Morgunblaðið - 08.10.2006, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 08.10.2006, Qupperneq 62
Ís-lenski leik-hópurinn Vestur-port fær 5 stjörnur af 5 mögu-legum í umsögn breska dag-blaðsins The Guardian, fyrir upp-færslu sína á Ham-skiptunum eftir Franz Kafka, sem var frum-sýnt í leikhúsinu Lyric Hammersmith í London á miðvikudag. Gagn-rýnandinn segir sigur sýning-arinnar felast í sniðugri notkun á líkamanum til að ná fram sorglegum kjarna sögunnar. Vestur-port fær góða dóma 62 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Árni M. Mathiesen fjármála-ráðherra kynnti fjárlaga-frumvarp ársins 2007 á mánu-daginn. Hann sagði að eftir stóriðju-framkvæmdir geti ríkis-sjóður aukið um-svif sín og hafi til þess fjár-muni eftir mikið að-hald á undan-förnum árum. Spáir fjármála-ráðuneytið stöðug-leika í efnahags-málum og sagði fjármála-ráðherra að mögu-leiki væri að lækka skatta, og minntist á lækkun matar-verðs. Ríkis-stjórnin hefur hætt við frestun vega-framkvæmda, en mun lækka þær um 5,5 milljarða króna. Við fyrstu um-ræðu um fjárlaga-frumvarp næsta árs á Al-þingi, var bent á að brýn-asta verk-efnið væri að ná verð-bólgunni niður. Einnig voru vega-framkvæmdirnar gagn-rýndar og að viðskipta-hallinn yrði nærri 210 millj-örðum kr. á næsta ári. Fjárlaga- frumvarpið kynnt Hugleikur í The Guardian Útgáfu-fyrirtækið Penguin hefur tryggt sér réttinn á teiknimynda-bókinni Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson. Hún kemur bráðum út í Eng-landi, en útgáfu-fyrirtæki í Banda-ríkjunum og Noregi hafa einnig keypt réttinn. Breska stór-blaðið The Guardian hefur svo keypt réttinn á að birta teikni-myndirnar í blaði sínu. Troð-fullt á Björn Thoroddsen Björn Thoroddsen gítar-leikari lék í vikunni með tríói sínu, Cold Front, í djass-klúbbi Lincoln Center í New York. Þar koma jafnan fram bestu djass-leikarar heims. Þeir spiluðu 2 konserta og troð-fullt á báðum. „Það var æðis-legt,“ segir Björn sem var beðinn um að leika þar aftur. Minningarsjóður Það voru Baltasar Kormákur, Gretar Reynisson og Gunnar Eyjólfsson sem hlutu styrki úr Minningar-sjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur fyrir leikárið 2005–2006. Í til-efni af því að í ár eru 130 ár liðin frá fæðingu frú Stefaníu fengu allir styrk-þegar sjóðsins frá upp-hafi, árið 1970, minja-grip. Lista-molar Eiður Smári Guðjohnsen lék í fyrsta skipti með byrjunar-liði Barcelona um sein-ustu helgi og stóð sig glæsi-lega. Evrópu- og Spánar-meistararnir voru að keppa við Bilbao og unnu. Hann náði að skora eitt mark, annað mark hans í deildinni, og leggja upp annað. „Ég neita því ekki að ég fann fyrir ákveðinni pressu,“ sagði Eiður Smári sem tók stöðu Kamerúnans Samuel Eto’os sem verður frá keppni næstu mánuðina. Javier Saviola frá Argentínu kom inn á sem vara-maður og skoraði líka. Segist fyrr-verandi þjálf-ari Barcelona nú telja að Saviola eigi að taka stöðu Eto’os. Eiður Smári skorar aftur Reuters Eiður Smári fagnar á-samt fél-aga sínum Ronaldinho. Al-þingi Ís-lendinga, 133. löggjafar-þing, var sett á mánu-daginn að lokinni guðs-þjónustu í Dómkirkjunni. Sólveig Pétursdóttir, þing-maður Sjálfstæðis-flokks, var endur-kjörin for-seti Al-þingis. Þingið verður ó-venju stutt að þessu sinni vegna komandi þing-kosninga. Sólveig sagði í á-varpi sínu að þar sem þetta væri kosninga-þing mætti búast við að hitnað gæti í kolunum. Ólafur Ragnar Grímsson, for-seti Íslands, sagði í ræðu sinni að nú eftir brott-för Bandaríkja-hers væri afar brýnt að deilurnar um nýt-ingu nátt-úru Íslands sköpuðu ekki nýja gjá meðal þjóðarinnar og að hún yrði ekki sams-konar hita-mál og herinn var áður fyrr. Geir H. Haarde forsætis-ráðherra flutti fyrstu stefnu-ræðu sína á Alþingi á þriðjudags-kvöldið. Sagði hann að nægi-legt jafn-vægi hefði skapast í efnahags-málum til að hægt væri að hætta við frestun á út-boðum vega-framkvæmda. Hann sagði að sér-stakt á-tak yrði til úr-bóta á umferðar-æðum út frá Reykjavík. Morgunblaðið/ÞÖK Setning Al-þingis: gengið frá Dóm-kirju til Alþingis-húss Al-þingi sett Á mánu-daginn skaut rúm-lega þrí-tugur mjólkur-bílstjóri 3 stúlkur til bana og framdi síðan sjálfs-morð í litlum skóla í eigu Amish-fólks í bænum Nickel Mines í Pennsylvaníu í Banda-ríkjunum. 7 stúlkur voru fluttar alvar-lega særðar á spítala og hafa 2 þeirra látið lífið. Um 25 til 30 nem-endur á aldrinum 6 til 13 ára voru í skólanum ásamt kenn-urum þegar Charles Carl Roberts IV. kom inn í kennslu-stofuna. Hann sleppti öllum nema stúlkunum og lokaði sig inni með þeim. Hann stillti þeim síðan upp við skóla-töfluna, batt fætur þeirra saman og skaut þær eins og um af-töku væri að ræða. Í sím-tali við eigin-konu sína sagðist hann vera að hefna sín fyrir eitt-hvað sem gerðist fyrir 20 árum. Hann var ekki úr hópi Amish-fólks. Amish-fólk er trú-flokkur af hópi mennóníta með mjög forna lifnaðar-hætti. Um 180.000 manns til-heyra flokknum í Banda-ríkjunum og er hann með eigin skóla. Af-taka í barna-skóla Reuters Móðir meðal Amish-fólksins fer í jarðar-förina með börn sín. Öllum kenn-urum Fjöl-menntar sem séð hafa um nám fyrir fólk með geð-raskanir og heila-skaða hefur verið sagt upp. Nægt fé fæst ekki til að halda náminu gangandi sem verður skert veru-lega um ára-mót. Nem-endur eru rúm-lega 80, og er námið samstarf Fjöl-menntar og Geð-hjálpar. Kostn-aður við námið er 24 milljónir króna á ári, sem borgar stöður 13 kennara, sem geta sinnt 100 nemendum. Um 130 um-sóknir berast um skóla-vist á hverri önn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála-ráðherra segir alla hafa verið ánægða með fyrirkomu-lagið í ár og áfram verði varið 12 millj-ónum króna til verksins á ári. Fé vantar fyrir nám geð-sjúkra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.