Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 72
72 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • Bréfsími 552 9814 • www.rannis.is Fjárhagsreglur 7. rannsóknaáætlunarinnar • Breytingar frá 6. rannsóknaáætluninni • 75% styrkhlutfall háskóla og smærri fyrirtækja (SME) • Útreikningar samreksturs (overhead) • Kostnaður við fasta starfsmenn • Viðurkenndur kostnaður • Öndvegisnet (Networks of Excellence) N Á M S K E I Ð H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Fjárhags- og uppgjörsreglur í 7. rannsóknaáætlun ESB Námskeiðið fer fram kl. 9.00-16.00 í stofu 131B í Háskólanum í Reykjavík að Ofanleiti 2. Þátttakendur skulu skrá sig hjá Ásu Hreggviðsdóttur á netfanginu asa@rannis.is fyrir kl. 16.00 föstudaginn 20. október. Námskeiðsgjaldið er kr. 25.000 en innifalin í því eru námskeiðsgögn, hádegisverður og kaffiveitingar. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Innri skráning kostnaðar • Tímaskýrslur • Skráning annars kostnaðar Uppgjörsreglur • Verkefnaskýrslur • Skýrslur verkefnisstjóra • Endurskoðunarskýrslur Efni námskeiðsins: Þriðjudaginn 24. október mun RANNÍS í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið EFPConsulting standa fyrir námskeiði um fjárhags- og uppgjörsreglur í rannsóknaverkefnum 7. rannsóknaáætlunar ESB. Áætlunin gengur í gildi um áramótin og reglurnar munu taka töluverðum breytingum frá því sem verið hefur í 6. rannsóknaáætluninni. V erð að segja, að ég hafði nokkurn fróðleik og drjúga ánægju af að rifja upp sögu Listamannaskálans gamla við hlið Alþingishússins, þótt stundum væri hún blendin. Einfaldlega rifjaðist svo margt upp frá þessum árum þegar ég var að stíga mín fyrstu skref á listabraut- inni, sem og af fjölda viðburða í skálanum. Hitt olli mér von- brigðum hve erfitt reynist að nálg- ast traustar heimildir um sögu hans því hún hefur enn ekki verið skrifuð og sjálfur er ég ekki mikill heimildarmaður um sjötta áratug- inn vegna þess að meginhluta hans var ég við nám og störf erlendis. Varð þó meira en var við þegar ég sýndi þar fyrst vorið 1955, að sitthvað hafði gengið á innan veggja hans. Óhreinindi, göt og stórir naglar eftir tombólur á veggjum, og þá ekki um annað að ræða en að hengja myndverkin þar yfir sem var frumlegur háttur í þeirri grein. Verra að helst mátti ekki hrófla við neinu né gera við og fékk Guðmundur Guðmundsson (Erró) tiltal fyrir ýmsar bráðnauð- synlegar lagfæringar innan hans á frumraun sinni tveim árum seinna, í báðum tilvikum var nefnilega um svo til óþekktar listspírur að ræða. Kjarval hins vegar mærður í há- stert er hann lét mála innviðina alla og loka götum á þiljum ásamt færanlegum útveggjum í tilefni sýningar sem hann hélt í kjölfarið, hér komið lögmálið um Jón og séra Jón. Hann lét þar næst svo um mælt að þetta væri besti lista- skáli á Norðurlöndum og nátt- úruljósið í honum himneskt. Full- sterkt til orða tekið í fyrra fallinu, hins vegar mikið rétt að birtan var á heimsmælikvarða, til viðbótar ókeypis svo lengi sem ekki þurfti að notast við rafmagnsljós. Þá er ekki ónýtt að geta þess að skálinn var opin fá 10–22 daglega, eða frá tíu til tíu eins og það var orðað í daglegu tali, til viðbótar var að- gangseyrir hálfu hærri en í kvik- myndahúsin og að ég best veit gerðu gestir engar athugasemdir þar um. Hvað frábært birtuflæðiðsnertir er til umhugs-unar að seinni tímaarkitektar tóku það ekki til fyrirmyndar og árangurinn helstur höfuðverkur í nær hverjum einasta sýningarsal í höfuðborg- inni. Ekki farið eftir þeirri fornu reglu að jafnasta birtan kemur að ofan eða úr norðri og forðast skuli sólarljós á listaverk sem er villandi innan dyra auk þess að geislunin vinnur á viðkvæmum efnum, eink- um teikningum og vatnslitamynd- um. Þá hallast flestir listamenn að náttúrubirtu nema að sjálfsögðu í þeim tilvikum að sértæk og bein lýsing sé hluti myndverksins. Þessu og fleiru þurfa menn að gera sér grein fyrir þegar þeir fara á vettvang samanburðarfræð- innar, einkum á tímum er allt þarf helst að gerast fyrirhafnarlaust og aðgangur yfirleitt ókeypis á sýn- ingar og söfn. Gerendur standa ekki endi-lega að þeim í einu ogöllu, nema í undantekn-ingartilfellum, mun frek- ar svonefndir sýningarstjórar og framkvæmdirnar styrktar af fyr- irtækjum. Má alveg halda fram að myndlistarmennirnir sjálfir séu komnir góða leið með að verða peðið í leiknum, ímynd sem aðrir búa til og markaðssetja, nokkurs konar firmamerki þeirra sem að baki standa. Myndlistin er ekki lengur sértæk athöfn þagnarinnar, heldur er hljóðið, leikurinn, rýmið, myndbandið og sjóið ásamt mörgu fleiru til hliðar orðin gildur þáttur hennar. Þögult eintal skoðandans við myndheiminn fyrir framan sig, að sjá og upplifa samkvæmt eigin skynheimi ekki lengur mál mál- anna, heldur skal honum kennt að horfa rétt að hætti viðtekinna gilda og stefnumarka hverju sinni, frumleikinn tekið kúvendingu og meginveigurinn að vera „trendy“, falla inn í hóp hinna innvígðu. Það má vera deginum ljósara, að fáar og strjálar sýningar eru meiri staðbundinn viðburður en margar, þannig nutu sýningarviðburðir fyrri ára mun meiri athygli fjöl- miðla en síbylja dagsins. Langt síðan ég varaði við stigmagnandi sýningaflóði í okkar litla samfélagi, framboðið löngu hámarkað sig með öllum þeim afleiðingum sem fylgja. Meðal annars minni aðsókn og að mikilsháttar sýningum hættir til að verða undir vegna þess að fjöl- miðlar eru starfi sínu ekki vaxnir, pólitík, vinavæðing, hörð markaðs- setning, sambönd og tilviljanir ráða iðulega ferðinni í stað hlut- lægs mats, þekking og yfirsýn á reiki. Hvernig mátti það vera, að eina sýningin sem enn hefur verið sett upp í tilefni þess að hundrað ár voru frá fæðingu Þorvaldar Skúla- sonar 30. apríl, naut varla meiri athygli fjölmiðla en til að mynda listnema rennblautra á bak við bæði eyrun, vilja kannski ein- hverjir upplýsa mig hvar slíkt geti gerst á Norðurlöndum? Er nokkur furða þótt fjöldi fólks hafi gefist upp á að fylgjast með og hætt að láta sjá sig á sýningum og að allt að 80–90% sýningargesta mæta á opnanir, en hin 10–20 % dreifast yfir sýningartímabilið. Víða eru opnanir sýninga skilgreindar sem fernisering, en orðið vísar til þess að um undirlag er að ræða, upphaf verks. Fyrst, og gerist í sumum tilvikum ennþá, var borinn fernis á vegg eða hlut sem skyldi málaður, síðan grunnmálning og loks olíu- málning eða lakk. Þessu virðist hafa verið snúið við hér á hjara veraldar hvað myndlist snertir, einkum hvað salon list dagsins snertir sem ber nafnið „sam- tímalist“ en er ekkert annað en sértækur og handstýrður geiri nú- lista. Opnanir að viðstöddum stór- mennum þjóðarinnar og mýgrút af fólki sem annars stígur ekki fæti inn fyrir dyr sýningarsala og lista- safna frekar en ateistinn inn í guðshús. Eins og þeir eiga að vitasem lært hafa und-irstöðuatriði myndlistar,er grunnurinn, þ.e. und- irlagið, mikilvægasti þátturinn varðandi varanleika listaverks, síð- ur fínir penslar og ljósekta litir, nema að sett sé samasemmerki við hágæða gleraugu og lestrarfærni. Og frumleikinn verður síður staðl- aður, saltaður, settur í pækil né kenndur í skólum, hann einfald- lega kemur ef gerandinn hefur neistann í sér, hann er ávöxtur metnaðar og rökréttra vinnu- bragða. Frumleiki er uppfinning, birtingarmynd hans er svo að upp- götva eitthvað sem áður var ekki til eða ósannað; Edison fann upp ljósaperuna, Alexander Graham Bell símann og Einstein uppgötv- aði lögmál afstæðis. En þeir lærðu þetta ekki í skóla heldur að eigin frumkvæði, fetuðu einstigi en ekki breiðgötur né hraðbrautir, af sömu rótum eru öll frjó spor fram á við í listum. Þá hefur magn lítið með gæði að gera, getur allt eins verið þver- öfugt, hér gilda allt önnur og af- stæð lögmál, en stundum má orða það svo að gæði helgi magn. Magn listsýninga og listviðburða hefur ekkert með gæði að gera, en ef eitthvað stendur upp úr ber skylda til að halda því fram, jafnréttislög- málið gildir hér ekki og ei heldur misskilið lýðræði, enginn óskar til að mynda eftir eintómum jafnt- eflum í skák eða fótbolta. Heldur ekki mögulegt að draga slíkar at- hafnir niður á svið pólitískra skoð- ana, hér ekkert sem heitir alræði múgsins né fjármagnsins. En hverjar sem athafn-irnar nú einu sinni eru,þarfnast þær virks bak-lands í formi uppörv- unar og skilyrða til döngunar, myndlistin ekki síður en aðrar list- greinar. Og þá er spurningin hvort metnaðurinn að baki lista- mannaskálans gamla hafi skilað sér til nýrri tíma og það sem átti að koma í stað hans sé samkvæmt væntingum listamanna. Þá kemur því miður í ljós að nýja byggingin að Klömbrum var rétt fullgerð er upp hófust grimmilegar deilur sem áttu sér pólitískar rætur og þeir háværastir sem ekkert komu að framkvæmdunum, vildu einungis hagnýta þær sjálfum sér, félögum sínum og skoðanabræðrum til fremdar og fulltingis. Þetta vill ske þegar ekki er gengið frá málum á tryggilegan hátt, allt samvisku- samlega bókað og skjalfest, og ríða þá púkar röftum. Að þessu hef ég nokkrum sinnum vikið, var sjálfur í miðri orrahríðinni og reyndi að bjarga því sem bjargað varð. En það er langt mál sem ég endurtek ekki hér, en dæmið lýsandi um eyðileggingarmátt þröngra, eins- leitra og tilbúinna skoðana þegar um listir er að ræða, sundrar og vekur upp sár og illindi. Fast hefur verið sótt að mál- verkinu á undanförnum árum og lokað á marga gróna iðkendur þess, jafnvel landsþekkta listmenn sem eiga tugi mynda á hérlendum söfnum. Ljósvaka- og fjölmiðlar eru sekir um að hafa tekið þátt í þeim ljóta leik að viðbættu mein- legu andvaraleysi og sofandahætti. Engu virðist skipta þótt verk við- komandi hafi ratað í eigu einka- aðila, fyrirtækja, safna og einka- safna víða um heim, dægurflugan blífur. Að öllu samanlögðu fylgir drjúg- ur þungi þeirri spurningu úr hlaði; hvort þetta sé réttlætanlegt og að opinberir aðilar sætti sig við þau öfugsnúnu stefnumörk, einmitt núna þegar algjör viðsnúningur málverkinu til vegsemdar hefur átt sér stað utan landsteina? Mín bjargfasta sannfæring er að myndlistin standi fyrir sínu, hrein og bein, að hún eigi sig sjálf, hún sé birtingarmynd lífsþorstans og í bland við uppruna vitundarinnar. Jafnframt að skapandi kenndir verði aldrei dregnar í pólitíska dilka, ekki frekar en andrúmið allt um kring né furður himinsins. Meira af baklandi Morgunblaðið/Þorkell Kjarvalsstaðir Nýr listamannaskáli eða griðastaður handstýringaráráttu myndlistar? Hefur hvorki aðdráttarafl fyrir rismikinn og myndrænan arkitektúr né frjósamt listalíf. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.