Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 63 MINNINGAR Á rið 1861 veitti stjórnin Hinu íslenska Biblíu- félagi 200 dala styrk, „í eitt skipti til þess að fjelagið gæti geng- ist fyrir að laga og endurbæta hina íslenzku útleggingu á Nýja testa- mentinu“, eins og orðrétt má lesa á einum stað. Á fundi 13. apríl 1861 var þeim dr. Pétri Péturssyni (síð- ar biskupi) og Sigurði Melsteð – en báðir voru þá prestaskólakennarar – falið þetta verk á hendur. Sama ár kom Isaac Sharp, ensk- ur maður, út til Íslands og gerði „fyrir hönd hins brezka biblíufje- lags tilboð hinu íslenzka biblíufje- lagi að það fengi styrk til að gefa út Nýja testamentið, svo hægt væri að selja það innbundið með vægu verði og var því boði tekið með þökkum“. Þeir Pétur og Sigurður munu hafa endurskoðað þarna Nýja testamentið, og „dálítið af Gamla Testamentinu, Davíðssálma og fá- eina af spámönnunum“. Ekki gafst tími í fleira. Þann 23. júní 1862 sigldi Eiríkur Magnússon til Lundúna, í því skyni að lesa prófarkir og sjá um prentunina. Nýja testamentið, ásamt Dav- íðssálmum, kom svo út í Oxford ár- ið 1863 og höfðu þá verið gerðar 4.000–5.000 versabreytingar frá síðustu útgáfu. Sending þess út um Ísland dróst þó að mestu leyti til næsta árs, vegna óhentugra sam- gangna. En síðan gekk dreifing svo ötullega, að útbýtt var og kom- ið í sölu á rúmum tveim árum 10.000 eintökum, og varð því að prenta meira. Þremur árum síðar kom Biblían öll út í Lundúnum, og nú í fyrsta sinn með latínuletri. Áður hafði gotneskt letur verið allsráðandi. Á titilsíðu stendur: BIBLÍA ÞAÐ ER HEILÖG RITNÍNG, END- URSKOÐUÐ ÚTGÁFA. PRENTUÐ Í PRENTSMIÐJU SPOTTISWOODES Í LUND- ÚNUM, Á KOSTNAÐ HINS BREZKA OG ERLENDA BIBL- ÍUFÉLAGS. 1866. Upplag er ekki vitað. Jafnframt var Nýja testamentið prentað eitt og sér þetta ár. Um þessa áttundu biblíuútgáfu Íslendinga spunnust hatrammar deilur milli tveggja manna, er báð- ir störfuðu á Englandi. Þetta voru Guðbrandur Vigfússon í Oxford og Eiríkur Magnússon í Cambridge. Varð úr þessu ævilangur fjand- skapur á milli þeirra. Forsaga málsins er sú, að um jólin, árið sem bókin kom út, settist Guðbrandur niður og fór að gagn- rýna Nýja testamentið, bæði hlut þeirra Péturs og Sigurðar, og í kjölfarið prófarkalestur Eiríks. Ritaði hann Hinu breska og er- lenda Biblíufélagi um þær nið- urstöður sínar, að þessi útgáfa væri svo „illa þýdd og ónákvæmt, að óhafandi væri“. Félagið sendi Pétri aðfinnslurn- ar og hann svaraði, að „þær væru sumpart ástæðulausar og sumpart alveg ómerkilegar; hann sýndi líka fram á að Guðbrandur var alveg ókunnugur rjettum vísindareglum fyrir biblíuþýðing og þekkti ekk- ert til hins gríska frumtexta, en lagði ensku biblíuna til grundvall- ar fyrir útásetningum sínum“. Árið 1869 reynir Guðbrandur í litlum bæklingi að útlista hve nýja þýðingin sé vonlaus; ber hann þar saman enska textann, Nýja testa- mentið frá 1807 og Biblíuna 1813. Þessu er jafnskjótt svarað í Baldri. Lá þetta í dvala um stund, en ekki lengi, því árið 1870 hóf Guð- brandur pennann aftur á loft og nú í Þjóðólfi. Upp úr því hófust mikil blaðaskrif, sem ekkert rúm er fyr- ir hér. En Guðbrandur átti það til að hnjóða í útgáfuna á ólíklegustu stöðum öðrum eftir þetta, t.a.m. í bókaskrá fyrir orðabók sinni 1874 og í lestrarbók í íslensku, sem hann gaf út árið 1879. E.t.v. hittir Þorvaldur Thorodd- sen naglann á höfuðið í ævisögu Péturs (1908), er hann segir: Guðbrandur hafði af einhverri undarlegri sjervizku tekið miklu ástfóstri við „Grútar- biblíuna“ svokölluðu (1813), honum þótti við- kunnanlegra og betra málið á hinum eldri biblíum þó það væri dönskuskotið og af- skræmt á ýmsan hátt, heldur en á hinum nýrri, og þetta barði hann blákalt áfram meðan honum entist aldur til. Þó þetta virð- ist kynlegt hjá svo merkum málfræðingi sem Guðbrandur var, þá má þó skilja það eptir lundareinkennum hans. Guðbrandur Vigfús- son var ákaflega vanafastur, íhaldssamur og forneskjulegur í skoðunum og einræni hans og einþykkni jókst mjög með aldrinum, svo fornvinir hans t.d. Konráð Maurer kvörtuðu mjög undan því, og hin síðustu ár mátti heita að hann hefði slitið sambandi við alla forn- kunningja sína í öðrum löndum. Þó Guð- brandur hefði sjermenntun mikla í fornum fræðum og lifði mestan hluta ævi sinnar í út- löndum, þá var hann þó svo sokkinn niður í starf sitt, að hann í andlegum skilningi komst aldrei út úr afdalnum sem hann var fæddur í. Nú hefir Guðbrandur eflaust verið alinn upp við Grútarbiblíuna og aðrar gaml- ar guðsorðabækur og hefir þá orðið svo elsk- ur að máli þeirra og setningaskipun að hon- um fannst öll breyting ódæði. Einmitt þetta gerist iðulega við hverja nýja útgáfu, missterkt að vísu. Hinu er þó ekki að neita, að gall- ar voru á Lundúnabiblíunni, bæði hvað varðaði málfar og nákvæmni, enda var þess ekki langt að bíða að ákvörðun var tekin um að hefja enn endurskoðun Heilagrar ritn- ingar. Þetta var á fundi Hins ís- lenska Biblíufélags, 10. ágúst 1887. Afraksturinn var Biblían 1908. Lundúna- biblía sigurdur.aegisson@kirkjan.is Fjórða Biblíuútgáfa 19. aldar, en jafnframt sú áttunda í heildarröð- inni, var prentuð í Lundúnum og kom á markað 1866. Sigurður Ægisson heldur í pistli dagsins áfram umfjöll- un sinni um útgáfu- sögu Heilagrar ritn- ingar á Íslandi. HUGVEKJA ✝ Hulda Péturs-dóttir fæddist á Kötlustöðum í Vatnsdal í A-Hún. 23. júní 1929. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Akraness 27. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Pétur Ólafsson, bóndi á Kötlustöðum, f. 15. mars 1902, d. 18. október 1985, og Ingibjörg Jak- obsdóttir, húsmóðir á Kötlustöðum, f. 8. júlí 1889, d. 4. maí 1936. Systkini Huldu eru: a) Jóhann Ólafur Pétursson, f. 29. desember 1920, d. 20. ágúst 1994, eiginkona Kristín Svafarsdóttir, f. 21. júní 1924, d. 11. júní 2003, b) Kristín Sæunn Pétursdóttir, f. 25. maí 1943, eiginmaður Þórir Rún- ar Jónsson, f. 27. janúar 1941, c) Ingi Pétursson, f. 19. október 1944, d. 27. febrúar 1988. Eiginmaður Huldu frá 22. mars 1953 er Guðjón Guðmundsson, f. 18. desember 1929, og börn þeirra eru átta : 1) Ingibjörg, f. 1. desember 1949, eiginmaður Jón Ármann Einarsson, f. 27. júlí 1946, börn þeirra eru : a) Ásta Huld, f. 17. janúar 1970, sambýlis- maður Árni Sigfússon, f. 7. ágúst 1972, sonur Ástu er Guðjón Jósef Baldursson, f. 8. desember 1993, b) Einar Ottó, f. 19. febrúar 1973, börn hans eru Svanberg Aron, f. dóttir, f. 9. febrúar 1956. 6) Björn, f. 26. ágúst 1958. 7) Krist- ín, f. 13. maí 1960, dóttir hennar Guðrún Sesselja Sveinbjörns- dóttir, f. 13. ágúst 1987, og henn- ar sambýlismaður Einir Freyr Helgason, f. 29. júní 1983. 8) Æv- ar, f. 12. febrúar 1962, sambýlis- kona Heiðveig Erla Brynjólfs- dóttir, f. 14. ágúst 1963, börn þeirra eru: a) Jóhann Ingi, f. 2. maí 1988, b) Sara Lísa, f. 26. júní 1990, og c) Sindri Snær, f. 24. nóvember 2005. Hulda bjó á Kötlustöðum í Vatnsdal fyrstu fimm ár ævi sinn- ar, var á Guðrúnarstöðum og víð- ar í Vatnsdalnum uns hún fór níu ára að Hofi. Hulda lauk barna- skólaprófi norður í Vatnsdal fermingarárið sitt 1943, flutti á Akranesi 1945, var þrjá vetur í Gagnfræðaskólanum og útskrif- aðist 1948. Þótti hún dugleg til náms og þá sérstaklega hvað varðaði íslensku. Hún vann á mat- sölu hjá Halldóru Hallsteins frá Skorholti og í bakaríi hjá Guðna. Hulda flutti inn að Arkarlæk í Skilmannahreppi í maí 1950 til Guðjóns og þau bjuggu þar til 1968 að þau fluttu á Akranes, fyrst á Akurgerði 5 og frá 1990 á Grenigrund 32. Hulda var lengst af húsmóðir og annaðist heimili og börn auk þess sem hún prjón- aði til margra ára lopapeysur fyr- ir Handprjónasambandið en síð- ustu starfsár sín vann hún við heimilishjálp á Akranesi, eða fram til 1988 að hún hætti af heilsufarsástæðum. Útför Huldu var gerð í kyrrþey að hennar ósk. 2. júlí 1998, og Ingi- björg Lilja, f. 22. júní 2000, c) Sigríður Ósk, f. 22. ágúst 1979, sambýlismaður Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson, f. 20. desember 1977, börn þeirra eru Aníta Hrund, f. 2. desem- ber 1999, og Freyja Margrét, f. 15. apríl 2002. 2) Guðrún Sesselja, f. 12. júní 1951. 3) Guðmundur, f. 10. september 1952, eiginkona Þórunn Gunn- arsdóttir, f. 18. júní 1953, börn þeirra eru: a) Sigrún Esther, f. 11. ágúst 1972, eiginmaður Grím- ur Arnórsson, f. 18. apríl 1971, börn þeirra eru Arnór Már, f. 20. október 1994, og Guðmundur Þór, f. 2. nóvember 1998, b) Hulda Björk, f. 19. september 1978, sambýlismaður Gísli Valur Waage, f. 28. desember 1979, börn þeirra eru Marinó Elí, f. 16. desember 1996, Tinna Von, f. 11. mars 2000, og Birgitta Nótt, f. 1. febrúar 2004. 4) Ásdís, f. 10. maí 1954, eiginmaður Jón Þórðarson, f. 18. ágúst 1956, börn þeirra : a) Rósa Dögg, f. 1. maí 1982, sam- býlismaður Hlynur Stefánsson, f. 24. ágúst 1977, b) Erla Rún, f. 29. mars 1984, og c) Fjóla María, f. 19. mars 1989. 5) Pétur, f. 19. október 1956, sambýliskona Oddný Ragnheiður Kristjáns- Elsku amma mín. Maður heldur að maður sé við einhverju búinn en svo brestur það á og það kemur skellur. Ég er svo fegin að hafa feng- ið tækifæri til þess að kveðja þig áð- ur en þú fórst, það hefur hjálpað mér gífurlega í gegnum sorgina. Ég heyri rödd þína í huga mínum fussa og segja mér að það þýði nú ekkert að vera að gráta þetta! Það verður aldrei sagt um þig að þú hafir legið á orðunum, þú hafðir mikið, margt og skemmtilegt að segja og þú sagðir það sem þér fannst – hvað sem þér fannst, og það er eitt af því sem ég dýrkaði við þig. Svo óútreiknanleg líka, eins og þegar ég kom til þín sautján ára gömul til að tilkynna þér um þungun mína. Ég hélt að þú myndir fussa og sveia en það var nú öðru nær, eina manneskjan sem ekki tók andköf yfir þessum ósköpum varst einmitt þú. Í staðinn sast þú hin rólegasta á móti mér og sagðir: „Já, þú ert nú líka að verða átján ára.“ Þú varst mér svo kær og mér finnst ég svo náin þér, þú hélst á mér undir skírn og síðan þá hef ég borið nafn þitt og geri áfram með stolti. Ég leit svo upp til þín, svo duglegur og sterkur kvenmaður, manneskja sem ekki var annað hægt en að bera mikla virðingu fyrir, manneskja sem mundi sko tímana tvenna. Það var svo gaman að heyra þig tala um gömlu dagana, eitthvað sem ég ann- ars las bara í bókum, það hafðir þú upplifað. Þú áttir svo margar skemmtilegar sögur að segja, svo ótal margar, og frásagnir þínar voru svo líflegar. Þú lifðir fyrir börnin í kringum þig, fátt kætti þig meira en einmitt það að fá þessa litlu erfingja þína í heimsókn, hvað þau fengu þig til að ljóma. Og það var gagnkvæmt, það var sko alltaf gaman að heimsækja Huldu ömmu, að ekki sé nú minnst á góðgætið sem þú hafðir upp á að bjóða, sérstaklega meðan þú varst ennþá fær um að baka það sjálf. Og þú hafðir unun af því að bera á borð fyrir litlu stýrin þín. „Amma, ég er svöng!“ Þannig kom ég galandi til þín hér í gamla daga, stundum ekki einu sinni búin að opna dyrnar inn til þín, mömmu og pabba til mikillar mæðu (fannst ég ætti að heilsa fyrst), en þér hins vegar til mikillar kátínu. Enda var þetta hlutur sem þú minntist oft og mikið á hér seinna meir. Þú varst félagsvera mikil og naust þess að fá heimsóknir frá ætt- ingjum og vinum. Það var ávallt kátt á hjalla í sunnudagskaffi hjá þér, og ég heyri hlátur þinn óma svo fallega í huga mér, enda þurfti nú yfirleitt ekki mikið til að fá þig til að hlæja. Það má með sanni segja að þú haf- ir verið þessi dæmigerða amma ef svo má að orði komast. Þú hafðir un- un af að baka, varst ávallt með prjónana við höndina, áttir alltaf eitthvað gott með kaffinu, sagðir okkur krökkunum skemmtilegar sögur af hinu og þessu og gafst frá þér svo mikinn kærleik og barst svo mikla umhyggju fyrir okkur öllum sem þér stóðu næst. Sannkölluð amma sem öllum þótti svo gífurlega vænt um. Það var erfitt að horfa upp á heilsu þína fara sífellt versnandi síð- ustu árin, og hvað ég fann til með þér þegar þú hættir að geta talað, þú sem einmitt hafðir svo gaman af því að spjalla. Ótrúlegt hvað þú sýndir samt mikinn styrk þrátt fyrir allt, ég get aðeins ímyndað mér brot af því hversu erfitt þetta hlýtur að hafa verið. Og nú hefur þjáningum þínum verið aflétt, þú fékkst loksins stóru hvíldina sem ég veit að þú varst svo löngu tilbúin í. Þín verður sárt sakn- að og þú munt ætíð skipa stóran sess í hjarta mínu, ást þín og kærleikur lifa enn á meðal okkar sem eftir lif- um og minningarnar eru vel geymd- ar í huga okkar allra. Megi Guð og allir hans englar taka vel á móti þér. Innilegar samúðarkveðjur til allra sem að henni standa, og þakkir til ykkar sem hlúðuð svo vel að henni undir lokin. Ástar- og saknaðarkveðja. Þín Hulda. Elsku Hulda amma. Margt kemur upp í huga minn nú þegar þú hefur kvatt okkur. Öll árin sem við áttum saman áttir þú alltaf nægan tíma fyrir mig. Ég gat alltaf komið og spjallað við þig um allt sem lá á mér, þú kunnir að hlusta. Þegar hádegishlé var í skól- anum og svo seinna í fjölbrautinni kom ég í mat til þín, og alltaf hafðir þú eldað nóg svo að ég fór aldrei svöng frá þér. Í mörg ár gafstu okkur öllum grjónagraut á miðvikudögum og það var alltaf uppáhaldstími hjá mér að koma og fá graut eftir sundið. Og á sunnudögum kom ég svo í kakó og eggjabrauð og vöfflur með drullu- malli og hitti allt frændfólkið, það var nú oft fjörugt þá. Margar upp- skriftirnar léstu mig fá, kjötsúpu í hnefum og slumpum, já, en mér tókst að elda eftir þeim samt. Ég naut þess að koma að spila við þig, það var alltaf gaman að spila rommí við þig. Já, amma, þú varst best, alltaf vissi ég hvað þér fannst, þú lást ekki á skoðunum þínum og varst alltaf hrein og bein og ég vissi að þú hafðir rétt fyrir þér. Mér leið alltaf vel að koma til þín, elsku amma, og ýmislegt hefði ég ekki gert nema fyrir þína aðstoð og tilstilli, eins og þegar ég eignaðist minn eigin bíl, þá hjálpaðir þú mér, því þú varst alltaf tilbúin til að hjálpa mér. Ég gæti haldið áfram endalaust en nú ætla ég að kveðja þig. Þitt líf var orðið langt og veikindin voru erf- ið og tóku sinn toll. Ég vona að þér líði vel núna. Elsku amma, takk fyrir allt. Kveðja. Ásta Huld. Elsku Hulda langamma, þú varst besta langamma í heimi. Ég elskaði þig svo heitt, og það var alltaf gaman að heimsækja þig. Til dæmis varstu alltaf svo góð við mig, gafst mér allt- af kex og köku. Gott að þér líður vel núna. Þinn Marinó Elí Gíslason Waage. Hulda Pétursdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.