Morgunblaðið - 08.10.2006, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 08.10.2006, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 75 menning Hver er herra Kolbert? Hver er með númer 26, sleppa chillíinu? Er Herra Kolbert í kistlinum á stofugólfinu? Steindauður? Hver var með hvítlauks bolognese með eggi? Ef Herra Kolbert er dauður hver drap hann þá? Og hvernig kemur pizzusendillinn inn í þetta allt saman? Einstakt tilboð til VISA kreditkorthafa til 28. október: Miðinn í forsölu á 1.600 kr. í stað 2.900 kr. Tilboðið gildir á eftirtaldar sýningar: 28. og 29. október, 2., 3., 4., 5., 9., 10., 11., 12., 16., 17. og 18. nóvember Frumsýning 28. októberMiðasala 4 600 200 I leikfelag.is Sala hafin – fyrstir koma – fyrstir fá. Tryggðu þér miða núna! Venjulegt matarboð hjá venjulegu fólki tekur óvænta stefnu og þegar kvöldið er liðið er allt breytt. F í t o n / S Í A F I 0 1 8 8 0 0 ÞAÐ ER mikið vatn runnið til sjávar síðan maður heyrði Kristjönu og Agnar Má fyrst, en strax mátti heyra að þar fóru mikil efni. Fyrsta skífa Agnars, 01, var frábær frumraun, en Kristjana var seinni í gang. Annar diskur hennar, Kristjana, þar sem Agnar var stoð hennar og stytta, var sosum ágætur, en það vantaði margt til að sveiflan væri upp á það besta. Það hefur svo sannarlega breyst og tíu ára afmælistónleikar þeirra voru listrænn sigur. Hvort sem söng- dansar, blúsar eða djassklassík voru efniviðurinn var flutningurinn magn- aður og mér er næst að halda að Kristjana sé komin í fremsta flokk þeirra evrópsku söngkvenna sem byggja á arfinum frá Ellu Fitzgerald og sveifludívunum. Tónleikarnir hófust á dúetti henn- ar og Agnars, „Sweet Loraian“, sem var á plötunni Kristjana útgefinni 2001. Útsetningin var hin sama, en nú brá svo við að lallið hennar Kristjönu gerði sig og dramatíkin á undan þögninni á eftir fyrstu ljóðlínunni var makalaus. Sígild verk eins og „All Of You“ eftir Cole Porter og „Day Dream“ eftir Billy Strayhorn geisl- uðu af fegurð og hitinn í blúsum á borð við klassík saxófónmeistarans Buds Johnsons, „Since I Fell For You“, var ósvikinn. Valdi Kolli og McLemore voru pottþéttir og ekki þarf að spyrja að píanóleik Agnars Más. Hér lék hann í fyrsta sinn á hammondorgel með Kristjönu í stað B3 og það átti ekki minnstan þátt í töfrum kvöldsins og hann lék oft kristaltærar línur, eins og í „Brother Can You Spare A Dime“, sem voru meira í ætt við Fats Waller en Jimmy Smith. Ólafur Jónsson blés í tenórinn í nokkrum lögum, traustur að vanda og gaman var að fá tækifæri til að heyra Birki Má Matthíasson að nýju, en hann er búsettur í Haag. Sérdeilis voru flýgilhornsólóar hans fallegir og dempaður trompetleikur hans bak við söng Kristjönu í ætt við Sweets. Ekki má gleyma að skattsöngur Kristjönu er í sífelldri framför. Þessir tónleikar voru gleðistund fyrir ís- lenska tónlistarunnendur. Selfossdívan springur út Tónlist NASA Jazzhátíð Reykjavíkur Kristjana Stefánsdóttir söngur, Agnar Már Magnússon píanó og hammondor- gel, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa og Scott McLemour trommur auk Birkis Más Matthíassonar á trompet og flýgilhorn og Ólafs Jónssonar á ten- órsaxófón. 1. október kl. 21:30. Tíu ára samstarfsafmæli Kristjönu Stef- ánsdóttur og Agnars Más Vernharður Linnet MIÐAÐ við byrjandaverk er ástæða til að hrósa hinni ungu Kocsis fyrir lag- lega gerða tilfinninga- sem útlitslega napra mynd af ungverskum mæðgum. Ferkst loft lítur út fyrir að eiga að ger- ast á síðasta áratug 20. aldar, þó þarf það ekki að vera því Kocsis sækir greinilega í smiðju Akis Kaurismäkis persónur, útlit og ástand, að því und- anskildu að alvaran er grafalvarleg. Mæðgurnar Viola (Nyako) og Ang- ela (Hegyi), dóttir hennar í kringum tvítugt, hafa lítið á milli handanna en reyna að skrimta. Viola er með hrein- lætisæði, sem nýtist henni í starfi sem klósettvörður. Angela stundar nám í hönnunarskóla, hann er flóttaleiðin út úr fátækt og grámyglulegu lífi, en móðir hennar leitar undankomu á dansgólfinu í klúbbi fyrir einmana sál- ir. Sápuópera í sjónvarpinu er eina sameiginlega gleðistundin þeirra, þar fyrir utan stíar kynslóðabilið þeim í sundur. Viola er mörkuð af ævilangri illa launaðri vinnu, lengst af undir harðstjórn, Angela þráir betra líf. Þegar öllu er á botninn hvolft er Angela yngri útgáfa af móður sinni, hún veit það sjálfsagt innst inni og getur ekki kyngt því. Það er hætt við að hún komist aldrei langt út fyrir túngarðinn þótt hún reyni, hún gerir reyndar mislukkaða stroktilraun sem skilar henni beinustu leið heim og er frekar yfirlýsing en grjóthörð áætlun. Báðar túlka leikkonurnar hlutverk sín á óaðfinnanlegan hátt. Mæðgur í leit að lífi KVIKMYNDIR RIFF 2006: Tjarnarbíó Leikstjóri: Agnes Kocsis. Aðalleikarar: Izabella Hegyi, Julia Nyako, Anita Tu- roczi, Zoltan Kiss, Miklos Nagy. 109 mín. Ungverjaland. 2006. Ferskt loft – Friss levegö  Sæbjörn Valdimarsson KOSTURINN við Með dauðann á hendi er trúverðugur raunveru- leikablær yfir dröbbuðum, lít- ilsigldum persónunum, sem smell- passa inn í niðurnítt umhverfið í iðnaðar- og hafnarborginni Liver- pool. Lífið hefur skilað þeim af sér í öngstræti, útkösturunum á vafasamri knæpu í Bítlaborginni. Tom (McMartin) er búið að kýla endanlega út úr hringnum og fá önnur störf eru á lausu fyrir út- brunninn boxara. Paul (Barber) er fyrrverandi dópsali sem missti dóttur sína í eiturlyf og fékk sér í framhaldinu starf sem er, a.m.k. á pappírunum, réttum megin laga og réttar. Eigandi staðarins, Billy (Bell), er furðufugl með kúrekamyndir á heilanum og klæðir sig sem slík- ur. Gallarnir eru margir, í fyrsta lagi er fátt markvert, eða þannig unnið úr umfjöllunarefninu að það verði áhugavert. Myndavélin eltir Tom, sem á í persónulegum vandamálum í hjónabandinu og hvað snertir vissan þátt í líkams- starfseminni. Sameiginlegur vandi steðjar að þeim félögum báðum er þeir neita að ganga í stéttarfélag útkastara. Bell á auð- velt sem fyrr með að gera per- sónur sínar illa lyktandi og Bar- ber heldur manni við efnið. Hann er magnaður leikari (Full Monty), en fáséður. McMartin er máttlaus leikari og tilvistarkreppa Toms skiptir litlu máli, undarlegt, þar sem McMartin er höfundur hand- ritsins. Útkastarablús KVIKMYNDIR RIFF: 2006: Háskólabíó Leikstjóri: James Marquand. Aðalleik- arar: Paul Barber, Tom Bell, Samantha Janus, Gary Mavers, James McMartin. 90 mín. England. 2005. Með dauðann á hendi – Dead Man’s Cards  Sæbjörn Valdimarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.