Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 47 UMRÆÐAN STJÓRN VETRARHÁTÍÐAR AUGLÝSIR EFTIR DAGSKRÁRATRIÐUM Vetrarhátíð verður haldin í sjötta sinn dagana 22. til 24. febrúar 2007 og er undirbúningur þegar hafinn. Við hvetjum listamenn og listunnendur, íþróttafélög og önnur félagasamtök, skólafólk, söfn, gallerí, veitingahús, verslanir, fyrirtæki - og alla þá sem hafa áhuga á að gæða borgina fjölbreyttu og leikandi lífi í febrúar að senda inn hugmyndir og tillögur að dagskráratriðum fyrir Vetrarhátíð 2007 fyrir mánudaginn 20. nóvember. Þema Vetrarhátíðar 2007 er Frakkland og frönsk menning í tilefni þess að listahátíðin "Pourquoi pas?" (Hví ekki?) hefst á hátíðinni. Hugmyndir að dagskráratriðum þurfa þó ekki að tengjast þemanu. Um takmörkuð fjárframlög til atriða getur verið að ræða og mun stjórn hátíðarinnar meta framlög á grundvelli framkvæmdar- og kostnaðaráætlanna. Hlutverk stjórnar Vetrarhátíðar er almenn samræming og kynning á Vetrarhátíð. Hugmyndir skal senda á Höfuðborgarstofu, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík, merkt Vetrarhátíð eða senda tölvupóst á sif@visitreykjavik.is og evarun@visitreykjavik.is VETRARHÁTÍÐ 2007 Nánari upplýsingar veita Sif Gunnarsdóttir og Eva Rún Þorgeirsdóttir í síma 590 1500 MasterCard Mundu ferðaávísunina! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 E N N E M M / S IA • N M 22 92 7 frá 49.190 kr. Kúba í vetur Glæsilegir gististaðir í Havana og Varadero í boði • Glæsilegir gististaðir • Havana og/eða Varadero • 1 eða 2 vikur • Frábærar kynnisferðir • Perlur Kúbu, fegurstu staðirnir - ein ferð Ótrúlegt verð - bókaðu núna! Vikuferð frá 69.990 kr. Netverð á mann m.v. gistingu í tvíbýli með morgunv. í viku á hótel Arenas Doradas ***+, 18. mars. Verð frá 49.190 kr. Flugsæti með sköttum, 7. eða 14. janúar * Vikulegt morgun flug * 200 sæta tilboð! Hreyfing fyrir alla – tilraunaverkefni Árið 2007 munu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Lýð- heilsustöð og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands standa fyrir tilraunaverkefninu Hreyfing fyrir alla í samstarfi við viðeigandi aðila á tilteknum svæðum. Markmið verkefnisins er að fjölga tilboðum á skipulagðri hreyf- ingu fyrir fullorðna og eldra fólk. Ætlunin er að höfða til mis- munandi hópa sem stunda ekki reglulega hreyfingu. Hugmyndin er að styrkja starf þjálfara sem hefðu það meginhlutverk að sinna áðurnefndum hópum. Hér með er óskað eftir umsóknum frá áhugasömum sveitarfé- lögum og/eða íþróttabandalögum, héraðssamböndum og íþrótta- félögum um þátttöku í verkefninu. Eftirfarandi viðmið verða höfð að leiðarljósi við val á tilraunasvæðum: • Sveitarfélag er tilbúið að taka þátt í kostnaði vegna þjálfara og aðstöðu. • Sveitarfélag, heilsugæsla og íþróttahreyfingin á viðkomandi svæði eru tilbúin til að starfa saman að framgangi verkefnis- ins (ásamt fleiri hagsmunaaðilum eftir því sem við á). • Fram komi raunhæfar hugmyndir um fyrirkomulag verkefn- isins á viðkomandi svæði, s.s. hvaða þjónustu væri æskilegt að bjóða upp á og fyrir hverja, aðgengi að mannvirkjum og hugmyndir um hvernig hentugt væri að ná til markhópa. Afar mikilvægt er að verkefnið sé viðbót við þá þjónustu sem þegar er í boði á svæðinu en skerði hana ekki. Umsóknarfrestur er til og með 30. október. Umsóknir skulu berast: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, b.t. Una María Óskarsdóttir, Vegmúla 3, 150 Reykjavík. Nánari upplýsingar veita Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð, (gigja@lydheilsustod.is, s. 580 0900) og Jóna Hildur Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá ÍSÍ, (jona@isisport.is, s. 514 4000). HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ SAMFYLKINGIN vill bæta kjör aldraðra og öryrkja fyrr og betur en ríkisstjórnin og auka svigrúm þeirra strax til að afla sér tekna án þess að þær skerði lífeyrisgreiðslur þeirra frá Tryggingastofnun. Nánari út- færsla á þessum áherslum kemur fram í sameiginlegu þingmáli stjórn- arandstöðunnar um nýskipan lífeyr- ismála. Hærri tekju- trygging, mun minna skerðingarhlutfall gagnvart tekjum, frí- tekjumark 75 þúsund krónur á mánuði gagn- vart atvinnutekjum strax, veruleg kjarabót og hækkaðir vasapen- ingar til vistfólks á stofnunum og afnám tekjutengingar við tekjur maka – þetta eru helstu áhersluatriði í tillögum okkar, auk þess sem aldraðir ör- yrkjar haldi aldurstengdri örorku- uppbót sinni. Hærri tekjutrygging og skerðingar minnki um áramót Við leggjum til að ný tekjutrygging hækki mun meira en ríkisstjórnin vill, eða í 85 þúsund kr. hjá öldruðum í fyrsta áfanga og í 86 þúsund kr. hjá öryrkjum, auk vísitölubreytinga strax um áramótin í stað 78 þúsund króna eins og stjórnvöld tala nú um. Þeir sem fá einnig heimilisuppbót myndu þá hækka úr rúmlega 126 þúsund krónum í rúmar 133 þúsund kr. á mánuði. Við leggjum til að skerðingarprósentan fari úr 45% í 35% um áramótin, en ríkisstjórnin áætlar að lækka hana í 39,95% þá og aftur í 38,35% árið 2008. 75 þúsund krónur á mánuði skerða ekki Í öllum nágrannalöndum okkar eru lífeyrisþegar hvattir til að taka þátt í atvinnulífinu hafi þeir heilsu og löng- un til þess. Við tökum undir þær áherslur og leggjum til að lífeyrisþegi geti aflað sér 75 þúsund króna á mán- uði frá áramótum án þess að þær skerði tekjutrygginguna. Rík- isstjórnin vill ekki frítekjumark fyrr en eftir tvö ár og þá að- eins um 17.000 kr. á mánuði. Það er óþolandi framkoma við lífeyr- isþega sem vilja auka tekjur sínar. Sér- staklega nú þegar fólk vantar tilfinnanlega til starfa. Við leggjum til að öryrkjar hafi val um að nýta sér þetta nýja frítekjumark eða fara eftir eldri reglu, eftir því hvort er þeim hag- stæðara. Fyrir öryrkja með árstekjur undir 1,5 millj. kr. er þetta nýja frítekjumark hagstæðara en gildandi regla, sem miðar við að 60% tekna skerði tekju- tryggingu. Síðan viljum við stefna að því að koma á samsvarandi frí- tekjumarki gagnvart lífeyristekjum. Reisn og fjárhagslegt sjálfstæði Þegar kjör lífeyrisþega voru bætt lítillega 1. júlí í sumar urðu lífeyr- isþegar á stofnunum út undan og fengu enga hækkun. Það var óþolandi framkoma við þann hóp lífeyrisþega sem erfiðast á með að berjast fyrir rétti sínum. Við leggjum til að vasa- peningar þeirra sem dveljast á stofn- unum hækki um 50% afturvirkt frá 1. júlí í sumar. Vasapeningarnir myndu þá hækka um 11.436 kr. og yrðu 34.309 kr. á mánuði hjá vistmanni með engar aðrar tekjur. Rík- isstjórnin hefur gert tillögu um 28.591 kr. vasapeninga frá næstu ára- mótum. Við leggjum ennfremur til að frítekjumark gagnvart eigin þátttöku í vistgjaldi þeirra sem dveljast á stofnun verði hækkað í 75 þúsund kr., en þeir mega nú halda eftir 50 þúsund krónum af lífeyrisgreiðslum sínum. Síðan ber að stefna að því afnema vasapeningakerfið svo aldraðir fái haldið reisn og fjárhagslegu sjálf- stæði þótt þeir dvelji á stofnun. Neyslugrunnur skilgreindur og afnám makatengingar bóta Það verður að skilgreina neysluút- gjöld lífeyrisþega, sem grunnlífeyrir og tekjutrygging taki mið af, og síðan verða bætur að hækka í samræmi við launavísitölu eða neysluvísitölu eftir því hvort er hagstæðara. Við viljum að framfærslugrunnur lífeyrisþega liggi fyrir eigi síðar en 1. janúar 2008. Við ætlum að afnema að fullu teng- ingu lífeyrisgreiðslna við tekjur maka, en í tillögum ríkisstjórnarinnar er einungis gert ráð fyrir að afnema hana að hluta eftir nokkur ár. Síðan leggjum við til að öryrki haldi aldurs- tengdri örorkuuppbót sinni þegar hann fer á ellilífeyri, en nú fellur hún niður á 67 ára afmælisdegi öryrkjans og lækka greiðslur til hans þá sem uppbótinni nemur. Við viljum einnig að kannað verði hvernig draga megi frekar úr skerðingu lífeyrisgreiðslna vegna annarra tekna. Tillögur okkar stuðla að því að lífeyrisþegar geti not- ið mannsæmandi kjara eins og aðrir landsmenn og greiðslur taki mið af raunverulegum framfærslukostnaði. Gerum betur við lífeyrisþega Ásta R. Jóhannesdóttir fjallar um nýskipan lífeyrismála » Tillögur okkar stuðlaað því að lífeyr- isþegar geti notið mann- sæmandi kjara eins og aðrir landsmenn Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er þingmaður Reykjavíkur fyrir Samfylkinguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.