Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 49 MENNING Það var einstaklega ánægju-legt að lesa bráðlifandi upp-rifjun Guðmundar Her- mannssonar í blaðinu sl. sunnudag á tónleikum Nam June Paik á tón- leikum Musica nova árið 1965. Þar settu kóreski listamaðurinn og samleikari hans, sellóleikarinn Charlotte Mooreman, allt á annan endann með músíkgjörningum sem þóttu ganga út yfir öll velsæmis- mörk og náðu hámarki þegar Paik beraði á sér rass og kynfæri. Nú er Myrkum músíkdögum að ljúka – arftaka tónleika Musica nova – og erfitt að ímynda sér að nokkuð í líkingu við gjörning Paiks hafi verið á dagskrá þar – og þótt svo væri – að það myndi vekja við- líka hneykslun og fjaðrafok. Myrkir músíkdagar eru nefni- lega orðnir að stofnun í sjálfu sér – löngu orðnir að fasta í tónlistarlíf- inu, árlegir, og nokkuð fyrirsjáan- legir en oftast skemmtilegir. Tón- leikar með nýrri músík eru löngu hættir að vera jaðarfyrirbæri fyrir fáa útvalda, nýja músíkin almenn- ingseign eins og hver önnur músík. Hvað er að gerast? spyrja kannski sumir; Kjartan Ólafsson, formaður Tónskáldafélags Íslands, sagði í viðtali í blaðinu við opnun hátíð- arinnar, að aðsókn á hana færi stöðugt vaxandi og í fyrra hefðu um þrjú þúsund manns sótt tónleika hennar. Hvað hefur breyst? smekkur al- mennings? tónskáldin? tónlistin sjálf? almenn viðhorf til list- arinnar? Erró sagði í útvarpsviðtali um daginn að það væri fátt orðið – ef nokkuð – sem hneykslaði fólk í myndlist – og síst af öllu „sexið“. Nýja tónlistin lætur iðulega vel í eyrum – fátt sem ögrar viðteknum gildum – enda ennþá algjörlega í lausu lofti hver viðtekin gildi í tón- listinni eru – eftir að módernist- arnir spændu þau í spað á síðustu öld. Og þó. Af umsögn Ríkarðs Arn- ar Pálssonar um tónleika Atón á Myrkum músíkdögum á laug- ardagskvöld má ráða að þar hafi þó verið eitt tónskáld sem hafi fundið sig knúið til að ögra – og gert það svo prýðilega að lófataki ánægðra tónleikagesta hafi seint ætlað að linna. Verk Áka Ásgeirssonar, 355°, náði þó að ganga fram af eyrum tónlistargagnrýnandans með „há- væru og sérlega fábreyttu hjakki sínu“, eins og Ríkarður orðar það, þrátt fyrir „furðulangar og heitar undirtektir“ annarra tónleikagesta.    Ekki einu sinni hávaðinn seturfólk úr skorðum. Hann er ein- faldlega orðinn of samofinn þeim hljóðheimi sem við öll drögnumst í gegnum dags daglega til að okkur þyki hann nokkuð sérstakur, ögr- andi eða jafnvel óþægilegur. Ef listinni er ætlað að andæfa því sem liðið er, spegla samtíma sinn, spyrja spurninga um hann, og jafn- vel ögra honum, þá er spurning hvernig tónlist dagsins í dag mætir sínum samtíma.    Allt má, og allt er leyfilegt í tón-list nútímans, sagði ég hér um daginn, og kannski er það ekki einu sinni spurning lengur hvort tónlist eigi eitthvert sérstakt erindi við okkur, þurfi yfir höfuð að ögra eða kveikja neista, þurfi að hneyksla þótt hún ögri, eða þurfi að teljast annars flokks þótt hún sé falleg. Póstmóderníska umburðarlyndið meðtekur allt. Um leið er það gríð- arlega spennandi að fylgjast með því hvernig straumarnir liggja inn í framtíðina, og hvenær hlustendum þykir komið nóg af hamslausri já- kvæðni – og hvað þeir fá í staðinn. Allt með sykri og rjóma? ’Kannski er það ekkieinu sinni spurning leng- ur hvort tónlist eigi eitt- hvert sérstakt erindi við okkur, þurfi yfir höfuð að ögra eða kveikja neista, þurfi að hneyksla þótt hún ögri, eða þurfi að teljast annars flokks þótt hún sé falleg.‘ Morgunblaðið/Ómar Daði Kolbeinsson æfir nýjan óbókonsert eftir John Speight með Kammersveit Reykjavíkur. begga@mbl.is AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir VELTA má fyrir sér hversu tón- leikaskrár þar sem hægt er að lesa um sögu og uppbyggingu tiltekinna verka eru stór þáttur í tónlistar- upplifun. Hlustar fólk öðruvísi á tón- list ef því er sagt hvað það eigi að finna í henni? Ég held að svo hljóti að vera. En þá má líka spyrja sig hvort „góð“ tónlist þurfi slíkar út- skýringar, hvort hún geti ekki staðið á eigin fótum og sagt það sem tón- skáldið ætlaðist til án leiðbeininga. Þetta kom upp í huga mér á tón- leikum Blásarasveitar Reykjavíkur á Myrkum músíkdögum fyrir skemmstu. Á efnisskránni var m.a. tónsmíð sem nefndist 2 hugtök og var eftir Tryggva Baldvinsson. Fyr- ir klaufaskap hafði mér láðst að ná mér í tónleikaskrá fyrir tónleikana og hafði steingleymt því að ég hafði heyrt verk Tryggva áður, nánar til- tekið fyrir fimm árum. Ég þurfti því að hlýða á músíkina án þess að vita, eða muna, nokkuð um hana. Og það sem ég heyrði var eftirfarandi: Tónsmíðin var í tveimur köflum. Sá fyrri var stílhreinn og snyrtilega raddsettur, með ólíkum hlutum sem voru í sannfærandi jafnvægi. Í þeim síðari urðu langir tónar hins vegar sífellt meira áberandi og þótt þeir hafi verið heillandi um tíma urðu þeir fljótt þreytandi áheyrnar. Út- koman var fremur langdregin og satt best að segja dálítið leiðigjörn. En ef ég hefði haft tónleikaskrána við höndina hefði ég sennilega heyrt eitthvað allt annað. Ég hefði vitað að Tryggvi hefði verið að leitast eftir því að nálgast tvö hugtök innan eðl- isfræðinnar, massa og hitastig, og heyrt í tónlistinni „þykkfljótandi massa“, ýmist „mjúkan viðkomu“, en líka „hvassan og kaldan“. Og í síð- ari kaflanum hefði ég leitað eftir „köldum tónbilum,“ tvíundum, fer- undum og fimmundum og tekið eftir hvernig þær smám saman urðu að hlýjum þríundum og sexundum. Um þetta mátti lesa í tónleikaskránni. Ég leyfi mér að efast um að nokk- ur tónleikagestur hafi skilið hvað Tryggvi var að fara með tónlist sinni án þess að fræðast fyrirfram um þykkfljótandi massa og hlýnandi tónbil. Og hvað varðar fyrri kaflann held ég að það hefði ekki skipt neinu máli; tónlistin stóð ágætlega fyrir sínu. En miðað við upplifun mína á tónleikunum held ég að seinni kafl- inn sé ekki nægilega markviss; sú hlýnum sem Tryggvi reynir að lýsa í tónlistinni mætti vera sett fram á hnitmiðaði hátt, hugsanlega með fjölskrúðugra tónmáli. Í tónleikaskránni las ég að Tryggvi hefði nýlega endurskoðað verkið; ég hvet hann til að lagfæra það ennþá meira. Eins og áður sagði spilaði Blás- arasveit Reykjavíkur tónsmíð Tryggva og hann sjálfur var hljóm- sveitarstjórinn. Flutningurinn hljómaði vandaður þótt erfitt hafi verið að meta hann nákvæmlega sökum fullríkulegrar endurómunar Langholtskirkju þar sem tónleikarn- ir voru haldnir. Svipaða sögu er að segja um belg- ingslegt (en skemmtilegt) verk eftir Pál P. Pálsson; það var leikið af gríð- arlegum krafti sem átti fullkomlega við en glymjandinn var bókstaflega ærandi þegar mest gekk á. Því miður voru Stef og tilbrigði op. 43a eftir Schönberg síður áheyri- leg í flutningi Blásarasveitarinnar; töluvert var um tæknilega hnökra sem köstuðu skugga á tónlistina þótt æskufjörið í spilamennskunni hefði verið sjarmerandi. Hröð tónahlaup runnu líka saman í bergmálinu og var útkoman næsta óskiljanleg þeg- ar verst lét. Besta atriði efnisskrárinnar var Dream Sequence op. 224 eftir Ernst Krenek. Almennt talað var það glæsilega flutt; túlkunin einkenndist af snerpu og tæknileg atriði voru flest á hreinu. Heildarhljómurinn var auk þess ekki eins þéttur og því kom tónlistin betur út í kirkjunni en hin verkin. Það var samt ekki nóg; varla verð- ur að teljast nógu gott að megnið af efnisskránni drukkni í bergmáli. Vonandi velur Blásarasveitin sér hentugri tónleikastað næst. Þarf að leiðbeina hlustandanum? TÓNLIST Myrkir músíkdagar: Hljómsveitartónleikar Blásarasveit Reykjavíkur flutti tón- smíðar eftir Krenek, Schönberg, Tryggva Baldvinsson og Pál P. Pálsson. Stjórn- andi: Tryggvi Baldvinsson. Sunnudag, 5. febrúar. Langholtskirkja Jónas Sen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.