Morgunblaðið - 23.02.2007, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FORMAÐUR AFA (Aðstand-
endafélags aldraðra) skrifaði grein í
Morgunblaðið 20. febrúar undir yf-
irskriftinni Framkvæmdasjóður
aldraðra – í vasa heil-
brigðisráðherra. For-
maðurinn er ómyrkur í
máli og sakar mig um
margvísleg óheilindi
og óheiðarleika sem ég
hafi sýnt í orði og
verki. Enn er vikið að
útgáfu upplýs-
ingabæklingsins Ný
sýn – nýjar áherslur.
Áherslur heilbrigðis-
og trygginga-
málaráðherra í öldr-
unarmálum og þeirri
meintu ósvinnu að ráð-
stafa fé úr Framkvæmdasjóði aldr-
aðra í prentun hans, að ég tali nú
ekki um þau ósköp að kosta úr sama
sjóði dreifingu félagsrits Lands-
sambands eldri borgara Listin að
lifa ásamt upplýsingabæklingnum.
Formaður AFA segir orðrétt um
þetta: ,,Að seilast sjálf í þennan sjóð
allra landsmanna til að fullnægja
persónulegum metnaði sínum, ætti
að vera fullt tilefni til að biðjast af-
sökunar hið minnsta. Það hefur hún
hins vegar ekki gert og virðist ekki
skammast sín.“
Að ég skammist mín ekki er hár-
rétt hjá formanni AFA. Ég er stolt
af þeim verkum sem ég hef ýmist
hrint í framkvæmd eða ýtt úr vör á
þeim skamma tíma sem ég hef setið
í stóli heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra. Í margumræddum
upplýsingabæklingi kynni ég þau
verkefni sem brýnt er að vinna að til
að bæta þjónustu við aldraða. Því
miður get ég ekki státað af því að
hafa fundið upp á öllum þeim verk-
efnum ein og sjálf. Hér er byggt á
viðamiklu starfi sem unnið hefur
verið í ráðuneyti mínu með aðkomu
fagfólks á mörgum sviðum, s.s. varð-
andi uppbyggingu geðheilbrigð-
isþjónustu fyrir aldraða, eflingu
heilsugæslu á sviði öldrunarþjón-
ustu, endurbætur á framkvæmd
vistunarmats til að tryggja betur
rétt þeirra sem helst þurfa á stofn-
anavist að halda og svo mætti lengi
telja. Framtíðarsýnin er skýr og ég
hef fengið mjög jákvæð viðbrögð við
stefnumótuninni. Öldruðum og þeim
sem starfa að öldrunarmálum finnst
mikils virði að vita að hvaða verk-
efnum er unnið og í hvaða átt er
stefnt. Að ráðstafa fé
úr Framkvæmdasjóðn-
um í þetta verkefni er í
fullu samræmi við regl-
ur sjóðsins og var hið
þarfasta verk. Mér
finnst leitt til þess að
vita að formaður AFA
skuli ekki geta fjallað
málefnalega um efni
bæklingsins og komið
með uppbyggilega
gagnrýni þyki honum
sem þar sé tekin röng
eða óæskileg stefna.
Formaður AFA
skrifar réttilega að fé úr Fram-
kvæmdasjóði aldraðra hafi verið
notað í rekstur öldrunarstofnana frá
árinu 1990. Ég vil taka það fram að
þetta hefur verið gert með fullri
heimild í lögum. Hins vegar hef ég
verið þeirrar skoðunar að sjóðnum
veiti ekki af þessu fé í önnur lög-
bundin verkefni sín og fyrir því hef
ég talað. Sú varð líka niðurstaða
samráðsnefndar stjórnvalda og
aldraðra og nú er aðeins helmingi
þess fjár sem áður fór í rekstur var-
ið til þess og á næsta ári verður al-
farið hætt að nýta sjóðinn til rekst-
urs öldrunarstofnana.
Formaður AFA sparar ekki stóru
orðin varðandi stefnu heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra í málefnum
aldraðra og segir: ,,Því miður er
þessi bæklingur ekki einu sinni
pappírsins virði, enda helmingur
hans, myndasýnishorn af gömlu
fólki og það bitastæðasta í text-
anum, tekið upp úr ályktunum og
stefnumálum samtaka eldri borg-
ara.“ Það er leitt að myndir af
gömlu fólki fari svona fyrir brjóstið
á formanninum. Það er líka athygl-
isvert að sami maður og skammast
yfir skorti á samráði við eldri borg-
ara finni að því að í bæklingnum séu
áherslur sem eiga efnislega sam-
hljóm með ályktunum og stefnu-
málum samtaka eldri borgara. Ég
skal ekki segja hvort kom á undan
eggið eða hænan en tel það af hinu
góða ef heilbrigðisyfirvöld og sam-
tök aldraðra geta sameinast til
góðra verka.
Það verður of langt mál að elta ól-
ar við allar ásakanir formanns AFA
í minn garð um nýtingu Fram-
kvæmdasjóðs aldraðra. Fyrir liggur
svar mitt við fyrirspurn á Alþingi
um ráðstöfun fjár úr sjóðnum fyrir
árin 1999–2004 fyrir hvern sem
skoða vill. Ég verð hins vegar að
lokum að upplýsa formanninn um
fyrirhugaðar framkvæmdir við upp-
byggingu hjúkrunarheimila í Hafn-
arfirði og Garðabæ og á heimilunum
í Reykjavík við Suðurlandsbraut og
á Lýsislóð (fyrir Reykvíkinga og
Seltirninga) sem hann segir að ekki
sé áætluð króna í úr Fram-
kvæmdasjóði aldraðra árið 2007.
Gerðar hafa verið áætlanir um upp-
byggingu hjúkrunarheimila á um-
ræddum stöðum og raunar í fleiri
sveitarfélögum, s.s Kópavogi, Mos-
fellsbæ, Reykjanesbæ, Árborg og
Ísafirði, þar sem uppbyggingar er
þörf. Í nánu samráði við yfirvöld
þessara sveitarfélaga er unnið að
undirbúningi framkvæmdanna.
Ráðstöfun fjár úr Framkvæmda-
sjóði aldraðra tekur mið af þessum
áætlunum, rétt eins og framlög rík-
isins og framlög sveitarfélaganna.
Gert er ráð fyrir að þessar fram-
kvæmdir verði unnar á árunum
2007–2010 og að kostnaður við þær
dreifist yfir það tímabil.
Formaður AFA segir réttilega að
kjósendur skuli dæma ráðherrann
þegar þar að kemur. Ég segi fyrir
mitt leyti að ég legg verk mín
óhrædd í þeirra dóm.
Legg óhrædd verk
mín fyrir dóm kjósenda
Siv Friðleifsdóttir svarar grein
formanns AFA um fram-
kvæmdasjóð aldraðra.
»Ég er stolt af þeimverkum sem ég hef
hrint í framkvæmd eða
ýtt úr vör þann skamma
tíma sem ég hef setið í
stóli heilbrigðis- og
tryggingamálaráð-
herra.
Siv Friðleifsdóttir.
Höfundur er ráðherra.
ÞAÐ er með nokkrum eindæmum
hversu langt Björgvin G. Sigurðsson
gengur í upphrópunum sínum og
rangfærslum. Það á við málflutning
hans í Morgunblaðinu 21. febrúar
þar sem hann telur að ekkert hafi
verið gert í samgöngu-
málum síðustu árin.
Ég get verið sama
sinnis og Björgvin G.
Sigurðsson um sögu
Sigurðar Nordals,
Ferðin sem aldrei var
farin, þetta er frábær
saga. En það er líka
það eina sem ég er
sammála honum í efni
greinar hans og teng-
ingunni við umrædda
sögu. Ég held nefni-
lega að Björgvin hafi
ekki komið auga á að-
alatriði sögunnar: Undirbúninginn.
Samgönguáætlun snýst um und-
irbúning og stefnumörkun. Þar eru
lagðar línur til framtíðar í þeim til-
gangi að framkvæma – ekki aðeins
að tala um hlutina. Til að leggja
megi upp í þá löngu ferð sem gerð
samgöngumannvirkja er þarf marg-
háttaðan undirbúning. Í fyrsta lagi
að marka stefnu, í öðru lagi leggja
niður fyrir sér ákveðin verkefni, í
þriðja lagi að huga að gerð þeirra og
áhrifum, í fjórða lagi að tímasetja
þau og í fimmta lagi að fjármagna.
Um þetta snýst samgönguáætlunin
sem nú er til meðferðar á Alþingi,
annars vegar fjögurra ára áætlunin
2007 til 2010 og hins vegar tólf ára
áætlun áranna 2007 til 2018.
Mín vegna má alveg kalla sam-
gönguáætlun óskalista
eða pöntunarlista en
eðlilegra væri að kalla
hana faglega áætlun og
metnaðarfulla um þarf-
ir þjóðarinnar í sam-
göngumálum, lýsingu á
þeirri stefnu sem
mörkuð er og hvernig
við getum náð mark-
miðunum.
Nær að tala um
ferðalok
Annar grundvall-
armisskilningur Björg-
vins er að ferðin hafi ekki verið far-
in. Hér hefur þingmaðurinn ekki
fylgst með og mér þykir leitt að
hann skuli með svo augljósum hætti
upplýsa að hann hafi alls ekki verið
með á nótunum. Undanfarin átta ár,
einmitt í tíð Sjálfstæðisflokksins
með samgönguráðuneytið undir
minni stjórn, hefur verið hrundið í
framkvæmd fjölmörgum og um-
fangsmiklum verkefnum á sviði
samgangna. Mér kemur helst í hug
að þingmaðurinn hafi lítið farið út
fyrir miðborg Reykjavíkur. Þá hefði
hann væntanlega séð að eitt og ann-
að hefur verið gert í öllum lands-
hlutum.
Víst er vegferðinni ekki lokið og
ýmislegt hefði mátt ganga hraðar
undanfarin ár. En nú stendur sem
hæst undirbúningur fyrir næsta
áfanga. Má í raun segja að nú þegar
haldið verður áfram samkvæmt
samgönguáætlun væri nær að tala
um ferðalok. Þjóðin vill umbætur og
hún vill framkvæmdir. Hún er að
leggja af stað í ferðina með núver-
andi yfirvöldum sem hún þekkir að
má treysta til þess að framkvæma
hlutina – og hefur ekki áhyggjur af
því hvort Björgvin G. Sigurðsson er
með eða ekki.
Framkvæmdir þurfa undirbúning,
þess vegna er samgönguáætlun gerð
Sturla Böðvarsson svarar
Björgvini G. Sigurðssyni. » Samgönguáætlunsnýst um undirbún-
ing og stefnumörkun.
Þar eru lagðar línur
til framtíðar í þeim
tilgangi að framkvæma
– ekki aðeins að tala
um hlutina.
Sturla Böðvarsson.
Höfundur er samgönguráðherra.
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
UMRÆÐAN um umhverfismál
hefur því miður takmarkast við Ís-
land; einkum við Kárahnjúka og aðr-
ar stórvirkjanir. Sannleikurinn er
hins vegar sá, að um-
hverfisvernd er miklu
meira mál en þjóðlegt
fyrirbæri; umhverf-
isvernd er alþjóðlegt
hugtak í sjálfu sér.
Stórvirkjanir á vatns-
afli til orkuframleiðslu
eru ekki mengun í
sjálfu sér heldur felst
mengun í fram-
kvæmdum þeirra sem
kaupa orkuna og nýta
hana í hagnaðarskyni í
landi okkar. Alþjóðleg
risafyrirtæki sem
framleiða ál og þess
háttar vöru sem krefst
raforku (sem við selj-
um að öllum líkum allt-
of ódýrt) valda miklum
útblæstri sem hefur
áhrif á andrúmsloft og
líf í þessu landi og
hugsanlega miklu víð-
ar; eykur loftslags-
breytingar. Þessir að-
ilar menga.
Íslendingar taka þátt í loftmeng-
un í heiminum með tvennum hætti;
með koltvísýringsútblæstri frá bif-
reiðum og mengun frá stórverk-
smiðjum eins og álfyrirtækjum.
Mengun á Íslandi ógnar jörðinni og
hafinu í næsta nágrenni. Þetta er hið
vonda og hættulega framlag Íslands
til umhverfisvandræða í heiminum,
eins og þynningar ósonlagsins,
hækkandi loft- og sjávarhita með öll-
um þeim hryllilegu afleiðingum sem
því fylgja.
Hækki loft- og sjávarhiti og
mengist loftið af koltvísýringi lætur
það enga heimsálfu og ekkert þjóð-
land ósnortið. Þetta eru staðreyndir
sem nú eru vísindalega sannaðar.
Alþjóðleg skýrsla SÞ sem nýlega
var kynnt í París um mengun á al-
heimsvísu, staðfesti það sem ýmsir
höfðu varað við, þ. á m. Al Gore,
fyrrum varaforseti Bandaríkjanna,
sem haldið hefur fyrirlestra um mál-
efnið um allan heim (En því miður
ekki enn á Íslandi.) Hættan er aug-
ljós; mengunin hefur stigvaxið mjög
hratt á undanförnum árum; er kom-
in langt fram yfir hæstu punkta und-
anfarinna alda. Lofthjúpurinn hefur
þynnst markvisst af völdum loft-
mengunar sem þýðir að fleiri út-
fjólubláir geislar sleppa til jarðar og
færri endurspeglast aftur út í geim-
inn. Afleiðingarnar verða einangr-
aður hiti innan gufuhvolfsins sem
skapar miklar loftslagsbreytingar,
einkum lofthitun á heimsvísu (global
warming). Slík hitun er vond en
kannski eru afleiðingar í kjölfar loft-
hitans þær hræðilegustu og ógn-
vænlegustu: Köld svæði hitna sem
þýðir bráðnun kuldasvæða eins og
jökla og heimskauta. Sjór hitnar og
yfirborð hans stígur. Dýralíf breyt-
ist við aukinn hita, einkum á norður-
hluta hnattarins. Aukinn hiti gerir
svonefnd sólarlönd og lönd nálægt
miðbaug óbyggileg með öllu. Lönd
norðar á hnettinum breytast, gróður
ummyndast og þar af leiðandi dýra-
líf. Nýjar dýrategundir skjóta upp
kollinum en gamlar hverfa. Bara á
Íslandi gæti sauðfjárstofninn
minnkað ef ekki horfið með tím-
anum, og skordýrum myndi fjölga.
Breyttur sjávarhiti gæti skekkt
fasta hafstrauma sem
þýddi til að mynda að
Golfstraumurinn
minnkaði eða jafnvel
hyrfi sem myndi hafa
gífurleg áhrif á Ísland
og fleiri lönd. Árstíðir
myndu skekkjast vegna
lofthlýnunar. Sumarið
kæmi fyrr og ákveðinn
gróður springi fyrr út
sem þýddi mikla röskun
í náttúrunni. Á sama
tíma yrði kaldara á
vetrum, einkum á norð-
urhveli jarðar. Bráðnun
norðurpólsins, Græn-
landsjökuls og ís-
lenskra jökla bæri með
sér flóð á mörgum
svæðum á Íslandi.
Strandlengjan myndi
breytast. Sjávarhitinn
lækkaði, einkum á vet-
urna. Firðir, einkum
norðanlands og vestan,
fylltust af hafís. Elstu
menn myndu ekki annan eins hafís
(eins og á Dýrafirði í ár). Breyttur
sjávarhiti myndi gjörbreyta dýralífi
í sjónum og útrýmdi jafnvel helstu
fisktegundum þjóðarinnar til út-
flutnings. Þjóðartekjur gætu minnk-
að á stórfelldan hátt.
Breytt hitastig og loftslag ylli
mikilli röskun víða um heim. Við höf-
um þegar orðið vitni að slíkum at-
burðum. Hin gríðarlega sjávaralda,
sem skall á ströndum landa í
Indónesíu nýverið, er talin hafa
myndast af völdun breytts hitastigs í
sjó. Loftslagsbreytingar geta valdið
hvirfilbyljum, einkum kringum mið-
baug. Fellibylurinn Katrín varð til
vegna þessa og hann magnaðist þeg-
ar hann fór yfir Mexíkóflóann en þar
hafði sjórinn hlýnað mikið vegna
breytinga í hafi af völdum loftmeng-
unar. Að lokum dundi bylurinn yfir
New Orleans og lagði borgina nær í
rúst.
Margt má annað telja eins og fleiri
sjúkdóma og mikla sjúkdómsfar-
aldra. Þetta er dökk mynd. En hún
er raunsæ. En það er enn tími til að
grípa í taumana. Í dag geta um-
hverfismálin tortímt hnettinum
nema Íslendingar í samvinnu við
aðrar þjóðir bregðist hratt við og
geri eitthvað eins og að minnka út-
blástur og mengun frá bílum og
verksmiðjum. Alþjóðlegir samn-
ingar eins og í Kyoto eru nauðsyn en
enn þá mikilvægara að fylgja ákvæð-
um samningsins. Mesta meng-
unarálfa heims, Ameríka (norður og
suður) hefur ekki undirritað samn-
inginn en menn eru að vakna til vit-
undar um hugsanlega eyðileggingu
á heiminum.
Við erum öll á sama báti. Þótt við
sitjum uppi með Kárahnjúkavirkjun
og drulluverksmiðju í Reyðarfirði.
En miðað við mengunarhættu á al-
þjóðavísu eru Kárahnjúkar smámál.
Kárahnjúkar
eru smámál
Ingólfur Margeirsson fjallar
um umhverfismál.
Ingólfur Margeirsson.
»Miðað viðmengun og
loftslagsbreyt-
ingar á al-
þjóðavísu eru
Kárahnjúkar
smámál.
Höfundur er rithöfundur og sagn-
fræðingur.