Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is PÉTUR M. Jónasson, vatnalíffræð- ingur og sérfræðingur í lífríki Þing- vallavatns, telur að með því að leggja veg frá Laugarvatni og suður fyrir Þingvallavatn megi slá tvær flugur í einu höggi; koma til móts við óskir um greiðari samgöngur en jafnframt afstýra því að Þingvallavatn verði grænt og gruggugt af völdum nitur- mengunar. Pétur leggur þetta til í þeirri von að Vegagerðin hætti við áform um að leggja nýjan Gjábakkaveg enda myndi nýr vegur sunnan við Þing- vallaveg gera hann með öllu óþarfan. Hinn nýi Gjábakkavegur á, sam- kvæmt áætlun Vegagerðarinnar, að liggja töluvert sunnan við núverandi vegstæði og vera gerður fyrir 90 km hámarkshraða. Pétur hefur miklar áhyggjur vegna áforma Vegagerðarinnar um nýjan Gjábakkaveg og hefur hann tvívegis kært umhverfismat á hinum nýja vegi til umhverfisráðherra. Í fyrra skiptið ógilti ráðherra úrskurð Skipulagsstofnunar sem hafði fallist á allar tillögur Vegagerðarinnar og lagði fyrir Vegagerðina að meta kosti þess að fylgja núverandi veglínu. Skipulagsstofnun féllst síðan aftur á allar tillögur Vegagerðarinnar sem fól í sér að henni var fært að leggja veginn töluvert sunnan við núverandi vegstæði. Pétur kærði aftur til um- hverfisráðherra og er seinni kæra hans nú til umfjöllunar í umhverfis- ráðuneytinu. Grænt og gruggugt Í samtali við Morgunblaðið sagði Pétur að ef hugmyndir Vegagerðar- innar um nýjan veg yrðu að veruleika leiddi það til stóraukinnar nitur- mengunar í Þingvallavatni. Nitur takmarkaði mjög vöxt og viðgang þörunga í vatninu og það væri raun- hæfur möguleiki að niturmengun af völdum aukinnar umferðar, um nýjan Gjábakkaveg en einnig um þjóðveg- inn fyrir norðan vatnið, leiddi til þess að Þingvallavatn yrði grænt og gruggugt en ekki blátt og tært eins og það hefði verið frá því land byggð- ist. „Það er uppástunga mín að vegur verði lagður frá Laugarvatni, eftir sunnanverðri Lyngdalsheiði að Íra- fossi og þaðan áfram, annaðhvort gæti hann tengst Nesjavallavegi eða hugsanlega nýjum vegi um Hellis- heiði en eins og allir vita er verið að leggja þar marga nýja vegi vegna virkjanaframkvæmda,“ sagði Pétur. Með þessu væri bæði komið til móts við óskir íbúa í Bláskógabyggð um greiðari samgöngur við byggðarlagið og einnig myndi draga úr bílaumferð með fram norðanverðu vatninu. Mun minni skaði væri af umferð sunnan við vatnið enda rynnu um 80% af vatni inn í Þingvallavatn úr norðri. Nitur riðlar lífríki Þingvallavatn er niturvana og sagði Pétur að ef nitur ykist í vatn- inu, frá því sem nú væri, riðlaði það lífríki þess en það væri einstakt á heimsvísu. „Hvergi annars staðar en í Þingvallavatni er að finna fjögur af- brigði af bleikju, þar er 10 milljón ára gömul rækjutegund, elsta dýr sem fundist hefur á Íslandi, og einstæður urriðastofn, svo nokkuð sé nefnt,“ segir Pétur. Þá minnir hann á að líf- ríki vatnsins er friðað af Alþingi og UNESCO og ekki væri hægt að úti- loka að Þingvallavatn yrði tekið af heimsminjaskrá UNESCO yrðu áform Vegagerðarinnar um nýjan Gjábakkaveg að veruleika. Pétur benti á að rannsóknir sýndu að um helmingur niturmengunar stafaði af niturmengun úr lofti. Nitrið legðist á gljúpt hraunið umhverfis vatnið og seytlaði síðan smám saman út í það. „Með því að leggja hrað- braut í stað núverandi Gjábakkaveg- ar eykst útblástur á nitri um fjórðung en þessu má líkja við að bera eitraðan saltpétur á gljúpt hraunið. Með tím- anum yrði Þingvallavatn grænt og gruggugt, hrygningarstöðvar kuðungableikjunnar, í Ólafsdrætti norðan Arnarfells, myndu eyðileggj- ast og verðmæti vatnsins sem ein- staks náttúrufyrirbrigðis yrðu úr sögunni,“ sagði Pétur. Þar að auki væru miklar ferskvatnsbirgðir á vatnasviði Þingvallavatns sem gætu spillst vegna niturmengunar. Um væri að ræða vatnsforðabúr um 80% þjóðarinnar, þ.e.a.s suðvesturhluta Íslands. Leið Gunnars og Njáls Pétur gerir sömuleiðis alvarlegar athugasemdir við val Vegagerðar- innar á nýju vegarstæði fyrir Gjá- bakkaveg og hefur bent á að vega- gerðin feli í sér óafturkræf náttúru- spjöll og eyðileggingu á einstæðu hrauni. Frekar ætti að notast við nú- verandi vegstæði, jafnvel þó það þýddi að hámarkshraði yrði að vera 50 km/klst, eins og í þjóðgarðinum. „Núverandi Gjábakkavegur fylgir gamla Kóngsveginum sem var lagður árið 1907 þegar Friðrik 8. heimsótti Ísland og sá vegur var lagður eftir gömlum reiðgötum sem Gunnar á Hlíðarenda og Njáll á Bergþórshvoli notuðu,“ sagði Pétur. Af veginum væri einstakt útsýni yfir Þingvalla- vatn og með því að leggja hann af sem akveg og gera að reiðvegi, eins og tillögur Vegagerðarinnar gerðu ráð fyrir, væri verið að torvelda ís- lenskum og erlendum ferðamönnum að skoða vatnið. Þingvellir væru eini staðurinn á landi í heiminum þar sem sjá mætti meginlöndin klofna og jarð- flekana gliðna í sundur og um leið væri Þingvallavatn í sjálfri sigdæld- inni. Þingvallavatn væri eina sig- dældin sem væri fyllt með vatni, fyrir utan sigdældir á gríðarmiklu dýpi neðansjávar. „Þetta mál snertir þjóð- ina alla, Íslendingum ber skylda til að standa vörð um Þingvallavatn,“ sagði Pétur M. Jónasson. Vegur sunnan Þingvallavatns kæmi í veg fyrir mengun vatnsins Einn fremsti vatnalíffræðingur landsins telur að raunveruleg hætta sé á að Þingvallavatn verði grænt og gruggugt af völdum niturmengunar frá umferð og leggur til að nýr vegur verði lagður sunnan við vatnið til að afstýra því.                                                       Morgunblaðið/Árni Sæberg Tært Þingvallavatn er kristaltært og eftirsótt til köfunar. Færri hefðu sjálfsagt áhuga á að kafa í grænu og gruggugu vatni. Í HNOTSKURN »Fyrirhugað er að Gjá-bakkavegur liggi frá Laugarvatni til Þingvalla en um er að ræða 16 kílómetra langan veg með bundnu slit- lagi sem uppfyllir skilyrði um 90 km hámarkshraða og lagn- ingu tengivegar að Laugar- vatnsvöllum. »Stefnt er á að framkvæmd-ir við verkið hefjist næsta vor og þeim verði lokið að fullu sumarið 2008 ORKUVEITA Reykjavíkur (OR) ætlar að efla frumkvæði sitt í notkun vistvænna farartækja, jafnt bíla og vinnuvéla, á næstu árum. Stefnt er að því að í lok ársins 2013 noti 55% bílaflota og vinnuvéla OR metan, vetni eða rafmagn sem orkugjafa. Þegar í lok næsta árs eiga 10% bíla og vinnuvéla OR að nota vistvæna orkugjafa. Samkvæmt markmiðum OR á hlutfall vistvænna tækja, sem nota ofangreinda orkugjafa, að hækka um 10 prósentustig á ári til ársins 2010 og um 5 prósentustig á ári eftir það til 2013. „Þetta er mér vitanlega í fyrsta sinn sem fyrirtæki hér á landi setur sér tölusett markmið í þessu sam- bandi,“ sagði Guðlaugur Þór Þórð- arson, stjórnarformaður OR. „Við gerum þetta til að minnka mengun og auka sjálfbærni Íslands. Ef fleiri fylgja í kjölfarið verður þetta raun- hæfur valkostur. Metanbílar kosta nú svipað og bensínbílar og rekstr- arkostnaður þeirra er lægri því met- anið er ódýrara eldsneyti.“ Gaslögn frá Álfsnesi Guðlaugur Þór sagði stefnt að því að leggja gasleiðslu frá metan- vinnslu Metans hf. í Álfsnesi að elds- neytisstöð fyrirtækisins á Ártúns- höfða. Gasið er nú flutt þangað á þrýstiflöskum. Metan streymir frá sorphaugunum í Álfsnesi og er gróð- urhúsalofttegund sem mengar mik- ið. Með því að nýta það og brenna mengar það sextán- til tuttugufalt minna, að sögn Guðlaugs. Annar ávinningur er að með þessu dregur úr innflutningi eldsneytis. Stjórn OR hefur þegar falið for- stjóranum að endurskoða stefnu fyr- irtækisins til að undirstrika mikil- vægi umhverfismála í starfi veitunn- ar. Liður í því er að auka hlut bíla og vinnuvéla sem nota metan, vetni og rafmagn sem orkugjafa. Guðlaugur sagði að nú þegar væru fjórir af um 200 bílum OR knúnir vistvænum orkugjöfum. Vistvæn ökutæki, sem uppfylla kröfur OR að öllu eða veru- legu leyti, eru nú þegar fáanleg. „Við höfum áhuga á að ýta undir aukna notkun vistvænna ökutækja í nánustu framtíð,“ sagði Guðlaugur. Fleiri vistvænir bílar og vinnuvélar hjá OR Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að 55% bíla og vinnuvéla fyrirtækisins noti vistvænt eldsneyti árið 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.