Morgunblaðið - 23.02.2007, Side 31

Morgunblaðið - 23.02.2007, Side 31
Stíll Allt í stíl, taska, pils og sokkar. Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Drottning framúrstefnunnar og gáfumanna-tísku, Miuccia Prada, kom enn og aftur áóvart á tískuviku í Mílanó í vikunni. Fatalínahennar fyrir komandi haust og vetur skar sig úr fjöldanum. Hún notaði ull á mjög nýstárlegan hátt fyrir nýja öld. Hún notaðist við alpaca-ull, sem er eitt- hvert dýrasta efni í heiminum, og meðhöndlaði hana og litaði á þann hátt að hún líktist frekar gerviloðfeldi. Jafn- framt voru litirnir og litasamsetningarnar óvenjulegar og ekki í takt við það sem hefur verið í gangi á sýning- arpöllunum undanfarið. Til dæmis var mikið um appels- ínugulan og grænan lit. Sýningin var óvenjuleg og erfitt að lesa í hana. Flykktust þeir sem gátu baksviðs eftir sýninguna til að fá hönnuðinn til að útskýra hvað hún meinti eiginlega með þessu. Ódýr gerviefni? Hún gaf ekki mikið upp um pælingarnar í samtali við Style.com. „Það eina sem ég var að hugsa um var að vinna með liti og efni. Eitthvað einfalt en skrýtið,“ sagði hún. Í grein The Daily Telegraph segir að fötin gætu litið út fyrir að vera úr ódýrum markaðsbási, ef maður vissi ekki betur. „Ég var orðin svo leið á öllu, leið á því hvernig við lítum á tísku. Mig langaði að stíga skref til baka í átt til róta minna, þegar ég var tilraunagjörn,“ sagði hönn- uðurinn en víst er að sumum þykir hún ekki hafa gert neitt hlé á tilraunastarfsemi sinni. Prada ljóstraði því upp að hún hefði eytt mánuðum í að ferðast og kanna hvernig fólk klæðist og þróa sérstakar meðferðir sem láta efni líta út fyrir að vera ódýr gervi- efni. Ótrúlegt takmark en útkoman er allavega þannig að maður staldrar mjög við áferðina á fatnaðinum. Óekta? Efnin voru gerð gervileg. Töff Appelsínugulur var víða.Kjóll Óvenjulegir litir og lögun.Flaksandi Sérstakt kápuefni. Bæði stórskrýtið og skemmtilegt AP Toppurinn Prada er þekkt fyrir flott hárskraut. Loðið Rauða röndin setur ákveðinn svip. tíska MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 31 Brúðkaupsblað Morgunblaðsins Sérblað helgað brúðkaupssýningunni Já! fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 9. mars Meðal efnis er: • Föt á brúðir, brúðguma og brúðarmeyjar. • Óvenjulegt brúðkaup ásamt hefðbundnu brúðkaupi. • Matur í brúðkaupsveislum. • Giftingahringir og morgungjafir. • Tónlist í brúðkaupum. • Viðtal við hjón sem hafa endurnýjað heitið. • Brúðargjafir. • Brúðarvendir og blómaskreytingar. • Brúðarsængin og brúðarnærföt. • Brúðkaupsmyndin. Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 5. mars FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Til sölu 414 fm byggingarlóð undir einbýlishús á mjög góðum stað á Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. EINBÝLISHÚSALÓÐ SELTJARNARNESI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.