Morgunblaðið - 23.02.2007, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.02.2007, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI SNÖRP skoðanaskipti áttu sér stað á Alþingi í gær- morgun um ástandið í Írak. Stjórnarandstöðuþing- menn vísuðu til fregna um að Danir og Bretar ætl- uðu að kalla herlið sín heim eða fækka í þeim og kröfðust þess að stuðningur Íslands við stríðið í Írak yrði afturkallaður og að stjórnvöld viður- kenndu að mistök hefðu átt sér stað. „Gjarnan hefði maður viljað heyra líka afdráttarlausa yfirlýsingu frá hæstvirtum forsætisráðherra um að ekki kæmi til greina að styðja á nokkurn hátt árásir á Íran, standi þær fyrir dyrum,“ sagði Steingrímur J. Sig- fússon, þingmaður Vinstri grænna, og sagði það hafið yfir allan vafa að undirbúningur árásar á Íran væri þegar hafinn. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði ánægju- legar fregnir berast frá Írak þessa dagana. Þjóðir sem hefðu borið ábyrgð á öryggisástandinu í suður- hluta landsins teldu að nú væri óhætt að fækka í herliðum eða afturkalla þau frá svæðunum og þær ákvarðanir hefðu verið teknar í samráði við Banda- ríkjamenn. Geir sagði jafnframt að Danir ætluðu að auka stuðning sinn við Írak með öðrum hætti. „Við Íslendingar lögðum fram, eins og menn muna, 300 milljónir króna til stuðnings við enduruppbyggingu í Írak. Sú ákvörðun var tekin á Alþingi. Er hátt- virtur þingmaður að ætlast til þess eða mælast til þess að sú ákvörðun verði afturkölluð?“ Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, sagði forystumenn vestanhafs lýsa því yfir að samstaða hinna viljugu ríkja væri ekkert að bresta. „Þetta þýðir einfaldlega að Bandaríkja- menn líta svo á að þessi hópur viljugra sé ennþá bandamenn þeirra í stríðinu í Írak,“ sagði Rann- veig. „Það er fullkomlega ósæmilegt, það sem stjórnarflokkarnir hafa iðkað, að blanda alltaf 300 milljónum í stuðning við uppbyggingu í stríðshrjáðu landi saman við það að við skyldum styðja innrásina í Írak,“ sagði Rannveig. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjáls- lyndra, sagði þetta hafa verið alverstu ákvörðun sem tekin hefði verið og sýna að hér á landi væri ekki þingbundin ríkisstjórn. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði forsætisráð- herra sýna ótrúlega forherðingu með því að neita að svara. Hann kallaði jafnframt eftir afstöðu Fram- sóknarflokksins og sagði hann rúinn trausti einmitt vegna þessarar löglausu og siðlausu ákvörðunar. Hræra í þessu blóði í hverri viku Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og vara- formaður Framsóknarflokksins, sagði formann flokksins hafa lýst því í skýru máli að ákvörðun um stuðninginn við innrásina í Írak hefði verið tekin á forsendum rangra upplýsinga. Íslendingar væru friðarþjóð og hefðu aldrei átt beina aðild að stríði. „Það er náttúrlega undarlegt hvernig stjórnarand- staðan reynir í hverri viku að hræra í þessu blóði og hún heldur þessari umræðu látlaust áfram hér í þinginu,“ sagði Guðni. „Ég vil segja að það liggur fyrir að Bandaríkjamenn misnotuðu einnig þann vilja okkar sem við höfum oft látið í té, þegar ástandið er þess eðlis, með því að lýsa yfir að við værum í hópi viljugra og staðfastra þjóða. Það var þeirra einhliða ákvörðun. Ég held að það sé best fyrir okkur Íslendinga að halda áfram á þeirri braut sem er að styðja þessa blessuðu þjóð sem á í erf- iðleikum með því að byggja hana upp á ný og ná þar friði.“ Stuðningurinn verði afturkallaður Morgunblaðið/Kristinn Hvað finnst þér? Írak var enn án ný til umræðu á þingi og kallað var eftir afstöðu Guðna Á. Bandaríkin misnotuðu vilja Íslands, segir vara- formaður Framsóknar Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „GÖMLU rökin um eignarnám vegna stóriðju eiga ekki lengur við. Það er mikilvæg afstaða sem hérna kemur fram hjá hæstvirtum ráð- herra,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í lok utandagskrárumræðu um virkjanir í neðri hluta Þjórsár á Alþingi í gær og vísaði til ummæla Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. Jónína sagðist ekki geta séð að samfélagsleg nauð- syn eða almannahagsmunir lægju til grundvallar eignarnámi vegna um- ræddra virkjana, og þá síst meðan ótvíræður vilji Alþingis væri ekki fyr- ir hendi. „Auk þess gerir skipulags- vald sveitarstjórna ráð fyrir vilyrði þeirra fyrir framkvæmdinni en ólík- legt verður að telja að sveitarstjórn- irnar færu í bága við vilja bænda sem eiga nytjaland með Þjórsá,“ sagði Jónína en tók engu að síður skýrt fram að eignarnám á grundvelli raf- orkulaga væri ekki á hennar forræði sem umhverfisráðherra. Jónína sagði jafnframt að meðan verndaráætlun Alþingis lægi ekki fyrir væru ákvarðanir um virkjanir og nýtingu orku alfarið í höndum sveitarfélaga og landeigenda sem gætu kosið að selja eða selja ekki land sitt vegna áforma. „Samkvæmt því fellur Urriðafossvirkjun um sjálfa sig á þessu stigi málsins meðan ríkja um hana deilur og standi vilji land- eigenda og sveitarstjórna Skeiða- og Gnúpverjahrepps og hins vegar Ása- hrepps gegn skipulagi sem gerir ráð fyrir Hvamms- og Holtavirkjunum á það sama við um þær. Af virkjana- framkvæmdum verður þá ekki,“ sagði Jónína. Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, var einnig á þeirri skoðun að eignarnám gæti ekki átt við í þessu sambandi. „Auðvitað liggur það fyrir að slíkt er fráleitt að nokkur stjórnvöld, hvað þá heldur ríkisfyrirtæki eins og Landsvirkjun, geti beitt því. Það er engin almanna- heill sem kallar á það þótt einhvern tímann hafi menn talið það í upphafi rafvæðingar á Íslandi,“ sagði Einar Oddur og bætti við að engir mögu- leikar væru á virkjun nema með samningum við landeigendur. Einar Oddur tók jafnframt undir orð flokkssystur sinnar Sigríðar Önnu Þórðardóttur frá því fyrr í mánuðin- um en hún sagði að ekkert lægi á í virkjana- og stóriðjumálum. „Það liggur ekkert á að virkja. Það verður bara að meta það á hverjum tíma hvort það er grundvöllur til þess efnahagslega eða ekki,“ sagði Einar Oddur og bætti við að það eina sem lægi á í íslensku efnahagslífi væri að ná „þessum himinháu ruglvöxtum niður“. Björgvin G. Sigurðsson málshefj- andi fagnaði skýrri afstöðu og sagði þetta breyta verulega gangi málsins. „Landsvirkjun verður að ná samn- ingum eigi nokkur möguleiki að vera um þessar virkjanir,“ sagði Björgvin og sagði jafnframt að þetta hlyti að þýða að náttúruverndarsamtök gætu boðið í jarðir á móti Landsvirkjun og verðgildið kæmi þá fram. Gömlu rökin eiga ekki við Samhljómur um að ekki komi til eignarnáms vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Ekkert eignarnám Þingmenn sem tóku til máls í umræðu í gær voru mót- fallnir mögulegu eignarnámi vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár. Í HNOTSKURN » Utandagskrárumræða umvirkjanir í neðri hluta Þjórsár fór fram á Alþingi í gær. » Bæði umhverfisráðherraog Einar Oddur Krist- jánsson sögðu eignarnám vegna þeirra virkjana ekki koma til greina. » Málshefjandi, Björgvin G.Sigurðsson, fagnaði því að Landsvirkjun yrði að ná samn- ingum til að geta virkjað. ● LÍF er að færast í Alþingi eftir nokkra deyfðardaga enda styttist óðum í þinglok og ekki síst kosn- ingar. Matsalurinn er jafnframt þétt- setinn um hádegisbilið enda þó nokkuð um gesti hjá þingmönnum. Oft eru það flokksfélagar en inn slæðist líka fólk sem vill ræða við sína þingmenn um málefni líðandi stundar. Líflegra á Alþingi ● NOKKRIR Samfylkingarþingmenn hafa lagt fram þingsályktun- artillögu um að dómsmálaráðherra verði falið að undirbúa lagabreyt- ingar til að dómstólar geti dæmt menn til samfélagsþjónustu. Segir í greinargerð með ályktuninni að í öllum öðrum ríkjum Evrópu hafi dómstólar slíka heimild en hér á landi sé það aðeins á færi Fang- elsismálastofnunar. Með sam- félagsþjónustu geti dómstólar ákvarðað mönnum vægari refsingu en fangelsi og úrræðið geti jafn- framt nýst sérstaklega vel gagn- vart ungum afbrotamönnum. Dómstólar geti dæmt til samfélagsþjónustu Ágúst Ólafur Ágústsson | 22. febrúar Gætum systkina okkar Auðvitað á okkur ekki að vera sama ef klám- framleiðendur ætla að koma til landsins til að ræða viðskiptatækifæri sín í milli. Klám er ólög- legt á Íslandi og allt sæmilega upp- lýst fólk veit af eymdinni og kúg- uninni sem er á bak við klámiðnaðinn. Það er lífseig þjóðsaga að telja að fólk sé í klámi og jafnvel í vændi af fúsum og frjálsum vilja. Og um það snýst þetta, að ráðast gegn misnotk- un á fólki og eymd þess. Þess vegna létu allir stjórnmálaflokkar landsins í sér heyra um málið. Við erum í stjórnmálum til að gæta bræðra okk- ar og systra. Meira: agustolafur.blog.is Björn Bjarnason | 21. febrúar Túlkun forsetans Þar sem forsetar hafa völd, er farið gagn- rýnum augum yfir allt, sem þeir segja í fjöl- miðlum og sérstaklega í viðtölum á borð við það, sem var við Ólaf Ragnar sl. sunnudag. Hingað til hafa menn einkum staldrað við undarlega túlk- un Ólafs Ragnars á stjórnarskránni, þegar hann ræddi vald forseta and- spænis einstökum ráðuneytum. Að Ólafur Ragnar skuli einnig segja rangt frá, þegar hann vitnar í Hall- dór Blöndal, virðist gefa tilefni til að fara betur í saumana á þessu viðtali, þótt ekki sé hin sama aðstaða til þess hér og í löndum með valdamikinn forseta, því hér er hann valdalaus. Meira: www.bjorn.is ÞETTA HELST … ÞINGMENN BLOGGA ● Þingmenn deildu um það enn á ný í utandagskrárumræðu í gær hvort efnahagsástandið væri gott eða vont hér á landi. Víglínurnar komu ekki á óvart. Stjórnarandstöðuþing- menn sögðu ástandið slæmt en stjórnarliðar sögðu efnahagsmál til fyrirmyndar. Málshefjandi var Sig- urjón Þórðarson en hann gerði að umtalsefni muninn á mældum gíni- stuðli fyrir árið 2004 í svari ráðherra við fyrirspurn um málið annars vegar og í nýútkominni skýrslu Hagstof- unnar hins vegar. Taldi Sigurjón að Hagstofan hefði sleppt því að taka fjármagnstekjur með í útreikninginn. Geir H. Haarde forsætisráðherra vísaði þessu á bug og sagði allar fjármagnstekjur, aðrar en sölu- hagnað af hlutabréfum, hafa verið teknar með í reikninginn. Þeim hafi verið sleppt þar sem þær væru óreglulegar. Betra, verra, betra, verra, betra, verra ÞINGFLOKKAR Alþingis sendu frá sér sameig- inlega yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðust harma að Reykjavík yrði vettvangur ráðstefnu framleiðenda klámefnis. „Það er yfirlýst stefna þingflokkanna að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Það er því í mikilli óþökk þingflokkanna ef umrædd ráðstefna verður haldin hér á landi,“ sagði í yfirlýsingunni. Á svipuðum tíma lýsti stjórn Bændasamtakanna, sem eru eigendur Hót- els Sögu, því yfir að umræddum hópi fólks hefði verið vísað frá hótelinu. Morgunblaðið hafði sam- band við þingflokksformenn og hvatamenn yf- irlýsingarinnar, þau Arnbjörgu Sveinsdóttur, Sjálfstæðisflokki, Ágúst Ólaf Ágústsson, Samfylk- ingu, Hjálmar Árnason, Framsókn, Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslyndum, og Ögmund Jón- asson, VG, og forvitnaðist um yfirlýsinguna og viðbrögð við að ráðstefnunni skuli vera aflýst. Á móti klám- ráðstefnu Arnbjörg „Ég fagna þessu og tel að menn séu sammála um að þetta eigi ekkert heima í okkar samfélagi. Ef þetta er rétt sem menn lýstu að þarna væri ráð- stefna þar sem verslað væri með klámefni er það auðvitað mjög al- varlegt.“ Ágúst Ólafur „Ég er af- skaplega glaður með þessa sjald- gæfu samstöðu og hún skiptir máli. Þetta sýnir líka að barátta margra í þessu samfélagi fyrir að koma í veg fyrir að þessi við- skiptaráðstefna yrði haldin bar árangur.“ Hjálmar Árna- son „Ég tek ofan fyrir þeim [Bændasamtök- unum]! Það lýsir því hve mik- ilvægt málið er að náðst skuli hafa þverpólitísk samstaða um að klám sé óæski- legt, siðferð- islega og hvern- ig sem á það er litið.“ Magnús „Hótelið hefur auðvitað fullan rétt til að ákveða hvern það hefur viðskipti við á sama hátt og viðskiptavinir hafa fullan rétt til að ákveða hvort þeir vilji skipta við hótelið. Hjá okkur var ein- hugur um að vera með í yfirlýsing- unni.“ Ögmundur „Það er manndóms- bragur yfir þessu hjá Bænda- samtökunum. Hitt er alvarlegra og það er að konur sem hafa talað gegn þessu hafi orðið fyrir aðkasti og jafnvel ógn- unum. Það er beinlínis aðför að tjáningarfrels- inu.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.