í veg fyrir að slíkt athæfi líðist innan ríkis, þ.e. að alið sé á fordómum í garð ákveðinna hópa, með lagasetningu sem tekur jafnt til einkaaðila sem opinberra stofnana. Samkvæmt alþjóðasamningi um af- nám alls kynþáttamisréttis skuld- binda aðildarríki sig jafnframt til að fordæma allan áróður sem byggist á hugmyndum um yfirburði eins kyn- þáttar … eða reynir að réttlæta mis- rétti „í hvers konar mynd“. Birting hinna umdeildu mynda er neisti í púðurtunnu í hinu spennuþrungna andrúmslofti alþjóðasamfélagsins. Óeirðirnar sem múslimar standa fyr- ir í kjölfarið eru einnig ógn við alls- herjarreglu og því brot á alþjóðalög- um. Hættan á stigmögnun þessara átaka er til staðar og eru stjórnvöld vestrænna ríkja mörg slegin ugg vegna hörmulegra afleiðinga, sem ekki sér fyrir endann á. Tjáningarfrelsið veitir fjölmiðlum svigrúm til að setja fram efni sem ögrar því viðtekna, veldur uppnámi og stuðar fólk. En það þýðir ekki að það sé alltaf réttlætanlegt að notfæra sér þennan rétt þótt hann sé innan löglegra marka. En hvernig áttu rit- stjórar og blaðamenn að sjá þetta fyrir? Frekar en menn sáu fyrir upp- haf fyrri heimsstyrjaldarinnar sem rakið er til voðaverksins þegar erki- hertoginn Franz Ferdinand og kona hans voru myrt í Sarajevó í júní 1914. Næstum heil kynslóð ungra manna lét lífið á vígvöllum fyrri heimsstyrj- aldarinnar. Morðin í Sarajevó voru neistinn í púðurtunnuna en ekki hin raunverulega orsök. Á sama hátt og forsíða Jótlandspóstsins er tilefni en ekki orsök þess ástands sem nú hefur skapast. Múslímar eru margir þeirr- ar skoðunar að myndirnar séu vísvit- andi árás sem endurspegli vaxandi fjandskap Evrópubúa í þeirra garð. Danska blaðamannafélagið ver upphafsmenn þessa máls og vísar í tjáningarfrelsi fjölmiðla sem heimili þeim að miðla áfram upplýsingum og hugmyndum til að gegna hinu mik- ilvæga hlutverki „varðhunda almenn- ings“ eins og Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margítrekað. „Við höf- um ekki brotið mannréttindi,“ segja dönsku blaðamennirnir og vísa aftur í eina af meginreglum í dómafram- kvæmd á grundvelli tjáningarfrelsis- ákvæðis Mannréttindasáttmála Evr- ópu um mikilvægi „fjölbreytni, umburðarlyndis og víðsýni“ í fjöl- miðlaumfjöllun en án þessara þátta fær ekkert lýðræðislegt þjóðfélag þrifist. Danskir blaðamenn hafa nokkra reynslu í að móðga útlendinga en eitt fyrsta málið sem snerti „haturs-um- mæli“ og kom fyrir Mannréttinda- dómstól Evrópu (Jersild gegn Dan- mörku, 1994) spratt af kæru dansks sjónvarpsmanns að nafni Jens Olav Jersild. Honum varð á í messunni og hlaut hann refsidóm og var dæmdur í fésektir fyrir að hafa haft milligöngu í nokkurs konar kastljósþætti í danska sjónvarpinu þar sem ráðist var að hópi innflytjenda með háði og rógi vegna kynþáttar þeirra. Viðmælend- ur Jersilds höfðu uppi ummæli sam- anber: „Negri er ekki manneskja heldur dýr og það gildir einnig um aðra útlenda verkamenn, Tyrki, Júgóslava og hvað sem þeir kallast.“ Sjö af tólf dómurum komust að þeirri niðurstöðu að það hafi ekki verið ásetningur sjónvarpsmannsins að ýta undir kynþáttafordóma og ekki hafi borið brýna nauðsyn til að skerða tjáningarfrelsi hans sem blaðamanns til að verja rétt annarra. Enda væri mikilvægt að vernda fjölmiðlafrelsi og stemma stigu við refsingum blaða- manna því slíkt hefði lamandi áhrif á pressuna. Í séráliti minnihlutans var tekið fram að þarna væri í fyrsta sinn tekist á um saknæmi þess, fyrir Mannréttindadómstólnum, að dreifa kynþáttaáróðri sem firrti stóran hóp manna þeirri virðingu sem allir ættu tilkall til. Þótt dómstóllinn hafi ætíð lagt áherslu á mikilvægi fjölmiðla- frelsis í lýðræðisþjóðfélagi hefði tjáningarfrelsið aldrei staðið eins tæpt gagnvart rétti annarra eins og í þessu máli, að mati minnihlutans, þar sem rógurinn og hin smánarlegu um- mæli væru alvarleg aðför að mann- Togstreita markaðar og réttarríkis — III Markaðstorgið og valdaleysið Reuters Kenýskur múslími á bæn fyrir utan Jamia-moskuna í Naíróbí skömmu fyrir mótmæli, sem haldin voru þar í borg. Á borðanum stendur að sá sem sýni Múhameð vanvirðingu sýni öllum þeim vanvirðingu sem aðhyllist íslam. Hvernig áttu ritstjórar Jót- landspóstsins að sjá fyrir af- leiðingar myndbirtinganna af Múhameð spámanni? Fólu þær í sér hvatningu um mismunun í garð músl- íma? Er þetta spurning um hve mikla auðmýkingu þeir þurfa að þola af vestrænum fjölmiðlum, sem stýra um- ræðunni. Hvað með konur og klám eða skrumskælingu af veruleikanum. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir fjallar um markaðstorg hugmynd- anna, gagnrýni á valdhafa og valdaleysi þeirra sem geta ekki svarað fyrir sig. Auglýsingin sem fór fyrir hæstarétt í Bandaríkjunum. Kr. 2.500.000 Kr. 3.000.000 Kr. 3.500.000 Kr. 4.000.000 Kr. 4.500.000 Kr. 5.000.000 Kr. 5.500.000 Kr. 6.000.000 Kr. 6.500.000 Kr. 7.000.000 Kr. 7.500.000 Kr. 8.000.000 ÓskynsamlegtSkynsamlegt SAAB 9-5 Kr. 3.160.000,- Volvo v70 Kr. 4.090.000 Volvo s80 Kr. 4.230.000 Audi A6 Kr. 4.390.000 Volvo xc70 Kr. 4.760.000 Lexus GS300 Kr. 4.950.000 Mercedes Benz E280 CDI Kr. 5.783.000 Lexus GS430 Kr. 7.250.000 BMW 523i Kr.4.130.000 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00 Heimild: Morgunblaðið, bílablað 20 jan. 2006. Flokkur stórra lúxusbíla. Öll verð voru fengin frá viðkomandi umboðum. SKYNSEMISMÆLIRINN BMW 545i Kr. 7.690.000 Vel útbúinn Saab 9-5 Sedan Linear 2.0 turbo. 150 hestar og sjálfskiptur á kr. 3.160.000. Þetta er ekki flóknara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.