Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 36

Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 36
36 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Í taímánuði ár hvert, þegar svokölluð púsam-stjarna skín hvað skærast og tunglið er fullt, hópast allt að milljón hindúatrúaðra malasískra Indverja sam- an við Batú-hellana skammt frá Kúala Lúmp- ur, höfuðborg Malasíu. Um þrjú að nóttu halda hundruð þúsunda – allt að milljón pílagríma í ferð sína frá Sri Mhamariamman-hofinu í Kína- hverfinu í Kúala Lúmpur, áleiðis að Batú-hellunum um 15 km frá höfuð- borginni. Markmið hátíðarinnar er að heiðra guðinn Muruga, þakka fyr- ir bænheyrnir og fá aflausn synda. Gangan sjálf tekur um átta klukku- stundir en undirbúningurinn hefst mánuði áður með ströngu bæna- haldi, föstu og meinlætalifnaði sem felst meðal annars í því að sofa á hörðu gólfi og neita sér um kynlíf. Samkvæmt tímatali Hindúa er taí- mánuðurinn frá 15. janúar til 15. febrúar og í ár hófst Taípúsam- trúarhátíðin í gær, 11. febrúar. Á þessum tímamótum er fæðingu Muruga (eða Sumbramaniam), yngsta syni Shiva og Parvati, fagnað og þess tímapunkts er hin valda- mikla móðir afhenti syni sínum yf- irnáttúrlegt spjót, kallað ’vel’, til að yfirbuga hinn illa anda, Soorapadam. Á átta tíma göngunni að Batu-hell- unum söngla pílagrímarnir „vel-vel“, með tilvísun í söguna, undir bumbu- slætti tónlistarmanna sem klæðast sérstökum búningum. Uppruna há- tíðarhaldanna má rekja til Tamil Nadu fylkis í Suður-Indlandi, en í dag er Taípúsam-trúarhátíðin ekki lengur leyfð á Indlandi. Taípúsam er ein fjölmennasta og skrautlegasta trúarhátíðin sem haldin er í Malasíu, en henni er einnig fagnað í löndum eins og Singapore, Sri Lanka og víð- ar þar sem samfélög Suður-Indverja hafa sprottið. Aðrir láta sér nægja að hengja í sig mjólkurkrúsir (paal kudam) eða ávexti sem fórnir til guðs síns. Einnig er algengt að fólk setji króka og teina í tungur og kinnar. Reyndar gata fáar konur lík- ama sinn með þessum hætti en í staðinn bera þær, líkt og aðrir þátttakendur, fórnargjafir á höfði sér, raka af sér hárið, bera kransa um hálsinn eða smyrja gulum lit á höfuðið. Hjón sem hafa verið bænheyrð um ósk um barneignir bera nýfædd börn sín á sér í eins konar pokum úr lérefti og stilkum af sykurreyr. Taípúsam er dagur yfirbótar hjá hindúatrúuðum og tími til að þakka fyrir bænheyrnir. Fórnarberarnir (e. Kavadi carriers) eru hvað mest áberandi meðal pílagrímanna og sanna trú sína með því sem virðist allt að því masókísk tilþrif. Krókar með áföstum keðjum eru festir í bakið og á myndinni veitir fullvaxinn karlmaður fórnarberanum mótstöðu með því að toga keðjurnar til sín. Því meiri sem fórnin er – at- höfnin stórbrotnari eða áhrifameiri – því sanntrúaðri er maður. Eftir því er ég kemst næst er uppruni líkamsmeiðinganna sjálfra, eða lík- amsskreytinganna, óþekktur og í raun á skjön við boðskap hindúatrúar. Því samkvæmt hindúisma er líkaminn álitinn hof sálarinnar sem ekki má skaða. En sumir hindúar, og þeir sem taka þátt í Taípúsam-athöfninni, trúa því að eina leiðin til sáluhjálpar sé að gera yfirbót fyrir syndir sínar með því að þola sársauka eða þrautir. Trúarhátíðin Taípúsam Vel kavadi eru þeir kallaðir sem ganga með nokkurs konar búr um sig miðja sem fest er í hörund þeirra og skreytt með páfuglafjöðrum eða blómum, utan um mynd af Muruga eða öðrum guðum. Maður getur sér þess til að búrið rífi í eftir átta tíma göngu og þá getur verið gott að setjast á koll í miðri mannmergðinni. Þó að athafnirnar líti út fyrir að vera kvalafullar kemur annarlegt ástand hinna strangtrúuðu eftir mánaða föstu og meinlætalifnað í veg fyrir að þeim blæði eða að þeir finni til. Aðeins þeim trúföstustu er ráðlagt að takast á hendur þessar athafnir og segir sagan að séu fórnarberarnir ekki sanntrúaðir muni þeim bæði blæða undan krókum og prjónum og finna fyrir sársauka. Þegar fórn- arberarnir og aðrir pílagrímar koma inn í hellinn eftir gönguna löngu leggja þeir frá sér trúarfórnir (kavadi) og mjólk eða hunangi er hellt yfir guðlega styttuna til að þakka fyrir bænheyrnir. Prestar söngla og biðja fyrir þeim sem taka úr sér króka og prjóna, sem þræddir voru í líkamann um morguninn, og límónusafi og heit aska eru borin á sárin til að græða þau. Pílagrímunum blæðir ekki og þeir virðast ekki finna fyrir sársauka er þetta er gert. Það sem meira er hljótast engin ör af sárunum. Þeir sem reynast hins vegar ekki nægilega trúfastir, eða eru illa undirbúnir, gætu þurft á læknum og hjúkrunarfræðingum að halda sem eru til þjónustu reiðubúnir á trúarhátíðinni. Fatnaður jafnt sem matvörur til sölu eru í öllum regnbogans litum og á nokkr- um básum eru seldir blómakransar sem margir pílagrímanna bera um hálsinn. Litadýrðin virkar eins og gleðisprauta en í hitamollu og troðningi, framandi matvöru, mannshárum og líkamlegri áreynslu verður lyktin daunill. Það er rusl á götunum, matarílát, eftirhreytur af skrauti og það sem lítur út eins og kramdar fíkjur undir berfættu og „skófættu“ fólkinu. Margar konur, karlar og börn raka á sér hárið á Taípúsam, af virðingu við guð sinn, og víðsvegar má sjá hvar rakarastofum hefur verið komið upp til að svara eftirspurninni. Af mynd- inni að dæma er ljóst að rakarinn hef- ur tekið sér hlé frá störfum eftir ágætis afköst fyrr um morguninn. Myndir og texti Hrund Gunnsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.