Morgunblaðið - 08.12.2006, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.12.2006, Qupperneq 25
/ 2      3 / 4    "  ! #4 6B 5!6  67 4 5! K FL >A KFL MA KFL  KFL -   4 ,M !$M K ( 5!L ! M$M K ( >AL A ' $ - 4 5!A K % $ L ' $A K').  $( (L  2 4  8   * 4   KLN   K'(L  !6   95(: 5  %   ;  < 9   !6  =:4 >   # 4 $  A$ $  ' '$ 2#     9$?@A 5(:4 A 6B $  MA B'! $( ' ? B 9?=A 5(:4 $( '  (%-( $%O% ( !  . A $6  ' )))A%-(      ! "  # # /   /288  /C B  2,>., 1    9:G ":G $%&'()"       um mönnum, að því er ég fæ séð. Eft- irlitsfólk SLMM er hér á þeirra veg- um, ef svo má að orði komast, og þó að bæði tígrarnir og stjórnvöld segi eftirlitsmönnum ósatt og spili á þá sýna þeir þeim jafnan fyllstu virð- ingu. Dæmi eru um að bifreið SLMM hafi lent í kúlnaregni en stjórnarher- inn, í því tilfelli, bar því við eftir á að tilkynning frá SLMM um að umrædd bifreið hygðist halda inn á tiltekið svæði hefði ekki borist á réttan stað. Einn óhugnanlegur möguleiki er vissulega til í stöðunni; að ef annar stríðsaðila vildi koma stríði af stað en andstæðingnum yrði kennt um myndi hann grípa til þess bragðs að ráðast gegn SLMM og láta svo líta út fyrir að hinn aðilinn hefði staðið þar að verki. Óvíst er hvort slíkt bragð gengi upp og í öllu falli ljóst að báðir aðilar myndu verða fyrir tjóni gagnvart al- þjóðasamfélaginu. Hitt er klárt, að þetta starf eftirlitsmannanna á Srí Lanka er dauðans alvara. Stóð einn eftir Sigurður H. Gíslason stýrir útibúi SLMM í bænum Trincomalee, um þriggja klukkustundar akstur norður af Batticaloa. „Ég var eini maðurinn sem stóð eftir,“ segir hann glettn- islega um tildrög þess að hann tók við stjórninni, en hann er þar að vísa til þess að Svíar, Finnar og Danir þurftu að hætta þátttöku í SLMM í haust. Sigurður er þrjátíu og fimm ára gamall, hann er sálfræðimenntaður en starfaði um árabil fyrir flugfélagið Atlanta við flugumsjón, m.a. sem stöðvarstjóri í Madríd. Haustið 2004 réð hann sig til Íslensku friðargæsl- unnar og var þá um nokkurra mán- aða skeið starfandi á flugvellinum í Kabúl í Afganistan. Samstarfsfólk Sigurðar í Trinco- malee er tveir miðaldra Norðmenn, karl og kona, sem kýta eins og hjón í hvert skipti sem við sjáum þau sam- an. Einhvern veginn fær maður á til- finninguna að Helga Einarsdóttir, sem varð samferða okkur Önnu til Srí Lanka, verði góð viðbót í þetta teymi; jafn drífandi, ákveðin og jákvæð og hún virðist vera í fasi. Sigurður er sjálfur á leið í frí þegar við mætum á vettvang, hann hyggst bregða sér til Jakarta í Indónesíu. Það er eitt einkenna „missjón-lífsins“ að menn eru ávallt að skipuleggja sitt næsta frí. Fyrra kvöldið í Trincomalee þykist ég heyra þrumur í lofti. Sigurður upplýsir mig hins vegar um að stjórn- arherinn hafi verið að skjóta af byssum sínum úti á flóanum, en Trincomalee er aðalflotastöð stjórn- valda. Tígrarnir eiga til að gera þar árásir á bátum sínum – þar er oftar en ekki um sjálfsmorðsárásir að ræða – og til harðra bardaga hefur komið hér á þessum fallega stað. Sigurður þarf að heimsækja sjúkrahús borgarinnar seinni daginn sem við erum í Trincomalee, þar ræð- ir hann við lögregluforingja – mikinn rum, sem brosir til okkar en vill ekki leyfa mér að taka af sér myndir – en gefur allar upplýsingar um morðin á þremur ungum mönnum nóttina áð- ur. Sigurður er stóískur í fasi en þó ákveðinn. Hann virðist ekki láta margt raska ró sinni en augljóst er þó að hann hlakkar ekki til þess að þurfa að heimsækja líkhúsið. „Það er samt best að ég geri það,“ segir hann og fer og skoðar lík ungu mannanna. Enginn veit hver myrti þá, grunur leikur þó á um að um hefndarmorð kunni að hafa verið að ræða. Á þess- um slóðum hefur klofningshópi úr samtökum tígranna, Karuna-genginu svokallaða, tekist að koma undir sig fótunum, sumir segja með aðstoð stjórnvalda sem álíta það sér í hag að stuðla að illdeilum meðal Tamíla. Tígrarnir hafa átt undir högg að sækja undanfarið, einkum eftir að Karuna-gengið klauf sig frá samtök- unum. Tilfinning margra er sú að framganga stjórnvalda síðustu miss- eri sé til marks um að þau telji sig geta veitt Tígrunum rothögg fyrr en síðar. Þau hafa án efa brotið skilmála vopnahlésins en tilgangurinn helgar sjálfsagt meðalið. Það er krökkt af hermönnum á götunum í Trincomalee og maður skynjar að við erum komin nær hinni hreinu átakalínu. Skammt undan eru yfirráðasvæði Tamíl-tígranna. Í sum- ar þurfti að kalla norrænt starfslið SLMM frá Trincomalee vegna bar- daga í flóanum, það var allt flutt til Colombo. Heimamenn, þeir sem starfa fyrir SLMM, voru skildir eftir og það olli nokkurri óánægju meðal þeirra. Sigurður segir að nokkrir þeirra hafi ráðið sig í framhaldinu til Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða Rauða krossins. SLMM-teymið í Trincomalee býr á þokkalegu hóteli við ströndina, Hotel Club Oceanic, þjónustan er þar frá- bær enda ekki mörgum gestum til að dreifa á þessum annars dásamlega stað. Ástandið veldur því. Enginn vafi leikur á að ef Srí Lanka-búum tækist að binda enda á átök sín og sammælt- ust um að byggja vegi, reisa hús og efla stoðkerfi samfélagsins myndi túrismi skjóta hér rótum hratt og vel. Landið er afar fagurt, býr yfir gull- fallegum ströndum eins og þeirri í Trincomalee, náttúran er gjöful (hvergi er betri ávexti að fá) og apar og fílar verða á vegi manna á þjóð- veginum. Þetta er paradís á jörðu. En menn- irnir hafa mengað hana með vopna- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 25 Meira á morgun  Hvaða verkefni eru í undirbún- ingi hjá Íslensku friðargæslunni og hver metur áhættuna á hverjum stað?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.