Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Oddný ÞóraBjörnsdóttir Regan, kölluð Naný, fæddist hinn 11. júní 1931 í Reykjavík. Hún lést á heimili dóttur sinnar í Old Lyme í Connecticut í Bandaríkjunum 6. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ágústa H. Hjartar, f. 8.8. 1898, d. 21.8. 1981, og Björn M. Björnsson, f. 9.2. 1900, d. 14.6. 1976. Oddný Þóra ólst upp í Reykjavík. Systkini hennar eru Áróra Svava, f. 17.5. 1922, Ástráður Ingimar, f. 30.4. 1923, Jónína, f. 29.10. 1925, Birna Ágústa, f. 16.9. 1927, Mar- grét, f. 25.2. 1930, d. 4.6. 1993 og Björn Helgi, f. 9.10. 1932. Oddný Þóra gift- ist 19.4. 1952 James Joseph Regan, f. 8.5. 1931, d. 6.12. 1999. Börn þeirra eru Ro- bert James Regan, f. 23.6. 1953, Patricia Ann Regan Lee, f. 5.8. 1957, og David Mark Regan, f. 5.8. 1957. Barnabörnin eru 6. Oddný Þóra fór til Bandaríkjana 1951 og bjó lengst af í Old Lyme í Con- necticut. Hún lauk gagnfræðaskólaprófi frá Ingi- marsskóla í Reykjavík, lærði hár- greiðslu í Bandaríkjunum og starf- aði lengst af við það ásamt heimilisstörfum. Oddný Þóra var jarðsungin frá Kópavogskirkju 6. október. Systir mín Oddný Þóra Björnsdótt- ir Regan, fædd 11. júní 1931, lést á heimili dóttur sinnar í Bandaríkjunum 6. júlí sl. Oddný var ávallt kölluð Naný af fjölskyldunni og vinum. Hún var næst yngst 7 systkina sem öll eru fædd og uppalin í Reykjavík og er Naný önnur úr systkinahópnum sem er látin, Mar- grét systir okkar lést árið 1993. For- eldrar okkar voru Ágústa H. Hjartar og Björn M. Björnsson. Árið 1951 fór Naný til Bandaríkj- anna, lærði þar hárgreiðslu og starf- aði við fag sitt í nokkur ár. Í Bandaríkjunum kynntist hún James Joseph Regan sem varð eig- inmaður hennar, hann var fæddur 8. maí 1931 og lést 6. desember 1999. Naný og Jim giftu sig árið 1952, þau eignuðust þrjú börn, Robert fæddur 1953 og tvíburana Patricia og David sem eru fædd 1957. Barnabörnin eru 6. Naný og Jim áttu heima á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum vega at- vinnu hans fyrir Bandaríska herinn, en lengst af bjuggu þau í Old Lyme í Connecticut fylki. Þrátt fyrir fjarlægðina var ávallt mjög gott og innilegt samband á milli okkar systra, bæði bréflega og með heimsóknum á báða bóga. Tvær syst- ur okkar, Áróra og Jónína hafa búið í Bandaríkjunum um árabil og hefur ávallt verið gott og sterkt samband milli okkar allra. Vorið 2005 heimsóttum við Naný systir okkar Áróru sem er búsett í Kaliforníu og var það ánægjulegur tími fyrir okkur allar. Jónína, sem er ekkja, bjó lengi í ná- grenni við Naný og í veikindum Jón- ínu hefur Naný reynst systur sinni stoð og stytta árum saman. Það var ávallt gott að heimsækja Naný og Jim, ætíð tekið vel á móti öll- um og allir velkomnir inn á heimil þeirra, enda hafa margir vinir og vandamenn heimsótt þau og gist hjá þeim í gegnum árin. Þrátt fyrir árin 55 í Bandaríkjunum hafði Naný ávallt sterkar taugar til Ís- lands og kom hingað eins oft og hún gat. Heilsu hennar hrakaði mikið síð- ustu mánuði. Útför hennar var gerð í Bandaríkjunum. Hennar heitasta ósk var að hún yrði jarðsett hér á landi og var hún jarðsett hinn 6. október og hvílir hún við hlið móður okkar í Gufu- neskirkjugarði. Ég sakna systur minnar mikið en er um leið þakklát fyrir okkar góða sam- band sem aldrei bar skugga á. Blessuð sé minning hennar. Birna Á. Björnsdóttir. Elsku Naný frænka, minningarnar raðast upp í huga mér núna þegar þú hefur kvatt okkur endanlega, hér á þessari jörð og verða því heimsókn- irnar ekki fleiri. Við Úlfar náðum þó að koma til þín í heimsókn hinn 21. júní sl. og þakka ég fyrir það að hafa fengið að hitta þig, kyssa og kveðja. Þú hefur alltaf verið góða og skemmtilega frænka mín í Ameríku og þegar ég var lítil stelpa þá var allt svo framandi og flott sem kom frá góðu frænkunni í stóra landinu. Ég man að í mörg ár fékk ég afmæl- iskort frá þér, þú gleymdir ekki þess- um degi og alltaf voru líka nokkrir dollarar í umslaginu. Þegar mamma fékk bréf frá þér þá vorum við Sigrún systir svo spenntar að vita hvað væri að frétta frá ykkur. Þú áttir heima svo langt í burtu að bréfin frá þér voru í mánuð á leiðinni með skipi og ekki var hægt að hringja í þig. Ég man þegar fréttirnar komu … Naný búin að eignast tvíbura, strák og stelpu. Og hvað þau voru svo sæt og mikil krútt, Pat með svo fallegt hrokkið hár og Dave með svo falleg augu, þau voru himnesk fannst mér. Og svo átti Bob, stóri strákurinn þinn, líka afmæli sama dag og ég. Ég man eftir öllum myndunum sem amma átti af ykkur og hvað við skoð- uðum þær oft og létum okkur dreyma um að vera á svona stað eins og þið áttuð heima á. Ég man líka að þegar amma fékk sendar nýjar myndir frá Ameríku, hvað það var gaman að vera með ömmu og skoða myndirnar af ykkur, alltaf svo fín og sæt öll. Ég man þegar Magga Silla og Addi fór með mömmu sinni og ömmu okkar í heimsókn til ykkar … hvað hún átti gott að fá að fara til útlanda og fá að vera hjá ykkur svona lengi og allar myndirnar sem voru teknar þá …Vá hvað allt var flott og æðislegt sem þið gerðuð. Ég man hvað ég var spennt að sjá þig þegar þið komuð heim til Íslands. Þá var ég orðin 10 ára og hafði bara séð þig á myndum. Pabbi og mamma fóru að sækja þig og þið fóruð öll beint til ömmu. Ég talaði fyrst við þig í síma og hvað mér brá að heyra röddina þína … þú varst með alveg eins rödd og mamma, bara aðeins öðruvísi hreim. Mér hafði alltaf verið sagt að þið mamma væruð líkar og sá það á myndum en vissi ekki að þið hefðuð svona svipaðan málróm. Ég man hvað það var alltaf gaman að heyra þig tala og vera nálægt þér, þú varst svo fram- andi, kát, glöð og spennandi frænka. Svo fékk ég líka að fara í ferðir og heimsóknir af því að þið voruð í heim- sókn. Það þurfti að sýna þér svo margt því það höfðu orðið svo miklar breytingar frá því þú fórst. Ég man líka þegar þið voruð að fara aftur og allir að kveðjast á Keflavík- urflugvelli, hversu mikið var grátið og hvað það var sárt að sjá á eftir ykkur. Þá hafðir þú ekki komið heim í 10 ár og enginn vissi hvenær þú kæmir mæst. Mikið hefur það verið erfitt fyr- ir ömmu að eiga þrjár dætur í Banda- ríkjunum og hitta þær með margra ára millibili. Ég man að þegar Halla systir mín var 17 ára var hún hjá þér í nokkra mánuði og fleiri frænkur á Íslandi fengu líka að vera hjá Naný frænku í nokkra mánuði og hafa þær vafalaust haft gott af því og lært ýmislegt gott og gagnlegt af þér. Ég man þegar ég kom fyrst í heim- sókn til ykkar James 1994. Við pabbi komum til ykkar ári eftir að mamma dó. Það var svo mikil upplifun að koma loks til þín og sjá heimilið ykkar í Am- eríkunni sem var þó svo íslenskt. Þið áttuð heima á svo kyrrlátum og fal- legum, gróðursælum stað, það var ekki hægt annað en að líða vel hjá þér, elsku Naný mín. Fá að njóta gestrisni þinnar og spjalla við þig í rólegheitum, kynnast fjölskyldu þinni og heim- sækja Ninnu móðursystur okkar í fyrsta sinn til Road Island. Ég man eftir svo mörgu sem þú sýndir mér þá. Allar ferðirnar sem við fórum í og allir staðirnir sem við skoð- uðum, skipið sem Jim var á og svo margt, margt fleira. Ég man þegar við, þú, Pat, pabbi og ég fórum til New York. Ég var að koma þangað í fyrsta sinn. Allt var eitthvað svo stórkostlegt og þið Pat fóruð með okkur á alla merkustu stað- ina í stórborginni en það fór ekkert á milli mála að þú varst ekkert hrifin af þessari borg. Ég man líka þegar við fórum að skoða Boston öll fjögur og þegar við þrjú vorum komin inn í lestina þá lok- uðust dyrnar og þú stóðst eftir á brautarpallinum þegar lestin brunaði í burtu. En við fórum svo út á næstu stöð og auðvitað komst þú út úr næstu lest og allir urðu glaðir. Það rifjast upp svo margt skemmti- legt þegar ég hugsa til þín elsku frænka – milliskórnir, stólinn þinn, kvöldin heima hjá þér, hvernig þú skipulagðir allt, (allt átti líka sinn stað), allar krukkurnar, blómin þín, kardinálarnir sem sungu fyrir utan eldhúsgluggann, íkornarnir og dýrin sem komu í litla lundinn til að borða hjá þér. Ég man þegar tímarnir fóru að breytast og öll samskipti urðu auð- sóttari og auðveldari. Að tala við þig í síma var ekkert mál lengur. Tölvurn- ar komu og það var hægt að senda myndir og tölvupósta á milli. Heim- sóknir í báðar áttir urðu tíðari. Þú og fjölskylda þín fóruð að koma oftar til Íslands og við fórum oftar til Con- necticut að heimsækja þig og þína, núna seinni árin komum við Úlfar þó nokkrum sinnum í heimsókn til ykkar og urðu það ógleymanlegar stundir sem við varðveitum í hug okkar og hjarta. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu þinnar og sérstaklega barna- barnanna þinna sem hafa misst mikið. Megi minning þín lifa, elsku góða Naný. Þín systurdóttir Ágústa Rut (Gústa). Móðursystir mín, Oddný Þóra (Naný) lést á heimili dóttur sinnar í Connecticut í Bandaríkjunum 6. júlí sl. eftir erfið veikindi. Naný eins og hún var alltaf kölluð var afar sterkur persónuleiki og hafði mikil áhrif á samferðafólk sitt. Hún var ákveðin, skarpgáfuð og óþreytandi við að ráð- leggja og leiðbeina börnum sínum, barnabörnum og frændsystkinum. Hún naut þess að umgangast börnin og sat ósjaldan á gólfinu með þeim í leik og sýndi þeim meiri skilning og þolinmæði en flestir aðrir. Þó Naný byggi í annarri heimsálfu, nutum ég og systkini mín, ásamt börnum okkar, mikilla samvista við hana í gegnum ár- in. Sterkt samband hélst alla tíð milli ömmu okkar, Ágústu Hjartar, sem bjó á heimili okkar um áratuga skeið, og móður okkar Birnu. Samskipti við systurnar þrjár sem mamma átti í Bandaríkjunum, símtöl, bréfasend- ingar og heimsóknir skipuðu stóran sess á heimilinu á meðan við vorum að alast upp og hafa gert æ síðan. Það leið ekki sá dagur að ekki væri minnst á „stelpurnar í Ameríku“. Naný var alltaf áberandi í umræðunni, hún var mikill Íslendingur í sér og alltaf stóð heimili hennar opið þegar ættingjarn- ir voru á ferð. Margir lögðu leið sína til hennar og eiginmanns hennar Jim, sem nú er látinn og nutu gestrisni þeirra. Börnin þeirra Bob, Pat og David kynntust því ættingjum sínum frá Íslandi vel og var það Naný mik- ilvægt að þau tengsl lifðu áfram, tengslin við upprunann, landið hennar og fjölskylduna. Hún vildi verða jarð- sett hér á landi við hlið móður sinnar. Ég vil þakka ástkærri frænku minni fyrir allt sem hún gaf mér og kenndi í gegnum árin. Börnin hennar, systurnar í Bandaríkjunum, tengda- börn og barnabörn hafa misst mikið, einnig mamma sem var í svo miklum samskiptum við systur sína og deildi með henni gleði og sorg. Ég kveð þig, elsku Naný, með sorg í hjarta en jafn- Oddný Þóra Björnsdóttir Regan ✝ SigurlaugurKristinn Jónsson fæddist á Skárastöð- um í V-Hún. 12. október 1925. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 20. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Sveinsson, f. 22. júlí 1892, d. 6. apríl 1976, og Jenný Guð- mundsdóttir, f. 12. maí1895, d. 24. júlí 1990. Systkini Krist- ins eru Sveinn, f. 2. febrúar 1921, Guðmundur Odd- geir, f. 19. mars 1922, d. 26. sept- ember 1986, Jóhanna Dagbjört, f. 28. desember 1923, Sigríður Jóna, f. 28. júlí 1928, Ingibjörg Guð- ardóttir, f. 21. nóvember 1946, maki Páll Sigurðsson, f. 9. nóv- ember 1946, búsett í Þykkvabæ. Synir þeirra eru: a) Sigurður Grét- ar, f. 3. júní 1963, búsettur í Vest- mannaeyjum, í sambúð með Unni Ragnheiði Sigurjónsdóttur, þau eiga þrjá syni. b) Björn Ingi, f. 15. janúar 1968, búsettur í Reykja- nesbæ. c) Kristinn Páll, f. 1. júní 1969, búsettur á Hellu, maki Halla Grétarsdóttir, f. 22. mars 1969, þau eiga þrjú börn. Kristinn stundaði bifreiðaakstur til margra ára, fyrst sem mjólk- urbílstjóri í Vestur-Húnavatns- sýslu, síðar leigubílstjóri í Hafn- arfirði og frá árinu 1959 ók hann fyrir Landleiðir hf. og Norðurleið og endaði síðan sinn starfsferil sem eftirlitsmaður hjá sama fyrirtæki. Útför Kristins var gerð frá Foss- vogskapellu 26. september, í kyrr- þey að ósk hins látna. munda, f. 10. desem- ber 1932, og Unn- steinn, f. 15. janúar 1939. Kona Kristins er Birna Benedikts- dóttir frá Bark- arstöðum í V-Hún., f. 3. janúar 1922. Dætur þeirra eru: 1) Stúlka Kristinsdóttir, f. 13. ágúst 1953, d. sama dag. 2) Hjördís Krist- insdóttir, f. 21. ágúst 1960, búsett í Vest- mannaeyjum, maki Haraldur Geir Hlöð- versson, f. 24. júlí 1956. Börn þeirra eru Kristinn Freyr, f. 4 febr- úar 1984, Birna, f. 14. mars 1986, og Sóley, f. 14. apríl 1996. Uppeld- isdóttir Kristins er Benný Þórð- Hinn 18. september hringir Hjördís móðir mín heim til mín, kærastinn svarar og okkur er tilkynnt að afi minn sé mikið veikur á Hrafnistu. Daginn eftir sit ég ásamt ömmu minni hjá afa stóran hluta af deginum. Daginn eftir kem ég beint eftir vinnu og sit ásamt móður minni sem hafði komið frá Vest- mannaeyjum saman dag. Þegar líða fór á daginn fór að verða þyngra yfir elsku afa mínum. Hann lést svo hinn 20. september um kvöldmatarleytið. Afi minn var hraustasti maður sem ég hef þekkt á minni stuttu lífstíð. Hann lét nú ekki aldurinn stoppa sig þegar ég og bróðir minn vorum að leika okkur út í garði, hann lék sér við okkur, hlaupandi, skríðandi eða gang- andi. Alltaf var jafn gaman þegar hann var að leika sér við okkur. Einnig var hann mikill spilamaður og hefur hann kennt manni mikið af alls konar leikj- um og var það bara hefð að þegar við komum til ömmu og afa voru spilin tekin upp og spilað þangað til að hug- urinn dreif mann annað. Börnin hans voru númer eitt tvö og þrjú, ekki man ég eftir afa nema að hann væri að athuga hvort allt væri í lagi hjá okkur og vinum okkar. Hann sendi okkur kanínunærföt svo að okk- ur yrði nú örugglega ekki kalt þegar veturinn gekk í garð, hann hlýjaði á okkur puttana og söng „Nú er úti veð- ur vott, verður allt að klessu, ekki fær hún Birna gott að gifta sig í þessu“. Afi var sko fyrsti maðurinn til þess að sjá hvort maður var búinn að fitna eða ekki og hvort hárið á manni var bú- in að síkka eða ekki og ekkert var hann að skafa af málinu heldur kom bara hreint fram og sagði sem honum fannst og finnst mér það hafa sýnt mikið hversu sterkur karakter hann var. Hann var sjálfur svo hraustur maður og labbaði hann einn upp á fjall eftir að hann var kominn á eldri árin, það er meira en margur maðurinn get- ur og þorir. En margar eru minningarnar um skemmtilegan og litríkan karakter. Ég mun muna eftir honum sem góðum manni sem þótti vænt um sína fjöl- skyldu. Blessuð sé minning þín elsku afi minn. Birna Þórsdóttir. Afi minn var góður, kenndi mér að spila og spilaði oft við mig þegar við vorum saman, hann kenndi mér margar vísur sem ég ætla að kenna mínum börnum. Ég man þegar við vorum að stríða hvort öðru og amma þurfti að sussa á okkur, við vorum alltaf svo góðir vinir og meiddum aldrei hvort annað. Ég mun sakna þess að fara ekki upp á Hrafnistu því þar var mjög skemmtilegt fólk, ég mun líka sakna afa, þessa skemmti- krafts. Ég man líka eftir einum steini sem afi sagði að byggju litlir álfar í sem pössuðu mig, þessum steini gleymi ég aldrei og ekki þér, elsku afi minn. Blessuð sé minning þín, elsku afi. Afastelpan þín, Sóley. Faðir minn hefði orðið 81 árs í þessum mánuði hefði hann lifað en hann lést á Hrafnistu 20. september sl. Það er alltaf erfitt að sætta sig við dauðann en hann birtist okkur í mörgum myndum og er ekki alltaf réttlátur. Dauðastund pabba var fal- legt augnablik og er ég afar þakklát að hafa fengið að vera í hans návist á þessum tímamótum, halda í hönd hans, strjúka fallega vangann og hvísla í eyra hans, takk, elsku pabbi, fyrir allt, sjá friðinn færast yfir, allar þrautir á bak og burt, já svona endar þetta víst allt. Pabbi greindist með Alzheimer- sjúkdóminn fyrir sex árum og var hann smátt og smátt að kveðja okkur í þessi ár og lífsgæðin minnkuðu ár frá ári. Móðir mín var honum stoð og stytta þessi erfiðu ár og ég veit að hann þakkar henni fyrir alla hjálpina og skilninginn sem hún veitti honum. En lífið var ekki alltaf erfitt, minning- arnar hrannast upp í huganum og af mörgu er að taka. Mér eru minnis- stæðar allar ferðirnar norður í Mið- fjörð, í sveitina sem honum var svo kær. Svo þegar barnabörnin fóru að fæðast í Vestmannaeyjum lágu ófáar ferðir þangað. Alltaf voru þau hjá okkur um jól og áramót. Það var hluti í jólaundirbún- ingi að taka á móti afa og ömmu í Herjólf, pabbi yfirleitt hálffölur eftir sjóferðina en mamma hin hressasta, ómetanlegur tími í minningunni. Það er svo gott að eftir standa bara góðar minningar um góðan hæglátan mann sem „kjaftaði“ aldrei af sér. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir pabba og fann að hann skynjaði vel hlutina meira en að tala um þá, við þurftum stundum ekkert að orða hlut- ina lengi við fundum þetta bara á okk- ur. Þetta er góður eiginleiki sem hann hefur gefið mér og hefur reynst mér vel í lífinu. Ég hefði viljað fá að njóta hans lengur og að hann hefði fengið að njóta lífsins lengur, sjá barnabörnin sín vaxa úr grasi og ganga með þeim inn í sitt fjölskyldulíf. En lífið er ekki sjálfgefið, við eigum að þakka fyrir góðar stundir sem við eigum með okk- ar nánustu þar er tilganginum náð. Tilgangur lífsins er að láta gott af sér leiða, það gerði elsku pabbi minn. Guð geymi þig. Þín dóttir Hjördís. Kristinn Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.