Morgunblaðið - 12.02.2006, Page 34

Morgunblaðið - 12.02.2006, Page 34
34 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ H ann tekur á móti mér á skrif- stofu sinni. Handatakið er þétt og inni- legt. Einar Friðrik Krist- insson býður af sér góðan þokka. Hann býðst til að sýna mér húsakynni fyrirtækisins. Eiginkona hans, Ólöf Októsdóttir, sem jafnframt er stjórnarformaður á bænum, slæst í för með okkur og síð- ar bætist sonur þeirra, Októ, í hópinn en hann gegnir starfi aðstoðarfram- kvæmdastjóra og yfirmanns mark- aðssviðs. Einar sýnir mér fyrst skrif- stofurnar og er okkur vel tekið. Framkvæmdastjórinn slær á létta strengi við starfsmenn sem verða á vegi okkar og það er greinilegt að andrúmsloftið er gott á þessum vinnustað. Leið okkar liggur niður á lagerinn, hreint mögnuð húsakynni, og mér verður fljótlega ljóst að Einar er ekki bara að sýna mér fyrirtæki, heldur líf sitt. Hann er ekki maður sem blæs í lúðra en ástríðan skín úr augunum meðan við göngum um sali. Reksturinn gengur vel. Það er ljóst. Samt einkennist viðmótið ekki af hroka eða monti. Heldur stolti. Vel- gengnin hefur ekki stigið þessum manni til höfuðs. Það sést kannski best á því að þetta er fyrsta blaða- viðtalið sem hann veitir á 42 ára löngum ferli. „Þetta fyrirtæki hefur verið mitt líf og yndi í áratugi. Þær eru ófáar stundirnar sem ég hef lagt í þetta. En það hefur svo sannarlega verið þess virði,“ segir Einar og Ólöf tekur upp þráðinn. „Hann hefur verið vakinn og sofinn yfir þessum rekstri. Alltaf mættur til vinnu klukkan sjö á morgnana og yfirleitt ekki kominn heim fyrr en sjö á kvöldin. Hann hef- ur heldur aldrei viljað taka lengra frí í einu en hálfan mánuð. Það verða mikil viðbrigði þegar hann hættir.“ „Ætli það verði ekki bara brestir í bandinu,“ skýtur Einar glottandi inn í. „Já, ætli við endum ekki hvort í sínu svefnherberginu,“ segir Ólöf. Þau hlæja dátt. Hafa verið saman í 47 ár og gjörþekkja hvort annað. Grínið er saklaust. Það kemur strax í ljós að húmorinn er í lagi hjá þessari fjölskyldu enda veitir ekki af þegar menn vinna í slíku návígi allt árið um kring. Það eru ekki bara hjónin og eldri sonur þeirra, Októ, sem starfa hjá Danól heldur gekk yngri sonurinn, Einar Örn, til liðs við fyrirtækið fyrir þremur árum. Hann er nú markaðsstjóri matvöru. Þegar við komum okkur fyrir í einu fundarherbergja fyrirtækisins finnst mér líka ótækt að hann sé ekki með. Þetta er jú einskonar fjölskyldufund- ur. Einar Örn er því sóttur. En þá að efninu. Einar eldri byrjar á því að upplýsa mig um sögu Danól. Tveir starfsmenn í upphafi Daníel Ólafsson hf. var stofnað 1932 af Daníel Ólafssyni og er eitt af elstu starfandi innflutnings- og markaðsfyrirtækjum landsins. Hann rak fyrirtækið allt til dauðadags árið 1948. Starfsmenn voru tveir. Þetta var á haftaárunum þegar allur inn- flutningur var háður gjaldeyris- og innflutningsleyfum. Á þessum tíma fluttu heildsalar inn og seldu allar þær vörur sem leyfi fengust fyrir. Daníel seldi á þessum árum t.d. vefn- aðarvöru. Eftir að hann lést var fyr- irtækið fram til ársins 1964 í eigu nokkurra aðila. 1. janúar 1964 keyptu Einar og Ólöf ásamt foreldrum Einars, Kristni Friðrikssyni og Önnu Einarsdóttur, Daníel Ólafsson hf. af Ragnari Jak- obssyni og Haraldi Sigurðssyni. Þessar fjölskyldur áttu fyrirtækið að jöfnu, 50/50, og var sá háttur á næstu 20 árin. „Á þessum árum var hin svokall- aða Viðreisnarstjórn nýlega tekin við völdum og um leið var frjálsræði í við- skiptaumhverfinu að byrja. Gjaldeyr- is- og innflutningsleyfi þurfti engu að síður fyrstu árin, sérstaklega fyrir vörur sem kepptu við innlenda fram- leiðslu, eins og til dæmis kex og sæl- gæti,“ segir Einar. Starfsemi Daníels Ólafssonar hf., það er skrifstofa og lager, var á þess- um árum í Vonarstræti 4 í Reykjavík (í VR-húsinu á jarðhæð). Lager fyr- irtækisins var í kjallara hússins, þar sem gætti stundum flóðs og fjöru. Einnig var leigður bílskúr baka til og frystigeymslan var heimilisfrysti- skápur. Lagerinn var um 70 fermetr- ar alls. Starfsmenn voru þrír talsins. Ragnar Jakobsson starfaði í sex mánuði með nýjum eigendum, Kristni og Einari, sem var fram- kvæmdastjóri. Nokkru síðar bættist við bílstjóri. Tómatsósa frá Ísrael Einar segir að vöruúrvalið fyrstu mánuðina hafi aðallega samanstaðið af innlendum vörum sem voru seldar í umboðssölu, eins og niðursoðnu grænmeti, fiskibollum og rækju frá Niðursuðuverksmiðjunni á Ísafirði og einnig hraðfrystum humri frá Hraðfrystistöðinni á Eyrarbakka. Innfluttar vörur á þessum mánuðum voru nælonsokkar frá Tékkóslóvakíu ásamt tómatsósu frá Ísrael. „Þetta voru allt vörur og viðskipta- sambönd sem fyrri eigendur höfðu komið á. Fyrstu vörurnar sem við byrjuðum að flytja inn voru súpur og kjötkraftur frá Hugli í Sviss. Fljót- lega fór vöruúrval fyrirtækisins að aukast enda vörusýningar erlendis sóttar af miklu kappi. Hægt og bít- andi jókst vöruúrvalið og mat- og ný- lenduvaran varð allsráðandi.“ Fyrirtækið var fyrst um sinn í Vonarstrætinu en færði sig yfir í Tjarnargötu 10b. Lagerinn var á nokkrum stöðum á næstu árum, svo sem á Hverfisgötu 89, í Ármúla 1, Súðarvogi 54 og nokkru síðar voru bæði skrifstofur og lagerinn flutt í Súðarvog 20. Stórt stökk varð síðan í húsnæðis- málum fyrirtækisins þegar lokið var byggingu árið 1979 á nýju og glæsi- legu húsi að Vatnagörðum 26. Nokkr- um árum síðar var byggt annað hús við hliðina og Vatnagarðar 28 voru teknir í notkun árið 1986. Í því húsi var rekkavædd vörugeymsla sem taldi 750 palla og frysti í 30 fermetra rými. Enn óx starfsemin og húsnæðis- þörfin var því áfram knýjandi. Á næstu árum var reist stórt og mikið hús að Skútuvogi 3 og það tekið í notkun 1993. Það hús var svo tvöfald- að að stærð árið 2001. „Það má segja að Danól hafi verið frumkvöðull í byggingu á nýtískulegu og tölvu- væddu vöruhúsi hér á landi sem var byggt á erlendri fyrirmynd sem við höfðum kynnt okkur vel,“ segir Ein- ar. Höfuðstöðvar Danól eru í dag í Skútuvogi 3. Þess má geta að fyrirtækið hefur fengið nokkur verðlaun fyrir fagurt umhverfi og útlit húsa sinna á liðnum árum. Einar er hæstánægður með núver- andi húsakost. Vöruhúsið er með 11– 12 m lofthæð og rúmar 4.500 vöru- palla, þar af 650 vörupalla í frystirými með sömu lofthæð. Öll nýjasta tækni er til staðar í vöruhúsinu, sem bygg- ist á að skanna allar vörur inn og út. Þessi tækni er sítengd („online“) og þar af leiðandi er alltaf vitað ná- kvæmlega hver staða lagersins er á hverju augnabliki. „Stærsti hluti pantana berst rafrænt frá okkar við- skiptavinum eða frá okkar sölumönn- um í gegnum tölvur sem eru tengdar við okkar tölvukerfi með GSM-teng- ingu. Pantanir birtast svo beint á tölvuskjám á lyfturum lagermanna,“ segir Einar og bætir við að þetta sé mikill munur frá því sem áður var. „Það er erfitt að gera mistök í þessu kerfi,“ segir Októ. Á síðastliðnu ári var tekið á móti um 1.200 fjörutíu feta gámum eða nærri fimm gámum á hverjum vinnu- degi. Unnið er á tvískiptum vöktum frá kl. 7 til 22. Einar segir að öryggismálin á lag- er hafi alltaf verið í öndvegi. Enginn starfsmaður fær að hefja störf á lager Danól nema hafa lyftarapróf. Í jan- úar síðastliðnum fékk Danól viður- kenningu TM fyrir öryggismál hjá fyrirtækinu. Sannkallað fjölskyldufyrirtæki Anna Einarsdóttir lést árið 1979 og Kristinn Friðriksson fimm árum síð- ar. Sama ár keyptu Einar og Ólöf hlut þeirra hjóna. Ólöf hefur unnið hjá Danól og einn- ig verið stjórnarformaður fyrirtæk- isins til margra ára. Börn þeirra hafa einnig starfað þar. Októ og Einar Örn hafa þegar verið kynntir til sögunnar. Erla, sem nú er í mastersnámi í við- skiptafræði í Danmörku, vann í nokk- ur ár á skrifstofunni. Anna, sem legg- ur stund á doktorsnám í félagsfræði í Bretlandi, hefur minnst komið við sögu Danól en vann þó eitt sumar á lagernum á unglingsárum sínum. Einar segir það hafa sína kosti og galla að vinna svona náið með konu sinni og sonum. „Við erum saman í vinnunni og saman á vörusýningum. Það er auðvitað mikið rætt um fyr- irtækið í öllum fjölskylduboðum og ekkert óeðlilegt að makar verði stundum þreyttir á þessu en auðvitað reynum við að slíta okkur frá fyrir- tækinu líka. Ég held allavega að þetta sé ekki til neinna teljandi vand- ræða,“ segir Einar og hlær. Ólöf segir þau hjónin alla tíð hafa rætt mikið um fyrirtækið sín á milli og unnið mjög náið saman. „Ég get borið vitni um það að allar meirihátt- ar ákvarðanir hafa alltaf þurft að bíða eftir grænu ljósi frá mömmu – og stundum nokkuð lengi, verð ég að segja. Hin seinni ár hefur hún þó ver- ið linari á bremsunni,“ segir Októ sposkur á svip. „Já, er það virkilega,“ segir Ólöf. Allir hlæja. Frá fjölskyldunni berst talið að bankamálum. Danól hefur alla tíð verið í viðskiptum við Búnaðarbanka Íslands og í dag við arftaka hans, KB banka. Einar segir mjög erfitt er að bera saman bankaviðskipti fyrri ára og viðskiptin í dag. „Viðskiptin hafa breyst úr miklu skömmtunar-, bið- stofu- og geðþóttakerfi í víðsýnt, mannlegt og tæknivætt umhverfi. Á árum áður fór mikill tími í bið hjá bankastjórum. Í dag er ekki farið í bankann nema stórmál séu í gangi. Nútíminn er á þann veg að banka- menn koma til okkar í Danól og ræða málin.“ Danól var kjörið fyrirtæki ársins Danól vandar alltaf til verks Morgunblaðið/Ásdís Októ Einarsson aðstoðarframkvæmdastjóri, Ólöf Októsdóttir stjórnarformaður og Einar Friðrik Kristinsson framkvæmdastjóri í vöruhúsi Danól á Skútuvogi 3 í Reykjavík. „Það má segja að Danól hafi verið frumkvöðull í byggingu á nýtískulegu og tölvuvæddu vöruhúsi hér á landi,“ segir Einar. Einar Friðrik Kristinsson er eldri en tvævetur í íslensku viðskiptalífi. Hann hefur verið framkvæmdastjóri innflutnings- og markaðs- fyrirtækisins Danól allar götur síðan 1964 og er því líklega með lengstan starfs- aldur allra framkvæmda- stjóra á Íslandi. Samt hefur hann ekki verið áberandi, a.m.k. ekki í fjölmiðlum, enda þess sinnis að betra sé að verja kröftunum í að kynna vörumerkin en fyr- irtækið og sína persónu. Einar lætur af störfum á árinu og í viðtali við Orra Pál Ormarsson ræðir hann um fyrirtækið ásamt eigin- konu sinni og sonum sem öll starfa hjá Danól. Feðgarnir Kristinn Friðriksson og Einar Friðrik Kristinsson keyptu Danól í sam- einingu árið 1964. Fyrst um sinn voru þeir einu starfsmenn fyrirtækisins ásamt bílstjóra. Nú vinna þar um sextíu manns. ’Til margra ára hef-ur það verið stefna Danól að vera alltaf með vörumerki númer 1 eða 2 í hverjum vöruflokki eða þá vöru sem á möguleika á því að verða slík innan skamms tíma.‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.