Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 72
72 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hið gullna jafnvægi“ er samstarfsverk-efni 17 aðila á vinnumarkaði sem hef-ur það markmið stuðla að umræðu umávinning og skyldu fyrirtækja af því að gera starfsfólki kleift að samræma vinnu og einkalíf. Haldin verður ráðstefna hollvina Hins gullna jafnvægis á Nordica hóteli 16. febrúar nk., en að- alerindi ráðstefnunnar flytur dr. Haukur Ingi Jónasson sálgreinir: „Ég mun fjalla um hið gullna jafnvægi milli einkalífs og atvinnulífs. Við lifum á tíum þar sem mikill áhugi er á markmiðasetningu og hámarksárangri, og menn beita jafnvel stjórn- unarkenningum á einkalífið; reyna að stýra heim- ilinu með sömu aðferðum og fyrirtæki eða stofn- un. Mig langar að benda á möguleikana sem í þessu felast en jafnframt benda á takmarkanir þess að nota stjórnunarlega nálgun í einkalífi,“ út- skýrir Haukur. „En svo ætla ég að snúa dæminu við og skoða hvernig innsýn úr einkalífi og kenn- ingar sem fjalla um það sem er hvað mest per- sónulegt í einkalífi okkar geta nýst sem mikilvægt innlegg til stjórnunarþekkingar.“ Haukur Ingi, sem kennir stjórnun við verk- fræðideild Háskóla Íslands auk þess að starfa sem sálgreinir, segir áhugavert að benda á hvernig líf einstaklinga og líf skipulagsheilda lúti á margan hátt samskonar lögmálum: „Líf okkar sem ein- staklinga mótast bæði af hlutum sem við erum meðvituð um sem og kröftum sem við gerum okk- ur síður grein fyrir, en hafa engu að síður haft mikil áhrif á okkur. Eins er það með fyrirtæki og stofnanir: Margir kraftar eru að verki sem hægt er að koma skynsemisböndum á, en einnig verka þar duldir kraftar sem geta engu að síður haft mikil áhrif á árangur fyrirtækisins.“ Haukur segir jafnframt að þegar leitast sé við að auka skilning á þessu samspili megi beita auk- inni innsýn á báðum vígstöðvum: í einkalífi og á vinnustað. „Það er gagnlegt að skilja hvernig þessi tvö svið kallast á, en með auknum skilningi má með uppbyggilegum hætti ná og viðhalda betra jafnvægi milli einkalífs og starfs.“ Á ráðstefnunni á Nordica verður einnig veitt viðurkenningin „Lóð á vogarskálina“ fyrir fram- lag til samræmingar vinnu og einkalífs. Nánar má lesa um starfsemi Hins gullna jafnvægis og dag- skrá ráðstefnunnar á www.hgj.is. Ráðstefna | „Hið gullna jafnvægi: Gjöfult verkefni“, ráðstefna á Nordica Jafnvægi vinnu og einkalífs  Haukur Ingi Jón- asson fæddist í Reykja- vík 1966. Hann lauk cand. teol.-prófi frá HÍ 1994 og S.T.M.- og Ph.D.-prófum frá Union Theological Seminary (Columbia Univ.) 2005. Haukur stundaði klín- ískt nám í sálargæslu (CPE) við The Health Care Chaplancy og Lennox Hill Hospital 1997-1999 og lauk klín- ísku námi í sálgreiningu frá The Harlem Family Ins. 2001. Hann kennir stjórnun fyrirtækja við Véla- og iðnaðarverkfræðiskor HÍ og leiðtoga- og stjórnunarfræði í meistaranámi í verkefna- stjórnun (MPM) við sömu deild, auk þess að starfa sem fyrirlesari, sálgreinir og ráðgjafi hjá Nordica ráðgjöf ehf. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Félagslíf hrútsins er í blóma. Hann sækir viðburði með manneskju sem öll- um finnst frábær. Stattu vörð um sjálf- an þig með því að skara fram úr keppi- nautunum, ekki með einhverri afbrýðisemi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið fær einskonar vitrun á elleftu stundu, rétt áður en ástandið byrjar að vera leiðigjarnt. Reyndar kemur upp- spretta hennar á óvart. Ný vinátta ger- ir því kleift að brydda upp á einhverju óvenjulegu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Snilldarlausnir velta á því að tvíburinn spyrji snjallra spurninga. Leitaðu þeirra svo þú fáir besta svarið. Í þínu tilfelli gildir reglan „því einfaldari – því betri“. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn er alsæll í sínum lokaða heimi svo það hentar honum ekki að taka að sér fólk eða verkefni, sem raska jafn- væginu sem hann er að reyna að halda. Breytingar (og átök) verða honum hins vegar til góðs. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hvað ef jákvæðir kraftar styddu við allt sem ljónið tekur sér fyrir hendur? Það á svo sannarlega við í dag. Er eitthvað sem þig hefur alltaf langað til þess að gera en haldið aftur af þér hingað til? Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver virðist staðráðinn í því að koma óorði á meyjuna, ekki láta stöðu viðkomandi villa um fyrir þér. Gremja hans orsakast af veikleika. Haltu þínu striki og allt fer samkvæmt áætlun. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin fréttir sama hlutinn þrisvar úr ólíkum áttum. Hlustaðu, þótt þú sért ekki á sama máli. Alheimurinn sendir þér afar jákvæð skilaboð. Taktu hrósið til þín og hlýddu boðunum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Regnið er yndislegt í augum garðyrkju- mannsins. Eitthvað óvænt ber oft með sér fegurð og ríkidæmi og áttaðu þig á hinum frjósama jarðvegi sem fylgir í kjölfar einhvers sem virðist vera fyr- irstaða. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn getur vel læknað aðra þótt hann sé særður. Hættu að sía sím- tölin sem þér berast og sláðu sjálfur á þráðinn. Ef þú hvílir þig í kvöld áttu betra með að nýta þér tækifærin sem koma upp í vikunni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin er með langan lista af hlut- um sem þurfa að eiga sér stað áður en henni tekst að koma risastórri áætlun í framkvæmd. Engar áhyggjur. Rétta viðhorfið og smávegis hjálp gera hann að engu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Himintunglin hjálpa vatnsberanum við að breyta sinni eðlislægu bjartsýni í al- gera tryggð við eitthvað óhugsandi. Veistu hvar þú geymir mikilvæga papp- íra, svo skipt sé um umræðuefni? Nú er rétti tíminn til þess að skipuleggja sig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fyrirgefningin er aðallega ætluð þeim sem gefur því hún léttir fargi af hug- anum. Það gildir líka um fyrirgefningu handa manni sjálfum. Þar að auki færðu eitthvað annað til þess að hugsa um, sem þar að auki kemur þér til góða. Stjörnuspá Holiday Mathis Fullt tungl í ljóni er eins og mesta dramadrottning. Hún kallar á athygli með hegðun sem er annaðhvort allt of góð eða hrein óþekkt. Kenndu tunglinu um ástríðufullan samruna eða upplausn, en satt best að segja er því alveg sama hvað manni finnst, svo fremi að maður muni eftir því. Til allrar hamingju verður allt gleymt á morgun. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 nytjafiskur, 8 herkvöð, 9 jarðvöðull, 10 nánös, 11 stunda, 13 koma í veg fyrir, 15 gisið byrgi, 18 svarar, 21 greinir, 22 hræið, 23 skíma, 24 gift- ingar. Lóðrétt | 2 angist, 3 hljóð- færi, 4 púði, 5 endurbót, 6 illa þefjandi, 7 drepa, 12 svali, 14 mjó, 15 hand- festa, 16 gengur, 17 um garð gengið, 18 hrella, 19 óhreint vatn, 20 kyrrir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hákur, 4 oflof, 7 mjöls, 8 lækur, 9 kló, 11 asna, 13 hatt, 14 sakka, 15 haki, 17 flet, 20 þró, 22 sigur, 23 vitur, 24 rænir, 25 tomma. Lóðrétt: 1 hamla, 2 kvörn, 3 rösk, 4 Ósló, 5 lokka, 6 fornt, 10 lúkar, 12 asi, 13 haf 15 hasar, 16 kúgun, 18 lítum, 19 terta, 20 þrír, 21 óvit.  DR. MONICA McCoy, sálfræðingur og gestakennari frá Converse- háskóla í Bandaríkjunum, flytur opinberan fyrirlestur um illa með- ferð á börnum. Fyrirlesturinn er í boði félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og fer fram mánudaginn 13. febrúar kl. 17.15 í stofu 201 í Odda. Fyrirlesturinn heitir: Questioning Children in Cases of Alleged Sexual Abuse: Concerns about Creating False Memories. Fyrirlestur um illa meðferð á börnum 80 ÁRA afmæli. Í dag, 12. febrúar,er áttræður Baldvin Tryggva- son, fv. sparisjóðsstjóri Spron. Eigin- kona hans er Halldóra Rafnar. Þau eru stödd erlendis. Árnaðheilla dagbók@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.