Morgunblaðið - 08.12.2006, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Laugavegi 42 • sími 551 8448
Gullsmiðja
Hansínu Jens
Skart smíðað af Hansínu
og Jens Guðjónssyni
AÐ undanförnu hafa birst
greinar í dagblöðum eftir sjúkra-
liða sem mótmæla því að verið sé
að gefa ófaglærðu
starfsfólki á heil-
brigðisstofnunum
möguleika á styttri
námsleið til að öðlast
starfsréttindi sjúkra-
liða.
Einnig kemur fram
í skrifum þeirra
hræðsla við að verið
sé að rýra réttindi
sjúkraliða sem muni
gera okkur erfiðara
fyrir í kjara- og rétt-
indabaráttu.
Þetta er skiljanleg
afstaða vegna þess að
sjúkraliðastéttin hef-
ur átt undir högg að
sækja. Starfssvið
sjúkraliða er m.a. oft
háð geðþóttaákvörð-
unum annarra. Sumir
hafa gert lítið úr
námi stéttarinnar og
t.d. hafa margir
sjúkraliðar með
framhaldsmenntun í
hjúkrun aldraðra
ekki fengið störf sem
hæfa menntun
þeirra, þrátt fyrir
augljósa þörf samfélagsins fyrir
starfskrafta þeirra.
Samkvæmt könnun sem Há-
skóli Íslands er að vinna að kem-
ur fram að það vantar vel yfir
þúsund sjúkraliða til starfa nú
þegar.
Þörf samfélagsins fyrir sjúkra-
liða fer vaxandi, ekki síst vegna
þess að öldruðum mun fjölga í
náinni framtíð.
Flestir þeir sem legið hafa á
spítala og þurft hjúkrunar við
hafa kynnst störfum sjúkraliða.
Flestir eru sammála því að
sjúkraliðar gegni lykilhlutverki í
umönnun hins sjúka. Sjúkraliði
þarf að búa yfir góðri þekkingu
og færni í starfi.
Það er engin önnur heilbrigð-
isstétt sem kemst í eins náið
samband við hinn sjúka og
sjúkraliðinn sem svarar bjöll-
unum og hjálpar til við flest er
lýtur að frumþörfum manneskj-
unnar. Starf sjúkraliðans er að
sumu leyti eins og starfið hennar
mömmu; ósýnilegt, krefjandi og
oft vanmetið, en alveg nauðsyn-
legt. Meðalaldur sjúkraliða er nú
um 47 ár og um 80 sjúkraliðar
útskrifast ár hvert, en aðeins
hluti þeirra skilar sér í sjúkra-
liðastörf. Margir halda áfram
námi eða hverfa til annarra
starfa.
Því var það mikill fengur fyrir
stéttina þegar hin svokallaða
„sjúkraliðabrú“ komst á lagg-
irnar nú í haust.
Fjölgun sjúkraliða
mun tvímælalaust
verða til að efla
stéttina því fram
undir þetta hefur
ekki verið gerður
mikill greinarmunur
á ófaglærðum starfs-
mönnum og sjúkra-
liðum.
Sjúkraliðabrúin
mun auðvelda ófag-
lærðum en reyndum
starfsmönnum í heil-
brigðiskerfinu að
afla sér sjúkraliða-
menntunar.
Þessi leið hefur
verið farin áður með
góðum árangri. Fyr-
ir nokkrum árum var
opnuð leið fyrir m.a.
sjúkraliða til að ná
sér í starfsréttindi
hjúkrunarfræðinga,
leiðbeinendum í skól-
um gefinn kostur á
að ná sér í kenn-
araréttindi og ófag-
lærðu, reyndu starfs-
fólki á leikskólum
gefinn kostur á að
fara í fjarnám til að öðlast leik-
skólakennararéttindi. Þessi leið
var valin vegna þess að það vant-
aði fagfólk í þessi störf.
Ekki heyrast þær raddir að
þetta hafi verið röng ákvörðun
eða að þetta fólk sé annas flokks
fagfólk.
Sjúkraliðafélagið átti 40 ára
afmæli á dögunum. Á þeim tíma-
mótum flutti einn góður gestur
ræðu um leið og hann gaf félag-
inu „Fuglabókina“. Hann hafði
verið að hugsa með sér: „Hvaða
fugl er sjúkraliðar?“
Rétt: það er krían. Krían flýg-
ur lengst allra fugla, hún hjálpar
öðrum, hún ver sitt svæði og hún
sofnar ekki á verðinum. Fær sér
bara kríu og heldur svo áfram.
Það sem hefur verið styrkur
sjúkraliðastéttarinnar er: sam-
heldnin, kjarkurinn og dugnaður-
inn, undir styrkri stoð foryst-
unnar.
Eyðileggjum ekki það góða
starf sem búið er að vinna.
Horfum fram á við. Lögum
það sem þarf að laga og höldum
svo áfram eins og krían.
Það er samfélaginu til góðs.
Starfið hennar
mömmu
Guðmunda Steingrímsdóttir
skrifar um hina svokölluðu
„sjúkraliðabrú“.
Guðmunda
Steingrímsdóttir
» Sjúkrali-ðabrúin mun
auðvelda ófag-
lærðum en
reyndum starfs-
mönnum í heil-
brigðiskerfinu
að afla sér
sjúkraliða-
menntunar.
Höfundur er sjúkraliði.
STAKSTEINAR Morgunblaðsins
spyrja undirritaðan nokkurra spurn-
inga í gær, fimmtudag, sem er bæði
ljúft og skylt að svara. Fyrst ber að
taka undir með Staksteinum að
„læknar hafa mikla hagsmuni af því
gagnvart sjúklingum
sínum að sýna fram á,
að tengsl þeirra og
lyfjafyrirtækjanna séu
eðlileg.“ Fyrirtækin
hafa líka hagsmuni af
því að tengsl þeirra við
lækna séu eðlileg. Því
eru í gildi reglur um
samskipti lækna og
lyfjafyrirtækja þar
sem gert er ráð fyrir
gagnsæi í samskipt-
unum. Undirritaður
mætti formanni
Læknafélagsins í Kast-
ljósi nýverið og voru
báðir sammála um að reglurnar
mætti endurskoða, með það að
markmiði að tryggja sem frekast er
unnt, gagnsæi samskiptanna og
traust almennings á þessum
tengslum. Til áréttingar þá segir í
samkiptareglunum „mikilvægt að
samstarf læknastéttarinnar og lyfja-
iðnaðarins byggi á almennum
grunnreglum sem tryggi gott sið-
ferði, réttindi sjúklinga og að virtar
séu væntingar samfélagsins, en
tryggi um leið sjálfstæði beggja að-
ila í störfum þeirra.“ Jafnframt segir
að „[t]il að sjálfstæði og trúverð-
ugleiki beggja sé tryggður þarf al-
gert gegnsæi. Því verður að gera op-
inber öll tengsl sem leiða til eða
gætu talist leiða til hagsmuna-
árekstra“.
Krafa um fyrsta flokks
heilbrigðisþjónustu
Læknar og lyfjafyrirtæki eiga
sameiginlegra hagsmuna að gæta.
Segja má að í grunninn séu þeir
hagsmunir að stuðla sífellt að því að
gera gott heilbrigðiskerfi betra. Lyf
eru hluti af heilbrigðisþjónustu
hverrar þjóðar og lyfjafyrirtækin
eru fullgildir þátttakendur í því að
tryggja sem besta þjónustu. Það er
ástæðulaust að gera samskipti
lækna og lyfjafyrirtækja á einhvern
hátt tortryggileg. Og sem svar við
því, hvernig lyfjafyr-
irtækin komi „sterk-
lega“ að endur- eða sí-
menntun lækna, þá er
átt við þá staðreynd að
fyrirtækin styrkja
þátttöku lækna á al-
þjóðlegum læknaráð-
stefnum, sem verulega
fátítt, ef nokkur dæmi
eru um, að tekst að fá
hingað til lands. Lækn-
is- og lyfjafræðleg
þekking er í stöðugri
endurnýjun. Umræða
og skoðanaskipti fer
fyrst fram á alþjóð-
legum þingum og fundum, síðar í
tímaritsgreinum, bókum og öðrum
miðlum. Það er ekki um það að ræða
að sérstaklega sé verið að halda
„fræðslufundi í öðru landi eða með
dýrum umbúnaði“. Það er einfald-
lega ekki boðið upp á fundi sem
þessa hér á landi. Þessar ráðstefnur
eru almennt alþjóðleg viðurkennd
læknaþing, ekki haldin á vegum
lyfjafyrirtækjanna, en vissulega oft-
ar en ekki styrkt af hinum ýmsu
hagsmunaaðilum – líkt og gerist al-
mennt með ráðstefnur og fundi í öðr-
um atvinnugreinum. Og ekkert at-
hugavert við það. Læknar og
heilbrigðisstarfsfólk fá í litlum mæli
stuðning við ferðir sem þessar af
hálfu sinna vinnuveitenda. Lyfjafyr-
irtækin koma að málum, með það að
markmiði að fá tækifæri til þess að
kynna nýjungar fyrir starfsfólki
heilbrigðiskerfisins. Í samfélaginu
er gerð sú eðlilega krafa til heil-
brigðisstarfsfólks að það sé vel upp-
lýst um helstu nýjungar og að al-
menningur hafi aðgang að
framúrskarandi heilbrigðisþjónustu.
Lyfjafyrirtækin eru þátttakendur í
heilbrigðiskerfinu og leggja m.a. á
þennan hátt lóð á þær vogarskálar
að bæta heilbrigðisþjónustuna.
Að endingu
Lögum samkvæmt mega lyfjafyr-
irækin ekki kynna vöru sína á neinn
hátt gagnvart almenningi. Starfsfólk
heilbrigðisstéttanna eru því í raun
fánaberar þeirra rannsókna og þró-
unar sem unnið er að á vegum fyr-
irtækjanna. Samskiptin hér á landi
eru á svipuðum nótum á hinum
Norðurlöndunum og eru líklega með
þeim hætti sem best gerist. Við
verðum að bera gæfu til þess að
komast frá þeirri umræðu að eitt-
hvað sé óeðlilegt við samskipti á
milli lækna og lyfjafyrirtækja eða að
sáð sé því fræi að eitthvað gruggugt
sé í pokahorni lyfjafyrirtækja. Fyrir
lyfjafyrirtækin skiptir miklu að hafa
sem best tengsl við lækna en ekki
síður að í samfélaginu ríki sátt og
skilningur á mikilvægi þessara
tengsla. Ef sú sátt og sá skilningur
er ekki til staðar, verða málsaðilar
að átta sig á því og fara yfir hvernig
bæta má úr. Til þess eru lyfjafyr-
irtækin tilbúin, til þess að betri og
meiri sátt geti skapast um þessi mik-
ilvægu en vandmeðförnu samskipti.
Að gefnu Staksteinatilefni
Jakob Falur Garðarsson svarar
umfjöllun Staksteina um tengsl
lækna og lyfjafyrirtækja
» Fyrir lyfjafyrirtækinskiptir miklu að hafa
sem best tengsl við
lækna en ekki síður að í
samfélaginu ríki sátt og
skilningur á mikilvægi
þessara tengsla.
Jakob Falur
Garðarsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Frumtaka, samtaka framleiðenda
frumlyfja.
VERJENDUR sakborninga í
Baugsmálinu hafa krafist þess að
Styrmir Gunnarsson og Kjartan
Gunnarsson gefi vitnaskýrslu við
aðalmeðferð málsins. Útskýrði
einn verjendanna það þannig að
ætlunin væri að varpa ljósi á að-
draganda þess að rannsóknin í
Baugsmálinu fór af stað.
Við aðalmeðferð sakamála fer
fram sönnunarfærsla og eru
vitnaleiðslur fyrir dómi hluti af
henni. Vitnum er ætlað að upp-
lýsa dómara um sakarefni skv.
ákæru, þ.e.a.s. hvort máls-
atvikum sé rétt lýst í ákæru eða
hvort atvik hafi verið með öðrum
hætti.
Það kemur sakarefni málsins
ekkert við hvernig rannsókn
Baugsmálsins fór af stað og
breytir væntanlegur fram-
burður Styrmis og Kjartans
engu um sýkn eða sakfellingu.
Tilgangurinn er augljóslega sá
að fanga athygli fjölmiðla í áróð-
ursskyni.
Dómari á að stýra réttarhaldi
og sjá til þess að aðalmeðferð
fari ekki út um víðan völl. Annað
hvort hafnar dómari því að slík
þarflaus vitni verði kölluð fyrir
dóm eða hann hefur frá fyrsta
degi misst stjórn á réttarhöld-
unum og það sem verra er, í
hugum margra, glatað hlutleysi
sínu.
Sveinn Andri Sveinsson
Sirkusréttarhöld?
Höfundur er hæstarétt-
arlögmaður.
FORMAÐUR Framsókn-
arflokksins, Jón Sigurðsson, við-
urkennir að sú ákvörðun íslenskra
stjórnvalda, sem tek-
in var 18. mars 2003,
um að styðja ólög-
mæta innrás í Írak
hafi verið mistök og
grundvallast á röng-
um upplýsingum.
Þetta er merkileg yf-
irlýsing og má for-
maðurinn eiga það að
yfirlýsing hans er öllu
tilkomumeiri en sam-
starfsaðila hans í
Sjálfstæðisflokknum.
Í þeim flokki hefur
hver þingmaðurinn á
fætur öðrum nýlega
sagt að miðað við þær upplýs-
ingar sem lágu fyrir hafi ákvörð-
unin verið réttmæt.
Á hinn bóginn er allur þessi
málatilbúnaður nokkur ráðgáta.
Þeir stjórnmálamenn sem studdu
innrásina á sínum tíma vísa sífellt
í einhverjar upplýsingar sem eiga
að hafa legið fyrir á þeim tíma og
þeir telja sig hafa haft að leið-
arljósi þegar ríkisstjórn Íslands
samþykkti að setja nafn sitt á
lista hinna vígfúsu þjóða. Í hvaða
upplýsingar er verið að vísa?
Þessar upplýsingar hafa ekki ver-
ið gerðar opinberar
svo nokkur viti en ef
leynd hvílir yfir þeim
er nauðsynlegt að af-
létta henni til að
hægt sé að glöggva
sig betur á illa
ígrundaðri ákvörðun
stjórnvalda. Slík
krafa er eðlileg.
Því hvað sem kem-
ur fram í þessum
„röngu“ upplýsingum
liggur það fyrir að 11
dögum áður en Ís-
land gerðist stríðs-
aðili mættu forsvars-
menn vopnaeftirlitsins í Írak,
þeir Mohamed ElBaradei og
Hans Blix, fyrir Öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna og hröktu veiga-
mestu fullyrðingar Bandaríkja-
stjórnar um
gereyðingarvopnaeign Íraka og
tilkynntu að starfi vopnaeftirlits-
manna miðaði áfram. Þessum að-
ilum var treyst af alþjóða-
samfélaginu til að afla gagna um
gereyðingarvopnaeign Íraka og
upplýsa um stöðu mála. Af hverju
íslensk stjórnvöld byggðu ekki
ákvörðun sína á þessum upplýs-
ingum fremur en hinum títt-
nefndu „röngu“ upplýsingum er
einkennilegt. Og enn verður mála-
tilbúnaðurinn dularfyllri þegar
haft er í huga að á sínum tíma
margítrekaði þáverandi utanrík-
isráðherra og formaður Fram-
sóknarflokksins, Halldór Ás-
grímsson, við þjóð og þing að
stjórnvöld styddu starf vopnaeft-
irlitsins og að jafnframt myndi af-
staða Íslands ráðast af starfi
þeirra.
Á meðan meginþorri almenn-
ings áttaði sig á veikum málstað
Bandaríkjastjórnar gerði meiri-
hluti Alþingis sér ekki grein fyrir
því vegna þess að hann bjó yfir
einhverjum upplýsingum sem aðr-
ir höfðu ekki. Er ekki kominn
tími til að þessar upplýsingar líti
dagsins ljós?
Hvaða upplýsingar?
Huginn Freyr Þorsteinsson
fjallar um Íraksmálið og af-
stöðu formanns Framsókn-
arflokksins
» Á meðan meginþorrialmennings áttaði
sig á veikum málstað
Bandaríkjastjórnar
gerði meirihluti Alþing-
is sér ekki grein fyrir
því vegna þess að hann
bjó yfir einhverjum upp-
lýsingum sem aðrir
höfðu ekki.
Huginn Freyr
Þorsteinsson
Höfundur er heimspekingur.