Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 88
Morgunblaðið/Kristinn UM 50 bifreiðar voru skráðar til leiks í keppni í sparakstri sem Félag íslenskra bif- reiðaeigenda og Atlantsolía stóðu fyrir í gær. Þátttaka hefur aldrei verið meiri en sex ár eru síðan slík keppni var haldin. Keppendur voru bæði almennir ökumenn og fulltrúar bif- reiðaumboða. Keppnin hófst á bensínstöð Atl- antsolíu á Bíldshöfða og fyrir þátttakendum lá að aka um 140 kílómetra leið. Sigurvegari keppninnar var sá sem ók vegalengdina á sem fæstum lítrum af eldsneyti en keppni var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Hér sést Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, líma keppnisnúmer á bíl Lofts Haukssonar áður en lagt var í hann. Aldrei fleiri keppt í sparakstri ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 281. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: auglysingar@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Norðaustan 10- 18 m/s. Skúrir eða rigning NV- og V- til, annars rigning. Hvassara og rigning SA-til eftir hádegi. » 8 Heitast Kaldast 9°C 3°C BYGGINGARRÉTTUR á tveimur reitum í miðborg Reykjavíkur er auglýstur til sölu í Morgunblaðinu í dag. Annars vegar er um að ræða svonefndan Hampiðjureit við Stakkholt og hins vegar þar sem Laugavegur tengist Klapparstíg og að Hverfisgötu. Fasteignasölurnar Eignamiðlun og Fast- eignamarkaðurinn annast sölu þessara reita. Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri Eignamiðlunar, sagði fremur fágætt að svo heildstæðar byggingarlóðir byðust í miðborg- inni, enda hefði lóðunum þegar verið sýndur mikill áhugi þrátt fyrir að þær hafi ekki verið auglýstar fyrr en nú. „Það er mat manna að hvort tveggja geti hentað fyrir íbúðir, verslanir og þjónustu,“ sagði Sverrir. „Reitir af þessari stærð í mið- borginni, sem komið hafa í sölu á síðustu árum, hafa verið teljandi. Ég held að þessir séu með því stærsta af þessu tagi sem kemur á markað. Þróunin er sú að það er verið að byggja upp á þessum svæðum og þessu hefur verið sýndur mikill áhugi. Það hefur verið mjög aukinn áhugi á miðbænum og nágrenni hans. Verð á þessu gamla svæði hefur hækkað mikið og eft- irspurnin aukist á síðustu misserum.“ Áhugaverðir bygging- arreitir í miðborginni auglýstir til sölu SÍMINN er með í tilrauna- rekstri nýtt farsímakerfi sem ætlað er að leysa af hólmi NMT-farsímakerfið. Í viðtali við Brynjólf Bjarnason, forstjóra Sím- ans, kemur fram að mjög erfitt sé að halda NMT- kerfinu gangandi, enda sé ekki lengur hægt að fá þjónustu varðandi búnað, varahluti og álíka. „Við er- um því komnir með tilraunaleyfi til að nota tækni sem kallast CDMA 450 og mun leysa NMT-kerfið af hólmi, enda er það mjög lang- drægt kerfi. Ég býst við að það verði tekin ákvörðun um það á fyrsta ársfjórðungi næsta árs,“ segir Brynjólfur m.a. í viðtalinu. Í því kemur einnig fram að hefðbundin símaþjónusta verður æ minni hluti af starf- semi Símans en hann hefur m.a. haslað sér völl sem sjónvarpsfyrirtæki á undanförnum árum. Þá er fyrirtækið með í bígerð netþjón- ustu sem kallast fjarhjúkrun, en sú þjónusta byggist á því að læknir getur athugað blóð- þrýsting hjá sjúklingi á heimili hans. Loks greinir Brynjólfur frá því að Síminn sé að leita fyrir sér að viðskipta- og fjárfesting- artækifærum erlendis, en hvað það síð- arnefnda varðar leiti fyrirtækið annars vegar að fyrirtækjum sem séu með eigin fjar- skiptakerfi og hins vegar að fyrirtækjum sem veiti þjónustu á fjarskiptakerfum. | 34 Ný tækni í stað NMT- farsímakerfisins Brynjólfur Bjarnason TILFINNINGALEG vanræksla barna virðist fara vaxandi, segir Hrefna Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur í fjölskyldumeð- ferð. Hún hefur starfað á barna- og unglingageðdeild Landspítal- ans síðastliðin tuttugu ár og kveðst verða vör við þetta í sífellt meira mæli. „Hér áður fyrr komu ekki nokk- ur einustu börn hingað inn sem langaði ekki til að lifa lengur. Í dag kemur hópur barna sem lang- ar ekki til þess að vera til. Maður heyrir meira að segja eitt og eitt sjö, átta eða níu ára barn segja að það langi ekki að lifa og þegar kemur á unglingsaldur virðist depurð hreinlega vera eins og far- aldur í hinum vestræna heimi.“ Einstaklingshyggja ræður ríkjum Baldur Kristjánsson, dósent í þroskasálfræði og uppeldisgrein- um við Kennaraháskóla Íslands, segir einstaklingshyggju án efa rót þess hversu mikið uppvaxtar- skilyrði og samskiptamynstur barna og uppalenda hafa gjör- breyst. Hann segir rannsóknir á aðbúnaði og hversdagslífi ungra barna og barnafólks þýðingar- miklar vegna örra samfélags- breytinga. „Og sem gera að verkum að við, hinir fullorðnu, þekkjum okkur ekki nema að litlu leyti í reynslu- heimi barna nútímans. Ein afleið- ing þessa er að í fyrsta skipti búa mörg börn yfir reynslu og þekk- ingu á ýmsum öðrum sviðum en foreldrar þeirra og kennarar,“ segir hann. Þá segir Baldur að agaleysið sem oft er rætt um sé „þjóðar- mein“. „Ég tel að foreldrar og þeir sem sinna börnum skipti sér ekki nógu mikið af félagsþroska þeirra og hugi ekki nógu mikið að því að kenna þeim virðingu og tillitssemi og tilfinningu fyrir öðrum.“ Tilfinningaleg vanræksla barna virðist vaxandi Í HNOTSKURN »Hópur barna upplifir aðlanga ekki til þess að vera til lengur. »Skynjar mikinn einmana-leika hjá mörgum börnum. »Samskiptamynstur barnaog uppalenda hefur gjör- breyst. »Foreldrar og þeir semsinna börnum skipta sér ekki nógu mikið af fé- lagsþroska.  Bernskan | 20 Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is ÓPRÚTTNIR aðilar brutust inn um hlið að lóð rússneska sendiráðsins við Túngötu aðfaranótt laugardags og stálu rússneska fánanum sem blakti við hún í garðinum. Talsmaður sendiráðsins segir málið litið mjög alvarlegum augum enda sé um að ræða alvarlegan glæp og brot á friðhelgi landsins. „Lóð sendiráðsins nýtur diplómatískrar friðhelgi hér á landi og þangað má enginn óvið- komandi fara. Hér er því um að ræða alvarlegt brot á alþjóðalögum og einnig íslenskum lögum,“ segir talsmaður sendiráðsins. Þegar upp komst um hvarf fánans í gær var haft samband við lögregluna sem kom á vettvang og safnaði gögnum. Talsmaður sendiráðsins segir að myndavélar vakti garðinn og framferði þjófanna hafi því náðst á myndband. Þar hafi mátt greina andlit þeirra og því einungis tímaspursmál hve- nær lögregla hafi hendur í hári þeirra. „Það er ef- laust betra að þeir gefi sig sjálfir fram við lögregl- una og skili fánanum sem er eign sendiráðsins.“ Engin önnur spjöll voru unnin á lóð sendiráðs- ins en þjófarnir þurftu að brjóta lás á hliðinu til þess að komast að fánanum. Aðspurður sagði tals- maðurinn að viðlíka verknaður hefði aldrei verið framinn gagnvart sendiráðinu en það hefði þó komið fyrir að menn hefðu kastað glerflöskum í átt að húsinu og farið inn á lóðina í óleyfi. „Íslend- ingar eru friðsamir og vingjarnlegir upp til hópa og það er sjaldgæft og sorglegt að sjá þá haga sér með þessum hætti. Við munum koma óánægju okkar með þetta á framfæri við íslensk yfirvöld.“ Rússneska fánanum stolið Málið litið mjög alvarlegum augum segir talsmaður rússneska sendiráðsins Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Friðhelgi Alvarlegt brot á alþjóðalögum og ís- lenskum lögum að fara í óleyfi inn á lóðina. PÉTUR M. Jónasson, sérfræðingur í lífríki Þingvallavatns, telur raun- verulega hættu á að Þingvallavatn verði grænt og gruggugt af völdum niturmengunar og leggur til að nýr vegur verði lagður sunnan við vatn- ið til að afstýra því. Með því að leggja veg frá Laugarvatni og suð- ur fyrir Þingvallavatn telur Pétur að slá megi tvær flugur í einu höggi; koma til móts við óskir um greiðar samgöngur en jafnframt kæmi það í veg fyrir mengun Þing- vallavatns. Pétur leggur þetta til í þeirri von að Vegagerðin hætti við áform um að leggja nýjan Gjábakkaveg enda myndi nýr vegur sunnan við Þing- vallaveg gera hann með öllu óþarf- an. | 4 Vill veg sunnan vatns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.