Morgunblaðið - 07.01.2007, Side 25
er sem kemur á óvart er að hann er
hvorki með net né sjónvarp á heimili
sínu.
Perez stendur þó þrisvar til fjórum
sinnum í viku upp frá tölvunni til að
koma fram í sjónvarpi. „Ég fer oft í
viðtöl og er fenginn til að koma með
athugasemdir varðandi atburði líð-
andi stundar í skemmtanaheiminum.
Eftir það kem ég aftur hingað á kaffi-
húsið og vinn fram á kvöld.“
En lífið er líka partí hjá Perez. „Ég
mæti yfirleitt á einn, tvo eða þrjá við-
burði á kvöldi. Eftir það kem ég aftur
á Coffee Bean og fer svo í rúmið milli
klukkan hálfeitt og eitt á kvöldin. Fæ
svona að meðaltali fjögurra til fimm
tíma svefn á nóttu.“
Og það dugar þér?
„Þetta er vissulega þreytandi en ég
elska það sem ég geri og ég vinn líka
fyrir sjálfan mig. Ég hef allt að vinna.
Það er frábært að vinna fyrir sjálfan
sig og hafa engan hangandi yfir sér
með fyrirskipanir. Núna er mik-
ilvægt fyrir mig að leggja hart að
mér. Ég vil hafa sterkan grunn til að
byggja á og gera fleira,“ segir Perez.
Dæmi um það er væntanlegur veru-
leikaþáttur hans, sem verður ein-
hvers konar blanda af The Real
World, The Simple Life, The Surreal
Life og Punk’d.
„Mikil vinna fer í þáttinn rétt eins
og bloggið. Ég er líka framleiðandi,
get ekki bara mætt á staðinn og bros-
að. En vinnan er gefandi og ég held
að þegar þátturinn birtist loks á
skjánum verði fólk mjög ánægt. Ég
get ekki beðið.“
Af öllum þessum viðburðum sem
þú sóttir, hverjir voru þeir skemmti-
legustu á síðastliðnu ári?
„Jafntefli á milli Toronto og Sun-
dance, það var frábært á báðum þess-
um kvikmyndahátíðum. Toronto er
frábær borg og Kanadabúar hafa
tekið svo vel á móti mér. Sundance
var líka algjört ævintýri.“
Mikill vöxtur
Hann segir árangurinn sem náðist
á síðasta ári mjög hvetjandi en fyrir
rúmu ári var hann gjaldþrota. Les-
endahópurinn hefur stöðugt stækk-
að, skrifað hefur verið um hann í
þekktum dagblöðum og tímaritum og
hann lauk árinu með því að vera einn
af kynnum í áramótaþætti MTV í
New York.
Perez er af kúbönskum ættum og
ólst upp í Miami, hann er lærður leik-
ari frá New York University og
reyndi fyrir sér á ýmsum sviðum áð-
ur en hann byrjaði að blogga í fullu
starfi með þessum frábæra árangri.
„Lesendahópurinn heldur enn
áfram að vaxa. Ég hef ekki náð stöð-
ugleika og sem betur fer er lesturinn
ekki enn farinn að minnka.“
Finnurðu fyrir meiri pressu nú
þegar lesendum hefur fjölgað svona
mikið?
„Pressan kemur aðallega frá sjálf-
um mér. Ég hef miklar vonir og
væntingar. Ég vil halda uppi miklum
gæðum. Ein ástæða þess að vefsíðan
er svo vinsæl er að ég legg mjög hart
að mér. Aldrei að vita nema á kom-
andi ári ráði ég einhvern til að vinna
fyrir mig og hún verði enn stærri,
betri og geggjaðri. Ég vona það
besta.“
Hvað myndirðu gera ef Rupert
Murdoch byði milljónir dala í Perez-
Hilton.com?
„Ég myndi selja með ákveðnum
skilyrðum. Til dæmis þyrfti ég að
halda skapandi valdi yfir vefnum og
geta tekið fullan þátt. Ef það að selja
gerði vöruna betri er það þegar allt
kemur til alls betra fyrir lesendur.“
Margir traustir heimildarmenn
Stór þáttur af því hversu margar
fréttir Perez bloggar á dag má rekja
til þess að hann á marga trausta
heimildarmenn. Hvað er mikilvægast
við það að byggja upp og viðhalda
góðu samskiptaneti?
„Vera heiðarlegur og brenna engar
brýr að baki sér,“ segir hann ákveðið.
En hvaða áhrif hefur það að vera
orðinn þekktur sjálfur? Forðast fólk
þig eða leitar það frekar til þín?
„Það hjálpar frekar en hitt. Þegar
ég fer út heilsar fólk frekar upp á
mig. Þannig aflar maður sér smám
saman nýrra sambanda. Á endanum
snýst þetta um hversu marga ég er
með í adressubókinni minni og get
hringt í þegar ég heyri eitthvað frétt-
næmt.“
Reynir fólk að ljúga að þér?
„Það gerist sem betur fer ekki oft
og ég þekki lygi á löngu færi.“
Sérðu eftir einhverju sem þú hefur
skrifað á vefinn?
„Nei, ég sé ekki eftir neinu,“ svar-
ar hann hratt. „Sem betur fer ekki.
Það þýðir ekki að vera of tilfinn-
inganæmur í þessum bransa.“
Helst það í hendur við að Perez
tekur athugasemdir blogglesendanna
engan veginn til sín. Margar þeirra
eru illkvittnar og beinast gegn hon-
um persónulega. „Ég hef bara gaman
af þessu. Mér er alveg sama hvað
fólki finnst á meðan það les vefsíðuna
mína.“
Lögsókn eins og höfuðverkur
Aukinn lestur bloggsins þýðir að
fleiri fylgjast með henni og ekki eru
allir vinveittir. Öllu gamni fylgir al-
vara en Perez hefur verið lögsóttur af
X17 Inc. fyrir ólöglega notkun á
myndum fyrirtækisins og krefst fyr-
irtækið tugmilljóna króna í skaða-
bætur.
„Þetta er höfuðverkur en þegar
maður fær höfuðverk tekur maður
eitthvað við honum og vonast eftir því
að hann hverfi. Ég tek lyf, er búinn
að fá hóp lögfræðinga til að hjálpa
mér. Vonandi hverfur þetta. Ef ekki,
þá tekst ég á við það eins og maður.
Viltu eitthvað spá í spilin fyrir
komandi ár?
„Ég held að Perez Hilton verði stór
2007,“ segir hann og hlær. „Annars
veit ég ekki, það er alltaf eitthvað
óvænt í þessu.“
Samloka Perez í
systrasamloku með
söngfuglunum Ashlee
og Jessicu Simpson.
Stuð Perez hittir marga í veisl-
unum sem hann sækir á hverju
kvöldi en hér er hann með Mary-
Kate Olsen. Hann skrifar mikið um
báðar tvíburasysturnar.
» Það mikilvægasta við
að byggja upp og við-
halda góðu samskipta-
neti er að vera heiðar-
legur og brenna engar
brýr að baki sér.
ingarun@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 25
ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
sjóðnum á árinu 2007
Þjóðhátíðarsjóður, sem starfar samkvæmt skipulagsskrá nr. 361 frá
30. september 1977 með áorðnum breytingum, var stofnaður í tilefni
af 1100 ára búsetu á Íslandi 1974.
Tilgangur sjóðsins er:
● að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verk-
efni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og
menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf.
Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til
þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur
opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.
Á næstu fimm árum, frá og með árinu 2007, mun sjóðurinn hafa um
20 m.kr. á ári til úthlutunar styrkja. Úthlutunum úr sjóðnum lýkur að
þeim tíma liðnum, þ.e. árið 2011 og er þá reiknað með að sjóðurinn
hafi þegar úthlutað öllu fé sínu í samræmi við tilgang hans.
Umsóknir
Gerðar eru skýrar faglegar og fræðilegar kröfur til umsækjenda. For-
gang hafa verkefni sem undirbúin hafa verið svo að vinna við þau geti
hafist innan árs frá úthlutun.
Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum.
Þau má finna á vefsíðu Seðlabanka Íslands www.sedlabanki.is (sjá
Seðlabanki Íslands - Þjóðhátíðarsjóður). Ennfremur má nálgast eyðu-
blöð í afgreiðslu Seðlabankans, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2007 og verður úthlutað úr
sjóðnum í ofanverðum maí 2007. Umsóknir skal senda Þjóðhátíðar-
sjóði, Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir ritari sjóðsins í síma 569 9622 eða á
netfanginu: thjodhatidarsjodur@sedlabanki.is.
Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs
Bókmenntaverðlaun
Tómasar
Guðmundssonar
2007
Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að
keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs
2007.
Verðlaun að upphæð 600 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit.
Þriggja manna dómnefnd metur verkin; Kolbrún Bergþórsdóttir, formaður tilnefnd af borgarráði,
Þorsteinn Davíðsson tilnefndur af menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Sveinn Yngvi
Egilsson tilnefndur af Rithöfundasambandi Íslands.
Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður. Sé dóm-
nefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að
gera verði til verðlaunaverka, má fella verðlaunaafhendingu niður það ár. Handritum sem keppa til verð-
launanna þarf að skila merktum dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi.
Handrit berist í síðasta lagi 1. júní 2007.
Utanáskrift:
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar b.t. Signýjar Pálsdóttur, skrifstofustjóra menningarmála,
Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Vesturgötu 1, 2.hæð, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu menningarmála s. 5901520 og 5901521.
MENNNINGAR- OG FERÐAMÁLASVIÐ
Umrædd Bloggarinn
mikli ásamt tveimur um-
töluðustu konum heims á
síðasta ári, Nicole Richie
og Lindsay Lohan.