Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 273. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ÞJÓÐARSÁLIN KRAFTAJÖTNAR, FEGURÐARDÍSIR, SÖNGHÓPUR OG HESTAÞJÁLFARAR >> 38 TÍMAMÓT 20 ÁR LIÐIN FRÁ FUNDINUM Í HÖFÐA SEGJA FRÆÐIMENN >> 70 Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is SKIPULAGÐRI glæpastarfsemi hefur vaxið mjög fiskur um hrygg undanfarin ár og angar hennar teygja sig hingað til lands. Þeir sem gerst þekkja til segja engan vafa á að fíkniefna- innflutningur til landsins sé liður í skipulagðri glæpastarfsemi, en eðli málsins samkvæmt er erfitt að sanna það. Lögreglumenn benda hins vegar á að öll smá- málin sem koma upp, að ógleymdum stærri málum, raðist saman í eina heildarmynd af skipulagðri glæpastarfsemi. Á nokkrum árum hefur fíkni- efnamarkaðurinn hér á landi gjörbreyst. Innflutningur er ekki lengur „einkaframtak“ fólks sem fer sjálft til útlanda, kaupir þar efni og flytur til landsins, heldur skipulagður af erlendum aðilum sem framleiða fíkniefnin, verða sér úti um burðardýr, senda þau hingað til lands og halda utan um dreifingu og sölu efnanna. Átti að stækka hóp fíkla? Á þessu ári hefur lögregla og tollgæsla náð 40–60 þúsund skömmtum af amfetamíni, fyrir utan önnur fíkniefni. „Menn hljóta að hugleiða hvað er að gerast þegar við náum 40–60 þúsund skömmtum,“ segir Jó- hann R. Benediktsson, sýslumað- ur á Keflavíkurflugvelli.„Hvað átti að gera við allt þetta efni hér? Átti að lækka verðið og ná þannig að stækka hratt hóp fíkla, með framtíðarviðskipti í huga? Það er alveg klárt að Ísland var endastöðin í þessum viðskiptum og stóð ekki til að senda fíkniefn- in til annars lands. Magnið eitt vekur óhug. Sem betur fer eru augu almennings og Alþingis að opnast fyrir nauðsyn þess að efla lögregluna og tollgæsluna til að takast á við þessa ógn.“ Gjörbreyting á fíkni- efnamarkaði á Íslandi Lögregluyfirvöld standa frammi fyrir skipulagðri glæpastarfsemi  Skipulögð | 10 Í HNOTSKURN » Tilraunir Vítisengla tilað hasla sér völl hér á landi, er til marks um skipu- lagða glæpastarfsemi. » Fram kemur í skýrslufrá Europol, að glæpa- starfsemin verði æ alþjóð- legri. ORKUVEITA Reykjavíkur (OR) hefur gert athugasemdir við mats- áætlun Landsnets vegna tenginga fyrirhugaðra jarðvarmavirkjana á Hengilssvæðinu. Um er að ræða tengingu virkjana við Ölkelduháls og í Hverahlíð við orkuverið hjá Kolviðarhóli, en þaðan verður ork- an flutt til orkukaupenda. Að sögn Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar stjórnarformanns telur Orkuveitan nauðsynlegt að sá val- kostur að leggja háspennulínur í jörð, og lágmarka með því loftlín- ur á svæðinu, verði skoðaður til jafns við aðra kosti. Sem kunnugt er undirbýr Landsnet nú framkvæmdir við fyrrgreindar háspennulínur. Nátt- úruvaktin hefur þegar lýst ein- dreginni andstöðu sinni við fyr- irhugaðar framkvæmdir Landsnets og telur að þær muni hafa mikla sjónmengun í för með sér. Náttúruvernd vill að lagðir verði jarðstrengir í stað háspennu- línanna en Landsnet hefur talið það vera of dýrt. Fram hefur kom- ið að kostnaður við að leggja há- spennulínur í jörð er talinn vera tí- falt hærri en við sambærilegar loftlínur. Kanni alla kosti OR hefur gert athugasemdir við matsáætlun Landsnets STJÓRNVÖLD í Georgíu sökuðu í gær Rússa um hafa gerst seka um „væga útgáfu af þjóðernishreinsunum“ í aðgerðum sínum gegn Georgíumönnum á síðustu dögum. Vísuðu þau til þess, að Rússar hafa sent á annað hundrað Georgíumenn úr landi og lokað fyrirtækjum í þeirra eigu í Moskvu. „Þetta er ekki aðeins útlendingahatur,“ sagði Gela Bezhuashvili, utanríkisráðherra Georgíu. „Þetta er væg útgáfa þjóðernis- hreinsana.“ Spennuna í samskiptum ríkjanna má rekja til þess, að stjórnvöld í Georgíu hand- tóku fyrir skömmu fjóra rússneska herfor- ingja fyrir meintar njósnir. Þótt mönnunum hafi verið sleppt eftir mikinn þrýsting Evrópuríkja hafa stjórn- völd í Moskvu hvatt þegna sína til að yf- irgefa Georgíu, sem þau segja ekki lengur öruggan stað fyrir þá. Aðgerðir rússneskra stjórnvalda eru sagðar koma hart niður á mörgum Georgíumönnum, sem reiða sig á peningasendingar frá ættingjum sínum sem eru við störf í Rússlandi. Reuters Reknir Georgíumenn ganga út úr flugvél eftir að hafa verið vísað frá Rússlandi. Saka Rússa um útlend- ingahatur Utanríkisráðherra Georgíu ómyrkur í máli Kaliforníu. AFP. | Melson Bacos, sjúkraliði í bandaríska sjóhernum, var á föstudag dæmdur í árs fangelsi fyrir að hafa tekið þátt í ráni á Íraka, sem síðan var skotinn til bana af hópi bandarískra hermanna. Bacos skýrði frá atvik- inu, sem átti sér stað í íraska þorpinu Hamd- ania 26. apríl sl., fyrir herrétti í Kaliforníu. Bacos er lykilvitni í málinu og vegna fram- burðar hans var tíu ára fangelsisdómur mildaður í eitt ár, eftir að hann viðurkenndi aðild að ráninu á Hashim Ibrahim Awad. Hann var sýknaður af morðákæru en enn er eftir að rétta yfir sjö hermönnum sem tóku þátt í atvikinu. Að sögn Bacos átti morðið sér þann aðdraganda að hermenn- irnir voru mjög ósáttir eftir að „þekktum hryðjuverkamanni“ var sleppt úr fangelsi. Þegar hann fannst ekki var Awad dreginn út úr húsi sínu og skotinn til bana. Dæmdur fyrir aðild að morði Bacos á leið í réttarsalinn. ♦♦♦ HAFÖRNINN Sigurörn, sem dvalist hefur í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum, fær brátt að njóta frelsis á ný en gert er ráð fyrir að honum verði sleppt innan tveggja vikna. Það mun falla í skaut bjargvættar arnarins, Sig- urbjargar S. Pétursdóttur, að sleppa honum en Sigurbjörg fann örninn grútarblautan og án allra stélfjaðra í júní við Grundarfjörð en þar verður honum sleppt aftur. Morgunblaðið/Kristinn Sigurörn brátt frjáls ferða sinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.