Morgunblaðið - 23.02.2007, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
SNÖRP skoðanaskipti áttu sér stað á Alþingi í gær-
morgun um ástandið í Írak. Stjórnarandstöðuþing-
menn vísuðu til fregna um að Danir og Bretar ætl-
uðu að kalla herlið sín heim eða fækka í þeim og
kröfðust þess að stuðningur Íslands við stríðið í
Írak yrði afturkallaður og að stjórnvöld viður-
kenndu að mistök hefðu átt sér stað. „Gjarnan hefði
maður viljað heyra líka afdráttarlausa yfirlýsingu
frá hæstvirtum forsætisráðherra um að ekki kæmi
til greina að styðja á nokkurn hátt árásir á Íran,
standi þær fyrir dyrum,“ sagði Steingrímur J. Sig-
fússon, þingmaður Vinstri grænna, og sagði það
hafið yfir allan vafa að undirbúningur árásar á Íran
væri þegar hafinn.
Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði ánægju-
legar fregnir berast frá Írak þessa dagana. Þjóðir
sem hefðu borið ábyrgð á öryggisástandinu í suður-
hluta landsins teldu að nú væri óhætt að fækka í
herliðum eða afturkalla þau frá svæðunum og þær
ákvarðanir hefðu verið teknar í samráði við Banda-
ríkjamenn. Geir sagði jafnframt að Danir ætluðu að
auka stuðning sinn við Írak með öðrum hætti. „Við
Íslendingar lögðum fram, eins og menn muna, 300
milljónir króna til stuðnings við enduruppbyggingu
í Írak. Sú ákvörðun var tekin á Alþingi. Er hátt-
virtur þingmaður að ætlast til þess eða mælast til
þess að sú ákvörðun verði afturkölluð?“
Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, sagði forystumenn vestanhafs lýsa því
yfir að samstaða hinna viljugu ríkja væri ekkert að
bresta. „Þetta þýðir einfaldlega að Bandaríkja-
menn líta svo á að þessi hópur viljugra sé ennþá
bandamenn þeirra í stríðinu í Írak,“ sagði Rann-
veig. „Það er fullkomlega ósæmilegt, það sem
stjórnarflokkarnir hafa iðkað, að blanda alltaf 300
milljónum í stuðning við uppbyggingu í stríðshrjáðu
landi saman við það að við skyldum styðja innrásina
í Írak,“ sagði Rannveig.
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjáls-
lyndra, sagði þetta hafa verið alverstu ákvörðun
sem tekin hefði verið og sýna að hér á landi væri
ekki þingbundin ríkisstjórn. Össur Skarphéðinsson,
þingmaður Samfylkingarinnar, sagði forsætisráð-
herra sýna ótrúlega forherðingu með því að neita að
svara. Hann kallaði jafnframt eftir afstöðu Fram-
sóknarflokksins og sagði hann rúinn trausti einmitt
vegna þessarar löglausu og siðlausu ákvörðunar.
Hræra í þessu blóði í hverri viku
Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og vara-
formaður Framsóknarflokksins, sagði formann
flokksins hafa lýst því í skýru máli að ákvörðun um
stuðninginn við innrásina í Írak hefði verið tekin á
forsendum rangra upplýsinga. Íslendingar væru
friðarþjóð og hefðu aldrei átt beina aðild að stríði.
„Það er náttúrlega undarlegt hvernig stjórnarand-
staðan reynir í hverri viku að hræra í þessu blóði og
hún heldur þessari umræðu látlaust áfram hér í
þinginu,“ sagði Guðni. „Ég vil segja að það liggur
fyrir að Bandaríkjamenn misnotuðu einnig þann
vilja okkar sem við höfum oft látið í té, þegar
ástandið er þess eðlis, með því að lýsa yfir að við
værum í hópi viljugra og staðfastra þjóða. Það var
þeirra einhliða ákvörðun. Ég held að það sé best
fyrir okkur Íslendinga að halda áfram á þeirri braut
sem er að styðja þessa blessuðu þjóð sem á í erf-
iðleikum með því að byggja hana upp á ný og ná þar
friði.“
Stuðningurinn verði afturkallaður
Morgunblaðið/Kristinn
Hvað finnst þér? Írak var enn án ný til umræðu
á þingi og kallað var eftir afstöðu Guðna Á.
Bandaríkin misnotuðu
vilja Íslands, segir vara-
formaður Framsóknar
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
„GÖMLU rökin um eignarnám
vegna stóriðju eiga ekki lengur við.
Það er mikilvæg afstaða sem hérna
kemur fram hjá hæstvirtum ráð-
herra,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson,
þingmaður Samfylkingarinnar, í lok
utandagskrárumræðu um virkjanir í
neðri hluta Þjórsár á Alþingi í gær og
vísaði til ummæla Jónínu Bjartmarz
umhverfisráðherra. Jónína sagðist
ekki geta séð að samfélagsleg nauð-
syn eða almannahagsmunir lægju til
grundvallar eignarnámi vegna um-
ræddra virkjana, og þá síst meðan
ótvíræður vilji Alþingis væri ekki fyr-
ir hendi. „Auk þess gerir skipulags-
vald sveitarstjórna ráð fyrir vilyrði
þeirra fyrir framkvæmdinni en ólík-
legt verður að telja að sveitarstjórn-
irnar færu í bága við vilja bænda sem
eiga nytjaland með Þjórsá,“ sagði
Jónína en tók engu að síður skýrt
fram að eignarnám á grundvelli raf-
orkulaga væri ekki á hennar forræði
sem umhverfisráðherra.
Jónína sagði jafnframt að meðan
verndaráætlun Alþingis lægi ekki
fyrir væru ákvarðanir um virkjanir
og nýtingu orku alfarið í höndum
sveitarfélaga og landeigenda sem
gætu kosið að selja eða selja ekki
land sitt vegna áforma. „Samkvæmt
því fellur Urriðafossvirkjun um sjálfa
sig á þessu stigi málsins meðan ríkja
um hana deilur og standi vilji land-
eigenda og sveitarstjórna Skeiða- og
Gnúpverjahrepps og hins vegar Ása-
hrepps gegn skipulagi sem gerir ráð
fyrir Hvamms- og Holtavirkjunum á
það sama við um þær. Af virkjana-
framkvæmdum verður þá ekki,“
sagði Jónína.
Einar Oddur Kristjánsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, var einnig á
þeirri skoðun að eignarnám gæti ekki
átt við í þessu sambandi. „Auðvitað
liggur það fyrir að slíkt er fráleitt að
nokkur stjórnvöld, hvað þá heldur
ríkisfyrirtæki eins og Landsvirkjun,
geti beitt því. Það er engin almanna-
heill sem kallar á það þótt einhvern
tímann hafi menn talið það í upphafi
rafvæðingar á Íslandi,“ sagði Einar
Oddur og bætti við að engir mögu-
leikar væru á virkjun nema með
samningum við landeigendur. Einar
Oddur tók jafnframt undir orð
flokkssystur sinnar Sigríðar Önnu
Þórðardóttur frá því fyrr í mánuðin-
um en hún sagði að ekkert lægi á í
virkjana- og stóriðjumálum. „Það
liggur ekkert á að virkja. Það verður
bara að meta það á hverjum tíma
hvort það er grundvöllur til þess
efnahagslega eða ekki,“ sagði Einar
Oddur og bætti við að það eina sem
lægi á í íslensku efnahagslífi væri að
ná „þessum himinháu ruglvöxtum
niður“.
Björgvin G. Sigurðsson málshefj-
andi fagnaði skýrri afstöðu og sagði
þetta breyta verulega gangi málsins.
„Landsvirkjun verður að ná samn-
ingum eigi nokkur möguleiki að vera
um þessar virkjanir,“ sagði Björgvin
og sagði jafnframt að þetta hlyti að
þýða að náttúruverndarsamtök gætu
boðið í jarðir á móti Landsvirkjun og
verðgildið kæmi þá fram.
Gömlu rökin eiga ekki við
Samhljómur um að ekki komi til eignarnáms vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár
Ljósmynd/Gísli Sigurðsson
Ekkert eignarnám Þingmenn sem tóku til máls í umræðu í gær voru mót-
fallnir mögulegu eignarnámi vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár.
Í HNOTSKURN
» Utandagskrárumræða umvirkjanir í neðri hluta
Þjórsár fór fram á Alþingi í
gær.
» Bæði umhverfisráðherraog Einar Oddur Krist-
jánsson sögðu eignarnám
vegna þeirra virkjana ekki
koma til greina.
» Málshefjandi, Björgvin G.Sigurðsson, fagnaði því að
Landsvirkjun yrði að ná samn-
ingum til að geta virkjað.
● LÍF er að færast í Alþingi eftir
nokkra deyfðardaga enda styttist
óðum í þinglok og ekki síst kosn-
ingar. Matsalurinn er jafnframt þétt-
setinn um hádegisbilið enda þó
nokkuð um gesti hjá þingmönnum.
Oft eru það flokksfélagar en inn
slæðist líka fólk sem vill ræða við
sína þingmenn um málefni líðandi
stundar.
Líflegra á Alþingi
● NOKKRIR Samfylkingarþingmenn
hafa lagt fram þingsályktun-
artillögu um að dómsmálaráðherra
verði falið að undirbúa lagabreyt-
ingar til að dómstólar geti dæmt
menn til samfélagsþjónustu. Segir
í greinargerð með ályktuninni að í
öllum öðrum ríkjum Evrópu hafi
dómstólar slíka heimild en hér á
landi sé það aðeins á færi Fang-
elsismálastofnunar. Með sam-
félagsþjónustu geti dómstólar
ákvarðað mönnum vægari refsingu
en fangelsi og úrræðið geti jafn-
framt nýst sérstaklega vel gagn-
vart ungum afbrotamönnum.
Dómstólar geti dæmt
til samfélagsþjónustu
Ágúst Ólafur Ágústsson | 22. febrúar
Gætum systkina okkar
Auðvitað á okkur ekki
að vera sama ef klám-
framleiðendur ætla að
koma til landsins til að
ræða viðskiptatækifæri
sín í milli. Klám er ólög-
legt á Íslandi og allt sæmilega upp-
lýst fólk veit af eymdinni og kúg-
uninni sem er á bak við
klámiðnaðinn.
Það er lífseig þjóðsaga að telja að
fólk sé í klámi og jafnvel í vændi af
fúsum og frjálsum vilja. Og um það
snýst þetta, að ráðast gegn misnotk-
un á fólki og eymd þess. Þess vegna
létu allir stjórnmálaflokkar landsins í
sér heyra um málið. Við erum í
stjórnmálum til að gæta bræðra okk-
ar og systra.
Meira: agustolafur.blog.is
Björn Bjarnason | 21. febrúar
Túlkun forsetans
Þar sem forsetar hafa
völd, er farið gagn-
rýnum augum yfir allt,
sem þeir segja í fjöl-
miðlum og sérstaklega
í viðtölum á borð við
það, sem var við Ólaf Ragnar sl.
sunnudag. Hingað til hafa menn
einkum staldrað við undarlega túlk-
un Ólafs Ragnars á stjórnarskránni,
þegar hann ræddi vald forseta and-
spænis einstökum ráðuneytum. Að
Ólafur Ragnar skuli einnig segja
rangt frá, þegar hann vitnar í Hall-
dór Blöndal, virðist gefa tilefni til að
fara betur í saumana á þessu viðtali,
þótt ekki sé hin sama aðstaða til þess
hér og í löndum með valdamikinn
forseta, því hér er hann valdalaus.
Meira: www.bjorn.is
ÞETTA HELST …
ÞINGMENN BLOGGA
● Þingmenn deildu um það enn á ný
í utandagskrárumræðu í gær hvort
efnahagsástandið væri gott eða
vont hér á landi. Víglínurnar komu
ekki á óvart. Stjórnarandstöðuþing-
menn sögðu ástandið slæmt en
stjórnarliðar sögðu efnahagsmál til
fyrirmyndar. Málshefjandi var Sig-
urjón Þórðarson en hann gerði að
umtalsefni muninn á mældum gíni-
stuðli fyrir árið 2004 í svari ráðherra
við fyrirspurn um málið annars vegar
og í nýútkominni skýrslu Hagstof-
unnar hins vegar. Taldi Sigurjón að
Hagstofan hefði sleppt því að taka
fjármagnstekjur með í útreikninginn.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
vísaði þessu á bug og sagði allar
fjármagnstekjur, aðrar en sölu-
hagnað af hlutabréfum, hafa verið
teknar með í reikninginn. Þeim hafi
verið sleppt þar sem þær væru
óreglulegar.
Betra, verra, betra,
verra, betra, verra
ÞINGFLOKKAR Alþingis sendu frá sér sameig-
inlega yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðust
harma að Reykjavík yrði vettvangur ráðstefnu
framleiðenda klámefnis. „Það er yfirlýst stefna
þingflokkanna að vinna gegn klámvæðingu og
vændi. Það er því í mikilli óþökk þingflokkanna ef
umrædd ráðstefna verður haldin hér á landi,“
sagði í yfirlýsingunni. Á svipuðum tíma lýsti
stjórn Bændasamtakanna, sem eru eigendur Hót-
els Sögu, því yfir að umræddum hópi fólks hefði
verið vísað frá hótelinu. Morgunblaðið hafði sam-
band við þingflokksformenn og hvatamenn yf-
irlýsingarinnar, þau Arnbjörgu Sveinsdóttur,
Sjálfstæðisflokki, Ágúst Ólaf Ágústsson, Samfylk-
ingu, Hjálmar Árnason, Framsókn, Magnús Þór
Hafsteinsson, Frjálslyndum, og Ögmund Jón-
asson, VG, og forvitnaðist um yfirlýsinguna og
viðbrögð við að ráðstefnunni skuli vera aflýst.
Á móti klám-
ráðstefnu
Arnbjörg „Ég
fagna þessu og
tel að menn séu
sammála um að
þetta eigi ekkert
heima í okkar
samfélagi. Ef
þetta er rétt sem
menn lýstu að
þarna væri ráð-
stefna þar sem
verslað væri með
klámefni er það
auðvitað mjög al-
varlegt.“
Ágúst Ólafur
„Ég er af-
skaplega glaður
með þessa sjald-
gæfu samstöðu
og hún skiptir
máli. Þetta sýnir
líka að barátta
margra í þessu
samfélagi fyrir
að koma í veg
fyrir að þessi við-
skiptaráðstefna
yrði haldin bar
árangur.“
Hjálmar Árna-
son „Ég tek ofan
fyrir þeim
[Bændasamtök-
unum]! Það lýsir
því hve mik-
ilvægt málið er
að náðst skuli
hafa þverpólitísk
samstaða um að
klám sé óæski-
legt, siðferð-
islega og hvern-
ig sem á það er
litið.“
Magnús „Hótelið
hefur auðvitað
fullan rétt til að
ákveða hvern það
hefur viðskipti við
á sama hátt og
viðskiptavinir
hafa fullan rétt til
að ákveða hvort
þeir vilji skipta
við hótelið. Hjá
okkur var ein-
hugur um að vera
með í yfirlýsing-
unni.“
Ögmundur „Það
er manndóms-
bragur yfir þessu
hjá Bænda-
samtökunum. Hitt
er alvarlegra og
það er að konur
sem hafa talað
gegn þessu hafi
orðið fyrir aðkasti
og jafnvel ógn-
unum. Það er
beinlínis aðför að
tjáningarfrels-
inu.“