Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 66

Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 66
66 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Fyrir skömmu bár- ust mér þau tíðindi að góður vinur er- lendis, Per Saugman, væri látinn. Hann var á sínum tíma stórtækur velgjörðamaður Há- skólabókasafns og hlynnti með ritagjöfum sínum mjög að vísinda- og fræðastörfum við Háskóla Ís- lands. Per Saugman hóf feril sinn við bókaútgáfu og bóksölu sextán ára gamall, hjá Ejnar Munksgaard í Kaupmannahöfn, sem var eins og kunnugt er í nánum tengslum við íslenska fræðimenn og gaf út fjölda íslenskra rita. Per var staðráðinn í að leggja útgáfu- og bóksölustörf fyrir sig. Til að auka þekkingu sína á þeim sviðum dvaldist hann á ung- um aldri við nám og störf í Sviss, einnig í Bretlandi, en sneri síðan aftur til Munksgaard. Hann hafði þá kvænst breskri konu, og um 1950 réðst hann sem sölumaður til hins þekkta útgáfufyrirtækis Blackwell’s í Oxford. Einungis þremur árum síðar tók hann við sem forstjóri Blackwell Scientific Publications, starfi sem hann gegndi þar til hann fór á eftirlaun 1989. Á þessum tíma óx fyrirtækið og margfaldaðist, og hefur það um áratuga skeið verið eitt þekktasta forlag vísindarita í heiminum. Blackwell’s var allt starfstímabil Pers Saugman fjölskyldufyrirtæki. Það er því einkar athyglisvert og til vitnis um gagnkvæmt traust að erlendur maður skyldi ná slíkum PER SAUGMAN ✝ Per Saugmanfæddist í Slag- else 26. júní 1925. Hann lést í Kaup- mannahöfn 25. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram 3. desember í Skovshoved Kirke, en jarðsett var í Vedbæk. frama innan fyrir- tækisins. Ofangreint örlæti Pers við hið íslenska vísindasamfélag á sér þá sögu að forseti Ís- lands, Vigdís Finn- bogadóttir, heimsótti Oxford árið 1982. Í málsverði henni til heiðurs var Per Saugman meðal gesta. Samtal sem hann átti þá við for- setann kveikti með honum þá hugmynd að gefa Háskólabókasafninu ís- lenska kost á að velja úr ritum for- lags hans þau rit sem það vildi þiggja, og skyldi svo standa alla þá tíð sem hann ætti eftir að stýra fyrirtækinu. Gekk þetta eftir, og um það er lauk hafði safnið þegið um 3000 rit frá þessu virta forlagi. Per Saugman kom þrisvar hing- að til lands, fyrst 1985, síðan 1990 og 1994. Ferðaðist hann þá tölu- vert um landið, rifjaði einnig upp kynnin af Vigdísi forseta, en hún sýndi þessum mikla velgjörða- manni ætíð mikla ræktarsemi, sem hann kunni vel að meta. Nokkrum mánuðum áður en Per lést hafði hann flust búferlum til síns gamla föðurlands og komið sér vel fyrir í útjaðri Kaupmannahafn- ar. Hann var þá nýkvæntur seinni konu sinni, Sidsel Brun Saugman, sem á ættir að rekja til Noregs. Henni eru úr fjarlægð sendar inni- legar samúðarkveðjur. Per Saugman mat mikils allt sem íslenskt er, hvort heldur feg- urð landsins eða hinn djúprætta ís- lenska menningararf, og hygg ég að dvölin hjá Munksgaard forðum hafi skerpt með honum þessa til- finningu. Hann var stoltur af því að geta orðið hinni íslensku bræðra- þjóð að liði. Blessuð sé minning hans. Einar Sigurðsson. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA JÓNSDÓTTIR, Dalbraut 27, áður Laugarásvegi 41, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 13. febrúar kl. 13.00. Gylfi Sigurjónsson, Valgerður Ólafsdóttir, Sif Gylfadóttir, Haraldur Sigurjónsson, Sigurjón Gylfason og langömmubörn. Yndislegi sonur okkar og bróðir, HULDAR ÖRN ANDRÉSSON, sem lést á Barnaspítala Hringsins miðvikudaginn 8. febrúar, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 16. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Barna- spítalasjóð Hringsins, sími 543 3724. Andrés Ragnarsson, Inga B. Árnadóttir, Ingibjörg Hinriksdóttir, Birta Dögg Andrésdóttir, Margrét Andrésdóttir. 15% afsláttur af öllum legsteinum og fylgihlutum Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 www.englasteinar.is Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður, tengdaföður og langafa, SVEINBJÖRNS BENEDIKTSSONAR fyrrv. stöðvarstjóra Pósts og síma, Hraunprýði, Hellissandi. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Óttar Sveinbjörnsson, Guðlaug Íris Tryggvadóttir, Friðbjörn Jón Sveinbjörnsson, Erla Benediktsdóttir, Benedikt B. Sveinbjörnsson, Eggert Þór Sveinbjörnsson, Soffía Dagmar Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður og ömmu, GUÐRÚNAR HAMELÝ O. ÓSKARSDÓTTUR, Flyðrugranda 20, Reykjavík. Írena Guðrún Kojic, Helena Dóra Kojic, Jovan Ilic, Erna Milunka Kojic, Aleksandra Hamelý Kojic, Heiðar Ásberg Atlason og barnabörn. ✝ Hjalti Tómassonfæddist í Árbæj- arhjáleigu í Holta- hreppi í Rangár- vallasýslu 13. september 1916. Hann lést á sjúkra- húsi í San Jose í Kaliforníu 20. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Tómas Halldórsson bóndi í Árbæjarhjáleigu, f. 28. febrúar 1860, d. 24. júní 1935, og Vigdís Vigfúsdóttir, f. 14. sept- ember 1875, d. 22 september 1933. Systkini Hjalta voru: Vig- dís, Halldór, Kjartan, Elín, Fil- ippus, Arndís, Klara, Sigbjarni og Guðlaug, sem öll eru látin, og Vigfús, f. 30. október 1920. Hinn 23. febrúar 1946 kvæntist Hjalti Margreti Thorvaldsson, f. 21. september 1924, dóttur hjónanna Marino og Ingi- bjargar Thorvalds- son í Winnipeg. Þau Hjalti og Margret eiga tvö börn, Laur- ence Ingimar, f. á Íslandi 6. október 1947, lagði stund á stjórnmálafræði í Háskólanum í Berkley, kona hans er Nancy, þau eru barnlaus og búa í Santa Rosa í Kali- forníu, og Lindu Elínu hjúkrun- arfræðing, f. 17. júní 1952, gift Daniel Russo, þau eiga þrjár dæt- ur og búa í Tacoma í Wash- ingtonríki. Útför Hjalta fór fram frá Christ The Good Shepperd Luth- erian Church laugardaginn 28. janúar. Föðurbróðir minn, Hjalti Tóm- asson, er látinn, það skjóta ýmsar minningar upp kollinum þegar far- ið er að hugsa til baka. Ég kynnt- ist Hjalta nokkuð þegar ég var strákur en hann kom oft á heimili foreldra minna, það lá oftast vel á honum og hann gerði að gamni sínu og var dálítið stríðinn, ég var ekki nema um 13 ára þegar hann fór til Kanada. Á yngri árum stundaði Hjalti ýmis störf. Eins og margir ungir menn á þeim tíma heillaði flugið hann, það varð úr að hann fór til Kanada 1944 í flugnám hjá flugskóla Konna Jóhannssonar, í Winnipeg, en þar voru Allmargir Íslendingar við flugnám á þessum tíma. Nokkrir námsmenn bjuggu hjá þeim heiðurshjónum Marino og Ingibjörgu Thorvaldsson í Winni- peg, en þau voru af íslenskum ætt- um. Á heimilinu var ung og glæsi- leg stúlka, Margret, dóttir þeirra hjóna. Þau Hjalti felldu hugi sam- an og giftu sig. Vegna einhverra reglugerða varðandi loftferðasamninga varð hann að ljúka sínu námi hjá Spart- an School of Aeronautics í Okla- homa USA. Að námi Hjalta loknu fluttust þau til Íslands. Þegar heim kom fékk Hjalti íslenskt atvinnu- flugmannsskírteini nr. 27, útgefið 4. maí 1946. Hann var einn af 13, sem stofnuðu Loftleiðir. Hann fór að fljúga hjá Loftleiðum og var meðal annars í síldarleitarflugi, staðsettur við Miklavatn í Fljótum. Heldur gekk brösulega að hafa nægileg laun til að framfleyta fjöl- skyldu. Nokkru seinna tóku þau þá ákvörðun, að flytjast til Winnipeg í Kanada, í von um betri vinnu og fluttust þangað 1949. Ekki reynd- ist auðvelt að fá atvinnu við flug, enda nægilegt framboð af flug- mönnum þar sem stutt var liðið frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar og gengu flugmenn úr hernum fyr- ir með vinnu. Hann sneri sér því að ýmiss konar vinnu við húsa- smíðar enda lagtækur í besta lagi. Þau dvöldust í Winnipeg um tvö ár, en fluttust síðan til Minneapol- is, en þar bjuggu þau í 11 ár. Eftir dvölina í Minneapolis, fluttist fjöl- skyldan til San Jose, Kaliforníu, þar rak Hjalti eigið fyrirtæki, Tomassons Painting & Decorating, sem sá um ýmsan frágang á hús- um, en hann hætti formlegum rekstri þegar hann varð 75 ára. Ég minnist þess að eftir að ég fór að læra útvarpsvirkjun, en þá var hann fluttur til Bandaríkjanna, var hann mér oft innan handar við að útvega mér ýmsar bækur og smá hluti sem ekki var hægt fá hér. Svo liðu árin og þar kom að því að ég og Vigfús bróðir Hjalta ásamt eig- inkonum okkar ákváðum að heim- sækja hann til San Jose, í Kali- forníu, undirbúningurinn fyrir þetta ferðalag tók eitt ár. Það var svo í mars 1967 sem við lögðum í hann. Það var tekið á móti okkur eins og höfðingjum, hann tók sé frí frá vinnu og ákvað að sýna okkur eins mikið af Ameríku og hægt væri meðan við stæðum við. Því miður gat Margret ekki komið með okkur í þessa ferð því hennar vinnuveitandi neitaði að gefa henni frí. Þetta varð ógleymanleg ferð enda farið langleiðina til Mexíkó og allt markvert á leiðinni skoðað. Það kom í ljós að Hjalti hafði góða kímnigáfu og átti auðvelt með að ná sambandi við fólk og eignast kunningja. Áfram liðu árin og það fjölgaði heimsóknum, það varð auðveldara að skreppa vestur. Allt- af var jafn vel tekið á móti gest- unum af þeim hjónum, hvort sem það voru skyldmenni eða vinir fjöl- skyldna á Íslandi. Síðast heimsótt- um við hann í nóvember, 2004 þá var heilsunni tekið að hraka og það átti ekki vel við hann að geta ekki snattað með okkur, eins og hann var vanur, en sjúkdómur sá sem hrjáði hann gerði það að verkum að hann átti erfitt með gang. Lengst af dvaldi Hjalti heima í umsjá Margretar og það var ekki létt verk fyrir konu að annast þennan stóra mann, sonur þeirra tók sér frí frá vinnu í marga mán- uði til að létta undir með móður sinni. Hjalti var stoltur maður og það átti ekki vel við hann að vera upp á aðra kominn með að komast leiðar sinnar. Við Vigfús, bróðir Hjalta, kveðj- um góðan dreng og vottum Mar- greti og fjölskyldu okkar innileg- ustu samúð vegna fráfalls Hjalta. Megi minningin um hann geymast um langa framtíð. Þórmundur Sigurbjarnason. Hjalti frændi minn var merk- ismaður og hann bjó í Ameríku. Sem stelpuhnátu þótti mér það mjög merkilegt. Ákvað ég því að hann yrði minn helsti heimildar- maður í öllu sem snerti þetta land. Í einni af rökræðum okkar systkina hélt minn stóri bróðir því fram að aðeins stelpur öskruðu og töpuðu sér á tónleikum í henni stóru Ameríku og að þar klæddust menn köflóttum fötum. Ekki vildi ég nú trúa þessu á kynsystur mín- ar og það að hann frændi minn myndi klæðast svona fáranlegum fötum kom ekki til greina. Svo nú tók ung dama sér penna í hönd og skrifaði frænda sínum svo hann gæti gefið áreiðanlegar heimildir í baráttunni við stóra bróður. Nú, þessi öðlingur tók bréfaskriftum litlu frænku sinnar vel og svaraði samviskusamlega hverri spurningu en þau urðu mér ekki sá stuðn- ingur sem ég átti von á, hann taldi að stúlkur frekar en drengir öskr- uðu á tónleikum og benti mér á að í ferð sinni til Íslands hefði hann nefnilega klæðst slíkum fötum. Þvílík vonbrigði. Bréfin urðu fleiri, að lokum bauð hann frænku sinni að koma í heim- sókn í heilt sumar. Þar kynntist ég þessum merka frænda sem var mikill húmoristi og dugnaðarforkur sem þreyttist seint á að stríða konu sinni og öðr- um. Ekki man ég hversu oft þetta sumar hún þurfti að hlaupa undan vatnsbunum vökvunarbúnaðarins í garðinum. Þannig átti hann auð- velt með að koma manni til að hlæja. Þau hjón gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að dvöl mín yrði sem skemmtilegust, æddu með mig til Los Angeles og San Francisco. Er ég þeim báðum æv- inlega þakklát fyrir tækifærið að fá að kynnast þeim og börnum þeirra og tengdabörnum sem áttu ekki síður þátt í að gera dvölina eftirminnilega. Einnig er ég svo þakklát fyrir tækifærið að fá að kynnast þó að litlu leyti væri þessu merka landi sem ég hafði haft svo mikinn áhuga á frá unga aldri. Þetta eru góða minningar og reynsla sem gerir mig ríka. Ég bið Drottinn að blessa minn- ingu um mætan mann, að umvefja Margréti, Larry, Lindu og fjöl- skyldur þeirra með kærleika sín- um og veita þeim huggun í sorg- inni. Guðlaug Tómasdóttir. HJALTI TÓMASSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.