Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
MIKIÐ Í HÚFI
Það er mikið í húfi fyrir heimiliní landinu að vel takist til umverðlækkanir hinn 1. marz nk.
Það skiptir að sjálfsögðu máli að sú
lækkun opinberra gjalda, sem þá
kemur til framkvæmda, skili sér
beint til neytenda. Hún á að skila sér
beint til þeirra og engin ástæða til að
ætla fyrirfram að svo verði ekki. Að
vísu hafa ýmsar spurningar vaknað
vegna verðhækkana frá birgjum til
smásöluverzlana frá því fyrir jól.
Opinberir aðilar hafa lagt mikla
áherzlu á að vel verði fylgzt með
verðlækkunum frá og með 1. marz og
ljóst að Alþýðusamband Íslands mun
beita sér mjög í þeim efnum.
Í gær birtist frétt í Morgunblaðinu
sem sýnir að verðlækkanir skipta
ekki bara máli fyrir neytendur vegna
þess að vöruverð lækki heldur líka
vegna hins að skuldir heimilanna
hljóta einnig að lækka. Talið er að
verðtryggðar skuldir heimilanna geti
lækkað um 9–10 milljarða í kjölfar
verðlækkana hinn 1. marz nk. Í
Morgunblaðinu í gær var sýnt dæmi
um áhrif þessara lækkana á húsnæð-
islán að upphæð 15,7 milljónir króna.
Miðað við spá Landsbanka Íslands
um að vísitala neyzluverðs lækki um
1 prósentustig gæti höfuðstóll láns-
ins lækkað um 157 þúsund krónur.
Það er því mikið í húfi fyrir heim-
ilin í landinu. Umtalsverð lækkun
matvælaverðs og ýmissa annarra
kostnaðarliða er mikilvæg fyrir
rekstur heimilanna en ekki síður
áhrifin á verðtryggingu lánaskuld-
bindinga.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar
munu spara heimilunum mikla fjár-
muni þegar horft er á þessar tölur
á ársgrundvelli. Hér er um veru-
lega kjarabót að ræða.
Það er svo annað mál að engin
ástæða er til að láta hér staðar
numið. Staða ríkissjóðs er góð svo
að vægt sé til orða tekið. Ríkissjóð-
ur safnar miklum fjármunum inn á
bankabók um þessar mundir. Og þó
að það sé mikilvægt, m.a. til að
draga úr þenslu, er augljóst að rík-
issjóðs vegna er hægt að ganga
lengra í skattalækkunum en gert
hefur verið.
Fyrir nokkrum árum voru skatt-
ar lækkaðir mikið á fyrirtæki. Tals-
menn þeirra skattalækkana héldu
því fram að tekjur ríkissjóðs af fyr-
irtækjasköttum mundu hækka en
ekki lækka vegna þessara skatta-
lækkana á fyrirtæki. Reynslan sýn-
ir að þeir höfðu rétt fyrir sér.
Er ekki kominn tími til að stíga
stórt skref í lækkun skatta á ein-
staklinga og sjá, hvort áhrifin verða
ekki hin sömu? Mikil skattalækkun
hjá einstaklingum gæti leyst mikla
krafta úr læðingi.
Þótt miklar umbætur hafi orðið í
skattamálum síðustu árin þarf að
ganga lengra. Það þarf að jafna
muninn á milli skatta af launa-
tekjum og fjármagnstekjum. Slíkt
þarf ekki endilega að gerast með
hækkun skatta af fjármagns-
tekjum. Það getur líka gerzt með
róttækri lækkun á sköttum á launa-
tekjur.
BROTTFÖR FRÁ ÍRAK
Bretar tilkynntu í fyrradag aðþeir hygðust fækka í herliði
sínu í Írak og Danir greindu frá því
að þeir hygðust kveðja allt sitt her-
lið brott frá landinu. Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands, sagði á
þinginu að 1.600 hermenn yrðu
kvaddir brott þannig að 5.500 yrðu
eftir og fleiri myndu snúa heim síð-
ar á árinu. Breskar hersveitir yrðu
þó í landinu fram á næsta ár. 460
danskir hermenn hafa verið í Írak
og verða þeir kallaðir heim í ágúst.
Nú eru hermenn frá að minnsta
kosti 22 löndum í Írak að talið er,
en liðsafli frá sumum þeirra er rétt
til málamynda. Fyrir utan Breta
eru aðeins tvö ríki með meira en
þúsund manna herafla. 2.300 suður-
kóreskir hermenn eru í Írak og
1.400 hermenn frá Ástralíu.
Ákvörðun Dana og Breta hefur
verið túlkuð á þann veg hún beri
vitni um brestina í samstarfi
bandamanna í Írak. Blair þvertek-
ur fyrir það og segir að ástandið sé
einfaldlega orðið þannig að Írakar
geti sjálfir gætt öryggis þar sem
breski herinn hefur verið. Það er
rétt að ástandið hefur batnað í
Basra en það er þó enn slæmt og
reyndi Blair ekki að draga dul á
það. Hann sagði einnig í viðtali í
gær að krefðust aðstæður þess yrði
fjölgað í herliði Breta á ný.
Ákvörðun Blairs um að taka þátt
í innrásinni í Írak með Bandaríkja-
mönnum hefur bakað honum miklar
óvinsældir. Nú er svo komið að
Íhaldsflokkurinn hefur náð forskoti
á Verkamannaflokkinn ef marka
má skoðanakannanir. Blair er því
undir þrýstingi um að snúa þeirri
þróun við. En það hefur heldur
ekki farið á milli mála að innrás-
arherjunum hefur gjörsamlega mis-
tekist að koma á jafnvægi í Írak.
Þótt George Bush Bandaríkjafor-
seti hafi ákveðið að fjölga í banda-
ríska herliðinu í Írak er mjög lík-
legt að hann muni þegar kemur
fram á næsta ár, og forsetakosn-
ingarnar nálgast, snúa blaðinu við.
Ógerningur er að segja til um
það hvað tekur við hverfi Banda-
ríkjamenn á braut frá Írak. Í raun
má segja að þegar ríki borgara-
styrjöld í landinu og átökin gætu
magnast og landið liðast í sundur.
En einnig má spyrja hvort Banda-
ríkjamenn og bandamenn þeirra
geti komið í veg fyrir það með því
að vera áfram eða hvort það yrði
aðeins til að draga núverandi
eymdarástand á langinn. Einræð-
isherrar eiga ekki að komast upp
með að myrða og pynta samborgara
sína og ógna nágrönnum sínum.
Tony Blair sagði í gær að í stjórn-
artíð sinni hefði einræði verið
hrundið í Sierra Leone, Kosovo,
Afganistan og Írak og heimurinn
væri betri fyrir vikið. Enginn sakn-
ar Saddams Hussein, en innrásar-
herirnir brugðust skyldum sínum
þegar þeim láðist að verja óbreytta
borgara Íraks eftir að stjórn hans
var fallin.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Í umgjöllun undanfarna daga umviðræður fulltrúa Kennarasam-bands Íslands (KÍ) og Launa-nefndar sveitarfélaga (LN) hefur
mikið verið gert úr verulegum mun á til-
lögum aðila að samkomulagi á grundvelli
forsenduákvæðis gildandi kjarasamn-
ings. En það eru önnur mikilvæg mál
sem gleymst hafa í opinberri umræðu um
þetta mál.
Launahækkanir og launaviðbætur
Komið hefur fram að á hinum almenna
vinnumarkaði voru laun almennt hækkuð
umfram umsamdar launahækkanir um
0,65% gegn því að samningurinn gilti til
ársloka 2007. Um þetta var samið á
grundvelli forsenduákvæða í kjarasamn-
ingum aðila. Jafnframt voru samþykktar
viðbótarhækkanir til láglaunahópa. Það
sama gildir um kjarasamninga ríkisins
sem hafa tilvísun í forsenduákvæði hins
almenna vinnumarkaðar. LN ákvað engu
að síður að bjóða kennurum meiri hækk-
un árið 2007 eða 0,75% viðbótarhækkun
sem þýðir samtals 3,0% launahækkun 1.
jan. 2007 og síðan 1,25% viðbótarhækkun
í ársbyrjun 2008 eða samtals 3,5% hækk-
un gegn því að kjarasamn-
ingurinn gildi til 31. maí
2008. Forysta grunnskóla-
kennara fer á hinn bóginn
fram á samtals um 7,5%
viðbótarhækkun við áður
umsamdar hækkanir sem
er rúmlega tíföld viðbót-
arhækkun m.v. hinn al-
menna vinnumarkað og
myndi kosta sveitarfélögin
rúma 1,5 milljarða króna á
ársgrundvelli. Menn spyrja
sig eðlilega hvaða rök geti
legið að baki þessari kröfu
þegar kennarar búa við sömu verðlags-
og efnahagsþróun og aðrir í þessu þjóð-
félagi. Spurningin verður enn áleitnari
þegar haft er í huga að laun grunnskóla-
kennara skv. gildandi kjarasamningi
munu hafa hækkað um 33,8% í ágúst
2007 á sama tíma og laun á hinum al-
menna markaði hafa hækkað um 20,2%.
Fagleg vinnubrögð
Samskipti Launanefndar sveitarfélaga
hafa verið afar góð og farsæl við lang-
flesta viðsemjendur sína um áratuga
skeið. Í gildi eru nú 79 kjarasamningar á
vegum nefndarinnar. Mikill trúnaður
hefur ríkt á milli aðila og undirbúningur
kja
ke
ha
uð
ver
sam
ver
áh
kja
he
sam
ma
sam
ein
við
um áraraðir sem
telja að hafi ski
arstarfi leikskó
eru launakjörin
skólakennarar v
þessar mundir þ
gera betur þega
mikilvæg störf
urum. Launakj
ast nú eftirsókn
skólakennara e
margra þeirra.
Það er skemm
samskipti LN o
kennara eru afa
gagnvart öðrum
Launanefnd biður um
Eftir Karl Björnsson
Karl Björnsson
Niðurstöður nýlegra rannsókna áheilanum hafa leitt í ljós aðviðtekinn sannleikur um óvið-jafnanlegan mátt hins unga
heila hafi að miklu leyti verið rangur.
Þetta kom fram í erindi dr. Elkhonon
Goldberg, prófessors í taugafræði við New
York University School of Medicine, á ráð-
stefnu um öldrun og málefni aldraðra á
upplýsingaöld sem nú stendur yfir í Há-
skólanum í Reykjavík. Sveigjanleiki eða
„mótanleiki“ heilans hefur verið sérsvið
dr. Goldbergs áratugum saman og sagði
hann allt benda til þess að margir mik-
ilvægir hlutar heilabúsins geti haldið
áfram að bæta við sig og styrkjast svo
lengi sem þeir séu þjálfaðir reglulega –
rétt eins og vöðvar.
Goldberg sagði rannsóknir t.d. hafa
sýnt að sá hluti heilans sem stjórnar um-
hverfisskynjun vaxi með aldrinum. Þessi
hæfileiki kemur m.a. fram hjá leigubíl-
stjórum sem þurfa að leggja sífellt fleiri
krókaleiðir á minnið og gengur þetta þvert
á gamlar kerlingabækur um að heilinn
missi getu til að aðlagast eftir kynþroska.
Ennfremur sagði Goldberg að sýnt hefði
verið fram á að tónlistarfólk gæti haldið
áfram að bæta við sig heilavefjum í „mús-
íkölsku stöðvunum“ með því að halda sér í
æfingu. Jafnvel það að læra að halda bolt-
um á lofti gæti haft mælanleg áhrif á sam-
setningu heilans á aðeins örfáum vikum.
Með reglubundinni þjálfun
má auka getu heilans
Goldberg varaði við of þröngri skil-
greiningu á elliglöpum og sagði ómögulegt
að dæma getu manna út frá ytri einkenn-
um, svo sem minnisleysi eða ruglingslegri
hugsun. Sem dæmi nefndi hann lækni sem
hann kynntist í New York og stundar enn
fag sitt þrátt fyrir að vera kominn á átt-
ræðisaldur þótt honum væri svolítið farið
að förlast á öðrum sviðum. „Hann kann
sitt fag jafn vel, ef ekki betur en nokkurn
tíma fyrr, og ég leita enn hiklaust eftir
læknisfræðilegu áliti hans,“ sagði Gold-
berg og bætti við að Goethe hefði ekki
skrifað meistaraverkið Fást fyrr en um
áttrætt.
Að sögn Goldbergs liggur máttur hins
þroskaða heila í getu hans til að þekkja
ákveðin munstur og vinna úr upplýsingum
á skilvirkan máta. Það er vinstra heila-
hvelið, sem geymir reynslu og sérþekk-
ingu hvers einstaklings, en það ku eldast
mun hægar en hægra hvelið sem gegnir
fyrst og fremst því hlutverki að aðlagast
nýjum aðstæðum og læra nýja hluti. Gold-
berg sagðist sjálfur ekki hafa haft nokkra
trú á að heilahvelin gætu elst mishratt
fyrr en niðurstöður rannsókna síðastlið-
inna ára lágu fyrir en þær hafi gríðarlega
þýðingu fyrir skilning vísindamanna á
öldrun og getu aldraðra.
Mikilvægasta niðurstaða Goldbergs,
sem skrifað hefur ítarlega um öldrun heil-
ans á undanförnum árum, er vafalaust sú
að með reglulegri þjálfun og heilbrigðu líf-
erni sé ekkert því til fyrirstöðu að fólk
haldi áfram að bæta við sig heilavefjum og
auka getu heilans fram eftir aldri. Loka-
orð doktor Goldbergs voru á þann veg að
ef hann ætti að rýna í kristalskúlu myndi
hann giska á að innan tuttugu ára ætti
„heilarækt“ eftir að verða jafnsjálfsagt og
algengt fyrirbæri og líkamsrækt er í dag.
Hann benti réttilega á að það hefði tekið
nokkurn tíma að koma af stað þeirri hug-
arfarsbreytingu sem leiddi til nýlegs
heilsuæðis á Vesturlöndum og sagðist
vongóður um að sama ferli myndi eiga sér
stað á sviði heilans á næstunni.
Mikilvægt innlegg í almenna
umræðu um jafnréttismál
Aðrir fyrirlesarar á upphafsdegi ráð-
stefnunnar voru doktor Lawrence J.
Whalley, prófessor við háskólann í Aber-
deen, Einar B. Baldursson, dósent í vinnu-
sálfræði við Álaborgarháskóla, og Ásgeir
R. Helgason, dósent í sálfræði við Karol-
inska Institutet í Svíþjóð. Ráðstefnan ber
yfirskriftina „Er öldrun úrelt í nútíma-
samfélagi?“ og er haldin af Háskólanum í
Reykjavík, Reykjavíkurborg og Álaborg-
arháskóla, í samstarfi við stuðningsaðila
úr viðskiptalífinu.
Fyrri dag ráðstefnunnar var áherslan
fyrst og fremst á vísindalega fyrirlestra og
kynningar á niðurstöðum rannsókna sem
fram hafa farið á síðastliðnum árum. Síð-
ari daginn er síðan ætlunin að byggja á
þeirri fræðslu og setja hana í samhengi við
aðstæður eldri borgara í dag og náinni
framtíð, m.a. félagslegar og fjárhagslegar
aðstæður.
Ráðstefnan var sett af Vilhjálmi Þ. Vil-
hjálmssyni borgarstjóra sem lét þau orð
falla að aldur væri „… einhæfur og óná-
kvæmur mælikvarði á getu“ og sagðist
vonast til þess að ráðstefnan kæmi af stað
umræðu sem hingað til hefði vantað hér á
landi. Ráðstefnustjóri, Guðfinna S.
Bjarnadóttir, kynnti því næst fyrirlesara
dagsins fyrir þéttskipuðum sal og benti
um leið á að málefni aldraðra væru mik-
ilvægt innlegg í almenna umræðu um jafn-
réttismál.
Er öldrun úrelt
Margt um man
Háskólans í Re
Ráðstefna um öldrun og
málefni aldraðra á upplýs-
ingaöld stendur nú yfir í
Háskólanum í Reykjavík.
Gunnar Hrafn Jónsson
situr ráðstefnuna og segir
frá því sem bar á góma á
fyrri degi hennar.
Doktor Lafessor íháskóla
hann staddur h
indi á ráðstefnu
fer fram í Hásk
þessar mundir.
fessor sló á létta
indis síns á fimm
frá því að eldri
að fá meira en n
unum hans yfir
um líkamann. „
hafa sagt, „þan
með nýjan verk
Whalley vatt
málsins og byrj
öldrun – en það
margur kynni a
sagði bestu skil
öldrun ætti sér
ekki lagfærður
komist hjá einh
inum en sagðist
grein læknavísi
því að seinka öl
sjúkdómum á b
sjúkdóminn. „M
ég ætti á hættu
tíðinni,“ gantað
lengi sem ég he
sjúkdómurinn m
mér fyrr en efti
ég nefnilega rá
dauður og því s
Í tæplega klu
„Þann
með n