Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 81

Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 81
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 81 ÍSLENSK kvikmynd sem gengur undir vinnuheitinu Börn verður frumsýnd í apríl. Um er að ræða framleiðslu Vesturports og með að- alhlutverk fara Nína Dögg Filipp- usdóttir, Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Darri Ólafsson. Nína var stödd í Gautaborg ásamt Rakel Garðarsdóttur, framkvæmdastjóra Vesturports, að kynna myndina í tengslum við Kvikmyndahátíðina í Gautaborg sem fram fór 27. janúar til 6. febrúar. Kynningin fór fram innan ramm- ans Nordic Event þar sem dreifing- araðilum og stjórnendum kvik- myndahátíða er gefinn kostur á að kynna sér nýjar kvikmyndir eða myndir í vinnslu frá Norðurlönd- unum. Nokkrir tugir áhugasamra voru komnir til að sjá bút úr mynd- inni og hlýða á þær Nínu og Rakel og þær voru ánægðar með viðbrögðin. „Það er frábært að fá svona jákvæð viðbrögð. Allir vilja fá eintak til að skoða nánar og við erum bjartsýnar á að hún komist á nokkrar kvik- myndahátíðir,“ segir Rakel. Systurmynd Barna er myndin Foreldrar sem frumsýnd verður síð- ar í sumar. Leikstjóri beggja mynd- anna er Ragnar Bragason og fram- leiðendur eru Gísli Örn Garðarsson og Hlynur Kristjánsson. Vinnan við myndirnar byrjaði í raun fyrir þrem- ur árum og hefur staðið síðan með hléum t.d. vegna leikferðalaga Vest- urports með Rómeó og Júlíu og Woyzeck. Nína kynnti myndirnar með þeim orðum að þær væru „karakter- drifnar“ kvikmyndir þar sem aðal- áherslan væri á leikarana. Ekkert handrit lá til grundvallar, aðeins beinagrind frá leikstjóra en útkom- an er niðurstaða úr mikilli og ít- arlegri spunavinnu leikara og leik- stjóra. Leikararnir skrifuðu sínar persónur sjálfir „Við vorum hálft til eitt ár að þróa karakterana okkar,“ segir Nína um leikarana sex sem fara með aðal- hlutverkin í myndunum. Leikararnir skrifuðu sjálfir sínar persónur og þróuðu þær hver og einn í samvinnu við leikstjóra án þess að vita hvernig hinar persónurnar væru. Með aðal- hlutverk í Foreldrum fara Ingvar E. Sigurðsson, Nanna Kristín Magn- úsdóttir og Víkingur Kristjánsson. Fleiri íslenskir leikarar fara með hlutverk í myndunum, auk sænska leikarans Reine Brynolfsson. Fyrst var ætlunin að gera eina mynd með öllum sex persónunum en fljótlega var ákveðið að myndirnar yrðu tvær. Myndirnar eru teknar upp á vídeó og mikið efni var til. Þær eru svarthvítar og eru ástæðurnar einkum tvær. Annars vegar að þær eiga að sýna gráan hversdagsleika, vera hráar og ekki skreyttar og hins vegar að halda kostnaði í lágmarki en kostnaður við hvora mynd er 30 milljónir króna. „Við spöruðum líka alls staðar, redduðum búningum sjálf og skriftan, Gunnar B. Guð- mundsson, sá til dæmis um gerviblóð fyrir slagsmálasenu,“ segir Rakel. Í myndinni leikur Nína einstæða fjögurra barna móður sem berst í bökkum í Breiðholtinu og þarf ásamt elsta syni sínum (sem leikinn er af bróður hennar Andra Snæ Helga- syni) að kljást við ógnvekjandi mann sem Gísli leikur. Nína bjó sig undir hlutverkið m.a. með því að tala við einstæðar mæður og heyra reynslu- sögur þeirra. Einnig prófaði hún að vinna hjá Mæðrastyrksnefnd, en biðraðir þar segir hún hafa sannað að vissulega væri fátækt á Íslandi. Íslenskir leikarar fá of fá tækifæri til kvikmyndaleiks „Mér finnst best að við höfum aldrei misst þráðinn eða áhugann á að klára þetta verkefni á þeim þrem- ur árum sem liðin eru síðan við ákváðum að ráðast í þetta með Ragnari,“ segir Nína. Ragnar Bragason gerði einnig heimild- armyndina Love is in the air um æv- intýri Vesturports með Rómeó og Júlíu í London og hefur því unnið með hópnum áður og verið til taks til að ræða karakterana í nýju mynd- unum. Hugmyndin að þeim kviknaði hjá honum og Nína segir að leikhóp- inn hafi líka langað að gera kvik- mynd. „Nú er alltaf verið að gera íslensk- ar bíómyndir með erlendum leik- urum. Við íslenskir leikarar fáum of fá tækifæri til að þróa okkur í kvik- myndaleik. Við ákváðum því bara að kýla á þetta og segja sögu úr íslensk- um samtíma. Með kvikmynd er hægt að ná til mun fleiri en í leikhúsinu og við viljum ná til fólks með þessar sögur,“ segir Nína. Leikararnir skrifuðu sína persónu og sögu sem þeir vildu segja og létu leikstjórann fá og enginn vissi af hin- um persónunum. „Það sem kom leik- stjóranum svo á óvart var hvað við vorum öll á svipuðu róli. Það vissi enginn af öðrum en samt vorum við öll að fjalla um það sama. Raggi var svo hissa. Það var eins og þetta hefði verið í loftinu og dottið niður á okk- ur,“ segir Nína. „Við erum að fjalla um þá ábyrgð að vera manneskja og hafa samband við aðrar manneskjur. Við erum öll breysk og misstígum okkur en eiga ekki allir skilið að fá annað tæki- færi?“ spyr Nína. „Þetta er kannski svart drama með smá húmor. Alveg eins og lífið, það er stundum gaman og stundum erfitt,“ segir Nína. Rakel segir að áhorfendur eigi að geta samsamað sig myndinni. „Ís- lensk náttúra eða víkingar eru ekki endilega nauðsynlegt til að selja ís- lenskar myndir. Við erum að minnsta kosti bjartsýn á framhaldið með þessa hráu sögu úr köldum ís- lenskum veruleika.“ Kvikmyndir | Börn og foreldrar frá Vesturporti Svart drama með smá húmor Morgunblaðið/Steingerður Nína og Rakel fóru fyrir hönd Vesturports á Kvikmyndahátíðina í Gautaborg. Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is mynd eftir steven spielberg SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit, besta tónlist og besta klipping.5 Hér er á ferðinni frábært framhald einnar ástsælustu teiknimynd allra tíma. Sýnd með íslensku tali. „Munich er tímabært stórvirki sem á erindi við alla.“ ***** S.V. Mbl. ***** L.I.B. Topp5.is **** S.U.S. XFM 91,9 **** kvikmyndir.is **** Ó.Ö. DV Spennuþruma ársins er komin með hinni einu sönnu Jennifer Aniston og hinum vinasæla Clive Owen (“Closer”). eee M.M. J. Kvikmyndir.com CLIVE OWEN JENNIFER ANISTON FREISTINGAR GETA REYNST DÝRKEYPTAR NORTH COUNTRY kl. 5.15 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára. BAMBI 2 M/- Ísl tal. kl. 2 - 4 - 6 BAMBI 2 VIP kl. 2 - 4 - 6 DERAILED kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára. DERAILED VIP kl. 8 - 10:20 MUNICH kl. 9:15 B.i. 16 ára. PRIDE AND PREJUDICEkl. 8 OLIVER TWIST kl. 1.15 - 4 - 6:30 B.i. 12 ára. RUMOR HAS IT kl. 10:40 HARRY POTTER AND THE GOBLET OF FIRE kl. 2 - 5 B.i. 10 ára. CHRONICLES OF NARNIA kl. 2 - 5 KING KONG kl. 8 B.i. 12 ára. Litli Kjúllin M/- Ísl tal. kl. 1.50 - 3:30 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA M.a. fyrir tæknibrellur4 kvikmyndir.is 3TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNAFörðun, hljómblöndun, sjónrænar brellur. DERAILED kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára. BAMBI 2 M/- Ísl tal. kl. 12 - 2 - 4 - 6 MUNICH kl. 6 - 8.15 - 10 B.i. 16 ára. HARRY POTTER AND THE GOBLET OF FIRE kl. 12 - 3 B.i. 10 ára. CHRONICLES OF NARNIA kl. 12 - 3 AR MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.