Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 37

Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 37
var að grafa undan stjórnleysingjum og öðrum þeim lýðveldissinnum sem Stalín hafði ímugust á (að slíku er vikið í trúverðugri skáldsögu Álf- rúnar Gunnlaugsdóttur, Yfir Ebro- fljótið). Að vísu er hugsanlegt að Rajk hafi sýnt linkind í þessu starfi á Spáni en framganga hans í því að gera öryggislögregluna í Ungverja- landi að valdatæki Flokksins eina gerir það nú ekki líklegt. Hann hafði forgöngu um að banna fjölmörg sam- tök og félög „borgaralegra afla“ og að hans frumkvæði var efnt til fyrstu réttarhaldanna sem byggðust á upp- lognum sökum. Rajk var því alger- lega samstiga fereykinu í því að koma á alræði Flokksins. En hvað gerist? Að skipan Rákosis var hann færður til í ráðherraembætti og settur yfir utanríkismálin rétt um það bil sem Flokkurinn treysti völd sín á árinu 1948. Og árið eftir, vorið 1949, var hann handtekinn og sakaður um drottinsvik, landráð, samstarf við skálkinn Tító í Júgóslavíu enda hefði hann verið erindreki leynilögregl- unnar í heimalandi sínu þegar fyrir stríð. Réttarhöld voru sett á svið, Rajk fór með rulluna sem Rákosi hafði samið handa honum, var síðan dæmdur dauðamaður og tekinn af lífi haustið 1949. Samferða honum til heljar urðu nokkrir þjóðþekktir menn, einnig kommúnistar. Játaði á sig fáránlegar sakir Nú er vitað að Rajk meðgekk ekki auðveldlega, fyrrverandi undirmenn hans í öryggislögreglunni mis- þyrmdu honum vikum saman og gengu nærri lífi hans en harkan virt- ist óbugandi. Þar kom ekki lát á fyrr en „Úlfurinn“, einn af fjórmenning- unum, og annar maður til, János Kádár, eftirmaður hans á stóli innan- ríkisráðherra, komu til hans um nótt og sárbændu hann að gera það fyrir Flokkinn að játa á sig hinar fárán- legu sakir til að Sovétríkin mættu styrkjast í baráttunni gegn heims- valdasinnum og svikaranum Tító. Þá fyrst mýktist Rajk og lét undan enda var honum heitið fullum griðum. Dauðadómurinn yrði einungis leik- sýning og hann fengi sældarlíf í Sov- étinu að launum. Annað kom á dag- inn en eigi að síður hrópaði hann „lifi Sovétríkin“ frammi fyrir aftökusveit- inni. Orð um János Kádár. Hann var handgenginn Rajk og vinur hans allt frá stríðsárunum, orðinn æðsti yfir- maður lögreglunnar þegar Rajk var pyntaður, dæmdur og skotinn, síðar sjálfur sviptur embætti og ákærður fyrir svik við Flokkinn, sat í dýflissu um skeið og sagður hafa sætt pynt- ingum (sem ýmsir hafa dregið í efa: „það þurfti ekki nema rétt að sýna áhöldin, þá streymdu upp úr honum játningarnar,“ er haft eftir kunnug- um manni), ráðherra í ríkisstjórn Imre Nagys á uppreisnardögunum, en sneri snældu sinni og tók að sér landstjórahlutverk í umboði Sovét- manna eftir að þeir höfðu með her- valdi kæft byltinguna í nóvember 1956 og var herra Flokks og lands næstu þrjá áratugina. Og eins og áð- ur sagði: Kádár taldi að forsætisráð- herra uppreisnarinnar lifandi væri ógnun við veldi sitt, og því kaus hann honum snöru um háls 16. júní 1958. Af nýrri kvikmynd Mörtu Mészáros- ar um líf og dauða Imre Nagys, sýndri hér í Þjóðarbókhlöðu 19. júní í sumar á vegum ungverska sendiráðs- ins, verður ekki annað skilið en Kád- ár hafi ákveðið þetta án þrýstings frá sovétstjórninni. (Kvikmyndaleik- stjórinn Márta Mészáros er náin vin- kona Elísabetar dóttur Nagys, báðar börn útlægra kommúnista í Moskvu fyrir heimsstyrjöldina.) Kádár lést í hárri elli fáum vikum eftir endur- greftrun Imre Nagys 1989, sama dag raunar og Nagy fékk formlega upp- reisn æru hjá æðsta dómstóli lands- ins. Kádár, valdsins maður með flekkaðar hendur, fékk viðhafnarút- för að valdsins hætti en hann rís aldr- ei upp úr gröf sinni aftur, ólíkt þeim Rajk og Nagy fórnarlömbum sínum. Endurgreftrun verður upprisa Það er meðal sérkenna í ung- verskri sögu hve mikið fer fyrir af- tökum og útförum sem hafa greypst í minni þjóðarinnar og orðið tilefni op- inberra minningardaga. 6. október er minningardagur svonefndra píslar- votta frá 1849, og sá dagur var valinn til endurgreftrunar Rajks til að leggja áherslu á píslarvætti hans. Endurgreftrunin varð hans upprisa ekki ósvipað og gerðist með Imre Nagy 16. júní löngu síðar. Fáir hygg ég að vilji muna Rajk nú fyrir verk sem hann vann í lifanda lífi og skilur þar með þeim Nagy. En upprisudag- ur Rajks 6. október 1956 varð beinn undanfari uppreisnarinnar seinna í mánuðinum. Á þeim degi mátti margt læra. Fyrir það er hann eft- irminnilegur. 1956 Höfundur var við nám í Ungverja- landi árið 1956. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 37 Brotherhood í kvöld kl. 22.30 „Ef þú fylgist bara með einni þáttaröð, hafðu það Brotherhood“ - Mike Garron, Hollywood Reporter E N N E M M / S IA / N M 2 3 6 7 8 SKJÁREINN næst í gegnum Skjáinn og Digital Ísland Þáttaröðin Brotherhood hefur fengið frábæra dóma í erlendum fjölmiðlum og þykir sannkallað meistaraverk. Þættirnir fjalla um tvo ólíka bræður. Annar er efnilegur stjórn- málamaður en hinn er forhertur glæpamaður. Nú reynir á bræðraböndin. Brotherhood í kvöld kl. 22.30 Hómópatanám Um er að ræða 4 ára nám sem byrjar 21. og 22. okt. á vegum College of Practical Homoeopathy í Bretlandi. Mæting 10 helgar á ári í Reykjavík. Kynning á náminu verður 20. okt. Upplýsingar gefur Martin í símum 567 4991 og 897 8190. Hómópataskólinn - Stofnaður 1993 www.homoeopathytraining.co.uk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.