Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 68
68 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn LÆKNIR? JÁ? ÉG KOM ÞESSU EKKI UPP EKKI FREKAR EN KJÚKLINGUR AÐ REYNA AÐ JÓRTRA ÉG FÓRNAÐI MIKLU TIL ÞESS AÐ KOMA OG SPILA Í LEIKNUM ÉG ÁTTI AÐ VERA AÐ ÝTA SYSTUR MINNI UM HVERFIÐ Í KERRUNNI SINNI... NÚNA ER MAMMA MÍN BRJÁLUÐ ÚT Í MIG! EN ÉG GERÐI ÞAÐ FYRIR LIÐIÐ! SKILUR ÞÚ ÞAÐ? ÉG FÓRNAÐI MÉR FYRIR LIÐIÐ! SKILUR ÞÚ ÞAÐ LÍSA! SKILUR ÞÚ ÞAÐ? ER ÞAÐ? HVAÐ ÆTLI FUGLARNIR ÞARNA UPPI SÉU AÐ HUGSA ÉG TRÚI EKKI AÐ ÉG HAFI EYÐILAGT KÍKINN HANS PABBA! VIÐ ERUM DAUÐADÆMDIR VIÐ? HVAÐ VAR PABBI AÐ HUGSA ÞEGAR HANN LEYFÐI MÉR AÐ FÁ HANN? HANN HEFÐI ÁTT AÐ VITA AÐ ÉG MUNDI BRJÓTA HANN! ÞETTA ER ALLT HONUM AÐ KENNA! HVAÐ Á ÉG AÐ GERA? ÞÚ GETUR ALLTAF PRÓFAÐ AÐ LJÚGA ÞAÐ ER RÉTT! EN ÉG VERÐ AÐ FINNA GÓÐA LYGI. ÉG GET EKKI NOTAÐ HVAÐ SEM ER HVERT ERT ÞÚ AÐ FARA? GETTU HRÓLFUR FER ALLTAF NIÐUR Í „GETTU“ ÞEGAR HANN LANGAR Í BJÓR ÞAÐ ER EKKI ÞÚ... HELDUR ÞESSI ASNALEGA TÓNLIST SEM KEMUR Í HVERT EINASTA SKIPTI SEM ÉG OPNA DÓS AF SPÍNATI AULINN ER KOMINN AFTUR ÉG SKAL REYNA AÐ TALA VIÐ HANN, ÉG ER GÓÐ Í SVONA LÖGUÐU HÆ! ÞEGAR ÞÚ VÖKVAR GARÐINN ÞINN, VÆRIR ÞÚ NOKKUÐ TIL Í AÐ SJÁ TIL ÞESS AÐ ÞAÐ SPRAUTIST EKKI VATN Á PALLINN OKKAR ÉG SKAL REYNA EN ÉG HEF RÉTT TIL ÞESS AÐ VÖKVA GARÐINN MINN EINS OG ÉG VIL EN SÁ HÁLFVITI ÉG GET EKKI FARIÐ FRÁ NEW YORK BARA SÍ SVONA! EN ÞETTA ER BARA Á MEÐAN TÖKUR ERU Í GANGI OG ÞÚ ERT HVORT SEM ER HÆTTUR HJÁ BLAÐINU EN ÉG ER EKKI HÆTTUR AÐ VERA KÓNGULÓAR- MAÐURINN OG HANN Á HEIMA HÉR! Blásið verður til hinnar ár-legu Tónlistar- og jóla-veislu í Reykjaskóla dag-ana 8. og 9. desember. Veislustjóri er Gísli Einarsson fréttamaður: „Þetta er fimmta árið í röð sem veislan er haldin og vex hróður hennar með hverju skiptinu,“ segir Gísli sem er þaulvanur í hlut- verki veislustjóra. „Reykjaskóli myndar mjög skemmtilega umgjörð utan um fögnuðinn: þetta er gamall héraðsskóli og verða myndarlegar byggingarnar niðri við sjóinn í Hrútafirðinum mjög jólalegar núna þegar búið er að skreyta þær upp í rjáfur.“ Tónlistin í fyrirúmi Auk þess að bjóða upp á hefð- bundið jólahlaðborð er mikið lagt upp úr góðri tónlistardagskrá í Reykjaskóla: „Maturinn svíkur að sjálfsögðu ekki, en tónlistardagskrá- in skipar óvenjustóran sess. Að þessu sinni eru það úrvalstónlistar- mennirnir í Mannakornum sem sjá um tónlistina, og vita menn að hverju þeir ganga þegar þeir snillingar stíga á svið,“ segir Gísli, en síðustu jól var tónlistin í höndum Ragnheiðar Grön- dal. Sérstakir heiðursgestir í Tónlist- ar- og jólaveislu Reykjaskóla eru Bjarni Harðarson, ritstjóri Sunn- lenska fréttablaðsins, 8. desember, og Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra 9. desember: „Ég veit ekki hvort á að kalla þetta þróunarhjálp, að við skulum flytja inn framsóknar- menn af Suðurlandi,“ gantast Gísli. „En Guðni og Bjarni eru með skemmtilegri framsóknarmönnum og miklir snillingar, með fullri virð- ingu fyrir öllum hinum. Þeir eru stórkostlega skemmtilegir sögu- menn og bind ég miklar vonir við þessa gleðimenn.“ Hálfgert „trend“ Með hverju árinu aukast vinsældir tónlistar- og jólaveislunnar: „Allt ár- ið um kring er fólk að segja mér hversu vel það skemmti sér í veisl- unni. Í upphafi voru það einkum Húnvetningar og nágrannar sem komu til veislunnar, en nú er algengt að fólk geri sér ferð frá höfuðborg- arsvæðinu til að taka þátt í gleðinni. Það má segja að þetta endi með að verða hálfgert „trend“,“ gantast Gísli, en boðið er upp á ágætis gist- ingu í Reykjaskóla: „Þá er ágætt að vakna í Hrútafirði eftir veisluhöld næturinnar, og t.d. bregða sér í prýðisgóða sundlaug staðarins eða líta í gjafavörubúðir á Hvammstanga þar sem oft má finna fágæta hluti og skemmtilegt handverk heimamanna sem ekki er hægt að kaupa í stór- mörkuðunum í borginni.“ Skólahald hófst að Reykjum í Hrútafirði 1931 með stofnun Héraðs- skólans að Reykjum. Stóð skóla- starfið nær óslitið til ársins 1988 að undanskildum árunum 1940 til 1943 þegar breskt setulið hafði aðsetur að Reykjum. Þar eru nú starfræktar skólabúðir á veturna fyrir nemendur grunnskóla. Miðar á Tónlistar- og jólaveisluna í Reykjaskóla eru óðum að seljast upp. Nánari upplýsingar má fá í síma 451 0000. Veisla | Jólatónar og jólamatur í Reykjaskóla í Hrútafirði 8. og 9. desember. Tónlistar- og jólaveisla  Gísli Einarsson fæddist í Lundi í Lundarreykjadal í Borgarfirði 1967. Hann lauk stúdentsprófi frá Samvinnuskól- anum á Bifröst árið 1988. Gísli starfaði um langt skeið við verslunarstörf og sömu- leiðis við landbúnað. Síðustu 10 árin hefur Gísli starfað við fjölmiðla, fyrst í héraðsfréttablaðamennsku og síðar útvarpi og sjónvarpi. Gísli er margreyndur veislustjóri. Eigin- kona Gísla er Guðrún Hilda Pálma- dóttir skrifstofumaður og eiga þau þrjú börn. LeikarinnTobey Maguire hefur íhugað að láta staðar numið við gerð þriðju kvikmyndar- innar um Kóngulóar- manninn og taka ekki þátt í gerð þeirrar fjórðu, en sú þriðja verður frumsýnd á næsta ári. „Spider-Man 3 gæti verið góður staður til að hætta á,“ segir leikarinn sem er ekki samningsbundinn að leika í fleiri myndum um hann Lóa. Hann segir þó ekki útilokað að hann taki þátt í gerð þeirrar fjórðu, hins- vegar séu líkurnar meiri heldur en minni á að sú næsta verði sú síðasta í búningi veggjaprílarans. Maguire, sem er 31 árs, langar gjarnan til að takast á við meira krefjandi hlutverki og þá vill hann einnig verja meiri tíma með fjöl- skyldu sinni. Hann varð faðir í fyrsta skipti í síðasta mánuði þegar unn- usta hans, skartgripahönnuðurinn Jennifer Meyer, eignaðist stúlkuna Ruby Jane. Maguire er þó ekki eini leikarinn sem hefur íhugað að kveðja Kóngulóarmanninn því Kirsten Dunst, sem leikur kærustu Lóa, Mary Jane Watson, segist einnig vera spennt fyrir því að róa á önnur mið og taka þátt í nýjum verkefnum. Fólk folk@mbl.is Bandarísku forsetahjónin, Lauraog George W. Bush, héldu ný- lega móttöku í Hvíta húsinu í Wash- ington, sem venjulega er ekki í frá- sögur færandi. Laura var við þetta tækifæri klædd í dýrindis módelkjól, sem metinn er á rúma hálfa milljón króna. Forsetafrúnni brá síðan held- ur í brún þegar þrjár aðrar konur úr hópi gesta mættu í samkvæmið klæddar í eins kjól. Húsfreyjan brá skjótt við, skrapp afsíðis og skipti um föt en hinar kon- urnar þrjár urðu að sætta sig við hornaugu gestanna um kvöldið. Að sögn fréttamiðla var Lauru þó ekki meira brugðið en svo, að nokkrum dögum síðar, þegar forsetahjónin létu taka af sér mynd fyrir jólakort, fór hún í kjólinn góða og geta les- endur því virt hann fyrir sér á með- fylgjandi mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.