Morgunblaðið - 08.12.2006, Side 31

Morgunblaðið - 08.12.2006, Side 31
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 31 O kkur finnst svo frábært að geta orðið að einhverju liði með þessu, næg er víst þörfin. Það er góð til- finning að vita af flíkunum sem við prjónum koma að notum og verma lítil börn sem búa við erfiðar aðstæður víða um heim. Svo er félagsskapurinn skemmtilegur, það er gaman að koma svona saman, prjóna, spjalla, drekka kaffi og gæða okkur á einhverju góðu meðlæti,“ segja kon- urnar sem eru í sjálfboðaliðastarfi hjá Reykja- víkurdeild Rauða krossins og tilheyra prjóna- hópi sem hittist einu sinni í viku í húsnæði RKÍ og prjóna þar flíkur úr afgöngum. „Við komum hingað til að skila af okkur og ná okkur í meira garn, því við prjónum lang- mest af þessu heima hjá okkur.“ Sú elsta í hópnum er komin yfir nírætt en sú yngsta er á fertugsaldri en allar eiga þær það sameiginlegt að hafa gaman að því að prjóna og hekla og sumar hafa líka unnið við það og hafa áratuga reynslu. „Jú, ég er búin að vera með prjónana í höndunum frá því ég var sjö ára gömul, svo þetta eru orðnar ansi margar flíkur yfir ævina,“ segir ein þeirra sem er held- ur betur vinnuglöð, rétt eins og allar hinar. Garnafgangar vel þegnir Prjónahópurinn byrjaði sem tilraunaverk- efni fyrir sex árum hjá RKÍ og hefur starfað óslitið síðan þá. Allt sem þær búa til er gert úr afgöngum sem þær fá frá heimilum úti í bæ, til dæmis þegar fólk tekur til í geymslunni hjá sér eða þegar búferlaflutningar bresta á. Eins fá þær oft garn úr dánarbúum og stundum fá þær líka hálfprjónaðar flíkur. „Þá er gaman að klára þær og stundum verður til pils úr því sem átti að verða peysa. Við höfum stundum haldið að hópurinn þurfi að hætta, því við verð- um oft nánast uppiskroppa með garn, en það er svo merkilegt að þá berst okkur alltaf óvænt ný sending.“ Þessar konur verða sífellt færari í því að búa til flíkur úr nánast engu. Hver flík er því oft úr mörgum tegundum og litum garns, sem gerir þær óvenju litríkar og skemmtilegar. Prjóna- konurnar þurfa ekki lengur uppskriftir heldur spinna af fingrum fram og leyfa sköpunargáf- unni að njóta sín. Þær hvetja alla sem vettlingi geta valdið, bæði konur og karla, til að ganga til liðs við sjálfboðahópinn og leggja sitt af mörkum. Eins hvetja þær alla sem eiga garnafganga til að koma þeim í Rauða krossinn, svo þær geti haldið áfram að prjóna til góðs. Sumt af því sem konurnar prjóna er selt í Rauðakrossbúðinni á Laugavegi 12 en annað er sent til bágstaddra í útlöndum, sérstaklega barna og þá helst munaðarlausra barna og gjarnan til landa þar sem kuldinn herjar á mannfólkið. Fingrafimar konur prjóna til góðs Morgunblaðið/Kristinn Þær telja ekki eftir sér ótal handtök til að framleiða hlýjar flíkur fyrir þá sem minna mega sín. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti konurnar sem eru í prjónahópi RKÍ. Teppi Þær eru ekki síður liðtækar konurnar með heklunálinu en prjónana. Handbragð Þau eru örugg handtökin þegar prjónarnir leika í höndum þeirra. Litríkir Vettlingar og húfur í öllum regnbog- ans litum eru meðal afraksturins. Sjálfboðaliðar Þær njóta þess að koma saman konurnar í prjónahópnum og spjalla og prjóna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.