Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Leiðbeinandinn Chris Bowerman kemur nú í þriðja sinn til landsins og þjálfar stjórnendur og starfsmenn útflutningsfyrirtækja. Námskeiðið hefst mánudaginn 23. október og lýkur fimmtudaginn 26. október. Kennt er frá kl. 9.00 til kl. 17.00 alla daga. Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 manns. Verð er 61.900 kr. með veitingum. Nánari upplýsingar gefa Hermann Ottósson og Inga Hlín Pálsdóttir hjá Útflutningsráði Íslands. Áhugasamir skrái sig í síma 511 4000 eða með tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is 23.– 26. október Sölu- og samningatækni í alþjóðaviðskiptum P IP A R • S ÍA • 6 04 46 N ú um helgina mun Femínistafélag Ís- lands standa fyrir stjórnmálaskóla fyrir konur að Borgartúni 6 á föstudagskvöld og eftir hádegi á laugardag. Í frétt um þetta mál segir að markmiðið með skólanum sé að vekja áhuga á stjórnmálum meðal kvenna og kynna þær leiðir sem konur hafa til áhrifa. Þegar Kvennalistinn sálugi var með góðu lífi var gjarnan talað um áhrif hans í þá átt að skóla konur innan hans vébanda til starfa á stjórnmálavettvangnum, með því að skipta fulltrúum listans jafn- aðarlega út á Alþingi. Stjórn- málaflokkar hafa og staðið fyrir stjórnmálanámskeiðum fyrir konur. En hvers vegna skyldi Femínista- félagið sjá þörf á þessum skóla – skyldi þeim ekki lítast á þá skóla sem fyrir hendi er fyrir konur sem hyggja á stjórnmálaþátttöku innan flokkana? „Við hjá Femínistafélaginu telj- um að þessu sé ekki nægilega vel sinnt innan stjórnmálaflokkana,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir sem mun sjá um vinnustofu í stjórn- málaskóla Femínistafélagsins. Hún sagði að þótt öðru hvoru væru haldin námskeið um þetta efni inn- an flokkana væru þau ekki sér- staklega jafnréttissjónarmiðuð. „En þessi skóli okkar hjá Fem- ínistafélaginu er öðru vísi en hjá flokkunum, við erum með verklega þætti og síðan verða samræður við konur úr öllum flokkum. Tilgang- urinn er ekki síst að ná til ungra kvenna sem eru utan flokkana, vilja ekki ganga til liðs við ákveð- inn flokk en gætu hugsað sér að taka þátt í svona námskeiði,“ segir Kristín. Markmiðið segir hún vera að kenna konum til verka og leiða í ljós hvað beri að varast, hvað sé gott, hverjar séu hindranirnar og hvernig sé hægt að bregðast við þeim. „Við höfum fundið þörf fyrir svona skóla og þess vegna er þessi tilraun gerð. Við erum ekki með neina fyrirmynd innlenda eða er- lenda en ungliðahópur Femínista- félagsins hefur smíðað þetta nám- skeið og byggir þar á því sem þeim finnst þurfa að ræða. Markmiðið er að fjölga konum á stjórnmálavett- vangi, hvar í flokki sem þær standa, bæði fræðikonur og stjórn- málakonur munu þarna miðla reynslu sinni.“ Skyldu starfandi stjórn- málakonur telja að nægilega vel sé staðið að skólun kvenna innan flokkana? „Nei, í raun og veru ekki, það er þó mismunandi eftir flokkum,“ seg- ir Margrét Sverrisdóttir Frjáls- lynda flokknum, sem er einn þeirra sem taka mun þátt í stjórnmála- skóla Femínistafélagsins. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver- ið með öflugt svona starf, en við í Frjálslynda flokknum höfum átt erfitt með þetta vegna fámennis. Þess vegna fagna ég þessu fram- taki Femínistafélagsins. Ég sendi póst á félagsmenn um framtakið en fékk fáein svör þar sem spurt var hvort þörf væri á svona sérstökum skóla fyrir konur, – hvort þetta Morgunblaðið/Kristinn Á skólabekk Fylgst með í stjórnmálaskóla Femínistafélagsins fyrir konur á föstudagskvöld. Stjórnmálaskólun kvenna INNLENT»eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is Leitast við að leiðrétta þá mismunum sem er að finna í stjórnmálum okkar daga og hvetja konur J ack Straw hefur með því að skora á múslímskar konur, sem hylja andlit sitt með slæðu, að taka hana niður þegar þær tala við hann, kveikt heitar umræður í Bretlandi. Þegar Straw var utanríkisráðherra var hann þekktur fyrir að gæta orða sinna, en hann lét varkárni lögfræð- ingsins lönd og leið þegar hann skrif- aði dálk til birtingar í blaðinu Lan- cashire Telegraph í vikunni og sagði að slæða fyrir andliti „væri svo skýr yfirlýsing um aðskilnað og mun“ að hún stefndi félagslegu jafnvægi í hættu. Straw hafði áður nefnt þau áhrif, sem konur með slæður fyrir andlit- inu hefðu á sig. Það var á fundi með múslímaleiðtogum fyrir tæpu ári. Hermt er að Straw hafi þá sagt að tilraunir til að gera ummæli sín að fjölmiðlamáli myndu aðeins vekja reiði. Nú ákvað hann hins vegar að láta sjálfur til skarar skríða og hjá Lancashire Telegraph virðast menn ekki hafa verið í neinum vafa um fréttagildið þegar dálkurinn barst á miðvikudag því efni hans var slegið upp á forsíðu næsta dag og leitað við- bragða. Í breskum fjölmiðlum hefur komið fram að hann virðist ekki hafa borið málið undir stjórnina. Þegar talsmaður Tonys Blairs forsætisráð- herra var spurður um ummælin var svarið: „Hann telur að það sé rétt að fólk geti átt samræður um og sagt persónulegar skoðanir sínar á mál- efnum eins og þessu.“ Tekið var fram að ekki væri um að ræða stjórnarstefnu og skoðanir Blairs á málinu komu ekki fram. Neikvæð áhrif í samfélaginu Straw var spurður um ummæli sín í viðtali í breska útvarpinu, BBC, og hvort hann teldi að konur ættu ekki að ganga með slæðu fyrir andlitinu: „Já. Það þarf að vera ljóst að ég er ekki að tala um að segja fyrir verk- um, en með öllum fyrirvörum, já, ég myndi frekar vilja það.“ Í viðtalinu sagði Straw, sem marg- ir telja að muni sækjast eftir vara- formennsku í Verkamannaflokknum þegar John Prescott hættir, að hann teldi að slæður fyrir andlitinu hefðu neikvæð áhrif í samfélagi þar sem það er mikilvægt að fylgjast með svipbrigðum í samskiptum fólks. „Samfélög tengjast meðal annars saman með óformlegum samskiptum ókunnugra, fólk þarf að geta heilsast á götum úti eða átt samskipti í dags- ins önn,“ sagði hann. „Það verður erfiðara þegar fólk hylur andlit sitt. Það er einfaldlega staðreynd lífsins.“ Straw sagðist skilja áhyggjur vegna þessa máls. Hann kvaðst hafa sterka vitund um jöfn réttindi sam- félaga múslíma, en að sama skapi hefði hann áhyggjur af öfugþróun og aðskildum samfélagshópum. Hann lagði einnig áherslu á að um væri að ræða beiðni til kvenna, en ekki kröfu. Harkaleg gagnrýni Ummæli Straws hafa verið gagn- rýnd harkalega. Bresk dagblöð hafa sakað hann um að hafa dýpkað gjána sem fyrir er í samfélaginu og stuðla að einangrun múslíma. Íslömsku mannréttindasamtökin sögðust furðu lostin yfir ummælum Straws og sökuðu hann um mis- munun. Samtökin „Verndum slæð- una“ sögðu ummælin „ógeðfelld“ og bættu við að þau sýndu „djúpstæðan skort á skilningi“. Dr. Daud Abdul- lah sagði hins vegar fyrir hönd Músl- ímaráðs Bretlands að hann hefði skilning á þeim óþægindum, sem Straw hefði lýst, og konur ættu val um að fjarlægja andlitsslæðuna. Shadid Malik, þingmaður í Dews- bury, sagði að málið væri kannski ekki hvað Straw hefði sagt, heldur það andrúmsloft, sem fyrir ríkti í samfélaginu, og múslímar og aðrir hefðu fengið nóg af múslímafréttum. „Slæðan er ekki vandamálið, vanda- málið er að fólk er hrætt við hana og hefur aldrei talað við manneskju með slæðu,“ sagði hann. „Þetta get- ur ekki og má ekki snúast um að koma sökinni á ákveðinn hóp, heldur að við þurfum öll að axla ábyrgð.“ Í Kóraninum er fjallað um klæða- burð og sagt að fólk skuli klæðast af hógværð. Þetta hefur verið túlkað sem svo að karlar skuli hylja líkam- ann frá hnjám og upp fyrir nafla, en konur eigi að hylja allt nema hendur, fætur og andlit. Íslamskir fræði- menn hafa hins vegar deilt um þetta og hefur verið gerður greinarmunur á að hylja hár og háls með slæðu (hi- jab) og hylja andlitið þannig að rétt sjáist í augun (eða bera jafnvel gagn- sætt efni fyrir augum) og bera hanska á höndum (niqab). Í ummæl- um sínum á Straw við niqab. Einnig eru til frjálslegri túlkanir á Kór- aninum, þess efnis að konur þurfi ekki að hylja höfuð sitt, svo fremi að þær gæti hógværðar í klæðaburði. Deilur um hvort múslímskar kon- ur eigi að bera slæður eru ekki nýj- ar. Bann við slæðum í Tyrklandi við tilteknar kringumstæður hefur vak- ið heiftarlegar deilur. Sömuleiðis blossaði upp ágreiningur um slæð- una í Frakklandi 2004 þegar áber- andi trúarleg tákn voru bönnuð í skólum. Í báðum tilfellum hafa kom- ið fram þau mótrök að það sé skerð- ing á mannréttindum að banna fólki að klæða sig eins og það vill. Slæðan hefur einnig verið sögð tákn feðra- veldisins meðal múslíma og merki um kúgun kvenna af hálfu karla. Slæðudeila blossar upp í Bretlandi Jack Straw skorar á múslímskar konur að bera ekki slæðu fyrir andliti ERLENT»Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Reuters Slæðudeila Múslímskar konur með slæður fyrir andliti á gangi í Black- burn, kjördæmi Jacks Straws. Um- mæli Straws um að slæður fyrir andliti séu til marks um aðskilnað og geti raskað jafnvægi í samfélag- inu hafa vakið deilur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.