Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Textarnir skipta mun meira máli við útfarir en aðrar athafnir og í þeim efnum er afturhvarf til gömlu góðu sálmanna áberandi núna.“ Pálmi segir ferlið frá andláti til hinstu kveðju byggjast á náinni sam- vinnu margra aðila, þ.e. presta, org- anista, útfararstjóra og starfsfólks kirkjugarðanna. „Það er alltaf sárt að kveðja og því fylgja iðulega djúp- ar tilfinningar. Gildir þá einu hvort um ungt eða gamalt fólk er að ræða. Ef þessi samvinna er góð verður ferl- ið mýkra fyrir þá sem eftir lifa.“ Pálmi segir engum blöðum um það að fletta að allir þessir aðilar leggi sig fram eftir bestu getu. „Það er mikið sómafólk sem vinnur á útfar- arstofum og í kirkjugörðum og það er ákaflega gott að eiga samskipti við það. Hver útfararstofa hefur vita- skuld sinn stíl og sitt persónulega viðmót en allt eru þetta fagmenn fram í fingurgóma og sinna hlutverki sínu af alúð.“ Kristján Valur tekur undir þetta. „Það er grundvallaratriði að um- gangast látinn einstakling af sömu virðingu og lifandi einstakling. Útför snýst ekki aðeins um það að kveðja ástvin endanlega, heldur jafnframt að auðvelda ferðina frá lífi til lífs.“ Ekki í gegnum eldhúsið Kristján Valur bendir á að reglur um þetta séu samt víðast hvar skýr- ari en á Íslandi. „Í Danmörku má t.d. ekki bera látinn mann út í gegnum eldhúsið. Víða eru líka skýrar reglur um það hvað starfsmenn útfar- arstofa mega starfa við meðfram því starfi. Það er t.d. algengt að menn „Ógn var það nú eitthvað frið- sælt og notalegt að vita fólk fara sisona oní jörðina við saung og klukknahríngíng þegar það var búið að lifa.“ Halldór Laxness, Brekkukotsannáll. U m 90% útfara hér- lendis byggjast á kristilegum grunni. Enda þótt fólk hafi kannski ekki í öllum tilvikum verið kirkjurækið um æv- ina tilheyrir það upp til hópa þjóðkirkjunni og vill trúarlega athöfn. Vitaskuld er hægt að velja borgaralega útför án þjón- ustu prests og á hinn látni þá eftir sem áður rétt á legstað í kirkjugarði. Séra Kristján Valur Ingólfsson, for- maður helgisiðanefndar þjóðkirkj- unnar, segir þeim fara fjölgandi sem vilja fá útför á grundvelli annarrar trúar eða jafnvel trúleysis og að sjálfsögðu beri að virða það. „Prestar þjóðkirkjunnar þurfa ekki að koma nálægt útförum og gera það ekki sé nærveru þeirra ekki óskað,“ segir Kristján Valur. Útfararsiðir breytast hægt Allir eru viðmælendur Morg- unblaðsins á einu máli um að útfar- arsiðir breytist mjög hægt á Íslandi. Séra Pálmi Matthíasson, sókn- arprestur í Bústaðakirkju, segir að Íslendingar séu mjög íhaldssamir þegar kemur að kirkjulegum athöfn- um, ekki síst útförum. „Þá leitar fólk mjög sterkt í trúna og skoðar m.a. sálmatexta markvisst í því ljósi. megi hvorki starfa við kjötiðn né hár- greiðslu.“ Kristján Valur segir mikilvægt að reglur séu skýrar og þeim fylgt. „Við þekkjum það vel hér á Íslandi að ef veitt er frávik frá reglu verður frá- vikið fljótt að reglu.“ Kristján Valur segir að í ná- grannalöndunum séu að verða til óvanalegir hlutir sem hann vill síður að teknir verði upp hér á landi. Nefn- ir hann sem dæmi að skjóta dufti lát- ins manns á sporbaug um jörðu. „Í þessum löndum eru að ryðja sér til rúms útfararstofur sem sérhæfa sig í óhefðbundnum útförum sem hafa enga kristilega skírskotun.“ Ein af nýjungunum sem Morg- unblaðið hefur heyrt af hérlendis er að leikin sé myndbandsupptaka af hinum látna við útförina. Kristján Valur kannast við þetta en mælir eindregið gegn því. „Hlutverk útfar- ar er að vinna með huggunina en ekki auka sorgina. Þess vegna tel ég óæskilegt að leiknar séu mynd- eða hljóðupptökur með hinum látna. Það þarf a.m.k. að fara að gát með slíka hluti og hugsa fyrst og fremst um þá sem eru viðstaddir. Það er örugglega ekki í anda hins látna að hrella þá meira en þörf krefur.“ Sorgin ekki góður ráðgjafi Pálmi bendir á að það geti verið viðkvæmt að ræða praktísk atriði við syrgjendur en samt nauðsynlegt. „Prestar þurfa að fara mjög varlega í þessum efnum en mín reynsla er eigi að síður sú að ef maður talar í ein- lægni við fólk þá þiggur það leiðbein- ingar. Syrgjendur eru oft mjög átta- EITT SINN SKAL HVER DEYJA Eitt sinn skal hver deyja. Það er líklega það eina sem við vitum fyrir víst í þessari til- veru. Í hverju samfélagi er til siðs að kveðja þá sem bera beinin með sérstakri athöfn sem hefur fyrst og fremst þann tilgang að styrkja þá sem eftir lifa. Fjöldi manns kemur að jafnaði að þessari athöfn með einum eða öðrum hætti, ættingjar og vandalausir, og brýnt er að vanda til verksins þar sem fáar tilfinn- ingar eru dýpri en tilfinningar syrgjenda. Íslend- ingar eru fastheldnir þegar kemur að útfar- arsiðum og bregða þar síður út af venjunni en í öðrum kirkjulegum athöfnum. Bálförum hefur þó fjölgað á umliðnum árum og það örlar á fleiri nýj- ungum sem falla í misjafnlega frjóan jarðveg. Texti Orri Páll Ormarsson | orri@mbl.is Myndir Kristinn Ingvarsson | kring@mbl.is ÚTFARARSIÐIR Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.