Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 40

Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 40
Jónas Leifsson að mynda gögn í Þjóðarbókhlöðu. Jafnar aðgang allra Ís- lendinga að þekkingu Þessi landsaðgangur bæði aðvísindalegum gögnum oggögnum fyrir almenning ereinstakur í heiminum, engri annarri þjóð hefur tekist að fá slíka samninga við seljendur þessara gagna,“ segir Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður. „Í raun má segja að hver einasti Íslendingur sé með gríðarlega stórt fræðibókasafn á borðinu hjá sér. Þetta gerir það að verkum að hægt er að stunda framhaldsnám og rannsóknir hvar sem er á land- inu, þetta er bæði framfaramál og byggðamál ekki síður, af því að með þessu er verið að jafna að- stöðu allra Íslendinga í þekking- arleitinni. Við Íslendingar erum svo fá- mennir að við myndum aldrei hafa bolmagn til að byggja upp mörg vísindabókasöfn og þess vegna er þetta lykilatriði í allri þekkingar- leit og viðleitninni til að Ísland verði fyrsta flokks þekkingarsam- félag.“ Reynt að skipta kostnaði réttlátlega Er erfitt að ná samningum af þessu tagi? „Nei, ekki við aðilana erlendis, vandamálið er að fá aðila á Íslandi til að borga fyrir þennan aðgang. Hann er náttúrlega ekki ókeypis þótt einstaklingurinn borgi ekki fyrir hann á hverjum tíma. Oft vita menn ekki að þeir eru að nota gögn sem er borgað fyrir á lands- vísu. Eftir nýju greiðslumódeli fyr- ir tímaritin þá skiptum við not- endum upp í fimm hópa, háskólabókasafn, heilbrigðisbóka- safn, rannsóknabókasöfn, þjón- ustustofnanir og ráðuneyti og einkaaðila. Síðan reyndum við að skipta eins réttlátlega og við töld- um mögulegt kostnaði við lands- aðganginn. Ástæðan fyrir því að þetta var orðið mjög brýnt var sú að á örfáum árum hefur landslagið gjörbreyst. Háskólum hefur fjölg- að, fræðasetrum hefur fjölgað og nemendum hefur fjölgað gríðar- lega. Það var því nauðsynlegt að skipta greiðslum þannig að nýjar stofnanir kæmu að þeim líka. Nú er greiðslum skipt á háskólastigi eftir nemendafjölda og fjárveiting- um og síðan reynum við að skipta á hina eftir áætlaðri notkun. Vand- inn við að mæla notkun er sá að þar sem allt landið hefur aðgang getum við ekki séð hverjir eru að nota hvað, við megum það ekki vegna persónuverndar.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sveinn Ólafsson og Sigrún Klara Hannesdóttir í Þjóðarbókhlöðu. Þegar fróðleiksfýsnin grípur landann er svarið www.hvar.is – landsaðgangur. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Sigrúnu Klöru Hannesdóttur lands- bókavörð og Svein Ólafsson upplýsingafulltrúa um vefinn sem bæði vísindamenn og almenningur geta haft ómælt gagn af. 40 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Að gera góða auglýsingu betri Morgunblaðið býður hönnuðum upp á námskeið þar sem farið verður yfir helstu tæknilegu þætti þess hvernig hægt er að gera góða auglýsingu betri. Meðal þess sem farið verður yfir er: ● Að velja liti í Morgunblaðið, auk blaða sem eru prentuð á 60 gr pappír. ● Stillingu tölvuskjáa og gerð skjá- og prentprófíla. ● Að setja upp Photoshop forritið þannig að það henti vinnslu fyrir Morgunblaðið. ● Notkun prófíla. ● Helstu atriði í myndvinnslu og nýjungar í Photoshop. ● Gerð prófarka, þannig að þær endurspegli endanlega útkomu. ● Gerð pdf skráa. ● Sendingu auglýsinga til Morgunblaðsins. ● Margháttaðir möguleikar með tilkomu nýju prentvélarinnar. Um er að ræða fjögur hálfs dags námskeið, sem standa munu yfir frá kl. 13:15 til kl. 17:00, í Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1, og eru ókeypis. Þátttakendur geta valið milli fjögurra dagsetninga, 21., 23. og 28. febrúar eða 2. mars. Auk þess verður heimsókn kl. 14:00 í prentsmiðju blaðsins við Hádegismóa föstudaginn 24. febrúar fyrir þátttakendur í tveimur fyrstu námskeiðunum, en 3. mars fyrir þátttakendur í tveimur seinni námskeiðunum. Leiðbeinendur verða Ólafur Brynjólfsson og Snorri Guðjónsson. Heimsókn í prentsmiðju munu þau Helga F. Edwardsdóttir, Stefán Stefánsson og Sölvi Ólafsson sjá um. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til auglýsingadeildar Morgunblaðsins í netfang augl@mbl.is, þar sem fram kemur nafn, símanúmer, vinnustaður eða skóli og hvaða dagur hentar best. FYRIR HÖNNUÐI AUGLÝSINGA Vísindamenn og almenningur nota vefinn mikið Hægt er að komast inn ásvokallaðan landsaðgangwww.hvar.is. Þar ergeymdur aðgangur að ýmsum gögnum sem fróðlegt er að skyggnast í. „Notkunin á þessum 12 gagna- söfnum sem þar eru geymd hefur aukist ár frá ári undanfarin fimm ár,“ segir Sveinn Ólafsson umsjón- armaður landsaðgangs. „Verkefnið heitir fullu nafni Landsaðgangur að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum.“ En hver er nú helsta rósin í hnappagati landsaðgangs? „Annars vegar er lögð áhersla á vísindaleg gögn og hins vegar gögn sem nýtast almenningi. Hvort tveggja er mikið notað og vísindalegu gögnin hafa sannað gildi sitt, ekki síst með því hversu greiður aðgangur er að þeim. Tímasparnaður vísindamanna um 200 þúsund vinnustundir á ári Ef við miðum við reynslu fólks, eins og einn dósent við Háskóla Ís- lands hefur lýst þá tók það hann alltaf klukkutíma að fara og ná í greinar með gamla laginu, þegar þurfti að ljósrita þær inni á bóka- safni. Nú er hægt að ná í þessar greinar á fljótlegri hátt en miðað við þessa reynslusögu dósentsins getum við gert ráð fyrir allt að hálftíma tímasparnaði við að ná í gögn á landsaðgangi. Þess má geta að það voru sóttar yfir 480 þúsund vísindalegar greinar árið 2004 og yfir 420 þúsund slíkar greinar árið 2005. Þá er ljóst að tímasparnaður vís- indafólks eða hagræðið við að ná í greinarnar á þennan hátt gæti numið yfir 200 þúsund vinnustund- um á ári.“ Greinar Morgunblaðsins aðgengilegar um allan heim En hvað með þau gögn sem nýt- ast almenningi? „Þau eru mikið sótt líka og að- sóknin að þeim eykst líka frá ári til árs. Þar ber hæst Britannicu Online, en aðgangur að henni er miklu stærri en fólk sér þegar það slær inn britannica.com, sem er ókeypis útgáfan, landsaðgangur er með áskrift að stærri útgáfu, við borgum eina áskrift fyrir allt Ís- land. Þarna eru líka söfn á sviði lista frá Grove. Það eru Grove Art og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.