Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Linda Axels-dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum 9.
mars 1921. Hún
lést á líknardeild
Landakotsspítala
23. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Sigríður Guðbjörg
Jónsdóttir f. á
Stokkseyri 1896, d.
1961, og Axel
Bjarnasen, f. í
Vestmannaeyjum
1895, d. 1967.
Linda giftist 23. september
1944 Sigurði E. Finnssyni, kenn-
ara og skólastjóra í Vest-
mannaeyjum, f. 30. apríl 1921,
d. 31. ágúst 1962. Börn Lindu
og Sigurðar eru: 1) Sigríður f.
2. mars 1945, gift Magnúsi Mar-
íssyni, börn: a) Sigurður Freyr,
maki Sigríður Hjördís Jörunds-
dóttir, eiga þau tvö börn. b)
Linda Mjöll, á tvo syni, maki
Leon S. Kemp. c)
Hildur, maki
Fannar Ríkarðs-
son, þau eiga eina
dóttur. 2) Svan-
hildur f. 13. mars
1950, gift Gylfa
Guðmundssyni,
dætur þeirra: a)
Íris Mjöll, maki
Njörður Ingi Snæ-
hólm, eiga þau tvö
börn. b) Erla Rós,
maki Pétur Thor
Gunnarsson, þau
eiga eina dóttur.
3) Axel Finnur f. 21. ágúst
1959, kvæntur Elínborgu Sig-
urðardóttur, synir þeirra: a)
Tómas Andri, b) Arnar Kári.
Árið 1963 stofnaði Linda
heimili með Mikael Sigurðssyni,
f. 24. mars 1922, d. 22. mars
1993. Börn hans: Sigmar, Anna
Sigrún, Ragnhildur og Sólveig.
Útför Lindu fór fram í kyrr-
þey 5. janúar.
Elsku besta vinkona mín, hún
amma mín, hefur kvatt þennan
heim.
Lífið er ótrúlegt, og hve sárt
það er að missa ástvin er ólýs-
anlegt.
Ég er þakklát fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Það er ekkert sem jafnast á við
heimsóknirnar til hennar ömmu,
það var svo friðsælt og gott að
vera í kringum hana, enda sótti ég
mikið í félagsskap hennar. Alltaf
tók hún mér opnum örmum og
tilbúin að hlusta á það sem á daga
mína hafði drifið, og spjalla um
það sem var að gerast í þjóðfélag-
inu. Minningarnar hrannast upp í
huga mér, bíltúrarnir austur,
sundferðirnar, göngutúrarnir, ut-
anlandsferðirnar, lautarferðirnar,
mildur hláturinn, tindrandi blikið
í augunum og fallega brosið. Hún
amma mín var yndisleg.
Elsku amma, sæta góða, guð
geymi þig.
Hóglega, hæglega,
á hafsæng þýða,
sólin sæla,
síg þú til viðar.
Nú er um heiðar
himinbrautir
för þín farin
yfir frjóvga jörð.
Vekur þú von
og vekur þú bæn,
er þú í ljóma
líður af himni,
aftur í ljóma
upp að renna;
þökk er og lofgjörð
á þinni leið.
Hníg þú hóglega
í hafskautið mjúka,
röðull rósfagur,
og rís að morgni,
frelsari, frjóvgari,
fagur guðs dagur,
blessaður, blessandi,
blíður röðull þýður!
(Úr Sólsetursljóði.)
Ástarkveðja, þín
Íris Mjöll.
Elsku amma. Það er sárt að
kveðja þig. En ég á ótalmargar
góðar minningar til að ylja mér
við. Minningar frá því ég var lítil
og þú varst að segja mér
skemmtilegar sögur frá Eyjum og
þegar við lékum okkur við að taka
viðtöl upp á kassettur. Það var
alltaf svo gaman að fara með þér í
sund og það var líka alltaf gaman í
ferðalögum eða dagsferðum sem
við fjölskyldan fórum saman. Oft
sé ég þig fyrir mér standa í eld-
húsinu heima hjá okkur þegar ég
kom heim úr skólanum. Það þótti
mér skemmtilegt, þegar þú varst
óvænt komin í heimsókn og bak-
aðir fyrir okkur skonsur.
Þú vildir alltaf hafa fallegt í
kringum þig og vildir hafa mikið af
litum. Þú varst líka alltaf tilbúin
að segja þína skoðun á hlutunum
og bentir mér iðulega á það að
vera ekki í litlausum fötum, litirnir
væru mikið fallegri. Já, þú hikaðir
ekki við að segja hvað þér fannst
og ég mun alltaf muna eftir og
reyna að fara að ráðum þínum.
Ég á eftir að sakna þess að
heyra í þér og spjalla við þig. Eða
að sitja með þér í sólinni úti í garði
hjá mömmu og pabba. Símtölin og
heimsóknirnar voru kannski ekki
nógu margar en við gátum samt
alltaf spjallað lengi. Mér fannst
svo skemmtilegt hvað þú fylgdist
vel með öllu og hafðir gaman af að
ræða um daginn og veginn.
Elsku amma, takk fyrir allt
saman. Ég veit þú munt taka vel á
móti okkur öllum þegar þar að
kemur.
Ástarkveðjur frá þinni Monu
Lisu.
Erla Rós Gylfadóttir.
Elsku Ammý, þú varst alltaf svo
góð við okkur. Við gerðum svo
margt skemmtilegt saman og okk-
ur þótti svo gaman að koma í
heimsókn til þín. Alltaf áttirðu
tíma fyrir okkur og varst til í að
setjast á gólfið hjá okkur og leika
við okkur. Við munum aldrei
gleyma þér.
Takk fyrir allt, elsku besta
Ammý, við söknum þín.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þín barnabarnabörn,
Elma Sól, Svandís Lilja
og Njörður Örn.
Kæra vinkona, ég vil þakka þér
fyrir að hafa fengið að eiga þig
sem vinkonu, og allar þær góðu
stundir sem við áttum saman.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Guð blessi minningu þína. Ég
sendi aðstandendum innilegustu
samúðarkveðjur.
Sigurbjörg.
Linda
Axelsdóttir
Mig langar að minn-
ast Sigrúnar Guð-
mundsdóttur, Siggu frænku. Hún
Sigga frænka var systir hennar ömmu
minnar í Garðinum, Lilju Vilhjálms-
dóttur. Þær voru ættaðar frá Ísólfs-
skála við Grindavík. Systur hennar
ömmu voru 8, en bræðurnir 3 sem
lifðu. Þessi systkini voru öll einstak-
lega dugleg og vinnusöm og systurnar
miklir kvenskörungar, ég segi alltaf
það þaðan komi dugnaðargenið. Syst-
urnar höfðu allar mjög gaman af því að
punta sig og vera fínar en Sigga og
Munda voru mestu skvísurnar í mín-
um augum.
Ég var send 12 ára til Grindavíkur
til að vera með jólamarkað fyrir móður
mína og fékk að vera hjá Siggu
frænku, en hún var þá nýlega búin að
missa Guðstein manninn sinn. Sigga
dekraði við mig og lét mér líða eins og
prinsessu þessa daga sem ég var hjá
henni. Ég held að hún hafi verið glöð
Sigrún Rakel
Guðmundsdóttir
✝ Sigrún RakelGuðmundsdóttir
fæddist á Hrauni í
Grindavík 9. maí
1916. Hún lést á
sjúkradeildinni í
Víðihlíð, dval-
arheimili aldraðra,
að morgni gaml-
ársdags og var út-
för hennar gerð frá
Grindavíkurkirkju
6. janúar.
að hafa einhvern til að
stjana við og hálfvor-
kennt mér að vera að
standa í þessu svona
ung. Milli okkar mynd-
aðist strengur og alltaf
þegar við hittumst
minntist Sigga á hversu
gaman hún hafði af því
að hafa mig þennan
tíma.
Ég var mjög stolt og
montaði mig oft af því
að því að hún Sigga
frænka var fyrsti kven-
hreppstjórinn en hún
tók við því embætti af manninum sín-
um. Hún var alveg einstaklega lifandi
og skemmtileg, dálítið ör og það var
aldrei lognmolla í kringum hana. Tal-
aði hratt og hló mikið. Þegar hún hætti
að kenna var hún á fullu í félagslífi,
sagðist ekki hafa tíma til að vera gam-
almenni.
Ég get því miður ekki verið við
jarðaförina en þakka frænku minni
fyrir samfylgdina og hversu góð hún
var mér alltaf. Elsku Guðrún, Börkur
og börn og barnabörn, ég samhryggist
ykkur innilega.
Hulda Hauksdóttir.
Kveðja frá Grunnskóla
Grindavíkur
Sigrún Guðmundsdóttir kennari
lést í Grindavík á gamlársdag. Sigrún
lauk kennaraprófi árið 1936, hóf
kennslu í Grindavík árið 1937 og
kenndi með stuttum hléum allt til árs-
ins 1987 þegar hún, 71 árs, hætti loks
alveg að kenna. Sigrún var alla tíð afar
áhugasöm og drífandi í kennslunni og
átti gott með að ná til nemenda. Hún
bar hag þeirra mjög fyrir brjósti og
var óhrædd við að fara ótroðnar slóðir
og prófa nýja hluti. Hún var dugleg við
að setja upp sýningar með nemendum
sínum og voru nemendur hennar
óhræddir við að koma fram. Í kenn-
arahópnum var Sigrún hrókur alls
fagnaðar, alltaf kát og skemmtileg og
var dugleg að bjóða samstarfsfólkinu
heim. Sigrún bjó nánast á skólalóðinni
og var hún góður nágranni. Okkur í
skólanum þótti nemendur stundum
gerast fullágengir þegar þeir voru að
fara inn á lóð hennar til að leika sér.
Eitt sinn þegar það gerðist fékk við-
komandi kennari Sigrúnu til að koma
inn í bekkinn og ræða við börnin og
var markmiðið að fá börnin til að leika
sér annars staðar. En þá sagði Sigrún
þeim að þau væru svo sannarlega vel-
komin á sína lóð og mættu alveg leika
sér þar. Þannig var hún, alltaf svo já-
kvæð. Nemendur skólans virtu Sig-
rúnu mikils og seinni árin hjálpuðu
þeir henni oft við að moka snjó og ýta
bílnum hennar þegar hún þurfti á að
halda.
Við í Grunnskóla Grindavíkur minn-
umst Sigrúnar Guðmundsdóttur með
virðingu, hennar lífsstarf var ærið en
hún kom að menntun a.m.k. þriggja
kynslóða Grindvíkinga og hafi hún
hjartans þakkir fyrir það. Guðrúnu
dóttur hennar og öllum öðrum að-
standendum sendum við innilegar
samúðarkveðjur og biðjum þeim guðs
blessunar.
Stefanía Ólafsdóttir.
✝ Guðrún Jóna Sæ-mundsdóttir
fæddist á Neistastöð-
um í Flóa 5. október
1924. Hún lést á
Kirkjuhvoli á Hvols-
velli 4. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Sæ-
mundur Jónsson, f.
1891, d. 1964, og
Þuríður Björnsdóttir,
f. 1888, d. 1971. Hálf-
systkini Guðrúnar
sammæðra voru Elín
Björg, f. 1906, d.
1973, Anna Sigurbjörg, f. 1909, d.
1932, Sigurður, f. 1910, d. 1944, Gróa
Jakobína, f. 1913, d. 2000, Laufey, f.
1915, d. 2004. Alsystir Vilborg, f.
1928, d. 1999, og drengur, tvíburi við
Vilborgu, andvana fæddur.
Guðrún giftist 5. september 1945
Guðmundi Finnbogasyni, f. á Eski-
firði 3. júlí 1923. Þau eignuðust sex
börn, þau eru: 1) Sæmundur Þór, f.
mundur, í sambúð með Guðrúnu
Ásu Kristleifsdóttur og c) Sara
Kristín. 5) Svanur, f. 1955, kvæntur
Kristjönu Ólöfu Valgeirsdóttur, bú-
sett á Hellu, dóttir hans og Fannýjar
Kristínar Heimisdóttur er, a) Guð-
rún María, hún á tvö börn, dóttir
hans og Hansínu Gísladóttur er, b)
Rakel, gift Hauki Gunnarssyni, þau
eiga tvær dætur, dætur hans og
Ingibjargar Hjartardóttur, c) Berg-
lind, d) Hrönn, dætur hans og Krist-
jönu Ólafar, e) Ragnheiður Ósk og f)
Halla Þórdís. 6) Sigurborg Svala, f.
1957, gift Sigurði Rúnari Ívarssyni,
búsett í Mosfellsbæ, synir þeirra eru,
a) Egill og b) Kári.
Guðrún Jóna flutti í Einarshús á
Eyrarbakka 11 ára gömul, með for-
eldrum sínum og Vilborgu systur
sinni. Hún lauk gagnfræðaprófi frá
Reykjaskóla í Hrútafirði. Á Eyr-
arbakka byrjaði hún einnig búskap
með Guðmundi þar til þau fluttu á
Selfoss þar sem þau bjuggu til ársins
2000 þegar þau fluttu á Hvolsvöll.
Guðrún var heimavinnandi hús-
móðir allt sitt líf, hún starfaði með
Kvenfélagi Selfoss í mörg ár og
einnig með Leikfélagi Selfoss.
Útför Guðrúnar Jónu var gerð í
kyrrþey frá Eyrarbakkakirkju 22.
desember.
1946, kvæntur Báru
Jónasdóttur, búsett í
Reykjavík. Dóttir
þeirra er Guðrún Jóna,
gift Smára Stefánssyni,
þau eiga tvær dætur. 2)
María Erla, f. 1947, bú-
sett í Mosfellsbæ. Börn
hennar og Jóhanns
Guðmundssonar eru, a)
Jóhanna Margrét, gift
Guðlaugi Magnússyni,
þau eiga þrjá syni, b)
Guðmundur, og með
Vilberg Guðmunds-
syni, c) Lára Steinunn.
3) Hildur, f. 1949, búsett á Selfossi,
dætur hennar og Jóns Grétars Guð-
mundssonar eru, a) Aníta, gift Sig-
urði Magnússyni, hún á tvo syni og b)
Íris, í sambúð með Jóni Elvari Núma-
syni, þau eiga þrjá syni. 4) Finnbogi,
f. 1954, kvæntur Sigríði Matthías-
dóttur, búsett á Selfossi, börn þeirra
eru, a) Ívar Freyr, í sambúð með
Söndru Rán Garðarsdóttur, b) Guð-
Elsku amma, mig langar að kveðja
þig með nokkrum góðum minningum
síðan að ég var lítil stelpa.
Þá ber hæst allar ferðirnar sem
þið afi fóruð með okkur barnabörnin
í Skarfanes á Rússajeppanum góða.
Ferðin byrjaði alltaf heima hjá ykkur
og þar var öllum krakkaskaranum
hrúgað inn í bílinn og lagt af stað.
Þegar við vorum alveg að komast á
áfangastað þá var byrjað að hrópa
ferfalt húrra rétt áður en sást í
Skarfaneskofann, svo var gist í kof-
anum alla helgina og farið í skemmti-
lega leiki og þú tókst alltaf fullan þátt
í þessu öllu saman með okkur barna-
börnunum, alltaf jafnlétt á fæti og til
í alls konar sprell með okkur. Þetta
er ein af góðu minningunum um
hversu skemmtileg og hugmyndarík
þið afi voruð. Þú varst frábær sögu-
maður – það var alltaf svo gaman að
hlusta á þig og afa segja sögur, þið
gerðuð það alltaf svo skemmtilega að
þær voru orðnar nánast að leikriti
þegar sagan var loksins búin. Ég
gleymi heldur ekki þegar ég var
u.þ.b. 8 ára og þú fórst með mér út á
róló og þú amman skelltir þér á jafn-
vægisstöngina og hékkst þar á fót-
unum og lékst apa fyrir mig, mér
fannst það ekkert smá fyndið að
amma gamla skyldi vera svona liðug
og geta þetta. Síðan var það keppnin
um það hvor gæti rólað hærra og
ekki mátti svo gleyma að renna sér
nokkrar ferðir í rennibrautinni, það
myndu ekki allar ömmur gera sér
ferð á róló í dag með barnabarnið og
snúa sér nokkra hringi á jafnvæg-
isstönginni.
Að koma heim til ykkar var alltaf
gaman, heita góða kakóið eða öllu
heldur kókóið eins og þú kallaðir það,
sem þú bjóst til handa mér. Ég skil
ekki enn þann dag í dag hvernig þú
fórst að því að búa til svona gott
kókó, ég er alveg viss um að þú hefur
verið með eitthvert töfrakókó sem þú
bjóst til alveg sjálf frá grunni, besta
kókó í heimi. Ekki má gleyma ísferð-
unum út í bílskúr, frystikistan alltaf
full af Hnetu Toppís frá Kjörís, ég
kom aldrei til ykkar án þess að það
væri komið við í bílskúrnum til að fá
ís. Búningarnir ofan í kistlinum í
anddyrinu, Mikki refur og Rauð-
hetta, það voru ófá skiptin sem við
frændsystkinin lékum okkur með því
að klæða okkur upp í þessa búninga,
meira að segja þú tókst það stundum
að þér að leika Mikka ref og eltir
okkur krakkana um allt hús. Og allir
hattarnir og kjólarnir sem við mátt-
um leika okkur með, þú varst alltaf
svo þolinmóð við okkur, það var ekki
séns að okkur gæti leiðst að vera hjá
ykkur, alltaf nóg um að vera. Einnig
varstu mjög dugleg í höndunum, þú
meðal annars saumaðir á mig lúffur
úr gæruskinni sem voru alveg spes
og oftast fékk ég húfu í stíl við lúff-
urnar líka, ekki má gleyma gæsad-
únsænginni og koddanum sem þú
saumaðir handa mér þegar ég var
nýfædd, fyrir rúmum 33 árum, og
báðar stelpurnar mínar notuðu
sængina og koddann þegar þær voru
nýfæddar. Mér finnst alveg frábært
að eiga eitthvað sem þú bjóst til og er
jafngamalt mér og þetta mun ég
geyma vel svo að barnabörnin mín,
sem vonandi verða einhver, fái að
njóta þess líka eins og við stelpurnar
mínar gerðum.
Svona get ég haldið endalaust
áfram en ég ætla að láta þetta sem
hér að ofan er komið duga og geyma
restina af minningunum um þig á
góðum stað.
Guð geymi þig, amma mín.
Þín
Guðrún Jóna Sæmundsdóttir.
Guðrún Jóna
Sæmundsdóttir