Morgunblaðið - 07.01.2007, Side 46
46 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
564 6464
Síðumúla 24 • 108 Reykjavík
hof@hofid.is • www.hofid.is
Guðm. Björn Steinþórsson
lögg. fasteignasali
Jón Guðmundsson sölustjórifasteignasala
Skipasund 45 - Opið hús
Glæsilega endurnýjað einbýlishús ásamt góðum bílskúr. Aðalhæðin skiptist í flísa-
lagða forstofu, hol og þrennar stofur með massífu eikarparketi, fallegt eldhús með
hvítri sprautulakkaðri innréttingu, innaf holi er flísalögð snyrting. Í risi eru þrjú rúmgóð
parketlögð svefnherbergi og fallegt baðherbergi með baðkari. Kjallarinn er skráður
sem sér 2ja-3ja herbergja íbúð en er í dag nýttur með aðalíbúðinni sem þrjú stór
svefnherbergi, hol/vinnuherbergi, snyrting og sturtuaðstaða svo og þvottahús.
Verð 69 millj.
Opið hús í dag á milli kl. 14 og 15.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Fallegt og vel við haldið 160 fm
einbýlishús, tvær hæðir og kjall-
ari, á þessum eftirsótta stað í
austurborginni. Á aðalhæð eru
m.a. samliggjandi skiptanlegar
stofur og eldhús, uppi eru 4 her-
bergi og flísalagt baðherbergi og
í kjallara eru nýlega endurnýjað
baðherbergi, rúmgóð stofa, lítið
eldhús og 1 herbergi. Möguleiki
er að nýta kjallara hússins sem sér 2ja herb. íbúð. Austursvalir út af
efri hæð. Húsið er klætt marmarasalla að utan. Falleg ræktuð lóð með
hlöðnum veggjum. Sökklar að bílskúr komnir. Verð 44,9 millj.
Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag,
frá kl. 14-16.
Verið velkomin.
LITLAGERÐI 9
Opið hús í dag frá kl. 14-16
Barónsstígur 47 - Heilsuverndarstöðin
Til sölu eða leigu fasteignin Barónsstíg 47, sem hefur fram að þessu hýst Heilsuverndarstöðina í Reykjavík.
Fasteignin er samtals að gólffleti 4.625 fm og er byggð á árunum 1949 til 1955, höfundarverk arkitektanna Einars
Sveinssonar og Gunnars H. Ólafssonar og er eitt þekktasta kennileiti í borginni.
Eignin skiptist vegna byggingarlags í þrjár álmur: Aðalbygging hússins liggur meðfram Egilsgötu og er fjórar hæðir, kjallari
og ris, álma við Barónsstíg sem er tvær hæðir og álma að Egilsgötu, tvær hæðir og kjallari.
Húsið er sniðið að þörfum heilsugæslu en getur
hentað undir hvers konar skrifstofu - og þjónustustarfsemi.
Eignin er laus til afhendingar í desember nk.
Nánari upplýsingar veitir Jón Guðmundsson.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
TIL SÖLU EÐA LEIGU
Bridsfélag Kópavogs
Fyrsta spilakvöld ársins var eins
kvölds tvímenningur með þátttöku
16 para. Efstu pör í NS:
Arngunnur Jónsd. – Guðrún Jóhannesd.
206
Eiður M. Júlíusson – Júlíus Snorras. 198
Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss.
182
AV:
Guðni Ingvarss. – Halldór Einarsson 213
Baldur Bjartmarss. – Halldór Þorvaldss.
194
Eðvarð Hallgr. – Guðlaugur Bessas. 188
Næsta fimmtudag hefst svo fjög-
urra kvölda barómetertvímenning-
ur og er ein aðalkeppni vetrarins.
Skráning hjá Lofti í s. 897-0881.
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni var spiluð í
Ásgarði, Stangarhyl, fimmtud. 4.1.
Þetta var fyrsti spiladagur ársins.
Spilað var á 12 borðum.
Árangur N–S
Jón Bjarnar – Jón Jóhannsson 237
Bragi Björnsson – Albert Þorsteinss. 235
Ægir Ferdinandsson – Auðunn Guðmss.
234
Árangur A–V
Viggó Nordqvist – Gunnar Andréss. 264
Þröstur Sveinsson – Jón Lárusson 239
Björn E. Péturss. – Gísli Hafliðason 237
Meðalskorin var 216 stig.
Nýárstvímenningur BA
Þriðjudaginn 2. janúar fór fram
eins kvölds tvímenningur hjá Brids-
félagi Akureyrar, með þátttöku 16
para, til að koma spilurum í gang
eftir hátíðarnar. Nýársmeistarar
2007 urðu Sveinn og Haukur eftir
góða lokasetu gegn Helga og Gylfa:
Sveinn Aðalgeirss. – Haukur Harðars. 50
Gylfi Pálsson – Helgi Steinsson 36
Páll Þórsson – Frímann Stefánsson 31
Björn Þorláksson – Jón Björnsson 25
Pétur Guðjónsson – Jónas Róbertss. 15
Næsta þriðjudag hefst Akureyr-
armótið í sveitakeppni og er það
fimm kvöld. Pör, sveitir eða stakir
spilarar skulu hafa samband sem
fyrst við Víði í síma 8977628 og þá
verður þessu púslað saman.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Fréttir á SMS
ÉG VIL nú byrja á því að óska
Kristjáni og öðru starfsfólki Krabba-
meinsfélags Íslands (KÍ) gleðilegs
árs og þakka fyrir liðið.
Grein Kristjáns kom mér á óvart
rétt fyrir hátíðirnar og
þar sem ég var kominn
í jólaskapið, en hann
ekki að því er virðist,
ákvað ég að svara
Kristjáni á nýju ári.
Að sjálfsögðu er það
rétt hjá Kristjáni að ég
sem óbreyttur fé-
lagsmaður í einu af
stuðningsfélögum KÍ
veit ekki mikið hvað er
að gerast, ef nokkuð, í
forvarnarmálum
krabbameinsgreindra.
Upplýsingar sem ég
hef aðgang að eru ein-
ungis fengnar af
heimasíðu KÍ. Aðal-
fundur KÍ er lokaður
nema völdum ein-
staklingum frá 30 að-
ildar- og stuðnings-
félögum KÍ. Og
yfirleitt eru þetta
sömu fulltrúarnir ár
eftir ár.
Hvar er söfn-
unarféð?
Það er ekki rétt að skrif mín um
KÍ hafi byrjað vegna gjaldtöku LSH
af krabbameinsgreindum, heldur
vegna fjársöfnunar KÍ 2001 og hvar
peningarnir væru nú fimm árum
seinna. Margir krabbameinsgreindir
lögðu til sjálfboðavinnu vegna þess-
arar söfnunar, ekki síst vegna þess
að þeim var lofað að peningarnir
yrðu nýttir til endurhæfingar og
bættrar félagslegrar aðstöðu fyrir
krabbameinsgreinda. Sú varð ekki
raunin og nú í dag virðist enginn
geta svarað því hjá KÍ hvar pening-
arnir eru.
Þar sem ég hef ekki skrifað mikið
um leitarstarf KÍ get ég ekki tekið
undir það sem Kristján skrifar að
vanþekking mín leiði til fleiri greina.
Og svo er það músin!
Síðan kemur besti parturinn í
svari Kristjáns og það er þetta með
músina. Undanfarin 25 ár hef ég
margar utanlandsferðirnar farið
bæði í einkaerindum og vegna við-
skipta. Í viðskiptaferðum er algengt
að greiddir séu dagpeningar eins og
mun hafa verið í þessari ferð Krist-
jáns til New York. Þá sparar maður
svo maður græði sem mest af dag-
peningunum sem eru um og yfir 20
þús. á sólarhring. En aldrei hef ég
sparað svo að mýs eða rottur séu
hlaupandi um gólfið á meðan ég
snæddi. Og segja svo frá því finnst
mér kyndugt. Að líkja mér við mús
segir miklu meira um Kristján en
mig. Allir sem þekkja mig vita að ég
er tveir metrar að hæð og yfir 100 kg
að þyngd. Ekki beint músarlegur!
Skoðanafrelsið
Aftur á móti er það rétt hjá Krist-
jáni að við búum í frjálsu landi þar
sem skoðanafrelsi ríkir. Það virðist
samt fara í taugar Kristjáns þar sem
skoðun hans virðist vera að allir eigi
að vera á sömu skoðun. Hann meira
að segja lýsir því yfir að
hann ætli ekki að svara
fleiri greinum frá mér.
Þetta minnir mig
mikið á greinaskrif
hans á móti alþing-
ismanninum Sigurði
Kára Kristjánssyni þar
sem Sigurður kom með
ábendingu um að við
smíði frumvarps um
bann við reykingum á
veitingastöðum skyldi
fara með varúð. Um-
ræðan mætti ekki vera
með öfgum. Kristján
var nú ekki sammála
Sigurði og greinaskrifin
urðu eins og hver önnur
framhaldssaga á síðum
Morgunblaðsins.
Aðgát skal höfð í
nærveru sálar
Grein Kristjáns er að
mínu mati skrifuð í
miklu fljótræði og hefði
betur verið geymd en
send til Morgunblaðs-
ins. Samt verður að
virða skoðanafrelsið og skoð-
anafrelsið getur stundum farið með
fólk í ógöngur.
Það sem ég var að setja fram í
grein minni 18. des. síðastliðinn var
að ég væri sammála framkvæmda-
stjórn LSH um að færa brjósta-
krabbameinsleit úr Skógarhlíð 8,
KÍ-húsinu, og upp á LSH. Mér
nefnilega hefur verið tjáð af konum
sem þurft hafa að fara í hús úti í bæ í
brjóstakrabbameinsleit og síðan ver-
ið sendar upp á LSH í meðferð ef
þær greinast, að þeim finnist vinnu-
brögð höstug og ómannúðleg hjá
leitarstöðinni. Eins er athyglisvert
að LSH skuli ekki sjá um brjósta-
krabbamein og aðrar skoðanir leit-
arstöðvarinnar þar sem bæði KÍ og
LSH eru á fjárlögum frá ríkissjóði.
Allur launakostnaður KÍ er greiddur
af ríkissjóði. Betri þjónustu og
umönnun færðu ekki en hjá starfs-
fólki LSH þar sem allir fagaðilar
sem leita þarf til sýna hverjum og
einum einstaklingi einstaka nær-
gætni.
Vísindastofnun?
KÍ er vísindastofnun og sam-
kvæmt lögum þess kemur það skýrt
fram. Þar segir í 2. grein laga:
1. Stuðla að þekkingu um krabba-
mein og krabbameinsrannsóknir.
2. Efla krabbameinsrannsóknir
m.a. með söfnun og vísindalegri úr-
vinnslu upplýsinga.
3. Beita sér fyrir leit að krabba-
meinum á byrjunarstigi.
4. Styðja framfarir í meðferð
krabbameina og umönnun krabba-
meinssjúklinga.
Þarna kemur það hreint og klárt
fram að KÍ er vísindamiðstöð en ekki
hagsmunaaðili fyrir krabbameins-
greinda og baráttu okkar fyrir t.d.
afnám gjaldtöku af göngudeild LSH.
Að lokum langar mig að segja að
því fylgir ábyrgð að vera doktor í
krabbameinslækningum og einn af
forsvarsmönnum Lýðheilsustöðvar.
Hvað menn segja og láta frá sér á
opinberum vettvangi er vert að
hugsa um ef menn vilja halda reisn
og virðingu annarra. Að tala/skrifa
niður til fólks með hroka og nið-
urlægingu setur viðkomandi ekki á
hærri stall. Hroki t.d. kemur af litlu
sjálfsöryggi.
Vegna greinar
Kristjáns
Sigurðssonar
Haukur Þorvaldsson svarar
grein Kristjáns Sigurðssonar
Haukur Þorvaldsson
» Grein Krist-jáns er að
mínu mati skrif-
uð í miklu fljót-
ræði og hefði
betur verið
geymd en send
til Morgun-
blaðsins.
Höfundur er krabbameinsgreindur
öryrki.