Morgunblaðið - 23.02.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.02.2007, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HÓTEL Saga var ekki að láta und- an þrýstingi samfélagsins þegar eigendur hótelsins ákváðu að vísa frá hópi klámframleiðenda sem hugðist gista á hótelinu 7. til 11. mars. Þetta segir Hrönn Greips- dóttir hótelstjóri um ákvörðunina sem var studd af Rezidor Hotel Group, rekstraraðila Radisson SAS hótelkeðjunnar. Um er að ræða framleiðendur klámefnis á síðunni FreeOnes.com sem hugðust koma hingað til lands undir ráðstefnuyfir- skriftinni Snowgathering 2007. Christina Ponga, skipuleggjandi ráðstefnunnar, segir það mikil von- brigði að hótelið hafi ákveðið að synja ráðstefnugestum um gistingu og að skipuleggjendur neyðist til að hætta við að halda ráðstefnuna á Ís- landi. Í fréttatilkynningu frá Bændasamtökum Íslands, hóteleig- endunum, er lýst yfir vanþóknun á starfsemi þeirri sem ofangreindur hópur tengist. Hótelið hafi ekki far- ið varhluta af sterkum viðbrögðum almennings undanfarna daga og í fyrradag hafi borgaryfirvöld lýst þennan hóp óvelkominn í Reykja- vík. Hrönn útilokar ekki að hótelið sé skaðabótaskylt gagnvart ráðstefnu- hópnum. „Auðvitað hefur þetta mál tekið mjög djúpa dýfu á undanförnum dögum og verið tengt við jafnógeð- felldan hlut og barnaklám. Það er nokkuð sem hvorki hótelið né Bændasamtökin vilja láta bendla sig við. Eins og margoft hefur kom- ið fram er tilurð þessa hóps ekki á nokkurn hátt tengd Hótel Sögu. Það eina sem er, er að hingað kem- ur hópur fólks að kanna aðstæður hér og velur að sjálfsögðu besta hótelið í bænum til að búa á. Það er eina tenging okkar við þetta mál. En síðan höfum við auðvitað fundið fyrir sterkum viðbrögðum við komu þessa hóps,“ segir hún. „Á sama tíma hafa borgaryfirvöld með borgarstjóra í broddi fylkingar lýst því yfir að þessi hópur sé óvel- kominn til Reykjavíkur. Það er okk- ur afskaplega erfitt sem þjónustu- fyrirtæki í Reykjavík að taka á móti hópi sem sjálfur borgarstjóri hefur lýst óvelkominn. Þá hefur lögreglu- stjóri lýst því yfir að hópurinn verði vaktaður. Við eigum mjög erfitt með að bjóða gestum okkar upp á svona nokkuð.“ Hrönn bendir á að hópurinn hefði verið á 49 herbergjum og vafamál væri hvort hægt hefði verið að taka tillit til annarra gesta á hinum 160 herbergjum hótelsins með fyrirsjá- anleg mótmæli fyrir utan hótelið, að ekki sé talað um vöktun lögregl- unnar. Hrönn segir aðspurð hvort hótelið líti hér með svo á að ráð- stefnugestir Snowgathering séu óvelkomnir, að henni beri sem hót- elstjóra að gæta fyllsta hlutleysis gagnvart öllum gestum. „Í sjálfu sér eru engin efnisleg rök fyrir því að vísa þessu fólki frá,“ segir hún en tekur fram að ákvörðunin sé á sið- ferðislegum forsendum og hafi hlot- ið að vera tekin af eigendum hótels- ins. „Ég taldi mig ekki bæra til að taka þessa ákvörðun og þess vegna var málinu vísað til eigenda. Þeir vilja með þessu lýsa andúð sinni á klámi og klámiðnaðinum og jafn- framt bregðast við því að hótelið sé tengt á einhvern hátt við slíkan iðn- að.“ Furðaði sig á viðbrögðunum Hrönn hringdi í talskonu hópsins í gærmorgun til að segja henni frá ákvörðuninni. Fulltrúi hópsins hafi skilið afstöðu hótelsins en furðað sig á almennum viðbrögðum við komu hópsins. Kornið sem fyllti mælinn hafi síðan verið yfirlýsingar ís- lenskra yfirvalda. Hrönn segir hót- elið hafa tekið með í reikninginn sterkt almenningsálitið, ekki síst í því ljósi að það starfar einnig á inn- anlandsmarkaði og vill virða skoð- anir þeirra sem hafa hæst talað að undanförnu. En óttast hótelið að Snowgather- ing hópurinn muni nú krefja hótelið um skaðabætur fyrir að vísa fólkinu frá? „Ég er ekki í nokkrum vafa um að þau koma til með að leita réttar síns í því sambandi. Við reyndum eftir bestu getu að skýra út fyrir forsvarsmönnum hópsins hvers vegna þessi ákvörðun hefði verið tekin. Sjálf hefur talskona hópsins verið dregin inn í umræðuna hérna og hún er fullkomlega meðvituð um þá umræðu.“ Hrönn segir hótelið hafa tekið fram við hópinn að ekki yrðu leyfð- ar auglýsingar frá fjármögnunarað- ilum á opnum svæðum hótelsins. Aðspurð hvort umrædd ákvörðun gefi fordæmi gagnvart öðrum vænt- anlegu hótelgestum sem kunna að vera vafasamir með einum eða öðr- um hætti, segist Hrönn vonast til að þetta mál sé einstakt í sinni röð. „Í 45 ára sögu hótelsins veit ég ekki til þess að hópi hafi verið vísað frá á þessum forsendum. Hins vegar hlýt ég að lýsa eftir viðbrögðum Sam- taka ferðaþjónustunnar við því að yfirvöld skuli gefa frá sér yfirlýs- ingar eins og gerst hefur á und- anförnum dögum.“ Í samtali við Fréttavef mbl.is í gær sagðist Cristina Ponga ekki eiga von á því að annað hótel myndi vilja hýsa ráðstefnugestina. „Ef við ætlum ekki að fremja lögbrot í land- inu, af hverju ætti okkur þá að vera úthýst? Það er engin glóra í þessu,“ sagði Ponga. Hótel Saga strokar klám- fólkið út úr bókum sínum Morgunblaðið/Golli Úthýst Enga gistingu að hafa á Hótel Sögu en það kann að skýrast síðar hvort eftirmál verða af hálfu hópsins. Tvískinnungur? Snowgathering spurði á vef sínum í gær hvort væri skárra, hvaladráp eða stelpustuð. MAREL hf. hefur ákveðið að loka starfsstöð sinni á Ísafirði frá 1. sept- ember næstkomandi. Starfsmönnum, sem eru 21 talsins, var tilkynnt um það í gær. Í tilkynningu frá Marel segir að rætt verði við starfsfólkið um mögulegan áhuga þess á starfi í höf- uðstöðvum fyrirtækisins í Garðabæ. Trúnaðarmaður starfsmanna sagði að starfsfólkið hefði verið slegið yfir tíðindunum. Málið verður rætt á fundi bæjarráðs Ísafjarðar á mánu- dag. Á heimasíðu Marels segir að lok- unin sé liður í endurskipulagningu á starfsemi fyrirtækisins á heimsvísu, en stefnt er að því að fækka starfs- stöðvum Marels um 15–20 og skapa hagkvæmari rekstrareiningar. Flutningurinn frá Ísafirði til Garða- bæjar er liður í endurskipulagning- unni og ákvörðunin er byggð á rekstrarlegum forsendum. Marel hefur nú um 45 starfsstöðvar í yfir 20 löndum. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.200 starfsmenn, þar af 350 hér á landi. Starfsmenn eru slegnir Sigurður Pálmar Þórðarson, trún- aðarmaður starfsmanna Marels á Ísafirði, sagði tilkynningu um lokun starfsstöðvarinnar hafa komið starfs- fólkinu á óvart. „Menn eru svolítið slegnir,“ sagði Sigurður. Hann taldi það einnig mikið áfall fyrir bæjar- félagið að tapa öllum þessum störf- um. Hjá Marel á Ísafirði starfa 19 karlar og tvær konur. Flestir starfs- mannanna eru iðnmenntaðir en einn- ig starfa þar bæði verkfræðingur og tölvunarfræðingur. Sigurður sagði að margir þeirra ættu langan starfsald- ur að baki og hefðu unnið áður hjá Póls hf. Starfsmönnum var greint frá þeim möguleika að þeir gætu fengið vinnu hjá Marel í Garðabæ á fundi í gær þegar tilkynnt var um lokunina. Í dag eru ráðgerð starfsmannaviðtöl og sagði Sigurður að þá kæmi þetta til- boð væntanlega betur í ljós. Taldi Sigurður líklegt að menn myndu hitt- ast til að ráða ráðum sínum að lokn- um samtölum starfsmanna við full- trúa Marels, sem nú eru á Ísafirði. Hissa og sár „Við erum mjög hissa á þessu og sár út í þetta fyrirtæki,“ sagði Hall- dór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísa- firði. Hann sagði að þegar Marel hefði keypt Póls hf. 2004 hefði verið sagt að Marel ætti ekki þá sögu að fyrirtækið keypti önnur fyrirtæki til að leggja þau niður. Ætlunin hefði verið að styrkja þessa einingu. Hall- dór taldi að í ljósi þeirrar stefnu hjá Marel að fækka einingum og stækka hefði verið upplagt að stækka ein- inguna á Ísafirði. Þar væri mjög öfl- ugt starfsfólk og starfsemin byggði á grunni sem lagður hefði verið 1966. Póls hefði farið að framleiða tölvu- vogir áður en Marel var orðið að hug- mynd. Halldór sagði að það yrði mikill skaði fyrir bæjarfélagið ef starfsfólk Marels flytti úr bænum. Hann sá þó ýmis tækifæri í stöðunni, t.d. að 3X- Stál, sem er í svipaðri framleiðslu, gæti notað tækifærið til að útvíkka starfsemi sína enn frekar. Eins gæti starfsfólk Marels hugsanlega stofnað fyrirtæki til að halda áfram í ein- hverri svona framleiðslu. „Ég hef lýst því yfir fyrir hönd Ísafjarðarbæjar að við erum tilbúin að vinna að einhverju slíku. Með því að stilla saman strengi bæjarins, þessa starfsfólks, Marels, ef það vildi kaupa eitthvað af fram- leiðslunni, og 3-X Stáls þá gefast mjög mörg tækifæri.“ Halldór hefur óskað eftir því að málið verði sett á dagskrá bæjarráðs næstkomandi mánudag. Þangað hef- ur hann boðað framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og atvinnufulltrúa Ísafjarðarbæjar. Marel lokar á Ísafirði Rætt við starfsfólkið um mögulegan áhuga þess á starfi í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Garðabæ VALGERÐI Sverrisdóttur utanrík- isráðherra var tilkynnt í gær að matvælaframlag Íslands til skóla- barna í Úganda og Malaví tryggði 65.000 skólabörnum mat á hverjum degi en ekki 45.000 eins og áætlað hafði verið, en verkefnið er til tveggja ára. Valgerður Sverrisdóttir heim- sótti í gær flóttamannabúðir í Pad- er-héraði í Norður-Úganda og var meðal annars viðstödd dreifingu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóð- anna (World Food Programme, WFP) á matvælum frá íslensku þjóðinni. Héruð í Norður-Úganda hafa lengi verið undirlögð af skær- um og vegna ástandsins er um milljón manns í flóttamannabúðum og treysta á aðstoð frá WFP. „Það var ógleymanlegt að koma þarna,“ segir Valgerður og vísar til þess að þúsundir manna hafi tekið á móti íslensku sendinefnd- inni með söng og dansi. „Það tek- ur á að horfa á þessa eymd en fólkið er svo brosmilt og þakklátt og því finnur maður ekki eins mik- ið fyrir því hvað þetta er átak- anlegt.“ Greiða mat fyrir 65.000 börn á dag Þakklæti Börn í flóttamannabúðunum í Pader-héraði í Norður-Úganda taka á móti Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra. VARMÁRSAMTÖKIN hafa farið þess á leit við verkfræðistofuna Línuhönnun að gera samanburð á mögulegum valkostum við lagn- ingu tengibrautar að fyrirhuguðu Helgafellshverfi í Mosfellsbæ. Fyr- irtækið hefur tekið verkið að sér, en þó með þeim fyrirvara að það haldi sjálfstæði í málinu og taki ekki þátt í að ganga erinda nokk- urs aðila í þeim ágreiningi sem nú er uppi varðandi legu tengibrautar um Álafosskvos. Jafnframt óskar fyrirtækið eftir samstarfi við Mos- fellsbæ um aðgengi að öllum gögn- um, útreikningum og kortum sem tengjast málinu. Bæjaryfirvöld liðki fyrir úttekt hlutlausra fagaðila Í tilkynningu frá Varmársam- tökunum segir að á kynningarfundi í Hlégarði og víðar hafi komið fram að það hafi verið niðurstaða sérfræðinga að fyrirhuguð stað- setning tengibrautar væri besti kosturinn. Hins vegar hefði verið erfitt að fá gögn, forsendur og út- reikninga á mismunandi leiðum sem gáfu þessa niðurstöðu. Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar, hefði vísað til fundargerða bæj- arins og bæjarverkfræðingur lýst því yfir á sama fundi að þeim sem vildu kynna sér þau gögn sem lægju fyrir í málinu væri það vel- komið. Varmársamtökin hafi því enga ástæðu til annars en gera ráð fyrir að bæjaryfirvöld liðki fyrir úttekt sem framkvæmd er af hlut- lausum fagaðilum. „Línuhönnun mun gera verk- fræðilega úttekt og samanburð á þeim möguleikum sem nefndir hafa verið. Úttekt Línuhönnunar snýr að samanburði á vegatækni- legum atriðum og kostnaði. Í fram- haldi er óskað eftir úttekt Land- mótunar, teiknistofu landslags- arkitekta, á kostum og göllum hverrar leiðar. Útbúin yrði heild- arstigagjöf með tilliti til kvörðunar á kostnaði, fjarlægð, verndun, röskun á búsetu og þróunarmögu- leikum bæjarins,“ segir í tilkynn- ingunni. Línuhönn- un skoði valkosti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.