Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 43
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 43 Prima hæfðir sig í ævintýra- og lúxusferðum þar sem ferðalangar njóta allra þæginda og fyrsta flokks þjónustu í hvívetna. Með sérsamningum við helstu lúxushótel, flugfélög og skipafélög heims tryggjum við hámarks gæði og sanngjarnt verð. Yfir 30 ára reynsla af skipulagningu ferða um allann heim! Meðlimir í PREMIUM FEDERATION samtökum bestu ferðaskrifstofa í Evrópu – fyrsta f lokks a l la le ið Hún kemur ávallt á óvart þessi fallega hitabeltiseyja og perla Atlantshafsins. Einstakt loftslag, stórfenglegt landslag og litríkt mannlíf gera þessa eyju að eftirsóttum áfangastað allt árið um kring. Jólahefðirnar eiga sér langa sögu hjá íbúum Madeiru. Þær renna saman við fögnuð þeirra yfir nýju væntanlegu ári, með fjölbreyttum menningarlegum dagsskrám bæði af þjóðlegum og klassískum toga. Í miðjum nóvember er hafinn undirbúningur að því að gera höfuðborgina Funchal að risastórri „jólajötu“. Göturnar eru skreyttar ljósum af öllum stærðum og gerðum, skreytingum sem eiga sér rætur í menningu Madeiru tengdri jólahaldinu. Dýrðin heldur áfram milli jóla og nýárs og nær hápunkti að miðnætti gamlaárskvölds. Brattar hlíðarnar ofan við miðborgina lýsa af ljósum, sem íbúarnir hafa komið fyrir á lóðum sínum og hlíðin umvefur miðborgina hvítum bjarma. Þegar nýtt ár gengur í garð litast himininn eldi og ljósum frá flugeldum og vekur öllum viðstöddum nýja von fyrir nýtt ár. Vart er hægt að hugsa sér betri byrjun ársins 2007. Heimsklúbburinn er með samninga við frábæra sérvalda gististaði á besta stað, rétt við gamla borgarhlutann í Funchal. Quinta do Sol: Hlýlegt 4 stjörnu hótel á besta stað með fögru útsýni til sjávar. Hótelið er nýlegt en hannað í gamla stílnum og býr yfir miklum sjarma. Fallegur garður með sundlaug er við hótelið og herbergin eru vel búin með öllum þægindum. www.enotel.com Savoy lúxushótelin: Glæsileiki og lúxus einkennir þessi lúxushótel sem bjóða frábæra þjónustu og aðbúnað. Val er um vistleg rúmgóð herbergi eða lúxus svítur með einka butler á Savoy Royal. Hótelgestum stendur til boða aðgangur að 5 upphituðum sundlaugum og sjávarstökkpöllum, fullkominni heilsulind, fallegum skrúðgarði, 4 veitingastöðum og næturklúbbum o.m.fl. www.savoyresort.com Verð aðeins frá 155.000 kr. á mann. Áramótaveisla innifalin í verði ferðar. Takmarkaður sætafjöldi. 28. desember 2006 - 7. Janúar 2007 Prima sérhæfir sig í ævintýra- og lúxusferðum þar sem ferðal njóta allra þæginda og fyrsta flok stu í hvívetna. Með sérsamningum við helstu lúxushót l, fl félög og skipafélög heims tryggjum við hámarks g ði sa jarnt verð. Allar nánari upplýsingar á heimasíðunni www.heimsklubbur.is og hjá sölufólki okkar í síma 511 4080 eða Hellusundi 6 Það virðist samsvarastórum gæðastimpli aðvera andvígur Kára-hnjúkavirkjun. Sá sem þann stimpil ber hlýtur að vera vel upplýstur, mannvinur, náttúruunnandi og gott ef ekki listfengur. Í augum hans er hvers konar jarðrask aðför gegn Guðs heilögu sköpun og hann hefur mikla skömm á verksmiðjuvinnu. Honum finnst þjóðráð að virkj- unarstæðið verði yfirgefið með skömm og látið standa sem ævar- andi vitnisburður um heimsku mannanna. Ekki er víst að öllum andófs- mönnum þyki þetta lof gott enda ýmsar einfaldanir á ferðinni. En verður ekki eitthvað svipað lesið út úr málflutningi þeirra sjálfra, þótt með öfugum formerkjum sé? Þar virðist blasa við að stuðnings- menn framkvæmdanna séu illa upplýstir, svarnir fjendur manns, náttúru og Guðs almáttugs. Þeir styðji ríkisstjórn sem hafi setið á svikráðum við þjóðina, séu ágjarn- ir og menningarsnauðir og vilji smala menntunarþyrstum Aust- firðingum inn í andlausar þræla- búðir. Er ekki eitthvað bogið við gíf- uryrðin? A.m.k. hrífa þau ekki á konu sem unir sér óvíða betur en úti í íslenskri náttúru og stundaði óbyggðaferðir með sérvitringum löngu áður en þær komust í tísku. Það er líka fleira bogið við mál- flutninginn, ekki síst þegar menn fullyrða rámir af æsingi að kyn- slóðin mín hafi farið ránshendi um landið, sem hafi verið nær ósnortið frá tímum Ingólfs og Skalla- Gríms. Þetta jafngildir næstum því að snúa faðirvorinu upp á kölska í augum þeirra sem ólust upp á rót- nöguðum harðbölum og eyðisönd- um sem umbreyst hafa í gróð- urvinjar og skóglendi. Móður minni var fátt hugleiknara í ellinni en sú mikla andlitslyfting landsins, sem henni hafði auðnast að sjá á langri ævi. Henni varð oft að orði að tré hefði hún ekki séð fyrr en hún fluttist 14 ára gömul frá Norð- austurlandi til Reykjavíkur og þar hefðu þau verið teljandi á fingrum annarrar handar. Einlægir náttúruverndarsinnar hafa að undanförnu hrifið með sér fólk sem hingað til hefur lítið hirt um umhverfismál. Að sjálfsögðu er þar ýmislegt góðra gjalda vert en margt af því sem hefur verið rætt og ritað í hrifningarvímunni virðist illa ígrundað og til þess fallið að vekja sundrungu og tortryggni. Maður hefur jafnvel á tilfinning- unni að sumir kveðji sér hljóðs í þeim tilgangi að láta á sér bera, minna á sig og verða sér úti um eftirsóttan gæðastimpil. En nú stöndum við frammi fyrir orðnum hlut. Framtíðin verður að skera úr um hvort hin miklu mannvirki eystra reynast stærsta slys Ís- landssögunnar eða sú lyftistöng fyrir atvinnulífið á Austurlandi sem ég trúi í einlægni að hafi verið upphaflegur tilgangur. Á sviði um- hverfismála og náttúruverndar bíða okkar hins vegar mýmörg verkefni sem við verðum að takast á við af skynsamlegu viti. Nú þykist ég viss um að þeir sem ákafast mótmæla virkjuninni séu búnir að afgreiða mig sem svarinn andstæðing sinn. Það er óþarfi. Á hinn bóginn hef ég jafnan verið andvíg einföldunum og stóra- sannleik hvar sem hann birtist þótt ekki komist maður hjá því að hrífast af einlægum náttúruunn- endum sem hafa vissulega margt til síns máls. En nú virðist sem all- ir sótraftar séu á sjó dregnir, löngu eftir að gæftum lauk, og vatnaskil urðu við Kárahnjúka. Málflutningurinn ber þess stund- um merki að sumum sé helst í mun að útvega sjálfum sér gæðavottun með því að úthúða. Úr því sem komið er verður framtíðin að skera úr um hvort virkjunin er stærsta slys Íslandssögunnar eða sú lyftistöng fyrir atvinnulífið á Austurlandi sem ég trúi í einlægni að hafi verið upphaflegur tilgang- ur. Að snúa faðirvorinu upp á kölska HUGSAÐ UPPHÁTT EFTIR GUÐRÚNU EGILSON Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.