Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 79 menning Fáanleg fyrirtæki: Þjónusta okkar felst í að tengja saman kaupendur og seljend- ur fyrirtækja. Sem fagfólk í fyrirtækjaviðskiptum erum við í lifandi tengslum við innlendan sem erlendan fyrirtækjamarkað. Aðili að Við erum sérfræðingar í fyrirtækjaviðskiptum. TENGINGVIÐ TÆKIFÆRIN H O R N / H a u k u r / 2 4 0 4 A ) Tengsl okkar við viðskiptavini eru trúnaðarmál. Upplýsingar um fyrirtæki eru ekki gefnar í síma. Vinsamlega hringið og pantið tíma, síminn er 414 1200 en einnig er hægt að nota tölvupóst: jens@kontakt.is eða brynhildur@kontakt.is. • Rótgróin heildverslun með fatnað o.fl. Góð umboð. Ársvelta 170 mkr. • Mjög arðbært bílaþjónustufyrirtæki. EBITDA 30 mkr. • Stór heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 500 mkr. Lítill hagnaður. • Lítil heildverslun með þekktar gjafavörur. Ársvelta 70 mkr. EBITDA 7 mkr. • Nýir eigendur vinsæls veitingahúss óska eftir framkvæmdastjóra/meðeiganda sem hefur þekkingu og reynslu af markaðsmálum og fjármálum. Góður og vaxandi rekstur. EBITDA 20 mkr. • Þekkt „franchise“ tískufataverslun í Kringlunni. • Stórt innflutnings- og þjónustufyrirtæki með tæknivörur fyrir fyrirtæki. Ársvelta 800 mkr. • Húsgagnaverslun í góðum rekstri. Ársvelta 160 mkr. • Stórt innflutningsfyrirtæki með mikla sérstöðu. EBITDA 130 mkr. • Vel tækjum búin fiskvinnsla á höfuðborgarsvæðinu með góð viðskiptasambönd og beinan útflutning. Ársvelta 300 mkr. Ágætur hagnaður. • Sérverslun/heildverslun með tæknivörur. Ársvelta 130 mkr. • Meðalstórt þjónustufyrirtæki í tæknibúnaði. • Þekkt sérverslun/heildverslun með barnavörur. Ársvelta 170 mkr. • Stór sérverslun/heildverslun með byggingavörur. • Rótgróið innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir apótek og stórmarkaði. EBITDA 30 mkr. • Meðalstór heildsala á sérsviði. Ársvelta 250 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með tæknivörur. Ársvelta 250 mkr. • Þekkt hugbúnaðarfyrirtæki með fasta viðskiptavini. EBITDA 10 mkr. • Stórt málmiðnaðarfyrirtæki. Ágæt EBITDA. • Lítil dagvörudeild úr heildverslun. Ársvelta 50 mkr. • Þekkt sérverslun með fatnað. Góð afkoma. Suðurlandsbraut 4, 7. hæð • Sími 414 1200 www.kontakt.is • Netfang: kontakt@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is, gsm 820 8658 Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is, gsm 868 8648 Guðni Halldórsson viðskiptalögfræðingur, gudni@kontakt.is, gsm 694 7722 Birgir Ómar Haraldsson verkfræðingur, birgir@kontakt.is, gsm 896 6070 Sigurður A. Þóroddsson hdl. lögg. fasteignasali, sigurdur@kontakt.is, Lilja Margrét Hreiðarsdóttir framkvæmdastjóri, lilja@kontakt.is, gsm 698 0989 Borðar þú fisk? Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf) er að leita að fólki til að taka þátt í neytendakönnunum á þorski Um er að ræða tvær kannanir: 1) Könnun sem fer fram á Rf fimmtudaginn 19. október og er þá óskað eftir fólki, 18 ára og eldra, til að koma til okkar á Skúlagötu 4 þann dag og smakka fisk. 2) Könnun þar sem fólk fær fisk með sér heim til matreiðslu alls 6 sinnum (alla þriðjudaga) frá 17. október til 21. nóvember. Hér erum við að leita að fjölskyldum, þar sem a.m.k 2 eru 18 ára eða eldri. Frekari upplýsingar og skráning þátttöku: fisk@rf.is eða í síma 864 4644 Þakklætisvottur til þátttakenda að lokinni rannsókn með zen meistaranum Kwong-roshi, Laufásvegi 22, 10. okt. kl. 18.00 Ertu með sjálfum þér? Námskeið í Zen hugleiðslu Nánari upplýsingar á www.zen.is og í síma 697 4545 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Sérhæð við Landakotstún eða nágrenni óskast Traustur kaupandi óskast eftir 140-160 fm sérhæð á framangreindu svæði. Staðgreiðsla í boði fyrir réttu eignina. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali.BAGGALÚTUR er ein af þessum gleðisveitum sem koma fram reglu- lega. Einkenni þeirra eru fyndnir textar sem auðvelt er að leggja á minnið, einfaldar laglínur (stundum eru notuð kover- lög) og síðast en ekki síst mikið stuð. Aparnir í Eden er skemmti- leg og hressandi í anda Pabbi þarf að vinna, sem þeir sendu frá sér í fyrra. Ekki svo að skilja að plöturnar séu eins, því það eru þær ekki. Aparnir í Eden er miklu sumarlegri og léttari. Einskonar Hawaii-kántrí. Fjölmargir gestir koma fram á plötunni enda eru Baggalútsmenn orðnir afar vinsælir og ekki ónýtt að fá að taka með þeim lagið. Gestirnir eru ekki af verri endanum, Valgeir Guðjónsson flytur eigið lag, „Ballant- ines“, sem er hressandi hlöðuballss- lagari, og Kristján Kristjánsson (KK) tekur með þeim lagið „Ég sef í bílnum“. Langbesta lag plötunnar er þó lagið „Allt fyrir mig í flutningi Björgvins Halldórssonar. Sumir söngvarar hætta aldrei að vaxa, Björgvin er einn þeirra. Lagið er skapað fyrir hann. Í þessu felst þó galli plötunnar. Eftir að Björgvin hefur lokið sér af er eins og karl- mennskan sem hann lagði á borð sé hrifsuð á brott. Ég beið svolítið eftir því að finna þennan kraft á ný en án árangurs. Borgardætur syngja bakraddir af sinn alkunnu snilld og passa við lögin eins og flís við rass. Það hefði verið hlægilegt að heyra aðrar söngkonur reyna að framkalla þá stemmingu sem Borgardætur gera hér. Þær eru einfaldlega bestar og mér þótti af- skaplega gaman að heyra í þeim aft- ur. Lögin eru ekki sérlega til- þrifamikil en ég held að þau hafi ekki átt að vera neinar yfirgripsmiklar tónsmíðar. Þó hefði kannski mátt sleppa tveimur til þremur, ekki vegna þess að þau séu svo afspyrnu léleg heldur til þess að platan njóti sín betur sem heild, það er mín skoð- un. Hinsvegar má segja að hljóð- færaleikur og útsetningar séu allt að því fullkomnar. Engu ofaukið, engir stælar. Stuðmenn, Skriðjöklar, Kátir pilt- ar, Sniglabandið og fleiri misgóðar hljómsveitir hafa, hvort sem það var ætlunin eða ekki, skipað sér í hóp svokallaðra gleðisveita. Þær leika sér með stefnur, stíla, texta og fram- komu. Baggalútur kemst auðveld- lega í þann hóp vegna þess að þeir hafa skapið sem til þarf. Ekki fram- úrskarandi en það eru hljómsveitir af þessu tagi sjaldnast. Baggalútur er fyrirtaks hljómsveit sem engum þarf að leiðast að hlusta á. Ég held að næsta mál sé að læra textana og skella sér á ball. Engu ofaukið, engir stælar TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Geisladiskur Baggalúts, nefndur Aparnir í Eden. Lög og textar eru eftir Braga V. Skúlason, Guðmund Pálsson, Karl Sig- urðsson, Valgeir Guðjónsson, Sonny Cunha og Lee David. Upptökum stjórn- uðu Guðm. Kristinn Jónsson, Chris Mara og Steven Tveit. Geimsteinn gefur út. Baggalútur – Aparnir í Eden  Helga Þórey Jónsdóttir HVAÐ gerist þegar úrræðalítill maður sem lætur allt reka á reið- anum, missir það kærasta sem hann á? Finnska dramað Frosin borg, fjallar um slíkt reiðarslag. Veli-Matti (Virtanen), leigubíl- stjóri í Helsinki, kemst að því að hjónaband hans og Hönnu (Ante- roinen) tilheyrir fortíðinni þegar hún kemur úr fríi. Þau eiga þrjú börn, það yngsta nokkurra mánaða gamalt. Upp rísa forræðisdeilur, Veli- Matti vill fá það hálft, án árang- urs. Hann er heldur ekki í stakk búinn til þess, leigir galtóma íbúð í bæjarblokk, á í erfiðleikum í starfi, finnur hvarvetna vanmátt sinn, fer ætíð halloka og endar í fangelsi. Louhimies gerði vinsæla og virta sjónvarpsþætti, mun Frosin borg vera önnur tveggja kvik- mynda sem hann hefur byggt á sögupersónum þeirra. Frosin borg hefur bersýnilega kostað lítið fé, það háir henni ekki, efnið er ein- falt og jarðbundið, Louhimies þurfti aðeins að bíða vetrarins til að skapa réttann ramma utan um harmsöguna af falli leigubílstjór- ans. Maður áttar sig ekki alveg á hvað það var sem leiddi þau hjónin saman í upphafi, fyrir utan gott kynlíf, sem þau iðka jafnvel undir ákvarðanatöku um skilnaðinn. Hanna er bógurinn á heimilinu, vel menntuð, kann að bjarga sér á meðan Veli-Matti er fyrirmunað að sjá um sjálfan sig, hvað þá aðra. Hann er ótýndur minnipokamaður og nær fyrr en síðar botninum á meðan Hanna spjarar sig. Frosin borg er döpur og að- alpersónan ótrúverðug. Veli-Matti er vissulega að glíma við áfall lífs- ins, en hann er ekki drykkfelldur, stundar vinnu og ást hans á fjöl- skyldunni er ósvikin. Því lyfti hann ekki fingri sér til bjargar? Virðist ekki fær um að kaupa rúmgarm, gardínubleðil né mannsæmandi af- mælisgjöf. Einhvernveginn hefur lífið þó gengið sómasamlega í ára- tug. Á hinn bóginn gerir Virtanen persónunni afar góð skil, en yf- irbragðið er alls ekki á þann veg að þar fari maður sem getur ekki hnýtt skóreimarnar hjálparlaust. Vetrarborg KVIKMYNDIR RIFF 2006: Háskólabíó Leikstjóri: Aku Louhimies. Aðalleikarar: Janne Virtanen, Susanna Anteroinen, Aada Hames. 92 mín. Finnland. 2005. Frosin borg – Valkoinen Kaupunki  Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.