Morgunblaðið - 08.12.2006, Page 28

Morgunblaðið - 08.12.2006, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ STÓRVIRKAR vinnuvélar hafa höggvið stórt skarð í gömlu húsin á Gleráreyrum þar sem Sam- bandsverksmiðjurnar voru starf- ræktar áratugum saman. Hluti þeirra hafa horfið af yfirborði jarðar síðustu vikur, enn verður haldið áfram um sinn en uppbygging nýs hluta verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs hefst á staðnum á fyrri hluta næsta árs. Þau hús sem brotin hafa verið nið- ur undanfarið eru annars vegar gamla sútunarverksmiðjan en á efri hæð þess var upphaflega skógerðin á sínum tíma. Hins vegar er gamli Gefjunarvélasalurinn horfinn; húsin með harmonikkuþakinu, eins og það var gjarnan kallað. Öll gömlu Sambandshúsin verða rifin nema nyrsta húsalengjan sem stendur upp með Borgarbrautinni en þar eru til húsa Bakaríið við brúna, Húsgögnin heim og fleiri fyr- irtæki. Ofarlega í þá húsaröð verður reyndar rofið skarð, þar sem verður bætt við innkeyrslu á svæðið og hringtorgið, sem nú er á horninu hjá Bakaríinu við brúna, færist ofar í götuna og verður við nýju innkeyrsl- una. Eftir á að rífa Hekluhúsið þar sem nú eru m.a. verndaður vinnustaður og dekkjaverkstæði Hölds og húsin vestast á lóðinni þar sem bygginga- fyrirtækið Hyrna er til húsa og Bautabúrið var á sínum tíma. Reiknað er með að niðurrifi húsa á svæðinu verði lokið um eða eftir ára- mótin og áætlanir gera ráð fyrir að uppbygging hefjist á ný í mars. Von- ast er til þess að verslanir í þessum hluta miðstöðvarinnar verða opn- aðar í október á næsta ári. Verslunarmiðstöðin Glerártorg, sem tekin var í notkun í nóvember árið 2000, stækkar um það bil um helming með væntanlegri viðbygg- ingu. Þá fjölgar bílastæðum veru- lega. Það er fyrirtækið Smáratorg sem á verslunarmiðstöðina Glerártorg og keypti þær fasteignir á svæðinu sem víkja fyrir frekari uppbyggingu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nú er hún Snorrabúð stekkur Þessi mynd er tekin í vikunni; búið er að rífa gömlu sútunarverksmiðjuna og Gefjunarsalinn með harmonikkuþakinu. Verksmiðjuhúsin að hverfa Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gamli tíminn Myndin er tekin 21. nóvember, búið er að rífa hluta húsanna en þarna sést ágætlega hvernig húsaþyrpingin var. Glerártorg í baksýn. Í TILEFNI af alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi verð- ur efnt til útifundar á Ráðhústorgi í dag kl. 17. Hópar og samtök um all- an heim hafa nýtt átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa fórnarlömbum ofbeldis, til að styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þolenda. Þá hefur átakið verið nýtt til að stuðla að því að alþjóðlegum mannréttinda- reglum sé beitt til að vinna gegn kynbundu ofbeldi sem mannrétt- indabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið. Fjöl- mörg félagasamtök og stofnanir á Norðurlandi standa að fundinum. Halda útifund gegn ofbeldi AKUREYRI Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is SÍÐAN ráðist var í byggingu gömlu hafnarinnar í Reykjavík hafa bæst við um 67 hektarar af landi eða um 670.000 fermetrar, að sögn Jóns Þorvaldssonar, tæknifræðings hjá Faxaflóahöfnum. Í þetta land hafa farið um 6.700.000 rúmmetrar af efni miðað við 10 metra meðalfyllingu eða álíka mikið af efni og fór í Kára- hnjúkastíflu, segir hann. Tímamót Hafnarnefnd Reykjavíkur tók til starfa 1856 og eru því um 150 ár síð- an hún var fyrst kjörin en haldið var upp á tímamótin 25. nóvember sl. Reykjavíkurhöfn verður 90 ára á næsta ári. Er þar miðað við að hafn- argerð, sem hófst 1913, var lokið haustið 1917 og voru mannvirkin af- hent 16. nóvember sama ár. Í samantekt Hannesar Valdimars- sonar hafnarstjóra, í tilefni 75 ára af- mælis Reykjavíkurhafnar 1992, Hvað væri Reykjavík án hafnar?, kemur meðal annars fram að gerð hafnarinnar 1913 til 1917 hafi þá ver- ið eitt mesta mannvirki sem ráðist hafi verið í á Íslandi. Framkvæmdin „fólst í því að fylla upp í fjöruna, smíða hafskipabryggju og hlaða hafnargarða. Einn var hlaðinn milli Örfiriseyjar og lands (Grandagarð- ur) og tveir komu á móti hvor öðrum milli eyjarinnar og Batterísins (Ör- firiseyjargarður og Ingólfsgarður) með 100 metra breiðri innsiglingu á milli. Meginviðfangsefni hafnargerð- arinnar var því grjótnám, flutningar og röðun á grjóti. Til að auðvelda flutningana var lögð um 12 kíló- metra járnbraut í hálfhring um bæ- inn sem flutti efni úr Öskjuhlíð og Skólavörðuholti.“ Stöðug vinna Þórarinn Kristjánsson var ráðinn fyrsti hafnarstjórinn 1918 og gerði hann uppdrátt af framtíðarskipulagi hafnarinnar. Stöðugt hefur síðan verið unnið að framkvæmdum og landgerð og svæðið breyst mikið frá því um aldamótin 1900, þegar strandlínan var um það bil þar sem Tryggvagatan er nú. Jón bendir á að heildarlandgerð í Reykjavík frá 1900 til 2002 hafi verið um 260 hektarar. „Landfyllingin í gömlu höfninni jafngildi rúmlega 100 fótboltavöllum eða hálfri Viðey.“ Ein stífla í höfnina Breyting Svona leit Reykjavíkur- höfn út á 3. áratug liðinnar aldar.                                                                                                Landfylling Gamla höfnin um nýliðin aldamót. Örfirisey hefur verið stækkuð töluvert til norðvesturs og fylla á upp í kverkina vestantil. SENDUM Í PÓSTKRÖFU www.simnet.is/heilsuhorn Spektro Multivítamín, steinefnablanda ásamt spirulinu, Lecthini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum Ein með öllu Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Maður Lifandi Hæðarsmára 6, Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.