Morgunblaðið - 08.10.2006, Side 44
44 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
10. október 1976: „Vera má,
að almenningur eigi erfitt
með að skilja, að batnandi ytri
skilyrði geta ekki strax komið
fram í hærri launum og betri
lífskjörum heima fyrir. En við
verðum að hafa það hugfast,
að á undanförnum erfiðleika-
árum höfum við ekki skert
lífskjör okkar jafnmikið og
nauðsynlegt var í raun og
veru. Þess í stað höfum við
fleytt okkur yfir erfiðleikana
með aukinni skuldasöfnun.
Nú verðum við að greiða
þessar skuldir áður en við
getum notið betri lífskjara.
Að þessu leyti er þjóðarbúið
statt í sömu sporum og fjöl-
skylda, sem verður fyrir því,
að tekjur hennar lækka
snögglega um sinn. Hún hef-
ur ekki tekjur til þess að
standa undir sömu lífskjörum
og áður. Þá á hún um tvo kosti
að velja. Annar er sá að lækka
lífskjarastig sitt til samræmis
við minni tekjur. Hinn er sá
að auka skuldir sína meðan
erfiðleikarnir ganga yfir en
búa við óbreytt lífskjör.“
. . . . . . . . . .
12. október 1986: „Í þeim
mikla hraða, sem óhjá-
kvæmilegur var til að und-
irbúa komu leiðtoganna hing-
að til lands sem best, kom upp
misskilningur um afstöðu ís-
lenskra stjórnvalda til málefna
gyðinga. Það hefði verið í
ósamræmi við hefðbundna
virðingu Íslendinga fyrir rétti
einstaklingsins, ef fulltrúum
gyðinga hefði verið meinað að
koma til landsins í því skyni að
kynna málstað sinn. Lyktir
þessara mála urðu farsælar og
í Morgunblaðinu í gær er haft
eftir Morris B. Abram, for-
ystumanni bandarískra gyð-
ingasamtaka, að samtökin eigi
ekki í útistöðum við íslensk
stjórnvöld, enda hafi Íslend-
ingar ætíð reynst gyðingum
vel.“
. . . . . . . . . .
13. október 1996: „Svo skýr
skilaboð Hæstaréttar til Al-
þingis og stjórnvalda eru
fagnaðarefni, því hvers kyns
afskipti ríkisvaldsins af at-
vinnulífinu, oft að kröfu
hagsmunaðila í þjóðfélaginu,
hafa lengi viljað loða við og
eru löngu úrelt. Opinber af-
skipti af útflutningi fersk-
fisks höfðu þann tilgang að
tryggja fiskvinnslunni hrá-
efni og auka atvinnu í land-
inu. En í leiðinni var stjórn
Aflamiðlunar, hags-
munaaðilum, falið að úthluta
opinberum útflutnings-
leyfum og grípa þannig inn í
rekstrarumhverfi útgerð-
arfyrirtækjanna. Þá var
þetta í raun leið til að reyna
að tryggja sem hæst verð á
erlendum fiskmörkuðum.
Slíkar aðferðir eru gjör-
samlega úr takt við þróun
verzlunarfrelsisins í heim-
inum síðustu árin og sem Ís-
lendingar hafa barizt hart
fyrir.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
H
rafntinnumálið sýnir í hvers konar
vanda við erum komin í umhverf-
ismálum. Á forsíðu Morgunblaðs-
ins í gær, föstudag, birtist frétt
þess efnis, að sótt hefðu verið 50
tonn af hrafntinnu í Hrafntinnu-
sker til þess að nota vegna viðgerða á klæðningu
Þjóðleikhússins.
Í fréttinni segir m.a.: „Síðustu tvær helgar hafa
verið tekin um 50 tonn af hrafntinnu úr Hrafn-
tinnuskeri en hún verður notuð til viðgerða á
klæðningu Þjóðleikhússins. Efnið er tekið innan
friðlandsins að Fjallabaki, sem friðlýst var
1979. […] Þegar Þjóðleikhúsið var byggt tók hönn-
uður hússins, Guðjón Samúelsson, húsameistari
ríkisins, ákvörðun um að klæða það að utan með
blöndu af hrafntinnu og silfurbergi. Nú standa yfir
viðamiklar endurbætur á leikhúsinu og hefur Um-
hverfisstofnun veitt heimild til að taka hrafntinnu
úr Hrafntinnuskeri og silfurberg á Breiðdalsvík.“
Síðan segir í frétt Morgunblaðsins: „Í leyfi Um-
hverfisstofnunar um efnistöku úr Hrafntinnuskeri
segir að stofnunin telji „Þjóðleikhúsið vera mik-
ilvægan hluta af menningararfi þjóðarinnar og tel-
ur eðlilegt að við viðgerð á húsinu sé reynt að færa
það í sem upprunalegast horf“.
Stofnunin bendir jafnframt á að hrafntinna í
hæsta gæðaflokki sé „fágæt bæði á landsvísu og
heimsvísu og náttúruverndargildi hennar hátt af
þeim sökum“. Ekki sé hægt að gera ráð fyrir að
hægt verði að taka hrafntinnu úr Hrafntinnuskeri í
framtíðinni. Niðurstaða mælingar, sem gerð var,
bendir til að á 8 hektara svæði í Hrafntinnuskeri
séu um 400 tonn af hrafntinnu.“
Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, birtist grein
eftir Hjörleif Guttormsson, fyrrum ráðherra og al-
þingismann, þar sem hann segir: „Með undrun og
trega horfir maður á vinnubrögð Þjóðleikhússins
og Umhverfisstofnunar í tengslum við löngu tíma-
bært viðhald á ytra byrði leikhússins […] Hvorki
Þjóðleikhús né Umhverfisstofnun gerðu opinber-
lega grein fyrir því hvað væri í bígerð og Umhverf-
isstofnun steinþagði um umrædda leyfisveitingu.
Því er borið við, að Þjóðleikhúsið sé mikilvægur
hluti af menningararfi þjóðarinnar. Ekki verður
um það deilt, en hvað um steindir, fágætar á heims-
vísu? Maður drúpir höfði af skömm yfir slíku fram-
ferði í skjóli myrkurs. Skyldi einhverjum detta í
hug að flóðlýsa leikhús þjóðarinnar að verki loknu
til að minna á þennan harmleik?“
Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, kemur einnig
fram, að Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra hafi
ekki verið kunnugt um þessa efnistöku. Ráð-
herrann segir í samtali við Morgunblaðið, að „það
hljóti að vera umhugsunarefni hvort halda eigi
áfram að sækja hrafntinnu til viðgerða á Þjóðleik-
húsinu, þegar næst þurfi að gera við klæðninguna á
því.“
Ganga má út frá því sem vísu, að Hjörleifur
Guttormsson sé ekki einn um þá skoðun, sem hann
lýsir í tilvitnaðri grein og nokkuð ljóst, að hrafn-
tinnan frá Hrafntinnuskeri vekur ekki síður sterk-
ar tilfinningar en ýmislegt annað, sem varðar um-
hverfismál.
Það er svo önnur saga, að Þjóðleikhúsið sem
slíkt er þjóðargersemi og umgengni þjóðarinnar
um þá þjóðargersemi hefur ekki alltaf verið sem
skyldi. Má í því sambandi minna á, að höfundar-
verki Guðjóns Samúelssonar var misþyrmt, þegar
breytingar voru gerðar á sal Þjóðleikhússins án
þess að teljandi mótmæli kæmu fram. Það voru
örfáir einstaklingar og Morgunblaðið, sem mót-
mæltu þeirri gerð.
En hrafntinnumálið sýnir engu að síður að við
höfum ekki náð tökum á málum sem þessu, þrátt
fyrir nýlega löggjöf. Hvers vegna var ekki skýrt
frá því opinberlega hvað til stæði? Var ætlunin að
koma í veg fyrir opinberar umræður um málið? Og
ef svo var, af hverju máttu þær ekki fara fram? Eru
þeir til enn í dag, sem telja að hægt sé að koma í
veg fyrir opinberar umræður um mál í lýðfrjálsu
landi?
„Bardagi“?
Í
ljósvakamiðlum í gær, föstudag, var haft
eftir Ómari Ragnarssyni að nýr „bardagi“
væri að hefjast í Skagafirði vegna virkjana-
áforma þar. Nú skal ósagt látið, hvort rétt
er eftir haft. En er það eftirsóknarvert að
nýr „bardagi“ hefjist í Skagafirði um virkj-
un þar? Er yfirleitt eftirsóknarvert að „bardagar“
standi yfir í þessu landi um eitt og annað? Það get-
ur varla verið, að landsmenn hafi einhvern sér-
stakan áhuga á því. Meira vit er í að finna þessum
ágreiningsmálum þann farveg, að ákvarðanir séu
að lokum teknar með eins lýðræðislegum hætti og
mögulegt er.
Hugmyndir um virkjun í Skagafirði sýna, að af-
staða til þessara mála fer ekki eftir flokkslínum.
Það eru fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylk-
ingar í sveitarstjórn Skagafjarðar sem hafa ýtt
málinu áfram en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og
Vinstri grænna eru því andvígir. Þetta yrði sér-
kennilegur „bardagi“. Og vafalaust þætti forystu-
mönnum Samfylkingar í Reykjavík eftirsóknarvert
að taka þátt í honum á sama tíma og þeir leggja til
frestun á öllum slíkum framkvæmdum annars
staðar.
Það eru fleiri ágreiningsefni á ferðinni af þessu
tagi. Að því kemur að taka þarf ákvörðun um álver
við Húsavík og jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum
– álver í Helguvík og stækkun álvers í Straumsvík.
Síðastnefnda álverið var byggt af Svissneska ál-
félaginu en síðan keypti Alcan það fyrirtæki. Fyrir
nokkrum dögum birtist frétt í Wall Street Journal
þess efnis, að hugsanlegt væri að rússneska ál-
félagið Rusal hefði áhuga á að kaupa Alcan. Er Ru-
sal eftirsóknarverður samstarfsaðili okkar Íslend-
inga? Svo virðist sem viðskiptahættir í Rússlandi
séu enn með þeim hætti að ekki sé fýsilegt að
tengjast þeim um of. Þar er enn verið að drepa fólk
vegna viðskiptahagsmuna.
Eftir þá reynslu sem við höfum fengið af deil-
unum um Kárahnjúkavirkjun er ekkert vit í að
taka frekari ákvarðanir um virkjanir og aðrar stór-
framkvæmdir án þess að þjóðin sjálf taki þær
ákvarðanir í beinni kosningu.
Eftir á að hyggja hefði verið skynsamlegt að
gera það varðandi Kárahnjúkavirkjun. Og þrátt
fyrir hávær mótmæli nú er allt eins líklegt að virkj-
unin hefði verið samþykkt í slíkri atkvæðagreiðslu
á þeim tíma þegar ákvarðanir voru teknar um
hana.
Nú þarf að taka af skarið í þessum efnum. Lík-
legt má telja, að bæjarstjórn Hafnarfjarðar standi
fyrst allra frammi fyrir þessari ákvörðun og lítið vit
í öðru fyrir Hafnfirðinga en efna til slíkrar at-
kvæðagreiðslu um stækkun álversins í Straumsvík.
Álverið er að lenda inni í bænum. Ekki vegna
ákvarðana, sem forráðamenn álversins hafa tekið
heldur vegna ákvarðana, sem bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar hefur tekið um þróun byggðarinnar þar.
Það er sjálfsagt og eðlilegt að íbúar Hafnarfjarð-
arbæjar taki þessar ákvarðanir sjálfir í beinni og
lýðræðislegri kosningu. Eftir að slík ákvörðun hef-
ur verið tekin, á hvorn veginn sem hún fellur, er
ekki hægt að halda áfram deilum um málið.
Þegar horft er til Hellisheiðarvirkjunar og
þeirra miklu framkvæmda, sem þar standa yfir, er
auðvitað augljóst að ákvörðun um þá virkjun hefði
Laugardagur 7. október
Reykjavíkur
NÝ MYND AF BUSH
Mannfallinu linnir ekki í Írak. Ígær birtist í Morgunblaðinufrétt um að allt að fjögur
þúsund íraskir lögregluþjónar hefðu
verið myrtir og átta þúsund særst í
árásum síðan í september 2004.
Bandaríkjamenn eru að reyna að
draga úr ofbeldinu í landinu, en það
gengur treglega. Er stefnt að því að
lögreglan geti tekið alfarið að sér um-
sjón öryggismála í Bagdað og Banda-
ríkjamenn geti þá farið að huga að því
að tryggja öryggi annars staðar í
landinu þannig að hægt verði að hefja
undirbúning þess að Bandaríkjaher
verði kvaddur brott frá Írak. Meðal
annars sjá Bandaríkjamenn um að
þjálfa lögreglu, en í garð hennar ríkir
ákveðin tortryggni. Hefur lögreglan
verið gagnrýnd fyrir tengsl við
herskáa flokka og dauðasveitir.
Það virðist langt í land að tryggja
megi öryggi í Írak. Bara á fimmtudag
fundust lík 35 manna, sem ekki var
hægt að bera kennsl á. Á líkunum
mátti í flestum tilfellum sjá ummerki
um pyntingar. Fórnarlömb höfðu ver-
ið bundin og skotin í höfuðið. Á
fimmtudag fannst einnig sundurskot-
ið lík eina þingmanns íslamska flokks
Kúrda á íraska þinginu.
Herseta Íraks fór út af sporinu
nánast í upphafi. Með því að senda
ekki nægilegan liðsafla til að fylla upp
í það tómarúm, sem myndaðist þegar
stjórn Saddams Husseins var steypt,
sköpuðu Bandaríkjamenn forsendur
upplausnar og hefur ekki tekist að
vinda ofan af þeim mistökum síðan.
Repúblikanar eru nú uggandi
vegna stöðunnar í Írak og óánægju
bandarískra kjósenda með það
hvernig stjórn George Bush hefur
haldið á málum í Írak. Þeir óttast að
missa meirihlutann á þingi í kosning-
unum í nóvember.
Í nýrri bók eftir blaðamanninn Bob
Woodward, sem nefnist State of
Denial, er dregin upp ný mynd af
Bush. Þar er fjallað um stjórn hans
með mun gagnrýnni hætti en í fyrri
bókum hans, sem hafa verið svo hlið-
hollar forsetanum að Repúblikana-
flokkurinn hefur sérstaklega ýtt und-
ir útbreiðslu þeirra. Það er ólíklegt að
svo verði með þessa bók. Í henni segir
Woodward að í stjórn Bush hafi ríkt
glundroði og ringulreið og hún hafi
látið sem vind um eyru þjóta viðvar-
anir um að yrðu ekki sendar tugþús-
undir hermanna á vettvang til viðbót-
ar myndu Bandaríkjamenn algerlega
missa stjórn á ástandinu.
Woodward opinberar einnig að
Bush hafi á laun átt fundi með Henry
Kissinger, þjóðaröryggisráðgjafa og
utanríkisráðherra í stjórn Richards
Nixons, og þegið hjá honum ráð.
Velta menn nú fyrir sér hvaða áhrif
Kissinger hafi haft á Bush. Wood-
ward heldur því fram að Kissinger
hafi lært það af Víetnam að ekki beri
að hörfa og því komist að þeirri nið-
urstöðu um Írak að eina leiðin út sé að
brjóta uppreisnina í landinu á bak
aftur. Talsmenn Bandaríkjastjórnar
hafa reynt að gera sem minnst úr
áhrifum Kissingers og hann segist
hafa í mesta lagið komið í Hvíta húsið
á sex vikna fresti í klukkutíma eða
svo.
Í bókinni er einnig sagt frá því að
George Tenet, yfirmaður CIA,
bandarísku leyniþjónustunnar, hafi
átt fund með Condoleezzu Rice
tveimur mánuðum fyrir 11. septem-
ber 2001 og sagt að árás hryðjuverka-
manna væri yfirvofandi. Í bókinni
segir að hún hafi gert lítið úr þessum
viðvörunum. Rice segir að hún hafi
aldrei fengið svo skýra viðvörun og er
nú deilt um þær staðhæfingar, sem
fram koma í bók Woodwards.
Repúblikanar reyna að gera lítið úr
bók Woodwards og segja að þar komi
ekkert nýtt fram. Það er sennilega
rétt í grófum dráttum. Aðrir höfund-
ar hafa lýst ástandinu í Írak í þaula og
rakið gang mála á stjórnarheimilinu
hjá Bush. Efnið fær hins vegar aðra
vigt þegar Woodward á í hlut, ekki
síst vegna þess hvernig hann hefur
fjallað um Bush til þessa. Woodward
hefur verið mjög áberandi í sjón-
varpsþáttum og dagblöðum eftir að
bókin kom út og því líklegt að umfjöll-
un hans hafi meiri áhrif á almenning
en skrif annarra.