Morgunblaðið - 23.02.2007, Page 29

Morgunblaðið - 23.02.2007, Page 29
hinar nýstárlegu afurðir á kynning- unni, sem er opin almenningi og stendur frá kl. 13–17. Einn hópurinn sem hefur verið í samvinnu við Jóhönnu á Háafelli mun slá upp geitamjólkurbar þar sem boðið verður upp á geitamjólk- urdrykki í afar sérstöku formi, en um er að ræða eins konar mjólk- urkúlur með mismunandi bragðteg- undum, en hver bragðtegund end- urspeglar eiginleika íslensku geitarinnar. Bragðtegundirnar heita sem hér segir: graður, sterkur, ást- sælinn og skemmtilegur. Hin síðast- nefnda inniheldur t.a.m. geitamjólk, gulrótarsafa og sólarte (rósaberja- og myntulauf auk lakkrísrótar). Dæmi um fleiri íslensk hráefni sem verða sett í óvenjulegan og spenn- andi búning á morgun eru skyr, rúg- brauð og blóðberg. Mannblendnar skepnur Geitur eru mun mannblendnari en kindur og kunna því yfirleitt bara nokkuð vel að vera knúsaðar. olíu á pönnu og ristið brauðsneið- ina í henni þar til hún hefur drukkið í sig alla olíuna. Gætið þess að brenni ekki. Fjarlægið brauðið þegar það er orðin fallega ljósbrúnt og kælið. Nuddið 1 hvít- lauksgeira ofan í báðar hliðar brauðsins og skerið í teninga. Ristið beikonið í millitíðinni á heitri pönnunni þar til það er stökkt og skerið í strimla. Ferskur eða semi-ferskur geitaostur hent- ar best í þessa uppskrift, t.d. hinn franski bûche de chèvre þar sem hann bráðnar mun jafnar en harð- ari og þroskaðri ostur. Rétt áður en salatið er borið fram skal ost- urinn hitaður í örbylgjuofni þar til hann er nánast fljótandi. Prófið ykkur áfram með þykkt og bræðslutíma. Raðið nú klettasalati á diska, þar ofan á tómatsneiðum, því næst beikonstrimlum og brauðtenginum og ostinum síðast af öllu.  Prófið þetta dásamlega salat t.d. með hvítlauksristuðum humar- hölum, vel þroskaðri cantaloupe- melónu, foie-gras andalifrarkæfu eða rauðvínsbrasaðri kjúklinga- lifur með ferskri steinselju. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 29 Kínamatur var lengi hug-tak á Íslandi er náði yfirflestalla matargerð semtengdist Asíu með ein- hverjum hætti, ekki síst ef um var að ræða mat sem hugsanlega mætti borða með prjónum, ég tala nú ekki um ef boðið var upp á súrsæta sósu. Smám saman hefur þetta nú sem betur fer verið að breytast, ekki síst vegna strandhöggs taí- lenskra veitingastofa um landið allt. Það má þó segja að kínverskur matur sé enn nokkuð óljóst hugtak í huga flestra enda ekki nema von. Ekki nóg með að innan Kína sé að finna gífurlega breidd í matargerð, t.d. eftir landsvæðum, heldur er einnig verulegur munur á því sem kalla mætti kínverska matargerð annars vegar og hins vegar vest- rænni kínverskri matargerð. Raunar er margt af því sem við tengjum við „kínverska“ matargerð í raun vestræn útgáfa af kínversk- um hefðum. Vestræna útgáfan þró- aðist ekki síst í Bandaríkjunum en þangað flutti mikill fjöldi Kínverja á nítjándu öld, m.a. til að leggja járn- brautir. Málsháttakökurnar frægu eða „fortune cookies“ eiga til dæm- is ekki uppruna sinn að rekja til Kína heldur San Francisco og það sama má segja um rétti á borð við Chow Mein og Chop Suey. Alla jafna eru vestrænu réttirnir sætari og yfirleitt eldaðir með meiri hraða (t.d. á wok-pönnum) en hinir kínversku og notkun og val á græn- meti er mjög ólíkt, en í kínverskri matargerð er mun meira um sjáv- arfang en í vestrænum kínverskum mat. Vinalegur fjölskyldustaður En kannski meira um þetta síðar. Hér á Íslandi má finna nokkur kínversk veitingahús og hafa mörg þeirra verið rekin um árabil. Á Nýbýlavegi í Kópavogi er t.d. að finna Kínahofið sem er vinalegur veitingastaður er býður upp á fjöl- marga kínverska rétti. Þetta er ekki staður sem lætur mikið yfir sér – hvorki að utan né innan – og íburður er ekki mikill. Þarna má sjá einhverjar dæmigerðar aust- urlenskar skreytingar á veggjum og kínversk tónlist streymir úr há- tölurum. Á borðum eru glerplötur og borðbúnaður látlaus. Uppsetning matseðils er með hefðbundnum hætti, réttir flokkaðir eftir því hvort aðalhráefnið er kjúk- lingur, nautakjöt, svínakjöt, önd eða núðlur. Við pöntuðum allmarga rétti og enginn þeirra var beinlínis slæmur, kannski að undanskilinni snögg- steiktri önd sem var þurr, seig og bragðdauf. Það sem veldur þó von- brigðum er í fyrsta lagi hversu keimlíkir allir réttirnir voru í bragði og í öðru lagi hversu bragð- daufir. Það breytti litlu um hvaða útgáfu var að ræða; allir einkenndust rétt- irnir af nokkurn veginn sama bragðinu eða kannski öllu heldur bragðleysinu. Enginn réttur bein- línis slæmur en jafnvel þeir sem voru merktir sem sérstaklega „sterkir“ voru langt frá því að nálg- ast keim úr chili-pipar. Það er vel þekkt að í vestrænu kínversku eldhúsi er oft gengið mjög langt til að milda matinn þannig að hann falli öllum í geð. Hér hafa menn líklega teygt sig fulllangt til að ná hinum sameigin- lega samnefnara. Kínahofið hefur þó sína kosti. Þetta er vinalegur og þægilegur fjölskyldustaður og verðlagið virki- lega sanngjarnt og hófstillt. Máltíð kostar lítið og þótt maturinn sé kannski ekki sá bragðmesti má vel við hann una. Austrænt yfirbragð og ljúfur matur Kínahúsið í Lækjargötu er lík- lega sá kínverski veitingastaður á Íslandi sem lengst hefur verið í samfelldum rekstri og það án þess að nánast nokkru sé breytt í inn- réttingum eða matargerð. Enda er þetta staður sem á marga vini og fastagesti og það ekki óverð- skuldað. Andrúmsloftið á Kínahúsinu er þægilegt og merkilega austrænt þótt þetta gamla timburhús láti ekki mikið yfir sér. Rauður litur ríkjandi og róandi tónlist, stólarnir í stíl Cesca-stóla Marcels Breuers. Bauhaus-stólarnir falla þó að öllu leyti inn í heildarmyndina og eru þægilegir fyrir gesti. Í hádeginu er hægt að fá ódýrt og gott tilboð í kringum þús- undkallinn þar sem val er á milli þriggja rétta – sem einnig má fá alla á diskinn – og súpa innifalin. Á kvöldin má svo velja úr fjöl- breyttum matseðli þar sem réttirnir eru flestir úr smiðju kantónska eld- hússins eða Hunan-eldhússins. Það er eiginlega sama hvað pant- að er; það er alltaf jafngott. Súr- sætar rækjur eru til dæmis stökkar og flottar og rétt hlutföll á milli rækju og deigs ólíkt því sem yf- irleitt gerist, sósan mild, bragðgóð og stökkt kál, paprika og ananas falla vel að. Nautakjöt með sætri og góðri Hoi Sin-sósu og svínakjöt í ostrusósu leyfðu hráefnunum að njóta sín vel, steiktur kjúklingur með mildu hnetuolíubragði var sagður sterkur og hafði fínan chili- keim. Grænmetið með öllum réttum fallega niðursneitt, yfirleitt laukur, gulrætur og paprika ásamt bambus. Matargerðin nær þeirri kín- versku en vestrænt kínversku, lit- rík, bragðmikil og góð. Þjónustan ávallt ljúf, þægileg og skilvirk þótt einungis ein manneskja sinni saln- um hvort sem er í hádeginu eða á kvöldin. Maturinn er dýrari en í Kínahofinu en þó langt frá því að vera dýr, raunar í ódýrari kanti reykvískra veitingahúsa. Staður sem svíkur aldrei. Austrænt og vestrænt Morgunblaðið/Sverrir Kínahúsið Líklega sá kínverski veitingastaður á Íslandi sem lengst hefur verið í samfelldum rekstri. Kínahofið Yfirbragð staðarins er látlaust og matseðill hefðbundinn. Steingrímur Sigurgeirsson gagnrýnir veitingastaði  Kínahofið Nýbýlavegi 20 Kópavogi  Kínahúsið Lækjargötu 8 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.