Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 66
66 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðlaugur Guð-mundsson fædd- ist á Nýp á Skarðs- strönd í Dalasýslu 21. nóvember 1917. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut að morgni 26. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Guðmunds- dóttir og Guð- mundur Eggertsson, söðlasmiður og bóndi á Nýp. Systk- ini Guðlaugs eru Stefán, látinn, Valtýr, látinn, Gestur, Guð- munda og Jón Óskar. Hinn 29. desember 1951 kvæntist Guðlaugur Jónu Guð- eru börn þeirra, Anna Guðrún, látin, Óskar, Petra, Gunnlaugur, Sigríður, Anna Jóna og Ósk Maren. 2) Ingigerður Stefanía, gift Konráði Páli Ólafssyni og eiga þau Guðjón, Kristin Sigurð, látinn, Jónu Ósk og Guðmund. 3) Jónína Mitchell, gift Donald Mitchell og eru börn þeirra, Do- nald Reed, Dudley, Denise Lynn og Dawn. Guðlaugur vann framan af aldri við sveitarstörf. Árið 1942 fluttist hann til Reykjavíkur og við tóku ýmis störf, s.s. sjó- mennska, Bretavinna og öll al- menn verkamannavinna. Guð- laugur réði sig í starf vélgæslumanns í Áburðarverk- smiðjuna í Gufunesi rétt eftir stofnun hennar og vann þar uns hann lét af störfum fyrir aldurs- sakir. Auk þess ráku þau hjónin Litlu þvottastöðina að heimili sínu, Sogavegi 32, í allmörg ár. Guðlaugur var jarðsunginn frá Fossvogskapellu 6. október, í kyrrþey. rúnu Stef- ánsdóttur frá Skálavík í Fá- skrúðsfirði, d. 2. febrúar 1994. Dætur Guðlaugs og Jónu eru: 1) Ósk Maren, gift Sigurði Krist- inssyni og eiga þau þrjú börn, Jónu Guðlaugu, Sigurgeir og Sunnu Kristínu. 2) Íris, gift Finnboga Lárussyni og eiga þau þrjú börn, Guðlaug Lárus, Darra Snæ og Söru Þöll. Fóst- urdætur Guðlaugs eru: 1) Sigrún Guðrún Óskarsdóttir, gift Hall- dóri Gunnlaugssyni, látinn, og Elsku pabbi. Í hjarta mínu er mikil sorg en jafnframt gleði yfir að nú ertu laus við allar líkamlegar kvalir og kvilla. Blessaður karlinn minn, árið er búið að vera þér erfitt. Hvert áfallið á fætur öðru en verst þótti þér að missa að hluta til málið eftir heilablóðfallið. Eftir það var eins og lífsviljinn dvínaði og þér fyndist þetta orðið gott. Þegar ég hugsa til þín koma ótal minningar upp í hugann. Blíðari og hæglátari mann var hvergi að finna. Sjaldan skiptir þú skapi eða fussaðir nema ef umræðu- efnið væri pólitík. Þá léstu heyra í þér, annars gekkst þú að þínu daglega verki hljóður og bljúgur. Þú varst hinn mesti barnakarl og þótti gott að vita af litla fólkinu þínu í kringum þig. Var þá viðkvæðið „litli karlinn minn“ eða „litla kerl- ingin mín“ þegar þau birtust. Gulli, Darri og Sara búa vel að því að hafa haft þig í kringum sig öll þessi ár. Þú tókst á móti þeim að loknum skóladegi, hitaðir samlokur og kakó og sást til þess að þeim liði vel. Þeg- ar þessu var lokið fórstu út í þinn daglega göngutúr en ekki fyrr en börnunum hafði verið sinnt. Pabbi minn, glaður ertu að vera komin í fang mömmu. Nú má dunda sér við að spila á spil, rússa eða kana eða jafnvel að mamma bregði upp nikkunni og spili fyrir ykkur tvö. Pabbi minn, þú varst ekki marg- máll maður. Það mátti lesa hugsanir þínar út úr augum þínum og hægu látbragði. Oft sást tár í augnkrókum þínum við hin ýmsu tilefni, s.s. skírn, fermingu, stúdentsútskrift, jafnvel þegar þjóðsöngurinn var spilaður í byrjun handbolta- eða fót- boltaleiks. Blíður, hæglátur, meyr og traust- ur. Elska og góðmennska í alla staði. Þannig varst þú. Elsku pabbi minn, ég vil þakka þér öll árin. Þakka þér fyrir að hafa leyft mér að annast þig síðustu árin og samtímis að annast mig og fjöl- skylduna okkar beggja. Við erum öll rík að hafa átt þig að. Guð veri með þér, elsku pabbi minn. Ég elska þig. Þín dóttir, Íris. Elsku pabbi. Nú ertu farinn. Kvalir þínar horfnar. Mamma og Siggi taka á móti þér. Þú varst svo kvalinn síðustu dag- ana. Þú hélst fast í hönd mér og kvaddir mig, mér þótti það dásam- legt. Ég fékk svo mikinn styrk frá þér. Ingigerður og Konráð. Elsku afi. Ég sakna þín mjög mikið en er glöð að þú ert hættur að vera veikur og ert kominn til ömmu. Vonandi ert þú líka glaður. Takk fyrir að búa til heitar sam- lokur handa mér þegar ég kom heim úr skólanum. Þú sagðir alltaf við mig „stelpan mín“ eða „kerlingin mín“. Ég er ennþá í boltanum eins og þú kallaðir það og nú geturðu fylgst með mér úr himnaríki. Ég elska þig. Stelpan þín, Sara Þöll. Elsku afi, nú eruð þið amma aftur saman eftir langan aðskilnað, verða Guðlaugur Guðmundsson ANNA JAKOBÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR fyrrum húsmóðir á Dröngum á Ströndum, lést á dvalarheimilinu Höfða miðvikudaginn 4. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Þorbjörg Samúelsdóttir, Stígur Herlufsen, Ágústa G. Samúelsdóttir, Sigurvina G. Samúelsdóttir, Erlingur Guðmundsson, Bjarnveig Samúelsdóttir, Magnús Jakobsson, Selma J. Samúelsdóttir, Ágúst Gíslason, Jón Kristinsson, Úrsúla E. Sonnenfeld, Sveinn Kristinsson, Borghildur Jósúadóttir, Sólveig S. Kristinsdóttir, Þórir Þórhallsson, Arngrímur Kristinsson, Margrét Hannesdóttir, Elías S. Kristinsson, Ingibj. Guðrún Viggósdóttir, Guðmundur Óli Kristinsson, Jóhanna Jóhannsdóttir, Guðjón S. Kristinsson, Jóna Sveinsdóttir, Benjamín Kristinsson, Lára Jónsdóttir, Óskar Kristinsson, Fríða Ingimarsdóttir. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, INGÓLFUR BJÖRGVINSSON rafverktaki, Tjaldhólum 60, Selfossi, áður til heimilis í Hólastekk 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík mánudaginn 9. október kl. 15:00. Anna Tyrfingsdóttir, Anna Jarþrúður Ingólfsdóttir, Thorbjörn Engblom, Þóranna Ingólfsdóttir, Jón Finnur Ólafsson, Kristín Brynja Ingólfsdóttir, Ásgerður Ingólfsdóttir, J. Pálmi Hinriksson, Björgvin Njáll Ingólfsson, Sóley Andrésdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengda- föður og afa, STEFÁNS ÞÓRARINSSONAR, Lindasíðu 4, Akureyri. Þórarinn B. Stefánsson, Livia K. Stefánsson, Valborg Stefánsdóttir, Valdimar Kristinsson, Kristinn Valdimarsson, Stefán Ingi Valdimarsson, Elínborg Ingunn Ólafsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GESTS O.K. PÁLMASONAR, Traðarstíg 8, Bolungavík. Guð blessi ykkur öll. Sigurborg Sigurgeirsdóttir, Ólafur Svanur Gestsson, Alda Ólafsdóttir, Pálmi Gestsson, Sigurlaug Halldórsdóttir, Sigríður L. Gestsdóttir, Viðar E. Axelsson, Þórarinn S. Gestsson, Berglind Bjarnadóttir, Davíð Gestsson, Ásta Sóllilja Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Bryndís EvaHjörleifsdóttir fæddist á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja hinn 5. maí 2005. Hún lést á Barnaspítala Hringsins 6. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar Bryndís- ar Evu eru Berg- þóra Ólöf Björns- dóttir, f. 3. maí 1984, og Hjörleifur Már Jóhannsson, f. 29. júní 1981. For- eldrar Bergþóru eru Björn Viðar Björnsson, f. 9. ágúst 1963, og Birna Oddný Björnsdóttir, f. 17. september 1963. Foreldrar Hjörleifs eru Sóley Vaka Hjörleifsdóttir, f. 27. júlí 1963, Jóhann Guðnason, f. 20. nóvember 1956, og Eyjólfur Örn Gunn- arsson f. 30. mars 1962. Útför Bryndísar Evu var gerð frá Keflavíkurkirkju 18. september. Elsku Bryndís Eva, þegar þú fæddist var ég í próflestri á Laug- arvatni og gat því ekki komið að heimsækja þig en pabbi þinn var svo góður að senda mér myndir af þér. Man ég sérstaklega eftir myndinni af þér þar sem þú setur í brýrnar og man ég hvað ég hugsaði þegar ég sá þá mynd, „Þarna er ákveðinn kvenmaður á ferð“ sem átti aldeilis eftir að sýna sig og sanna í baráttu þinni við veikindin. Man ég, þegar ég kom fyrst að heimsækja þig, þú varstu bara pínu lítil skvísa með æðislegar bolluk- innar sem var svo gott að kyssa og knúsa. Þar sem ég bjó á Laug- arvatni mest alla þína ævi fór ég reglulega á Barnaland að skoða myndir af þér og stundum oft á dag. Það var mikið áfall þegar þú veiktist. Aldrei bjóst ég við að þetta færi eins og það fór. Ég bjóst alltaf við að þú yrðir á heimleið fljótlega. Þegar ég kom að heimsækja þig varstu öll í slöngum og það mátti varla koma við þig. Það var nú skárra að sjá þig þegar þú varst komin inn á þína eigin stofu, ekki flækt í eins margar slöngur og nú var hægt að knúsa þig almennilega. Þrátt fyrir að þú hafir oftast verið sofandi þegar ég kom í heimsókn þá var alltaf svo gott að kyssa þig og knúsa og algjör plús ef ég fékk að sjá í bláu augun þín. Á þessum 9 mánuðum sáum við þig vaxa og þroskast en versna af sjúkdómin- um. Það var erfitt að sjá hvað þú áttir erfitt með að tjá þig og gaf það mér voða mikið þegar ég „brrrrraði“ á mallann þinn og sá smá glampa í augum þínum. 6. september hringdi mamma þín í mig og tilkynnti mér að þú værir að fara að kveðja þennan heim. Ég brunaði úr vinnunni á spítalann til að kveðja þig en þá hafðir þú kvatt örfáum mínútum áður og varst enn í fanginu á pabba þínum, svo frið- sæl og falleg. Mér fannst ég aldrei hafa kysst þig og knúsað nægilega mikið í þetta síðasta sinn. Elsku Bryndís Eva, ég ber ómet- anlega mikla virðingu fyrir þér og munt þú ávallt lifa í hjarta mínu. Elsku Bebba og Hjölli, megi Guð og fjölskyldur ykkar hjálpa ykkur í að læra að lifa án Bryndísar Evu. Bonnie. Oft komum við að tímamótum þar sem eitthvað nýtt gerist og það hefur áhrif á allt okkar líf, slíkt get- ur hent sama hversu gömul við er- um. Ég tel líf Bryndísar Evu hafa verið fullt af þeim augnablikum, þegar við byrjum að upplifa heim- inn er allt nýtt og spennandi. Fyrir hvert og eitt mannsbarn telst það gæfa að fá tækifæri til að faðma að sér lífið, þó gerist það svo oft í kringum okkur að við tökum það sem sjálfsagðan hlut. Leyfum okk- ur að meta lífið betur fyrir hönd Bryndísar Evu og faðma að okkur hennar anda er við tökum á eigin lífi. Þrátt fyrir ungan aldur hafði hún þá ánægju að kynnast tilfinn- ingum eins og ást, gleði, sorg og hamingju. Hún kom í þennan heim og þrátt fyrir líkama smáan hefur hún skilið eftir sig gríðarlegt fót- spor sem ég veit að hefur haft áhrif á mína lífssýn. Þessi hetja barðist fyrir lífi sínu í 9 mánuði til að halda í lífið sem hún hafði og kunna henn- ar nánustu að meta þann tíma sem hún hefur heiðrað okkur með dásamlegri nærveru sinni. Lífið er oft erfitt á tímum en þó veitist okk- ur gullkorn af og til, því mikilvæg- ari sem þau gerast, því mikilvægara ber að geyma. Því er það afar mik- ilvægt að geyma Bryndísi Evu sem næst hjarta okkar þar sem ekkert getur skaðað hana. Björn Snævar Björnsson frændi. Bryndís Eva Hjörleifsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.