Morgunblaðið - 23.02.2007, Síða 2

Morgunblaðið - 23.02.2007, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Hundalíf 23 | 02 | 2007 Hundagallerí ehf Smáhundaræktun Dalsmynni • 116 Reykjavík • sími 566 8417 • fax 566 8457 • hundagalleri@simnet.is • www.dalsmynni.is Við ræktum: Papillon, Chihuahua, Pomeranian, Japanese Chin, Pug, French bulldog, Cavalier King, Charles Spaniel, Miniature Pinscher, Miniature Púðli, Pekingese, Silky Terrier NÝ OG AFLMEIRI KYNSLÓÐ PORSCHE CAYENNE LÚXUSJEPPANS PRUFUKEYRÐ >> 6 föstudagur 23. 2. 2007 bílar mbl.isbílar KIA kynnir nýja fjölskyldubílinn cee’d sem er framleiddur í Evrópu » 2 AFLMIKILL OG ÖRUGGUR Alhliða lausn í bílafjármögnun Suðurlandsbraut 8 108 Reykjavík s: 540 1500 www.lysing.is Suðurlandsbraut 22 Einkaleiga Bílalán Bílasamningur Rekstrarleiga Hvað hentar þér best? Stórfjölskyldubíllinn Ford S-Max var nýverið valinn bíll ársins í Evrópu árið 2007 af dómnefnd skipaðri 58 bílablaðamönnum frá 22 löndum. Ford S-Max verður frumsýndur hérlendis á morgun í höf- uðstöðvum Brimborgar á Bílds- höfða. Bíll þessi er hábyggður, en bílar af þessari gerð hafa verið kallaðir fjölnotabílar. Um er að ræða afar sportlegan bíl sem tek- ur sjö manns í sæti. Hann er mjög þægilegur í akstri og sætin falla einkar vel að líkama ökumanns og farþega. Þá er hægt að fella niður öll fimm sætin aftur í til að auka farangursrýmið. Vélin er fimm strokka túrbínubensínvél, 220 hestöfl, og er 7,9 sekúndur upp í hundraðið. Sumsé nýtilegur, hag- kvæmur en jafnframt sportlegur. Bíll ársins í Evrópu frumsýndur um helgina Morgunblaðið/Árni Sæberg Í ÁR fagnar austur-þýska bifreiðin Trabant fimmtíu ára afmæli sínu. Það er óhætt að segja blendnar til- finningar hafi verið bornar til bílsins í gegnum árin; sumir elska hann og svo eru eflaust fleiri sem vilja meina að þetta sé einhver alversti bíll sem framleiddur hefur verið. Hann er langt frá því að vera umhverfisvænn, ekki er hann hljóðlátur og svo er vélin litlu öflugri en mótor í garðsláttuvél. Nú eru um sautján ár liðin síðan Austur-Þýskaland leið undir lok og þar með framleiðsla bílanna. Þó eru starfræktir áttatíu og tveir Trabant- klúbbar í Þýskalandi og munu þeir halda upp á afmæli bílsins. Samkvæmt Umferðarstofu hafa verið skráðar alls 1224 Trabant-bif- reiðar á Íslandi. Í dag eru 47 á skrá og af þeim eru ellefu bílar skráðir í umferð hér á landi. Jón Baldur Boga- son, tvítugur Breiðhyltingur, er eig- andi eins þeirra, en hann hefur átt sinn bíl, Trabant Sport Delux ’86, í fimm ár. „Hann er eins og nýr ennþá … eða næstum því,“ segir Jón Baldur. „Það var reyndar eitthvað smá vesen með kúplinguna um daginn en það var ekkert alvarlegt.“ Jón Baldur var fimmtán ára gamall þegar hann eignaðist bílinn en Trab- ant hafði verið draumaökutækið hans frá barnsaldri. „Ég tékkaði á Traböntum á netinu og sá að þeir voru hræódýrir í Þýska- landi. Svo fundum við þennan og það var ást við fyrstu sýn,“ segir Jón og hlær við. Spurður að því hvað geri Trabant svona sérstakan svarar Jón því að hann sé ekki alveg með það á hreinu. „Hann er á einhvern hátt æðisleg- ur bíll. Þetta er bíll með líf og sál og á að baki mikla sögu.“ REUTERS Trabbar Áttatíuogtveir Trabantklúbbar eru starfræktir í Þýskalandi í dag. Trabant orðinn fimmtugur föstudagur 23. 2. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Barcelona þarf kraftaverk gegn Liverpool á Anfield >> 4 KONUR DÆMDU SAMAN INDÍANA SÓLVEIG MARQUEZ OG GEORGÍA OLGA KRISTIANSEN SKRÁÐU NÖFN SÍN Í SÖGUBÆKURNAR >> 2 Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Einar sagði leiðinlegt að hafa ekki getað mætt heimsmeisturum Þjóð- verja eins og þeir óskuðu eftir þar sem það væri ekki á hverjum degi sem heimsmeistarar óskuðu eftir að spila við íslenska landsliðið. Þá væri gaman að leika við þá um þessar mundir. Mikill áhugi væri fyrir þýska landsliðinu í heimalandinu eftir að það vann heimsmeistaratit- ilinn á heimavelli fyrir skömmu. Leikirnir tveir sem þýska liðið leik- ur verða kveðjuleikir fyrir tvo sterkustu leikmenn landsliðsins síð- ustu ár, þá Markus Baur og Christian Schwarzer. Þeir hafa báð- ir ákveðið að hætta að leika með landsliðinu. Í staðinn leikur íslenska lands- liðið á fjögurra þjóða móti í París um páskahelgina ásamt landsliði heimamanna, Pólverjum sem unnu silfurverðlauna á heimsmeistara- mótinu og Túnisbúum. Einar sagðist reikna með að ís- lenska landsliðið komi saman í Þýskalandi á skírdag áður en það heldur yfir til Parísar en leikið verður í Bercy-íþróttahöllinni. Leik- ið verður við Pólverja föstudaginn 6. apríl, daginn eftir við Frakka og í lokaleiknum mætir íslenska liðið Túnis. Íslenska landsliðið mætti öllum þessum þremur þjóðum á nýaf- stöðnu heimsmeistaramóti. Leikirn- ir við Frakka og Túnisbúa unnust en viðureignin við Pólverja tapaðist naumlega. Einar sagðist ekki eiga von á öðru en að Alfreð Gíslason, lands- liðsþjálfari, gæti stillt upp sínu sterkasta liði á Frakklandsmótinu, a.m.k. eins og staðan væri núna. Ekki er útilokað að Einar Hólm- geirsson geti tekið þátt í mótinu en hann mun vera á góðum batavegi eftir að hafa meiðst í lok desember. Meiðslin voru alvarleg og missti hann þar með af heimsmeistara- mótinu af þeim sökum. Faðir Ein- ars, Hólmgeir Einarsson, sagði í samtali við Morgunblaðið á dög- unum að bati sonar síns væri góður og væri hann heldur á undan áætl- un en hitt og er jafnvel búist við að Einar geti farið að leika á ný með Grosswallstadt í þýska handknatt- leiknum upp úr miðjum mars. Ósennilegt er að Jaliesky Garcia verði klár í slaginn í París þar sem hann hefur enn ekki náð sér eftir að krossband í öðru hné hans slitn- aði á haustmánuðum. Varð að afþakka tvo lands- leiki við heimsmeistarana Morgunblaðið/Günter Schröder Skorað Alexander Petersson skorar mark í leik í Dortmund gegn Þjóðverjum á heimsmeistaramótinu HM í Þýskalandi. HEIMSMEISTARAR Þjóðverja í handknattleik karla óskuðu eftir að mæta íslenska landsliðinu í tvígang um páskahelgina, en HSÍ gat ekki orðið við beiðni Þjóðverja vegna þess að fyrir nokkru var ákveðið að íslenska landsliðið taki þátt í fjög- urra þjóða móti í París um páska- helgina. „Við hefðum hugsanlega getað mætt Þjóðverjum á skírdag áður en haldið verður yfir til Par- ísar, en einn leikur nægði Þjóð- verjum ekki og því varð ekkert af þessu. Ég held að Þjóðverjar hafi í staðinn snúið sér til Norðmanna og leika við þá tvo leiki um páskana,“ sagði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær. Handknattleikslandsliðið gat ekki orðið við beiðni Þjóðverja – tekur þátt í móti í París um páskana AXEL Stefánsson, hand- knattleiksþjálfari, hefur fram- lengt samning sinn við norska úrvalsdeildarfélagið Elverum til vorsins 2008. Forráðamenn Elverum staðfestu þetta í gær en í fyrri samningi Axels sem gerður var síðasta sumar var ákvæði um að hann yrði end- urskoðaður í febrúarmánuði, með tilliti til næsta tímabils. „Axel hefur unnið mjög ná- ið með stjórn, íþróttaforystu og styrktaraðilum félagsins og það var því ekki nokkur vafi á að óskað var eftir áframhald- andi sam- vinnu,“ segir á vef Elverum. Lið Elverum er í níunda sæti af tólf liðum í norsku úr- valsdeildinni þegar 17 um- ferðir af 22 eru búnar. Það er í baráttu um að komast í átta liða úrslit en er jafnframt ekki sloppið úr fallhættu. Með lið- inu leika fjórir Íslendingar, þeir Sigurður Ari Stefánsson, Ingimundur Ingimundarson, Hörður Flóki Ólafsson og Hannes Jón Jónsson. Hannes hefur slegið í gegn með liðinu eftir að hann kom frá Ajax í Danmörku um áramótin og hefur skorað 53 mörk í fyrstu fimm leikjunum. Axel Stefánsson Axel framlengdi samninginn við Elverum NORSKA blaðið Stavanger Aftenblad greinir frá því að forráðamenn norska úrvals- deildarliðsins Viking hafi augastað á Gylfa Einarssyni. Gylfi er á mála hjá Leeds United en hefur lítið fengið að spreyta sig með liðinu sem sit- ur á botni ensku 1. deildar- innar.Uwe Rösler þjálfar Vik- ing en hann og Gyfli léku saman hjá Lilleström. ,,Það er fleri norsk félög sem hafa sýnt áhuga á að fá Gylfa en við höfum ákveðið að hann verði hjá Leeds til loka leiktíðar. Hann er ekki á leið til Viking sem stendur en það er aldrei að vita hvað fram- tíðin ber í skaut sér,“ segir Jim Solbakken umboðsmaður Gylfa í samtali við Stavanger Aftenblad. Hannes Þ. og Birkir hjá Viking Hannes Þ. Sigurðsson gerði nýlega samning við Viking en er ekki orðinn löglegur með liðinu og þá var fyrir hjá liðinu Birkir Bjarnason. Gylfi, sem hefur verið mikið frá vegna meiðsla á tímabilinu er nú heill heilu, hefur aðeins komið við sögu í þremur leikj- um Leeds á leiktíðinni og þá öll skiptin sem varamaður. Gylfi gekk í raðir Leeds frá Lilleström árið 2004 og gerði tveggja ára samning og hann framlengdi samninginn um tvö og hálft í janúar í fyrra. Viking með augastað á Gylfa Einarssyni Yf ir l i t                                 ! " # $ %           &         '() * +,,,                     Í dag Sigmund 8 Forystugrein 32 Staksteinar 8 Umræðan 34/37 Veður 8 Bréf 37 Alþingi 10 Minningar 39/48 Úr verinu 14 Menning 52/57 Viðskipti 18 Leikhús 55 Erlent 20/21 Myndasögur 56 Menning 22/23 Dægradvöl 57 Höfuðborgin 24 StaðurStund 58/59 Akureyri 24 Dagbók 60/61 Suðurnes 25 Víkverji 60 Austurland 25 Velvakandi 60 Daglegt líf 26/31 Ljósvakamiðlar 62 * * * Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is LÆKNAFÉLAG Íslands (LÍ) birti í gær umsögn félagsins um frum- varp til laga um vátryggingasamn- inga. Telur félagið að verði fyrir- liggjandi frumvarp að lögum óbreytt, verði ekki annað séð en að efnahags- og viðskiptanefnd Alþing- is gangi erinda tryggingafélaganna og horfi til óskilgreindra viðskipta- hagsmuna á kostnað persónuvernd- arsjónarmiða einstaklingsins. Að sögn Sigurbjörns Sveinssonar, for- manns Læknafélags Íslands, snertir lagagreinin grundvallarmannrétt- indi. Gagnrýnir hann harðlega að greinin falli að kröfum vátrygginga- félaganna um að þau fái að safna viðkvæmum heilsufarsupplýsingum frá tryggingartaka um þriðja aðila, t.d. um foreldri eða systkini, án samþykkis hans eða jafnvel vitn- eskju. „Þetta er mannréttindabrot. Í vísindaheiminum dettur engum í hug að gera vísindarannsóknir með þessum hætti eða skilyrðum. Í mín- um huga minna þessi vinnubrögð einna helst á starfsaðferðir Stasi [austur-þýsku öryggislögreglunn- ar], þar sem borgarnir upplýsa um viðkvæm persónuleg mál annarra einstaklinga í einhverja gagna- grunna, hvort sem það heitir trygg- ingafélag eða ekki,“ sagði Sigur- björn. Hann tók fram að það væru sér mikil vonbrigði að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skyldi við vinnslu frumvarpsins ekki hafa tek- ið tillit til hóflegra athugasemda fé- lagsins, að því undanskildu að ekki yrði heimilt að krefjast upplýsinga um sjúkdóma barna vátryggingar- taka eða hins vátryggða. Ekki sjálfsagt að vátrygging- artaki viti um alla sjúkdóma Í umsögn LÍ er bent á að það geti ekki verið mikil eða íþyngjandi krafa gagnvart tryggingafélögunum að kveða á um í lögum að ef aflað sé upplýsinga um heilsufar foreldra eða systkina vátryggingartaka eða hins vátryggða, skuli liggja fyrir upplýst samþykki fyrir slíkri upp- lýsingagjöf. Bendir félagið á að ekki sé sjálfsagt að vátryggingartaki viti um alla sjúkdóma foreldra sinna eða systkina sem geti haft áhrif á vilja tryggingafélaganna til að tryggja viðkomandi. „Ef síðar, jafnvel ára- tugum síðar, þegar reynir á trygg- inguna, kemur í ljós að þegar trygg- ing var tekin var skyldmenni haldið sjúkdómi, sem skipti máli fyrir tryggingafélagið, þá getur reynst erfitt fyrir tryggingartaka að sanna að hann hafi ekki haft vitneskju um sjúkdóminn þegar hann svaraði spurningum tryggingarfélagsins á „tæmandi“ hátt. Orðalagið eins og það er nú er fortakslaust og getur valdið tryggingartaka vandræðum að ósekju síðar,“ segir m.a. í um- sögn LÍ. Félagið leggst einnig hart gegn því að heimilt verði fyrir trygging- artaka að leggja fram staðfestingu á því að hann sé ekki haldinn tiltekn- um sjúkdómi. Gagnrýnir félagið harðlega þessa tilraun til að skipta þjóðinni í „hinn hreina kynstofn“ annars vegar og „hina“ hins vegar. Þess má að lokum geta að at- hugasemdina má lesa í heild sinni á vef félagsins á slóðinni www.lis.is. „Þetta er mannréttindabrot“ Læknafélag Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við breytingar á lögum um vátryggingasamninga og segir vinnubrögðin minna á starfsaðferðir Stasi GUNNAR I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, hótar skaðabótamáli á hendur Reykjavíkurborg vegna Heiðmerkurmálsins á þeim forsend- um að borgin hafi ekki staðið við samkomulag sveitarfélaganna í að- draganda framkvæmdanna. Gunnar vitnar í samkomulagið þar sem segir að borgin skuli heimila Kópavogsbæ að leggja óhindrað og án endur- gjalds vatnslögn og nauðsynlegan vegarslóða frá vatnstökusvæði Kópavogsbæjar í Vatnsendakrikum í lögsögu Kópavogs um Heiðmerkur- land Reykjavíkurborgar. Gunnar segir að Reykjavíkurborg hafi átt að veita framkvæmdaleyfi innan eins mánaðar frá beiðni þar að lútandi. „Við sóttum um fram- kvæmdaleyfið í nóvember og þeir hafa ekki enn gefið það út og hafa ekki staðið við samninginn,“ segir Gunnar. „Við höfðum samband við Orkuveituna samkvæmt þessum samningi þegar við hófum fram- kvæmdir. Yfirleitt er þetta fram- kvæmdaleyfi bara „pro forma“ [að nafninu til] og þeir hanga á þessu framkvæmdaleyfi til að sýna fram á að við séum vont fólk og séum með umhverfisspjöll. Þetta er hræðilegur málflutningur. Við munum náttúrlega í framhaldi af þessu fara í skaðabótamál á hend- ur borginni og þá verða þeir bara að standa frammi fyrir því sem þeir skrifuðu undir. Við höfum alls staðar skrifað undir það að við ætlum að ganga frá svæðinu svo fullur sómi sé að. Við erum orðin langþreytt á þess- ari vitleysu, það er eins og þetta fólk geti ekki tekið ákvarðanir og fram- kvæmt. Mér þykir mjög hart þegar menn lesa ekki það sem þeir skrifa undir og það verður þá ekki leyst nema fyrir dómstólum,“ segir Gunnar um þau ummæli borgarstjóra í RÚV í gær um að Kópavogur hafi tekið lög- in í eigin hendur með því að hefja framkvæmdir án leyfisins. Hótar skaðabótamáli á hendur Reykjavíkurborg Í HNOTSKURN »Umdeild röskun á vegumKópavogsbæjar í Heið- mörk vegna vatnslagnar hefur haft mikil eftirmál. »Reykjavíkurborg og Kópa-vogur deila hart og á Kópavogsbæ standa spjót Skógræktarfélags Reykjavík- ur og Náttúruverndarsamtaka Íslands. »Bæjarstjórinn í Kópavogitelur að leysa verði ágrein- ing milli sveitarfélaganna fyr- ir dómstólum. VARAÐ var við sandfoki á Mýrdalssandi í gær, annan daginn í röð, en þrátt fyrir það hættu einhverjir lakki bíla sinna og fóru af stað, að sögn lögreglunnar á Kirkjubæjarklaustri. Lögregla segir að menn fari um Sandinn á eigin ábyrgð og ljóst að flestir heimamenn séu reynslunni ríkari – því þeir bíði fremur þar til læg- ir. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir Vega- gerðina og Landgræðsluna hafa unnið mikið og gott starf á Mýrdalssandi á undanförnum árum til að tryggja umferðaröryggi. „En nú er jörð snjólaus, það er búið að frjósa og þiðna á víxl þannig að það er tölu- vert af lausasandi og -jarðvegi á yfirborðinu.“ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fara um Sandinn á eigin ábyrgð LÖGREGLAN í Borgarnesi hafði í gærkvöldi afskipti af ökumanni sem ók heldur glæfralega á Vesturlands- vegi. Ökumaðurinn, sem var á leiðinni til Reykjavíkur, reyndist vera undir áhrifum kannabisefna. Að sögn lög- reglu ók ökumaðurinn m.a. á öfugum vegarhelmingi upp blindhæð, en ekki var um ofsaakstur að ræða. Lögregla segir ökumanninn hafa skapað stórhættu í umferðinni en sem betur fari hafi engin slys orðið. Það tók ökumanninn nokkra stund að átta sig á því þegar lögreglan gaf honum merki um að stöðva. Þegar það loks gerðist flutti lögreglan ökumanninn og farþega, sem var með í för, á lög- reglustöð. Sýndi fólkið mótþróa og þurfti lögreglan að endingu að setja farþegann í fangaklefa, en hann var undir áhrifum áfengis. Fólkið var að koma frá Akureyri og segir lögregla skemmdir á bílnum eft- ir aksturinn. Neytti kannabiss en ók samt Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir Frjálsíþróttablaðið frá FRÍ.  Talskonur Stígamóta og Fem- ínistafélagsins fagna þeirri ákvörð- un skipuleggjenda ráðstefnu netk- lámsframleiðenda, Snowgathering 2007, þess efnis að hætta við að halda ráðstefnuna á Íslandi. Rad- isson SAS-hótelið í Reykjavík hafði áður ákveðið að synja ráð- stefnugestum um gistingu. Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins, sagði niðurstöð- una frábæran sigur fyrir kynfrelsið. » Baksíða  Jónína Bjartmarz umhverf- isráðherra sagði á Alþingi í gær að hún gæti ekki séð að samfélagsleg nauðsyn eða almannahagsmunir kölluðu á eignarnám vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár. Jónína sagði að auk þess gerði skipulagsvald sveitarstjórna ráð fyrir vilyrði þeirra fyrir framkvæmdinni. Ólík- legt yrði að telja að sveitarstjórnir færu í bága við vilja bænda. » For- síða  Verslanir Bónuss og Krónunnar lækka vöruverð í dag og miða það við 7% virðisaukaskatt þrátt fyrir að boðuð lækkun taki ekki gildi fyrr en um næstu mánaðamót. Eysteinn Helgason, talsmaður Krónunnar, segir fyrirtækið hafa viljað leggja sitt af mörkum til þess að merk aðgerð ríkisstjórnarinnar til að lækka vöruverð í landinu tæk- ist. Guðmundur Marteinsson hjá Bónus segir að ákveðið hafi verið að koma fólki á óvart með því að lækka verðið strax. » Baksíða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.