Morgunblaðið - 12.02.2006, Page 52

Morgunblaðið - 12.02.2006, Page 52
52 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VIÐBRÖGÐ hins íslamska heims við skopteikningunum sem birtust af spámanninum Múhameð í Jótlands- póstinum á síðasta ári vekja undrun margra Vesturlandabúa, en ef betur er að gáð eru þessi viðbrögð vel skiljanleg. Þegar þau eru sett í samhengi við þá staðreynd að fyrir nokkrum árum var pakistanskur kennari dæmdur til dauða fyrir að varpa þeirri hug- mynd fram í kennslu- stofu sinni að Guð væri e.t.v. ekki til kemur í ljós að vestræn menn- ing stendur þeirri ísl- ömsku framar í einu grundvallaratriði: Hún hefur farið í gegnum upplýsingu. Rætur þeirra lýð- réttinda sem Vest- urlandabúar njóta liggja í upplýs- ingahreyfingu 18. ald- ar. Skynsemishyggja hreyfingarinnar hafn- aði yfirnáttúrulegum skýringum jafnt í efn- isheiminum sem hin- um félagslega og gróf þar með undan hefð- arveldi kirkju og kon- unga með því að draga í efa tilvist þess guðs sem þessar stofnarnir sóttu vald sitt til. Bar- átta upplýsing- armanna gegn áhrif- um guðfræðinnar á efnis- og félagsheim- inn hélt áfram á 19. öld og má segja að árið 1859 hafi markað tímamót í þessari baráttu því þá komu út tvö rit sem hvort á sinn hátt vörðuðu leiðina að þeim skilningi sem Vesturlandabúar hafa í dag á umhverfi sínu og menningu. Ritin sem hér um ræðir eru Uppruni teg- undanna eftir Charles Darwin, þar sem sýnt var fram á að lífið á jörð- inni hafi orðið til án guðlegra af- skipta, og Frelsið eftir John Stuart Mill, sem við skulum líta nánar á. Mill taldi málfrelsi ófrávíkjanlegt „skilyrði andlegrar velferðar mann- kynsins, en á andlegri velferð þess byggist öll önnur velferð“. Til þess að færa rök fyrir þessari afstöðu tók hann „dæmi, sem kemur málstað mínum hvað verst, þar sem rökin gegn skoðanafrelsi virðast hvað öfl- ugust, bæði hvað varðar sannleiks- gildi og nytsemi“, þ.e. efasemdin um tilvist Guðs. Eftir miklar bollalegg- ingar um þetta efni komst Mill að þeirri niðurstöðu að ættu menn „aðeins tveggja kosta völ, riði miklu meira á að verja trú- leysið gegn svívirðileg- um árásum en trúna“ og að „í þessum efnum eiga hvorki þing né stjórn að hafa nein af- skipti“. Vestræn menning hefur því síðan á 18. öld smátt og smátt lagað sig að kröfu Mills um málfrelsi og réttinn til að hafna tilvist guðs, meðan hinn íslamski heimur hefur ekki gengið í gegnum neina viðlíka þróun. Íslamska upplýsingin á enn eftir að eiga sér stað og er Tyrkland að ýmsu leyti undantekningin sem sannar regluna. Í þessu ljósi vekur furðu að myndbirting Jótlands- póstsins er að öllum lík- indum ólögleg hér á landi. Þetta stafar af því að í 125. grein al- mennra hegningarlaga stendur að „hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúar- kenningar eða guðs- dýrkun löglegs trúar- bragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum]“. Tími er kominn til að þessari lagagrein verði hent út enda er hún eft- irlegukind þess tíma þegar Þjóð- kirkjan hafði næg ítök hér á landi til þess að standa í vegi fyrir hug- sjónum upplýsingarinnar, sem krist- allast í andófi hennar gegn rétt- indabaráttu samkynhneigðra. Íslam og upplýsing Steindór J. Erlingsson fjallar um viðbrögð hins íslamska heims Steindór J. Erlingsson ’Vestræn menn-ing hefur því síð- an á 18. öld smátt og smátt lagað sig að kröfu Mills um málfrelsi og rétt- inn til að hafna tilvist guðs, með- an hinn íslamski heimur hefur ekki gengið í gegnum neina viðlíka þróun.‘ Höfundur er vísindasagnfræðingur. STJÓRNMÁLAMENN geta ef til vill haft á því mismunandi skoðanir hvort nýta eigi þá orku sem við ráðum yfir í fallvötnunum og í jarðhita til að framleiða meira ál hér á landi. Jafnvel geta menn fært fyrir því einhver rök og haft þá sérstæðu skoðun að þessa orku megi alls ekki nýta til þeirrar framleiðslu og jafnvel ekki nýta til neins. Það er hins vegar engin leið fyrir stjórn- málamenn sem vilja láta taka sig alvarlega að færa fyrir því rök að ein- mitt nú sé rétti tíminn til að nýta alla bestu virkjunarkosti suð- vesturhornsins til þess að stækka ál- verið í Straumsvík um rúmlega helm- ing, eða byggja nýtt álver í Helguvík. Ekki færum við byggðarleg rök fyr- ir því að ráðast nú í beinu framhaldi af framkvæmdunum fyrir austan í hundraða milljarða viðbótarfram- kvæmdir á þessu landsvæði, til við- bótar við það sem þar er fyrirhugað af opinberum framkvæmdu, Ekki verða færð þjóðhagsleg rök fyrir þessum áformum. Ekki er atvinnuleysinu fyrir að fara á þessu landshorni. Orku til stóriðjuframkvæmda er hægt að finna á heppilegri stöðum en á þessu svæði. Það er ljóst að sá Kyotokvóti sem Íslendingar eiga dugar ekki fyrir öll- um þeim áformum sem hafa verið uppi um upp- byggingu áliðnaðar í landinu og því verða stjórnvöld að forgangs- raða. Það verða að öllum líkindum ekki byggð mörg álver til viðbótar á Íslandi, það vita allir sem eru með bæði aug- un opin, og fyrir því eru margar ástæður: 1. Kyotosamningurinn um takmörkun á út- blæstri gróðurhúsa- lofttegunda sem Ísland er aðili að 2. Eru takmörk fyrir því hversu ál- framleiðsla á að vera stór hluti landsframleiðslunnar 3. Er umræðan um það hvernig við göngum um landið og nýtum gæði þess og kosti að verða stöðugt kröftugri 4. Er endurnýtanleg orka á Íslandi takmörkuð auðlind og því er ljóst að við viljum eiga eitthvert svigrúm í þessum efnum ónotað Það er því alveg furðulegt að nú þegar Norðlendingar, í samvinnu við iðnaðarráðuneytið og Alcoa, eru um það bil að ljúka þeirri vinnu sem sam- einast var um, þ.e.a.s. að finna stóriðju á Norðurlandi bestan stað, þá komi Landsvirkjun, sem að helmingi er í eigu ríkisins, með þetta útspil. Friðrik Sophusson hefur lýst því yfir að þetta sé að sjálfsögðu pólitísk ákvörðun sem þarna er á ferðinni. Ljóst er að hún var ekki tekin með samþykki Ak- ureyrarbæjar sem á 5% í fyrirtækinu. Helgi Hjörvar, einn fulltrúa Reykja- víkur, sem á 45% í Landsvirkjun, hef- ur lýst þeirri skoðun sinni að þetta sé ekki rétt ákvörðun, nær hefði verið að horfa nú til Norðurlands. Það hefði því verið létt verk fyrir iðnaðarráð- herra að tryggja skynsamlega for- gangsröðun í þessu máli. Enn hafa engir samningar verið gerðir og enn er því hægt að snúa þessu máli í réttan farveg. Stjórn- málamenn bjóða sig fram til stjórna og í því felst að taka ákvarðanir og for- gangsraða verkefnum. Enn ein stór- framkvæmdin til viðbótar á þessu landshorni getur ekki verið rétt ákvörðun, a.m.k. ekki þegar í boði er að ráðast í samsvarandi framkvæmdir annars staðar á landinu. Með því að ráðast næst í virkjanir og stóriðju á Norðurlandi vinnst a.m.k. tvennt: 1. Efling byggðar í landinu með upp- byggingu á svæði þar sem þensla er lítil og þörf er á framkvæmdum 2. Nýting á miklum auðlindum sem varla verða nýttar í fyrirsjáanlegri framtíð nema til stóriðju Ég skora því á alla stjórn- málamenn, hvort sem þeir eru í lands- stjórninni eða sveitarstjórnum, að láta nú í sér heyra um þessi mál og tryggja að skynsamlega verði á þessum mál- um haldið. Álver í Straumsvík eða á Norðurlandi? Ásgeir Magnússon fjallar um stækkun álversins í Straumsvík og atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi ’Ég skora því á allastjórnmálamenn, hvort sem þeir eru í lands- stjórninni eða sveit- arstjórnum, að láta nú í sér heyra um þessi mál og tryggja að skyn- samlega verði á þessum málum haldið.‘ Ásgeir Magnússon Höfundur er forstöðumaður skrif- stofu atvinnulífsins á Norðurlandi. LEIÐHAMRAR 44 - FRÁBÆR STAÐSETNING Stórglæsilegt og vel skipulagt 281 fm einbýlishús, staðsett innst í botnlanga á frábærum útsýnisstað við óbyggt svæði. Húsið er á tveimur hæðum með innbyggðum tvöföldum 61 fm bílskúr, stór afgirt verönd með heitum potti og svölum meðfram húsinu. 4-5 svefnherbergi, vandaðar innréttingar, mikil lofthæð og stórar og bjartar stofur. V. 80,0 m. 5616 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali Mjög góð 3ja herb. íbúð á 3. hæð (efstu) í litlu fjölbýlishúsi. 2 svefnher- bergi með skápum í báðum. Bað- herbergi með kari. Stofa með suður- svölum. Snyrtilegt eldhús, frábært útsýni til norðurs úr eldhúsi. Hús og sameign í góðu standi. Íbúðin er laus við kaupsamning. Opið hús verður í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 16. Auður á bjöllu. Verð 15,8 millj. OPIÐ HÚS SPÓAHÓLAR 16 www.gimli.is - www.mbl.is/gimli Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Snorrabraut - Reykjavík Falleg hæð á þessum góða stað í Norður- mýrinni. Íbúðin er 90,6 fm auk geymslu ásamt 19,5 fm bílskúr. Skipting eignarinn- ar: 2 stofur, 2 svefnherbergi, hol, baðher- bergi, eldhús með borðkróki, svalir og bíl- skúr. Auk þess er geymsla og sameiginlegt þvottahús í kjallara. Þetta er sérlega falleg eign sem hægt er að mæla með. Verð 25,5 millj. Langholtsvegur - Reykjavík Falleg 62,7 fm íbúð m/geymslu í sexbýli á þessum góða stað. Hol, eldhús m/borð- króki, stofa, sv.herb., baðh., geymsla, sam. þv.hús. Þetta er eign sem vert er að skoða. Verð 14,3 millj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.