Morgunblaðið - 23.02.2007, Síða 1
STOFNAÐ 1913 53. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
UPPREISN ÆRU
ÍSLENSKA GEITIN ER MANNBLENDIN OG
KANN ÞVÍ VEL AÐ VERA KNÚSUÐ >> 28
ÚR HARÐKJARNA Í
STRENGI OG PÍANÓ
MINÍMALISMI
ÓLAFS ARNALDS >> 52
FRÉTTASKÝRING
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
GAMLIR Hafnarfjarðarkratar kunna
fyrrum formanni sínum Jóni Baldvin Hanni-
balssyni litlar þakkir fyrir þá einörðu af-
stöðu sem hann hefur tekið gegn stækkun
álversins í Straums-
vík. Samfylkingin í
Hafnarfirði, sem
stjórnar Hafnarfjarð-
arbæ, er auðvitað með
marga fyrrum al-
þýðuflokksmenn inn-
anborðs. Þeir telja
sumir að fyrrverandi
formaður Alþýðu-
flokksins hafi gerst of
sókndjarfur, ekki
hvað síst á baráttufundi andstæðinga stækk-
unar álversins innan Samfylkingarinnar í
Bæjarbíói í fyrrakvöld.
Jón Baldvin sagði þar m.a. að engin hætta
væri á að Alcan lokaði í Straumsvík fyrr en í
fyrsta lagi árið 2024 þegar raforkusamning-
urinn rennur út.
Bundið af raforkusamningi
Almennt virðast menn vera sammála
þessum orðum Jóns Baldvins og benda á að
það væri óðs manns æði fyrir Alcan að rjúka
upp til handa og fóta og loka sjoppunni því
að fyrirtækið væri bundið af raforkusamn-
ingnum, þannig að það þyrfti að greiða fyrir
um 85% orkunnar sem um hefur verið samið
til 2024, hvort sem raforkan væri nýtt eða
ekki.
Það eru því ekki áhyggjurnar af því að
Alcan sé á útleið í bráð sem þvælast fyrir
Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra Hafnfirðinga
og leiðtoga Samfylkingarinnar þar í bæ og
félögum hans, heldur hitt, að Hafnarfjarð-
arbær verði af tækifærinu á að þrefalda
tekjur sínar af álverinu í Straumsvík.
Tekjur bæjarins af álverinu nú eru um 490
milljónir króna á ári en samkvæmt því sem
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur
sagt, næmu þær um 1,4 milljörðum króna á
ári eftir stækkun. Hannes sagði einnig að til
yrðu um tólf hundruð ný störf, sem er auð-
vitað mikið hagsmunamál fyrir byggðarlag-
ið.
Rætt hefur verið um að Norsk Hydro bíði
átekta eftir niðurstöðu í kosningunum 31.
mars nk. í Hafnarfirði um deiliskipulagið.
Þar sé m.a. rætt um þann möguleika að
kaupa álverið í Straumsvík, ef Alcan vill út.
Norsk Hydro hafi lært sína lexíu þegar eig-
endur þess ætluðu að fresta byggingu álvers
á Reyðarfirði, en misstu tækifærið yfir til Al-
coa í staðinn. Norsk Hydro hafi enn áhuga á
að framleiða ál á Íslandi og hafi m.a. rennt
hýru auga til Norðuráls á Grundartanga.
Gallinn á gjöf Njarðar er bara sá, samkvæmt
mínum upplýsingum, að Norðurál er ekki til
sölu, hvorki til Norsk Hydro né annarra. El-
kem og fleiri fyrirtæki hafi reynt, án árang-
urs. Norðurál verður stærsta álverið í eigu
Century í árslok og eigendur Century hafa
markað þá stefnu að vaxa verulega í frum-
framleiðslu á áli og í súrálsframleiðslu. Sala
er því ekki á dagskrá hjá þeim.
Sundur-
lyndi Sam-
fylkingar
Hvað gerir Norsk Hydro?
Kakó fyrir fullorðna
JÓNÍNA Bjartmarz umhverfisráð-
herra sagði á Alþingi í gær að hún
gæti ekki séð að samfélagsleg nauð-
syn eða almannahagsmunir kölluðu
á eignarnám vegna virkjana í neðri
hluta Þjórsár. Þetta kom fram í ut-
andagskrárumræðum um virkjan-
irnar. Jónína sagði að auk þess
gerði skipulagsvald sveitarstjórna
ráð fyrir vilyrði þeirra fyrir fram-
kvæmdinni. Telja yrði ólíklegt að
sveitarstjórnir færu í bága við vilja
bænda sem ættu land að Þjórsá.
Einar Oddur Kristjánsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, lýsti einn-
ig þeirri skoðun að eignarnám gæti
ekki átt við í þessu sambandi. „Auð-
vitað liggur það fyrir að það er frá-
leitt að nokkurt stjórnvald, hvað þá
heldur ríkisfyrirtæki eins og
Landsvirkjun, geti beitt því. Það
kalla engin almannaheill á það þótt
einhvern tímann hafi menn talið
það í upphafi rafvæðingar á Ís-
landi,“ sagði Einar Oddur. Að sögn
Þorsteins Hilmarssonar, upplýs-
ingafulltrúa Landsvirkjunar, eru
engin teikn á lofti um að til eign-
arnáms komi vegna virkjana í neðri
hluta Þjórsár. Hann segir allar lík-
ur á að niðurstaða fáist með samn-
ingum miðað við farsæl samskipti
við landeigendur til þessa. Form-
legar samningaviðræður við land-
eigendur og ábúendur vegna fyrir-
hugaðra virkjana hófust í janúar
síðstliðnum en óformlegir fundir
við landeigendur stóðu allt síðasta
ár. | 10
Jónína og Einar segja eign-
arnám ekki koma til greina
Landsvirkjun segir engin teikn á lofti um eignarnám í neðri hluta Þjórsár
Einar Oddur
Kristjánsson
Jónína
Bjartmarz
ARNA Pálsdóttir og Jóhann
Kristján Valfells eignuðust
frumburð sinn fyrir skömmu.
„Hún líkist mér meir og meir,“
segir Arna Pálsdóttir um dótt-
urina, sem fæddist 5. febrúar
síðastliðinn og var þá 16 merkur
og 51 sm. „Mér finnst hún vera
alveg eins og þú,“ sagði Arna
hins vegar við Jóhann, þegar
þau skoðuðu barnið í þrívídd-
arsónar í lok október sem leið.
Morgunblaðið var með Örnu
og Jóhanni Kristjáni þegar þau
fylgdust með barninu í ómskoð-
un í þrívídd hjá fyrirtækinu 9
mánuðir ehf. í Kópavogi í lok
október. Þá sögðu þau að það
stytti biðina að sjá dótturina
svona þremur mánuðum fyrir
fæðingu og það að sjá barnið í
þrívídd í móðurkviði væri góð
leið fyrir föðurinn til að tengjast
meðgöngunni enn frekar og
taka þátt í henni. Nú, rúmlega
þremur mánuðum síðar, eru þau
enn sannfærðari um ágæti þess
að fylgjast með ófæddu barni í
þrívíddarsónar.
Foreldrarnir segja að síðustu
mánuðir meðgöngunnar og fæð-
ingin hafi gengið mjög vel.
„Litla músin okkar“ eins og þau
kalla dótturina, sem verður
skírð í næsta mánuði, hafi á
myndunum í sónarnum líkst föð-
urnum, sérstaklega munnsvip-
urinn og nefið, en þá hafi hún
ekki verið með opin augun og
ekkert hár hafi sést. „Nú sjá allir
að hún er með mikið dökkt hár
eins og ég,“ segir Arna.
Jóhann tekur í sama streng og
bendir á að sónarinn hafi ekki
sýnt allt. „Hún er með sams kon-
ar tær og ég en augun eru frá
mömmunni,“ segir hann.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þrívídd Mynd af ófæddri dótturinni úr sónarnum í október.
Morgunblaðið/ÞÖK
Ung fjölskylda Arna Pálsdóttir og Jóhann Kristján Valfells með dótturina
sem fæddist 5. febrúar og var 16 merkur og 51 sm.
„Hún líkist mér
meir og meir“
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is