Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 41
samir og þeir spurðu meðal annars, hvort við ætluðum virkilega að nota Höfða áfram, þennan helgidóm sem húsið væri orðið.“ – Af hverju þessi sérstaki áhugi Japana? „Reynslan af kjarnorkusprengj- unum er brennd inn í japanska þjóð- arsál. Það er eitthvað við þetta litla hús svona nálægt friðnum, sem höfð- ar til þeirra. Þeir reistu meira að segja eins hús í Japan og ég hef komið í það. Höfði er í þeirra augum helgistaður. Auðvitað er sjálfsagt að nota húsið áfram, en við eigum að leyfa því að bera áfram svipmót þess merka at- burðar, sem þar átti sér stað. Það var til dæmis alveg ótrúleg vitleysa að fjarlægja myndina af Bjarna Bene- diktssyni. Þótt menn verði borg- arstjórar og séu eitthvað pirraðir út í pólitíska andstæðinga er óþarfi að fá útrás með þessum hætti. Menn héldu nú lengi vel að Reykjavíkurfundurinn hefði svo sem ekki verið neitt merkilegur fundur. En nú er það almenn skoðun að í Höfða hafi gerzt mjög merkilegur hlutur. Þar brutu stórveldin ísinn og málin komu upp á borðið og hefðu kannski þokazt lengra, ef Gorbachev hefði verið sterkari leiðtogi en hann þá var og getað tekið af skarið. Ég var einmitt að fá í hendurnar bók, þar sem kemur fram að Reagan stakk upp á því að þeir hittust aftur í Reykjavík 1996.“ Davíð sýnir mér bókina Kalda stríðið – ný saga eftir John Lewis Gaddis; útgefandi The Penguin Press, New York 2005. Og þar er framtíðarsýn forseta Bandaríkjanna svo lýst: „Þeir Gorbachev myndu koma til Íslands, hvor um sig með sínar síð- ustu kjarnaflaugar í farangrinum. Síðan myndu þeir slá upp heljarmik- illi veizlu fyrir alla heimsbyggðina … Forsetinn … væri orðinn mjög aldr- aður og Gorbachev myndi ekki þekkja hann aftur. Forsetinn myndi segja: „Halló, Mikhail!“ Og Gorbac- hev myndi segja: „Ron, ert þetta þú?“ Svo myndu þeir eyða síðustu eld- flaugunum.“ freysteinn@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 41 Hlemmur Hverfisgata Kosningamiðstöðin verður opnuð í dag Í dag, sunnudaginn 8. október kl. 15, verður kosningamiðstöð Björns Bjarnasonar opnuð að Skúlagötu 51. Góð dagskrá og léttar veitingar í boði. Komdu og fagnaðu með okkur. Samstaða til sigurs! Stuðningsmenn Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október www.bjorn.is standa og var niðurstöðunni lýst sem áköfum vonbrigðum. Skipti þá engu þótt miðað hefði í samkomulagsátt um fækkun langdrægra eld- flauga og meðaldrægra flauga í Evrópu og As- íu. Sumir gengu svo langt að segja að viðræð- urnar hefðu mistekist. Menn virðast þó hafa verið heldur fljótir á sér, a.m.k. ef litið er til þess hvernig sagan hef- ur dæmt fund leiðtoganna tveggja í Reykjavík þetta haust. Niðurstaða flestra fræðimann- anna, sem komu saman til ráðstefnu í tilefni af tíu ára afmæli fundarins, var að „hann hefði skipt sköpum í þróun afvopnunarmála og jafn- vel markað tímamót í sögu tuttugustu ald- arinnar“, svo vitnað sé til greinar í Morg- unblaðinu 11. október 1996. Í kjölfar fundarins hafi samskipti stórveldanna batnað og á hon- um hafi verið lagður grunnur að tveimur af- vopnunarsamningum; START-sáttmálanum um helmings fækkun langdrægra flauga og INF- sáttmálanum um að eyða meðaldrægum flaugum. Enda hefðu Sovétmenn gert tilslak- anir í Reykjavík sem síðar urðu ekki dregnar til baka. Dóttir Reagans, Maureen, sagði föður sinn alltaf hafa sagt að fundurinn í Reykjavík hefði markað mikil tímamót. Þáverandi skrif- stofustjóri Bandaríkjaforseta, Donald T. Reg- an gekk þó enn lengra og lét hafa eftir sér að skrá yrði fundinn sem sigur fyrir mannkyn. Utanríksmál Mikill handagangur var í öskjunni þegar leiðtogafundurinn var haldinn. Stein- grímur Hermannsson forsætisráðherra svarar spurningum blaðamanna um skipulag fundarins. Morgunblaðið/RAX Léttur andi „Við áttum reyndar að heilsast þarna niðri,“ mun Reagan hafa sagt við Gorbachev er þeir mættust við dyr Höfða fyrir fyrsta fund. Brúnin var þyngri við lok fundar daginn eftir. Morgunblaðið/RAX Rabbað saman Forseti Íslands hitti leiðtog- ana tvo sitt í hvoru lagi fyrir fundina í Höfða. Eftir fundinn með Reagan sýndi Vigdís Finn- bogadóttir honum umhverfi Bessastaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.