Morgunblaðið - 08.10.2006, Side 78

Morgunblaðið - 08.10.2006, Side 78
78 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Tannréttingar Hef hafið störf við tannréttingar á tannlæknastofunum Snorrabraut 29, 105 Reykjavík Tímapantanir í síma 588 6622 Flatahrauni 5a, 220 Hafnarfjörður Tímapantanir í síma 895 5622 Sigrún Jónsdóttir tannlæknir Sérgrein: Tannréttingar Heilsusetur Þórgunnu • Egilsgötu 30 • 101 Reykjavík HÓMÓPATIA NK. LAUGARDAG 14. OKTÓBER 2006 FRÁ KL. 10-15 Á HEILSUSETRI ÞÓRGUNNU Hómópatarnir Þórgunna Þórarinsdóttir LCPH FÍS og Ingibjörg Karlsdóttir LCPH FÍS skyggnast með ykkur inn í heim hómópatíunnar og kenna ykkur að nota áhrifaríkar og skaðlausar „remedíur“ við algengum kvillum og álagi. Leitaðu mildari og öruggari heilsulausna fyrir þig og fjölskylduna. Sjá heilsusetur.is og upplýsingar og innritun í símum 896 9653 og 863 6394. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG ER TILBÚINN FYRIR MIKILVÆGA STEFNUMÓTIÐ ÞAÐ ER EKKERT MIKILVÆGT STEFNUMÓT! JÁ, ORÐIÐ „MIKILVÆGT“ KOM UPP UM ÞIG KALLI, EFTIR AÐ ÞÚ EIGN- AÐIST LITLA SYSTUR ÞÁ HEF ÉG VERIÐ AÐ HUGSA... FYRST SÉR MAÐUR UNGT, ÁSTFANGIÐ PAR SEM BÝR EITT... SÍÐAN EIGNAST ÞAU BARN... SVO ANNAÐ... OG ANNAÐ... OG SÍÐAN VERÐUR HÚSIÐ FULLT AF KRÖKKUM! ÉG SKIL HVAÐ ÞÚ ERT AÐ MEINA... ÞAU ER TIL DÆMIS AÐ SAFNA GÖMLUM TÍMARITUM HELGA, ÉG ER KOMINN HEIM ÚR FERÐINNI MINNI UMHVERFIS HEIMINN EITTHVAÐ NÝTT AÐ FRÉTTA? TVEIR KÁLFAR, ÞRÍR HVOLPAR, FIMM KETTLINGAR OG HEILL HELLINGUR AF LÖMBUM. SÍÐAN KEYPTI ÉG MÉR NÝJA SKÓ, NÝJAN STÓL OG NÝTT ÞAK! ÉG VISSI EKKI AÐ ÉG HEFÐI VERIÐ SVONA LENGI Í BURTU ER ÞAÐ BARA ÉG EÐA... ÞAÐ ERT BARA ÞÚ LEYFÐU MÉR AÐ MINNSTA KOSTI AÐ SPYRJA SPURNINGARINNAR VEISTU HVAÐ KIDDA SAGÐI MÉR? HÚN SAGÐI AÐ HÚN VÆRI FEIT FEIT? HVAÐA VIT- LEYSA! HVERNIG GETUR HENNI FUNDIST ÞAÐ? HVAÐAN FÆR HÚN ÞESSAR FÁRÁNLEGU HUGMYNDIR ...OG LOSAÐU ÞIG VIÐ AUKAKÍLÓIN MEÐ HJÁLP FRÁ ULTRA SLIM 3000... DYRNAR AF BÚNINGSKLEFA NASHYRNINGSINS ERU LÆSTAR EN ÉG GET EKKI LÁTIÐ ÞAÐ STÖÐVA MIG ENGINN HÉR HVAÐ KOM EIGINLEGA FYRIR FANGANN? ÉG TRÚI EKKI AÐ ÞÚ VITIR EITTHVAÐ LEYNDARMÁL ALLT Í LAGI! ÉG VEIT EKKI NEITT JÚ, ÞÚ HLÝTUR AÐ VITA EITTHVAÐ! SEGÐU MÉR! ÞÚ VERÐUR AÐ SEGJA MÉR HVAÐ ÞAÐ ER! NEI! AF HVERJU VILTU EKKI SEGJA MÉR? ÞAÐ ER UM ÞIG GERÐU ÞAÐ! SEGÐU MÉR! SEGÐU MÉR! ÞÚ VERÐUR AÐ SEGJA MÉR!! ÉG HEF SAGT OF MIKIÐ Mannfræðifélag Íslandsstendur fyrir fyrirlestrinæstkomandi þriðju-dag, 10. október kl. 20, í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar í JL-húsinu. Þar mun Anna Karls- dóttir, lektor í mannvistarlandfræði og ferðamálafræði við Háskóla Ís- lands flytja erindið „Tvístígandi kon- ur á tímum atvinnuháttabreytinga á Austurlandi.“ „Ég mun segja frá al- þjóðlegri norðurheimskautsráðs- rannsókn, þeim félagshagrænu breytingum og kynslóðabreytingum sem eru að verða á litlum veiði- mannasamfélögum norðursins, sem í tilviki Íslands eru útvegsbyggð- irnar,“ útskýrir Anna. „Áhugi vakn- aði hjá mér að skoða fiskveiðiþorp Austur-Íslands sérstaklega og sjá hvernig breytingar í sjávarútvegi snerta konur þar um slóðir, en þar eru að verða breytingar á áherslu í auðlindanýtingu og meginuppistaða atvinnulífsins að færast frá sjávar- útvegi og landbúnaði yfir í iðnað og þjónustu. Anna segir fiskvinnslu á Íslandi verða í auknum mæli óöruggan starfsvettvang: „Með sameiningu stærri fyrirtækja og hagræðingu vill það gerast að starfsstöðvum sé lok- að. Slíkar breytingar virðast einkum snerta konur og langaði mig að skoða hvernig framtíðarsýn þeirra væri varðandi atvinnumál.“ Rannsóknin fór fram með þeim hætti að gerð var samantekt á starfandi sjávarútvegs- fyrirtækjum, á svæðinu frá Djúpa- vogi og norður til Vopnafjarðar: „Okkur langaði meðal annars að reyna að fá sem skýrasta mynd af landfræðilegum áhrifum stórfram- kvæmda í landshlutanum og t.d. hver þátttaka kvenna væri í störfum í ál- iðnaði eða afleiddum störfum,“ segir Anna. „Hjá fyrirtækjunum fengum við upplýsingar um þær konur sem hjá þeim starfa og úr þeim hópi völd- um við einstaklinga til að eiga viðtöl við. Við vorum fyrst og fremst að leita að konum sem höfðu rætur á Austfjörðum, en eru ekki tímabundið vinnuafl, og miðuðum við að ræða við 2–3 konur á hverjum vinnustað eftir því sem kostur var“. Í viðtölunum var rætt við þátttakendur um starfs- aðstæður og möguleika, um starfs- reynslu þeirra og upplifun af breyt- ingum á stöðunum: „Við reyndum líka að fá þær til að reyna að draga upp mynd af framtíðinni: að hversu miklu leyti konurnar, sem við var rætt, áttu von á að breytingarnar á svæðinu myndu snerta börnin þeirra.“ Anna leggur á það áherslu að úrvinnslu upplýsinga úr rann- sókninni er ekki að fullu lokið en þó má þegar fullyrða um áhugaverðar niðurstöður: „Það kom mér einna helst á óvart að almennt var lítill áhugi meðal þeirra kvenna sem við var rætt að hefja störf á nýju sviði. Þetta áhugaleysi helgaðist ekki af því að tækifærin skorti heldur virtist mestu skipta að vinnutilhögunin er mun sveigjanlegri í fiskiðnaði en í öðrum störfum á svæðinu, sem gerir þeim um leið kleift að vera til taks ef eitthvað kæmi upp á innan fjölskyld- unnar,“ segir Anna. „Einnig virtust samgöngur vera vandamál, enda oft á tíðum ekki auðvelt að ferðast milli héraða, en konunum virtist erfiðara en körlunum að t.d. fara að heiman í lengri tíma til vinnubúða. Það eru því einkum samgöngumál og fjölskyldu- hagir kvenna sem hefta möguleika þeirra á að skipta um atvinnuvett- vang.“ Fyrirlestur | Anna Karlsdóttir heldur fyrir- lestur í ReykjavíkurAkademíu á þriðjudag Áhrif atvinnu- breytinga  Anna Karls- dóttir fæddist í Reykjavík 1968. Hún lauk stúd- entsprófi frá MH 1988 og Cand.- Sc.Soc. í landa- fræði og opin- berri stjórnsýslu frá Hróarskeldu- háskóla 1996. Anna starfaði við kennslu og rannsóknir við Hróars- kelduháskóla og Háskólann í Guelph í Kanada, var lektor við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri og hefur frá árinu 2002 verið lektor við HÍ. Anna á tvo syni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.