Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Obb-obb-obb, naglarnir ykkar, bara smá sleik. VEÐUR ÍMorgunblaðinu í gær er fréttþess efnis, að Jack Straw fyrr- verandi utanríkisráðherra Breta hefði áhyggjur af höfuðslæðum, sem sumar íslamskar konur bera og teldi að þær væru sýnileg yfirlýsing um aðskilnað frá brezku samfélagi. Jafnframt að honum þætti óþægi- legt að tala við fólk, sem hann sæi ekki.     Það er eitthvaðundarlegt við þessar um- ræður um slæð- ur. Af hverju mega múslíma- konur ekki bera slæður ef þeim sýnist svo? Er nokkur, sem bannar Vestur- landakonum að bera slæður ef þeim dettur það í hug? Að sjálfsögðu ekki. En af hverju ætti þá að banna öðrum konum að bera slæður ef það hentar þeim sjálfum og þær vilja það sjálfar?     Þessar umræður eru komnar út ívitleysu og nánast ótrúlegt að jafn lífsreyndur maður og fyrrver- andi utanríkisráðherra Breta hlýt- ur að vera, skuli láta þetta út úr sér.     Vesturlandabúar geta ekki annarsvegar sagt, að mannréttindum sé sýnd meiri virðing í þeirra heimshluta en í löndum múslíma en hins vegar haldið uppi stöðugum áróðri gegn því að múslímakonur beri slæður.     Af hverju í ósköpunum mega þærekki nota slæður. Hvaða heimtufrekja er það að fá að sjá framan í þær?!     Allt er þetta barnalegt tal. ViðVesturlandabúar eigum að láta múslimakonur í friði með sínar slæður og erum þá í sterkari stöðu til að krefjast þess, að okkar siðir og hættir séu virtir í múslima- ríkjum.     Við skulum temja okkur að sýnaslæðum kvenna fulla virðingu. STAKSTEINAR Jack Straw Eru slæður bannvara? SIGMUND                        !"    #$%  & '                    ( & )  * + ,  $ -   .    ) +                  !""!   /0      /  1  2 0 + 0  (+  3/ #  4 &56 7 2 " & #      $      !""!  " "         8  ("9:;                                           !   "            ( "" 9 (  % & '   &      (  <0  < <0  < <0  %' "! ) "*+ !",  =  +           - '! ! !""!." "" "  / "     &  4 0  0   "  "  " & "&  " ." ""  '!   " 1  !""! !    ! 9  - &(" '! & "& " ." "" '!  '! 2!""!   ."    "  " " ! /   3 ! 45!!  66 "! 1    ) " 1%23>2 >(<3?@A (B,-A<3?@A *3C.B',A      #7 $. $. $.  #     ##  #3 #  7  3      7 #7  # 7 3 7      .# .# . .# $. $. $. . . .# . . .            LANDLÆKNIR og sóttvarnalæknir benda á það á heimasíðu landlæknis, www.landlaeknir.is, að bannað sé að selja skyndigreiningarpróf fyrir klamydíusmiti í apótekum. Tilefni skrifanna er að fram kom í fréttum að Lyf og heilsa hefði selt slík próf. „Heilbrigðisyfirvöldum hafa engar upplýsingar borist um þetta próf né með hvaða hætti fram- kvæmd þessarar sölu er fyrirhuguð. Vakin skal at- hygli á því að klamydía er tilkynningarskyldur sjúkdómur sem fellur undir lög um sóttvarnir nr. 19/1999 og reglugerð um skýrslugerð vegna smit- sjúkdóma nr. 129/1999,“ segir m.a. í grein lækn- anna. Segjast hafa vakið athygli Lyfjastofnunar á málinu Þá er vakin athygli á því, að samkvæmt gildandi reglugerð skuli nándarrannsóknir, sem gerðar eru til að greina sjúkdóma, sem sóttvarnalög taka til, ávallt gerðar undir eftirliti og á ábyrgð rann- sóknarstofu, sem er með starfsleyfi. Ráðherra geti samt heimilað notkun skyndigreiningarprófa til greiningar á sjúkdómum, sem sóttvarnalögin taka til, en þó því aðeins að umsögn landlæknis liggi fyrir. „Umrætt skyndigreiningarpróf er tvímælalaust slík nándarrannsókn. Ekki hefur verið farið fram á umsögn landlæknis og engin rannsóknarstofa hefur ábyrgst þetta próf. Sala á þessu prófi er því óheimil. Athygli Lyfjastofnunar hefur verið vakin á þessu máli,“ segir ennfremur á heimasíðu land- læknis. Sala skyndigreiningarprófa óheimil Landlæknir vekur athygli á að klamydía er tilkynningarskyldur sjúkdómur GRAZYNA Maria Ok- uniewska gefur kost á sér í 9. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík 27. og 28. október nk. Grazyna er ís- lenskur ríkis- borgari, pólsk að uppruna en hefur verið búsett á Íslandi frá 1991. Gra- zyna hefur lokið framhaldsnámi í hjúkrunarfræði og starfað sem hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri og hjúkrunarforstjóri um árabil ásamt því að starfa sem túlkur og þýðandi, sjálfstætt og fyrir Miðstöð nýbúa í Reykjavík og Alþjóðahús. Grazyna starfar nú á sýkingar- varnadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Hún hefur tekið virkan þátt í málefnum innflytjenda á Ís- landi og m.a. starfað með áhugahópi um menningarfjölbreytni á Vest- fjörðum, Félagi Pólverja í Reykjavík og situr í stjórn W.O.M.E.N. sem er félag kvenna af erlendum uppruna. Þá átti Grazyna sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ í kosningunum 1992. Grazyna leggur aðaláherslu á heilbrigðismál, þar á meðal á umönnun og þjónustu við aldraða, skólamál og málefni inn- flytjenda. Grazyna telur brýnt að innflytjendur og aldraðir eigi sér málsvara í íslensku samfélagi. Sækist eftir 9. sætinu Grazyna M. Okuniewska SUMARIÐ í ár var metsumar í ferðaþjónustu í Reykjavík, á sama tíma og gestakomum í Upplýsinga- miðstöð ferðamanna í Ingólfsnausti við Aðalstræti fjölgaði verulega. Þannig er fjöldi gesta miðstöðvar- innar það sem af er árinu þegar orð- inn rúmlega 200.000 samanborið við 187.000 allt árið í fyrra. Dóra Magnúsdóttir, markaðs- stjóri Höfuðborgarstofu, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að ástæðu þessarar aukningar væri fyrst og fremst að leita í því að veru- leg auking hafi orðið í fjölda ferða- manna líkt og undanfarin ár. „Flestir stoppa eitthvað í borg- inni,“ sagði Dóra. „Lægri flugfar- gjöld hafa aukið sjálfstæði ferða- manna, sem eru fyrir vikið orðnir fljótari að ákveða sig en áður. Þeir taka nú ákvörðun um ferðir með styttri fyrirvara og ákveða svo sjálfa ferðaáætlunina á staðnum. Áður fyrr var algengara að fólk pantaði pakka- ferðir. Vegna þessa aukna sjálfstæð- is ferðamanna skipta upplýsingamið- stöðvar sköpum, sérstaklega miðstöðin í Aðalstræti, því hún markar oft upphafið að ferðum um landið.“ Ágúst var metmánuður Flestir heimsóttu upplýsingamið- stöðina í ágúst þegar fjöldi gesta var 40 prósent meiri en í sama mánuði ársins 2005. Íslendingar nýta sér einnig þjónustumiðstöðina með ýms- um hætti. Upplýsingamiðstöðin hef- ur brugðist við þróuninni með því að efla bókunarþjónustu en þar geta er- lendir ferðamenn einnig fengið virð- isaukaskatt endurgreiddan. Metsumar í ferðaþjónustu Í HNOTSKURN »Erlendum ferðamönnumfer stöðugt fjölgandi og margir haga ferðaáætlun eftir veðri þegar þeir eru komnir til landsins. »Þjónusta Upplýsinga-miðstöðvarinnar í Ingólfs- nausti fær góða einkunn hjá ferðamönnum. » Íslendingar leita sér m.a.upplýsinga um viðburði í miðstöðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.