Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 77

Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 77
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 77 Sígandi lukka er best gætu einsverið einkennisorð Man-chester-sveitarinnar Elbow,enda tók það hana áratug að koma frá sér fyrstu breiðskífunni. Þeirri plötu var einkar vel tekið og ekki er minni ánægja með þriðju plötuna, Leaders of the Free World, sem kom út sl. haust. Næstum Manchester-sveit Hljómsveitin, sem er ekki beinlínis Manchester-sveit, ættuð frá Bury, hefur verið býsna lengi að, en sextán ár eru síðan Guy Garvey réðst sem söngvari í hljómsveitina SOFT. Fyr- ir í þeirri sveit voru gítarleikarinn Mark Potter, trommuleikarinn Rich- ard Jupp, hljómborðsleikarinn Craig Potter og bassaleikarinn Pete Turn- er. Næstu árin héldu þeir saman, æfðu reglulega og spiluðu öðru hvoru á meðan nám og tilheyrandi var afgreitt. 1997 lögðu þeir svo út í alvöruna, þá nýlega fluttir aðeins sunnar, þ.e. frá Bury og inn í Man- chester. Þeir breyttu nafni sveit- arinnar í Elbow og hófust handa við að koma sér á framfæri. Það gekk bærilega því þeir komust á samning hjá Island-útgáfunni og bjart var framundan, eða svo héldu þeir í það minnsta. Samningar á samninga ofan Eftir undirritun samnings héldu þeir félagar í hljóðver að taka upp fyrstu breiðskífuna, en áður en sú varð tilbúin var Island selt, Univers- al keypti og fyrsta verk nýrra eig- enda var að segja upp samningum við alla þá listamenn sem ekki voru þegar búnir að vinna sér nafn og orðnir drjúgir við plötusölu. Elbow var ein af þeim sveitum sem kastað var og því var hún komin á byrj- unarreit að nýju. Þeir félagar létu þó ekki deigan síga, héldu af stað með prufuupp- tökur og voru fljótir að komast á samning að nýju. Nú vildi EMI gefa út með þeim plötu, eða lét líklega í það minnsta. Það kom svo á daginn þegar til átti að taka að útgáfuáhug- inn var meira í orði en á borði og eftir nokkurra mánaða þref voru Elbow- menn aftur orðnir samningslausir. Loksins kom plata Það kemur væntanlega ekki á óvart að þeir gáfust upp á stórfyr- irtækjum í bili, en leituðu til lítils fyr- irtækis, Uglyman, sem gaf út með sveitinni tvær smáskífur, Newborn og Any Day Now, en síðarnefnda lagið fór hátt á vinsældalista breska ríkisútvarpsins. Smáskífunum var vel tekið, svo vel að aftur tóku stærri fyrirtæki við sér, nú V2, sem er ekki beinlínis stórfyrirtæki þó það eigi sterka að, og loks tókst að koma út breiðskífu með Elbow. Sumarið 2000, áratug frá því sveitin varð til, kom út platan Asleep in the Back. Asleep in the Back þótti mönnum mikill gæðagripur, svo mikill reynd- ar að platan var tilnefnd til Mercury- verðlaunanna þó ekki hafi hún fengið þau. Hún tapaði fyrir Stories from the City, Stories from the Sea með PJ Harvey (nema hvað!). Tónleikaferð um Kúbu Næsta plata, Cast of Thousands, kom út tveimur árum síðar og fékk betri dóma. Nokkur bið varð á þriðju plötunni, meðal annars fyrir það að sveitin fór í óopinbera tónleikaferð um Kúbu 2004 og var hún að sögn fyrst breskra sveita til að fá að leika á tónleikum utan Havana. Vinna við nýja skífu gat því ekki hafist fyrr en haustið 2004, en lögin sömdu þeir fé- lagar á ferð um heiminn með lítið ferðahljóðver meðferðis til að taka upp prufur. Þeir félagar breyttu svo til þegar kom að því að taka nýju plötuna upp, þeir stýrðu upptökum sjálfir en köll- uðu til sérfróða þegar kom að hljóð- blöndun. Upptökurnar fóru svo þannig fram að þeir leigðu mikinn sal í hljóðveri í Manchester í hálft ár og unnu síðan eftir því sem andinn blés þeim í brjóst, eitthvað á hverjum degi, en mislengi. Úr 40 hugmyndum urðu 30 lög og 11 þeirra eru á plöt- unni. Segja má að platan sé sam- vinnuverkefni því þó inntak textanna sé að öllu leyti komið frá Guy Garvey er tónlistin, taktur, laglínur og allar útsetningar sameiginlegt raðspil sveitarinnar. Þeir lýsa svo upptökunum á Lead- ers of the Free World sem miklu æv- intýri, þeir kunnu vel að meta frelsið og sjálfræðið og gátu fylgst með árs- tíðunum í gegnum risaglugga á hljóðverinu. Þeir segja að platan sé tekin upp á fjórum árstíðum – vinna hófst um haustið, þá kom vetur, svo vor og upptökum lauk í sumar- byrjun. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Plata fjögurra árstíða Enska hljómsveitin Elbow á sér lengri lífaldur en gengur og gerist í rokkinu, enda tók það sveitina áratug að koma frá sér fyrstu plötunni. Þriðja platan, Leaders of the Free World, kom út um daginn. Manchestersveitin Elbow, sem er reyndar frá Bury.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.