Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 28
lífshlaup 28 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hún kemur á móti mér meðfléttur niður á bak ogvirðist helst holdgerv-ingur alls þess sem ekki er metið sem skyldi í nútímanum – tryggðar, festu, vinnusemi og nægjusemi. Þetta hugboð opinber- ast mér sem sannindi þegar ég er sest við gamla borðstofuborðið frá Guðmundi í Víði, sem hún og maður hennar höfðu keypt árið 1951, í upp- hafi búskaparins. „Ég var einu sinni spurð í kerskni hvort ég væri ekki hrædd um mann- inn minn í réttum og smalamennsku, þar sem margt kvenfólk tók þátt. „Nei, við erum best hvort fyrir ann- að, – gerð hvort fyrir annað,“ svar- aði ég og þannig var það,“ segir Guð- björg og hlær. Hún er hláturmild kona og bros hennar lýsir upp annars alvarlegan svip. Við tölum um borðið, – „svona borð eru ekki víða“, segi ég. „Ég hugsa ekki, ég var nýfarin að vinna í Reykjavík þegar það var keypt, við það hefur fjölskyldan set- ið í gleði og sorg og á því hef ég straujað, saumað og börnin lært,“ segir hún og ber á umrætt borð kaffibolla og meðlæti. „Þú varst heppin núna, ég bakaði pönnukökur í gær og þú færð rest- ina,“ segir hún og setur disk með rjómapönnukökum á mitt borðið. Samtalið fer svo fram meðan ég sporðrenni hverri pönnukökunni af annarri og sýp með kaffi en Guð- björg segir frá og býður mér inn á milli að fá mér nú endilega meira. „Ég er svo fastheldin,“ segir Guð- björg. „Þessa stóla keypti bóndinn þegar hann varð fimmtugur, hann var annars fæddur 1920 og ég 1928, það voru sjö og hálft ár á milli okk- ar.“ Fór snemma að vinna Hún kveðst snemma hafa farið að vinna. „Maður var í rauninni aldrei barn, ég man ekki eftir mér öðruvísi en að taka þátt í öllu sem varð að gera á heimilinu. Ég fæddist á Vetleifs- holtsparti syðst í Ásahreppi, næsta hreppi fyrir austan Þjórsá. Pabbi minn, Tyrfingur Tyrfings- son, var hjá foreldrum sínum þegar mamma mín, Kristín Margrét Jóns- dóttir, kom kaupakona til þeirra vor- ið á undan, henni var ráðlagt af lækni að fara upp í sveit til að ná heilsu. Það fór svo að pabbi og hún felldu hugi saman. Mamma fór svo um veturinn vestur á Ísafjörð til móðursystur sinnar með mig í far- teskinu en pabbi fór á vertíð í Eyj- um. Þegar hann kom á lokadaginn fékk hann mig í forgjöf tveggja daga gamla, mamma var komin aftur á heimili afa og ömmu áður en ég fæddist,“ segir Guðbjörg. „Pabbi minn og bræður hans gift- ust allir kaupakonum, fólk kynntist annaðhvort þannig eða á vertíð. Foreldrar mínir eignuðust tíu börn, sex stelpur og fjóra stráka, ég var þrettán ára þegar yngsta systk- ini mitt fæddist. Þetta var ekki auð- velt – var í byrjun kreppunnar, for- eldrum mínum hafði tekist að koma kindunum upp í 120, en þá kom mæðiveikin og allt var skorið niður. Það var agalegt, mér líður þetta ekki úr minni. Það var fjárlaust á þessu svæði í tvö ár. Það vildi til að það var mikið ræktað af grænmeti heima, sumarið var lúxustími, jurtirnar voru etnar um leið og hægt var. Ég hef alltaf verið mikið fyrir græn- meti, tek það bara og tygg, en auð- vitað sýð ég mér stundum súpu líka. Mamma átti prjónavél og prjónaði fyrir fólk, þannig fengust peningar. Ég var ekki nema sjö ára þegar ég fór að prjóna skyrtu- og sokkaboli, ég hafði áhuga fyrir þessu, mamma byrjaði og svo hélt ég áfram að úr- töku, þá tók hún við. Allt var gert til að komast af Við bjuggum fyrst á Herríðarhóli sem var góð jörð með tvílyftu íbúð- arhúsi, þangað fluttum við þegar ég var tveggja ára. Tveimur árum síðar fluttum við að Kálfholtshjáleigu, það var örreytiskot, lítið hægt að heyja þar, þetta var hörmung, heyið sem fékkst þarna varð að hitna til að elft- ingin þornaði, hana etur enginn nautgripur. Það var allt gert til að hafa í sig og á, pabbi var hagur bæði á járn og tré, hann smíðaði fyrir fólk skeifur og fleira. Einnig smíðaði hann hleypiklakka sem var þá ný uppfinn- ing. Mamma prjónaði sjóvettlinga, það var eftirspurn eftir þeim þá, og svo var reynt að selja þetta. Pabbi fór strax að slétta tún, skera ofan af og bera á skít og tyrfa yfir aftur, þeir sem áttu jörðina höfðu tekið túnið sem fyrir var og leigðu öðrum, – samt urðu foreldrar mínir að borga fjóra fjórðunga af smjöri í leigu fyrir jörð sem búið var að rýra svona. En ekki var betra með öll þessi börn að vera í Reykja- vík á kreppuárunum, – systir mömmu var þar, við höfðum þó möguleika á að rækta. Mamma prjónaði á okkur öll föt, meira að segja kjóla á litlu stelp- urnar. Hún litaði sjálf ullina með lit- unarmosa, beigibrúnir (beige) voru þeir en algengast var hvítt, mórautt og svart. Stundum fengum við föt send frá Reykjavík, það var mikill lúxus, við höfðum aldrei séð neitt svona fínt. Við fengum lýsi sem mamma bræddi sjálf og harðfisk sem pabbi verkaði – og varð gott af því, við vor- um heilsuhraust og komumst öll vel af, við erum öll lifandi nema einn bróðir sem lést 68 ára. Ég man hvernig lífsmagnið hrísl- aðist um mig þegar ég kom úr gegn- ingum og tók inn kúfaða skeið af lýsi.“ Hvað með skólamenntun? „Við vorum í farskóla, ég tók fullnaðarpróf 12 ára gömul og fékk 9,04 í aðaleinkunn – ég fékk ekki meiri skólagöngu en við tókum upp á því, ég og bróðir minn, að æfa okkur í skrift og fleiru eftir fullnaðarprófið. Yngsta systir mín fór í húsmæðra- skóla en tók bara fyrri veturinn, svo varð hún að hætta því pabbi dó. Hann varð tæplega sextugur, tveim- ur árum áður en hann dó varð hann fyrir steinröri og við það tók að blæða hægt inn á heilann. Þegar þetta gerðist var ég farin að heiman. Lífsgleði Guðbjörg Tyrfingsdóttir er hláturmild en ákveðin kona og hefur lifað tímanna tvenna. Hún hefur á valdi sínu öll þau gildi sem áður mörkuðu farsæld manna í þessu landi. Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir við Guðbjörgu Tyrfingsdóttur, fyrrverandi bóndakonu austur í sveit. Konan sú hefur ákveðnar skoðanir og liggur ekki á þeim. Eins manns kona! ’Hringurinn minn hefurverið fólkið mitt og handavinnuna mína hef ég gert heima, ekki í saumaklúbbum.‘ Ung Guðbjörg Tyrfingsdóttir á Reykjavíkurárunum. Myndarlegur Leó Viggó Jóhann- sen, maður Guðbjargar, á sínum yngri árum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.